Morgunblaðið - 27.02.1983, Blaðsíða 26
74
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. FEBRÚAR 1983
_________________________£____________
ingana nema van der Lubbe.
Trevor Roper bendir á að jafn-
vel þótt hann hafi bruggað ríkinu
launráð hafi brot hans ekki verið
alvarlegra en Hitlers þegar hann
gerði byltingartilraun 1923, en
fyrir það sat hann aðeins nokkur
ár í fangelsi.
í rannsókn málsins var viður-
kennt að Hollendingurinn hefði
verið í þinghúsinu og reynt að
kveikja í einhverju, en staðhæft að
hann hefði ekki getað breitt eldinn
út um bygginguna á nokkrum
mínútum einn síns liðs. Hann hafi
verið flæktur í vef lyga og sam-
særis, sem hann hafi ekki haft
nokkur tök á að átta sig á. Hann
hafi vísvitandi verið valinn í hlut-
verk blórabögguls, og lögreglan
hafi lagt sig alla fram um sanna
sekt hans. Nazistar þurftu
hræðslu við kommúnista til að
dáleiða þjóðina og fá hana til að
sætta sig við að mannréttindi yrðu
skert.
ÁTYLLA
Hitler var í forsæti minnihluta-
stjórnar og hafði krafizt þing-
kosninga til að treysta stöðu sína.
Þrátt fyrir ógnarverk stuðnings-
manna Hitlers virtist ólíklegt að
flokkur hans fengi hreinan meiri-
hluta, sem hann þurfti til að
banna kommúnistaflokkinn. Síðan
átti að tryggja tvo þriðju meiri-
hluta á þingi til að afnema stjórn-
arskránna og koma á einræði.
Töluverður samgangur var milli
nazista og kommúnista. Nazistar
höfðu m.a. gert árás á aðalstöðvar
kommúnistaflokksins og fullyrt er
að nazistar hafi vitað að kommún-
istar ráðgerðu ekki byltingu.
Kommúnistum var einnig kunn-
ugt um fyrirætlanir nazista og
þeir höfðu jafnvel fagnað þjóðern-
isjafnaðarstefnunni, þar sem hún
sýndi dauðastríð „einokunar-kap-
italisma".
Samt þurftu nazistar að geta
sagt að kommúnistar ráðgerðu
uppreisn til að fá átyllu til að
sölsa undir sig öll völd og komm-
únistar vissu það. Báðir aðilar
biðu eftir því að eitthvað gerðist,
annað hvort sviðsett tilræði við
Hitler eða eldsvoði.
Kvöldið 27.febrúar voru þrír
helztu leiðtogar nazista í Berlín —
Van der Lubbe fyrir rétti: taldi sig
vinna með stjórnleysingjum. Vinur
hans Waschinski var SA-maður.
Hvað sem kenningum Tobiasar
líður virðist sú kenning hans
sennileg að van der Lubbe hafi
aldrei vitað að nazistar notuðu
hann, en flestir sagnfræðingar
eiga erfitt með að trúa því að naz-
istar hafi ekki vitað að van der
Lubbe ætlaði að kveikja í þinghús-
inu.
SJÓNARVOTTAR
Eitt þeirra nýju gagna, sem
fram hafa komið, er skýrsla kynd-
ara sem vann í húsi Görings gegnt
Hitler, Göring og Göbbels — en
ekki á kosningafundum og það
þótti einkennilegt. Eðlilegt var að
andstæðingar nazista í heiminum
teldu að eldsvoðinn hefði verið
settur á svið og jafnvel margir
nazistar töldu að svo væri.
SKEIÐKLUKKA
í bók sinni um sekt van der
Lubbe hélt Dr. Fritz Tobias því
fram að Hollendingurinn hefði
seinna leikið það sem hann hefði
haft fyrir stafni, kvöldið þegar
þinghúsið brann, með því að
hlaupa vítt og breitt um bygging-
una í viðurvist sérfræðinga lög-
reglunnar, sem fylgdust vandlega
með honum búnir skeiðklukkum
og skráðu hjá sér niðurstöðurnar.
