Morgunblaðið - 27.02.1983, Síða 31

Morgunblaðið - 27.02.1983, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. FEBRÚAR 1983 Hann kemur ágætlega fyrir í sjónvarpi og hefur það fram yfir aðra fyrrverandi, virta flotafor- ingja og hershöfðingja að hann er ágætur málamaður. ítalska sjón- varpið getur tekið við hann viðtal á ítölsku og franska sjónvarpið á frönsku. Hann nær því til áheyr- enda víða um heim. Hann var í Kanada 3. apríl þeg- ar Falklandseyjastríðið hófst. „Þegar brezkur herforingi birtist stóðust þeir ekki mátið. Fjölmiðl- arnir steyptu sér yfir mig eins og flugur. Þeir vildu allir vita hvað leiðangursflotinn mundi gera. Ég átti enga vini í honum sem gátu sagt mér það, svo að ég sagði þeim hvað ég mundi gera og — ég vona að það lýsi engum hroka þótt ég segi það — það gerðist." Orðuraunir Hackett-hjónin eru írsk frá Tipperary og á skjaldarmerki þeirra eru þrír kolmúlar. Sir John vildi vita hvað ég vissi um skjald- armerki. Það litla álit, sem hann hafði haft á mér, hafði orðið fyrir hnekki þegar ég tók dræmt í fyrri spurningu frá honum: „Hvernig ertu í þýzku?" Frá því einni viku áður og til dauðadags mun veifa með skjald- armerki hans hanga í kapellu Hinriks VII í Westminster Abbey, því að hann hafði verið sæmdur stórriddarakrossi Bath-orðunnar. „Bath-orðan skiptist í þrjár gráð- ur,“ sagði hann, „og þú hefur gott af því að vita það. Stórriddara- krossarnir komast aldrei fyrir all- ir saman, svo að menn verða að bíða þangað til rúm losnar. Góður, harður vetur flýtir venjulega fyrir þessu. Málmplata segir til um hver hafi haft þennan stað áður og veiztu hver hafði hann á undan mér? Dickie Mountbatten. Það er heilmikið verk að fá orð- una. Þeir æfa sig í tvo daga, allir þessir gömlu skarfar, þramma fram og aftur um kirkjuna, klædd- ir rauðum kuflum og með gull- kraga orðunnar um hálsinn, og bíða eftir því að röðin komi að þeim. Drottningin var stórglæsi- leg og við urðum allir að vinna eið að því að við mundum verja hana og heiður hennar og allar meyjar og ekkjur og munaðarleysingja. Dólgslegur marskálkur sagði á eftir: „Héðan í frá sé ég um meyj- arnar — þú mátt sjá um ekkjurn- ar og munaðarleysingjana!" Síðan buðum við 18 manns, aðallega úr fjölskyldunni, til kvöldverðar í Riddaraliðsklúbbnum og þar vor- um við í góðum félagsskap og fengum nóg af víni.“ Sir John lýsti þessu eins fjör- lega og skóladrengur. Hann hefur aldrei orðið þreyttur á lífinu, þótt hann hafi reynt meira um dagana en flestir. Frá Ástralíu Hann er fæddur í Ástralíu, son- ur ungrar móður og roskins föður, Sir John Winthrop Hackett, sem var fæddur 1845. „Nógu gamall til þess að hafa haft vitsmunalegan áhuga á Krímstríðinu. Hann var í raun og veru faðir Vestur- Ástralíu, hann lét reisa dómkirkj- una og dýragarðinn og safnið og bókasafnið og Konungsskrúðgarð- urinn var hans verk — það sem gert var í Perth var verk pabba. Hann átti dagblöðin „The Western Australian" og „The Western Ma- il“ og hann varð stórríkur. „Hann var vitur maður og þegar hann lézt arfleiddi hann háskóla Vestur-Ástralíu að öllum hinum miklu fjármunum sínum til þess að hægt yrði að byggja hann alveg upp á nýtt og til þess að veita stúdentum eins mikla námsstyrki og þeir þyrftu. Við börnin fengum aðeins það sem nægði fyrir skóla- göngu okkar og háskólanámi og dálitla vasapeninga, en ekki nógu mikið til þess að við gætum lifað af því. Ég hef alltof borið virðingu fyrir föður mínum vegna þessa." Barnfóstra hans var frá Liv- erpool og kallaði hann Shan og hann var þekktur undir því nafni í hernum. Hann var ágætlega greindur ungur maður og hafði margvísleg áhugamál. „Þegar ég kom til Ox- ford frá Geelong-menntaskólan- um vissi ég meira um gotneskar kirkjur Englands miðaldanna en allir aðrir sem voru með mér í New College." Slíkur skarpleiki er það fyrsta sem fólk tekur eftir í fari hans. Hann lagði stund á nám í klass- ískum greinum og las síðan nú- tíma sagnfræði, til að skerpa