Morgunblaðið - 27.02.1983, Page 30

Morgunblaðið - 27.02.1983, Page 30
78 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. FEBRÚAR 1983 Meðfylgjandi viötal Maureen Cleave viÖ Sir John Hackett, hershöfö- ingja og fræðimann, birtist í fylgiriti The Observer. Hackett er höfundur metsölubókar- innar Þriöja heimsstyrj- öldin. Bókin kom ný- lega út í endurskoðaðri útgáfu. Þriöja heimsstyrjöldin" er góður bókartitill. Þegar Sir John Hack- ett hershöfðingi skrif- aði fyrst bók með því heiti seldist hún í þremur milljón- um eintaka. Bókaforlagið Sidg- wick og Jackson sýndi því ágætt kaupsýsluvit þegar það fékk hann til að endurskoða bókina, bæta við nýjum upplýsingum, endurmeta fyrri hugleiðingar og draga nýjar ályktanir, svo að hægt væri að gefa hana út aftur, fjórum árum síðar. Vesturveldin sigra aftur, en naumlega. Bókin er ekki rit spá- manns, heldur varnaðarorð gam- als hermanns. „Það sem ég skrifa," segir Sir John, „beinist gegn stríði. Styrjöld má ekki brjótast út, umfram allt má ekki verða kjarnorkustyrjöld. En það er alltaf möguleiki að stríð skelli á af vangá og aðeins ef við drögum ekki úr venjulegum liðsstyrk okkar getum við dregið úr líkun- um á því að styrjöld, sem brýzt út Hin fraega bók Sir John Hacketts, „Þriðja heimsstyrjöldin", I endur- skoöaðri útgáfu af gáleysi, verði að kjarnorku- styrjöld.“ Við skráningu ritsins hafa margir ágætir menn lagt hönd á plóginn auk hans, en hann skrifaði nánast allt verkið sjálfur. Hann fór á fætur kl. 5 á hverjum morgni og skrifaði 100.000 orð um mjög flókið efni á þremur og hálfum mánuði. Yngri maður gæti öfund- að hann af lífsorku hans og dugn- aði, viljastyrk hans, færni og skýrleika í hugsun og ágætri heilsu sem hann nýtur, þótt hann sé orðinn 71 árs gamall. Vinur hans einn sagði honum fyrst þegar hann sendi „Þriðju heimsstyrjöldina" frá sér að þegar menn fengju svona snjalla hug- mynd borgaði sig aldrei að reyna hana aftur. Hann lét þetta sem vind um eyru þjóta. Margir missa kjarkinn þegar árin færast yfir þá, en ekki Sir John Hackett. Hann var í sólskinsskapi þegar við hittum hann á enskum sumar- degi í fögrum garði hans í Glouc- estershire. Smálækir renna gegn- um garðinn, undir litlar brýr og umhverfis gamalt mylluhús, og sameinast í lítilli tjörn, þar sem krökkt er af stökkvandi silungi, rétt fyrir utan stofugluggann. Hann veiðir silunginn og hugsar um 20 kindur, sem eru á beit undir nokkrum espitrjám í fjarska. Það eitt bendir til þess að hann sé setztur í helgan stein úti í sveit og fáist við störf sem því tilheyrir. „Eg læt engan halda," segir hann, „að ég hafi á nokkurn hátt dregið mig í hlé. Menn draga sig aldrei í hlé, heldur hörfa út á fylk- ingarvæng og fylkja aftur liði. Eins og ég sagði fyrir löngu við rúmlega þúsund foringjaefni bandaríska flughersins í Colorado Springs byrjar lífið um sjötugt. Þá hafa menn lokið því æviskeiði, sem þeim var ætlað, og sérhver dagur eftir það er frjáls til eigin ráðstöfunar og hann má nota og njóta til hins ítrasta. Þetta er tími, sem er fenginn að láni, yfir- dráttur, og þegar menn fá yfir- drátt er það alltaf byrjun á ein- hverju spennandi." Boð berast á hverjum degi í pósti: um að halda þennan eða hinn minningarfyrirlesturinn, af- henda verðlaun í einhverjum frægum skóla, sækja ráðstefnu á Ítalíu, alþjóðaþing kaupsýslu- manna í Genf. Sir John Hackett „Þrælaþjóð“ Hann hefur flutt erindi um svo margvísleg efni, almenns eðlis eða sérfræðileg, úr svo mörgum ræðu- púltum, að jafnvel kurteislegar at- hugasemdir hans hafa á sér fágað- an blæ, sem gæti gefið til kynna að þær hafi verið viðraðar frammi fyrir fjölmennum hóp áheyrenda. Hann bregst fimlega við óljósum, algildum spurningum, til dæmis: Hvers vegna eru Rússar svona leiðinlegir hverjir við aðra? Hann hafði svarið á reiðum höndum, því hann hafði orðið að svara svona spurningu í Genf. „Þrælaþjóð," sagði hann. „Þeir voru þrælar undir stjórn Tartara, ánauðugir undir stjórn keisaranna, orðnir fullþroska í hæfni sinni í því að laga sig að þrældómi undir stjórn kommissaranna. En við verðum að sætta okkur við stjórn þeirra, þótt villimannleg og grimmileg sé og grundvölluð á fjöldamorðum, því að heimur tveggja risablokka og stormasams en nokkuð trausts jafnvægis er líklegri til þess að vera öruggur heimur en heimur, þar sem önnur hvor valdablokkin hrynur til grunna. Og auk þess lifum við öll á sömu reikistjörnunni. Þótt systir þín sé með kryppu á bakinu og klumbu- fót og ógurlegur sóði tilheyrir hún samt fjölskyldunni." Sir John er geysivinsæll meðal Bandaríkjamanna, en stríðir þeim oft dálítið og hendir gaman að þeim. „Bandaríski sjóherinn er arftaki Nelsons, tryggasti fulltrúi brezkrar nýlendustefnu sem til er,“ sagði hann. „Ég segi þeim þetta oft. Dálítið óskammfeilið, en þeir hafa gaman af þessu." Bandaríkjamönnum fannst svo mikið til um Lee Knowles-fyrir- lestranna, sem hann flutti við Cambridge-háskóla 1962 með heit- inu „Atvinnuhermennska", að þeir eru að undirbúa gerð kvikmyndar eftir þeim. „Spurningin, sem lögð var fram, var þessi: Hvers vegna skyldi greindur maður, sem aðrir möguleikar standa opnir, velja þann kost að gerast hermaður og gera hermennsku að ævistarfi sínu? Fyrirlestrarnir eru fræðileg tilraun mín, byggð á mikilli reynslu — án þess að ég sé nokkuð að gorta — til að benda á nokkur svör.“ STUÐNINGSFOLK SJALFSTÆÐISFLOKKSINS í REYKJANESKJÖRDÆMI Takið þátt í prófkjörinu og tryggið ELLERT EIRÍKSSYNI öruggt sæti á framboðslista flokksins SAMTAKA TIL SIGURS esió reglulega af ölnim fjöldanum! JHtfTjgDtttMllfrÍfr

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.