Hann sagði að þetta sýndi að Hol-
lendingurinn hefði getað kveikt í
byggingunni einn síns liðs.
Tobias taldi sig sýna fram á að
vitnisburður brunasérfræðinga
Þjóðverja hefði verið rangur. Einn
maður gæti kveikt í stórri bygg-
ingu og slíkt hefði gerzt áður.
Annað hvort hafi þýzku sérfræð-
ingarnir verið kjánar eða hand-
bendi ákæruvaldsins. Dimitrov
hélt því fram að nazistar hlytu að
hafa verið í vitorði með van der
Lubbe, Göring sagði að kommún-
istar hefðu verið í vitorði með
honum.
Hreinsað til í ríkisþinghúsinu eftir slökkvistarfið.
þinghúsinu kvöldið sem þinghúsið
brann til ösku. Hann hefur sagt
frá því hvernig hann fylgdist með
hópi „brennuvarga" svartstakka
og brúnstakka safnast saman í
húsi Görings áður en eldurinn
kom upp og hvernig honum tókst
síðar að bera kennsl á mennina.
Annað nýtt vitni var lögreglu-
maður, sem var aldrei kvaddur til
að bera vitni í fyrstu réttar-
höldunum af því að frásögn hans
kom ekki heim og saman við hina
opinberu útgáfu að van der Lubbe
hefði verið einn að verki.
Samkvæmt vitnisburði hans sá
hann þegar hann kom á vettvang
skömmu eftir að eldurinn sást
fyrst hvernig eldtungurnar teygðu
sig út úr hraðritaraherberginu í
þingsalnum — stað sem van der
Lubbe kom aldrei nálægt og gat
því ekki hafa kveikt í.
VIÐBRÖGÐ
Hin ítarlega rannsókn fyrir
fjórtán árum var til komin vegna
málshöfðunar bróður van der
Lubbe tveimur árum áður. Hún
leiddi til þess að dómstóll í Vest-
ur-Berlín hreinsaði Hollendinginn
af ákærum þeim um landráð, sem
leiddu til dauðadómsins yfir hon-
um.
í dómsúrskurðinum var viður-
kennt að van der Lubbe hefði verið
þátttakandi í andspyrnu gegn naz-
istum, en dómstóllinn hikaði við
að taka afstöðu til þess hvort hann
hefði verið einn að verki. Þeirri
kenningu var að lokum hafnað
með sýknudómi þegar málarekstri
bróður van der Lubbe lauk loks
fyrir tveimur árum.
Eitt af því sem sannfærði
marga um að van der Lubbe væri
sekur var hvernig leiðtogar naz-
ista brugðust við fréttinni. At-
hyglisvert var að Hitler, Göring
og Göbbels virtust í raun og veru
furðu lostnir út af brunanum, sem
þeir voru taldir eiga sök á og hafa
hagnýtt.
Sefton Delmer segir t.d. á einum
stað að hann hafi gengið með Hitl-
er og Göbbels um brunarústirnar
og það sem hann hafi heyrt og séð
hafi sannfært sig um að þeir hafi
verið undrandi og hneykslaðir og
hafi þar af leiðandi ekki haft
Kynning á
kaffi
"ZZszr*.,
BfLASÝNING
sunnudag 27. feb. frá kl. 1-6
KRISTINN GUÐNASON HF.
SUÐUR LAN DSBRAUT 20. SÍMI 86633
Viö kynnum nú um helgina nýju 300 línuna frá
BMW, sem ber þýskri þekkingu, nákvæmni og
hugviti gott vitni.
Komið og kynnist þessum frábæru bílum.
Kynnum BMW-315, -316, -318i,
-320i, - 323i, -518, og -520i
fu
|enn
omnari