skynsemina eins og hann orðar það, og lauk prófi í henni á átta mánuðum. „Og ég missti aldrei af veizlu," sagði hann, „og stundaði refaveiðar af kappi." Hann mælir með svona stúdentalífi við hvern „Mig iangaði til að verða há- skólakennari, en þetta var á kreppuárunum og við vissum allir að það yrði stríð og við yrðum drepnir, það virtist hreinlegra að verða drepinn sem atvinnuher- maður, svo að ég gekk í herinn." Hann var hugdjarfur hermaður. Ferill hans var í stuttu máli sá að hans var lofsamlega getið í hern- aðarskýrslum (það hefur mikil áhrif á frama í hernum), síðan var hans tvívegis getið lofsamlega í hernaðarskýrslum, hann særðist, fékk lofsamleg ummæli í hernað- arskýrslum, særðist á ný. Hann kynntist austurrískri konu sinni á ströndum Genesaret-vatns — hún var þá óvinaþegn — og kvæntist henni í St. Georgs-dómkirkju í Jerúsalem. Skömmu áður hafði hann særzt í Sýrlandi, hann var síðan sendur burtu og særðist aft- ur í eyðimörkinni. Árið 1944 varð hann yfirmaður annarrar fallhlífadeildarinnar af tveimur við Arnhem. Hann var tekinn til fanga, en honum tókst að flýja og hugrökk, hollenzk fjöl- skylda skaut yfir hann skjólshúsi. Sir John hefur samið hrífandi og hugljúfa bók um þessa reynslu sína, „I Was a Stranger". Háskólarektor Eftir þetta lá leiðin hærra og hærra. Hann varð varaherráðs- forseti yfirmanns brezka Rínar- hersins og yfirmaður norðurherja NATO. Hann hætti störfum, tók sér mánaðarfrí á Korfu og tók síð- an strax við nýju starfi, sem hon- um var boðið — stöðu rektors King’s College í Lundúnum. Það var djarft tiltæki að fela fjögurra-stjörnu hershöfðingja að stjórna háskóla á tímum stúd- entauppreisna. Sir John heldur því fram að honum hafi blöskrað það einræði, sem ríkti í akadem- ísku lífi. „Prófessorinn í stærðfræði sagði við mig: Rektor, hver finnst þér helzti munurinn á því að vera yfirhershöfðingi og rektor í há- skóla? Og ég svaraði: Geðþótta- vald í agamálum skólans, sem er meira vald en ég nokkurn tíma hafði þegar ég var yfirhershöfð- ingi. Prófessorinn var allroskinn að árum og honum varð svo mikið um þetta svar að hann varð að fá sér sæti. En þetta var satt. Ég gat rekið nemanda, sent stúdent í burtu ef mér sýndist, án þess að hann fengi að standa fyrir máli sínu. Því samdi ég agareglur með hjálp stúdenta, kom á fót dóms- kerfi sem var miklu líkara her- dómstólum. Aðrir háskólar tóku sér þessar reglur til fyrirmyndar." Og þannig nutu þeir leiðsagnar hans á hinum viðburðaríku árum sjöunda ártatugarins. Hann tók einu sinni þátt I stúdentamótmæl- um, þegar hann fylgdi stúdentum í göngu, sem þeir fóru yfir Wat- erloo-brúna til þess að leggja áherzlu á kröfur um aukna námsstyrki. „Frú Thatcher var þá kennslu- málaráðherra og hún átti erfitt með að fyrirgefa mér — það tók hana eitt ár. En mér fannst að spurningin um fjárhagsstuðning foreldra hefði ekki verið athuguð nógu vel og þeir höfðu mikið til síns máls. Menn verða að taka af- stöðu. Það er ekki hægt að veita forystu öðru vísi en með því að vera fremstur í flokki manna sinna og standa sömu megin og þeir.“ Frú Thatcher ruglaði hann dá- lítið í ríminu snemma í Falklands- eyjadeilunni — hún ruglaði saman ensku heitunum um að vera með vífilengjur og fara undan í flæm- ingi, þegar hún talaði um fram- komu Galtieri hershöfðingja. „Mjög algeng mistök," sagði hann. Hann er mjög næmur fyrir slíkum mistökum, og eins þegar enska orðið um fjarvistarsönnun er not- að rangt. Hann sagði að það væri óskammfeilni að þykjast skilja ensku án þess að kunna eitthvað í latínu. Hann segir oft að það sé gott að vera í hernum. „Ég var í honum í 35 ár og færi í hann aftur. En auðvitað gengur maður ekki í her- inn, heldur herdeildina. Maður á vígvellinum ræðst ekki til atlögu fyrir drottningu og fósturjörð. Hann lætur til skarar skríða ásamt félögum sínum. Bandaríkjamenn misskilja þetta hrapallega. Þeir reka herinn eins og stórfyrirtæki, þeir hafa reynt að láta stjórnun koma í staðinn fyrir forystu. Ameríku- menn segja: „Okkur vantar 100 menn í Evrópu til að fylla stöður 100 fótgönguliða," en við skiptum um heilar hersveitir. Mennirnir verða áfram saman — hugsaðu um það þegar þú ferð heim með lestinni. Mennirnir í 2. fallhlífa- sveitinni, sem stóð sig svo vel á Falklandseyjum, höfðu þegar ver- ið saman á Norður-Irlandi. Bretar eru frábærir í detta af tilviljun niður á snjallræði þegar þeir eru að gera eitthvað og herdeildin hef- ur reynzt hernaðarstofnun gædd ódrepandi áhrifamagni." Svo bætist við það sem prófess- or Arnold Toynbee kallaði hernað- ardyggðirnar: þolgæði, réttsýni, tryggð, hugrekki o.s.frv. „Öðrum kann að finnast þær gamaldags,“ sagði hann, „en í hernum eru þær ekki aðeins til skrauts og þær auka ekki aðeins lífsfyllinguna — þær verða að vera til staðar. Menn geta verið falskir, fljótfærir og lygnir og samt verið fyrsta flokks eðlisfræð- ingar og merkir listmálarar, en þeir geta ekki verið góðir her- menn, sjóliðar eða flugmenn. Þessar dyggðir eru starfsleg nauðsyn til þess að viðhalda sam- heldni hópa, sem eru undir álagi og þrýstingi, og um þetta snýst það að berjast og heyja orrustu." 79 Skemmtifund- ur FÍR FUNDUR til skemmtunar verður haldinn í FÍR að Hótel Esju, Skálafelli, 9. hæð, í dag, sunnudag, 27. febrúar, kl. 2. Eftirtaldir höf- undar lesa úr verkum sínum, eða lesið verður úr verkum þeirra: Eð- varð Ingólfsson, Guðmundur Guðni Guðm., Indriði Indriðason, Jóhannes Helgi, Pétur Hafstein Lárusson og Pétur Önundur Andr- ésson. Norræna húsið: Trille heldur vísnatónleika DANSKA vísnasöngkonan Trille syngur eigin lög og Ijóð í Norræna húsinu á þriðjudagskvöld og danski bassaleikarinn Hugo Rasmussen leikur á bassa. Þau skemmta einnig á skemmti- kvöldi í Gaflinum í Hafnarfirði fimmtudaginn 3. mars á vegum Norræna félagsins í Hafnarfirði og Garðabæ, og á Akranesi á veg- um Norræna félagsins þar. Trille var síðast á ferð hér á landi 1974 er hún ásamt sænska vísnasöngvaranum Cornelis Vreeswijk hélt nokkra tónleika. Stykkishólmur: Lítill afli og rysjótt tíð Stykkisholmi 21. febrúar. LÍTIL hafa aflabrögð bátanna verið undanfarið, enda tíðarfarið rysjótt og erfitt að eiga við net. Tveir bátar hafa verið með net héðan frá Stykkishólmi og nú hef- ir þriðji báturinn bæst við. f netin hafa fengist svona 2 til 5 tonn að jafnaði í róðri, en á línu var orðin ördeyða og því hætti sá bátur (Þórsnesið) á línu og fór á net. Mér er sagt að æti sé lítið í maga fisksins, heldur ýmisskonar rusl. Loðna eða síli virðast varla sjást. Þetta er svo sem engin nýlunda, því febrúarmánuður hefir verið oft lélegur hvað aflabrögð snertir bæði á línu og net. Fréttaritari sem er. Ifi Borgarspítalinn og \if Rauðikrossíslands efna til sjúkraflutninganámskeiðs dagana 25. apríl — 6. maí, alls 11 daga. Kennsla fer aö mestu fram í Borgarspítalanum frá kl. 8—17 en eftir þaö gefst kostur á veru á sjúkra- og slysavakt Borgarspítalans og Slökkvistöö Reykjavíkur. Skilyrði fyrir þátttöku eru aö umsækjandi starfi viö sjúkraflutninga og hafi tekið þátt í skyndihjálparnámskeiöum. Þátttökugjald er kr. 3.800,- Hólmfríður Gísladóttir á skrifstofu Rauöa kross íslands tekur á móti umsóknum og veitir nánari upplýsingar. (Sími 91-26722). Umsóknarfrestur er til 20. mars. Námskeið í minnisþjálfun í fræöslumiöstööinni Miögaröur veröur haldiö kvöld- námskeiö í minnisþjálfun. Kenndar veröa áhrifamiklar aðferöir sem tryggja a.m.k. þrefalt betra minni í starfi, námi og leik. Námskeiöiö byggir á aöferöum H. Lorayne, sem þykja hinar fremstu á sviöi minnisþjálfunar. Náms- fólki og öörum er þurfa aö treysta á gott minni er sérstaklega bent á námskeiöiö. Kennari: Gottskálk Þór Jensson. Tími: Byrjar 1. marz 1983. 16 tímar á 8 kvöldum, á þriöjudagskvöldum og föstudagskvöldum kl. 17—19. Verö 1200 kr. Námsgögn og kaffiveitingar innifalið. Skráning: Miðgaröur, Bárugötu 11, sími 12980 milli kl. 10—16. /M1ÐG/1RÐUR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.