Morgunblaðið - 27.02.1983, Page 33

Morgunblaðið - 27.02.1983, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. FEBRÚAR 1983 81 Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar samþykkt: Heildartekjur bæjarsjóðs áætlaðar 262,2 milljónir HEILDARTEKJUR bæjarsjóðs Hafnarfjarðar eru áætlaöar krónur 262.218.000. Sameiginlegar tekjur, þ.e.a.s. skattgjaldstekjur, eru þar alls 193.196.000 krónur, sem er um 61% hækkun frá sömu tekjuliðum 1982. Frá þessu er skýrt í fréttatil- kynningu frá bæjarstjóranum í Hafnarfirði um samþykkt fjárhagsá- ætlunar, en hún var samþykkt á fundi bæjarstjórnar 15. febrúar fyrir yfirstandandi ár. Áætlunin var sam- þykkt með 7 atkvæðum bæjarfull- trúa en við lokaafgreiðslu sátu 4 bæjarfulltrúar hjá. í fréttatilkynningunni segir: Helsti tekjustofn bæjarsjóðs er útsvör, en þau eru áætluð tæpar 104,1 millj. kr. Nauðsynlegt reynd- ist að nýta að hluta lagaheimild til að innheimta útsvör með álagi og var útvarsálagning ákveðin 11,88%. Tekjur af fasteignagjöldum eru áætlaðar tæpar 31,1 millj. kr. Veittur er í ár 15,8% afsláttur af fasteignaskatti íbúðarhúsnæðis og 50% afsáttur af vatnsskatti og holræsagjaldi. Auk þess verður mörgum elli- og örorkulífeyrisþeg- um veittur frekari afsláttur af fasteignagjöldum. Af öðrum tekjuliðum má nefna framlag úr jöfnunarsjóði 22,5 millj. kr., afstöðugjöld 11,3 millj. kr. og tekjur af framleiðslugjaldi álversins í Straumsvík, sem eru áætlaðar 12,2 millj. kr. Um hlut- deild bæjarins af framleiðslu- gjaldi ÍSAL gildir nú samningur við iðnaðarraðuneytið frá 1976, sem heimilar bæjarstjórn að krefjast hækkunar á hlutdeild bæjarins af gjaldi þessu. í lok árs- ins 1978 var krafist endurskoðun- ar til hækkunar á hlutdeild bæjar- ins, en ríkissjóður hefur í engu sinnt því, þrátt fyrir skýr ákvæði í samningum um slíka endurskoð- un. Til ráðstöfunar eru einnig fram- lög ríkissjóðs til sameiginlegra framkvæmda ríkis og bæjarfélags að fjárhæð 12,8 millj. kr. og áætl- að er að taka að láni 8,3 millj. kr. Útgjöld bæjarsjóðs eru flokkuð í þrennt, til reksturs og gjaldfærðr- ar fjárfestingar, til eignfærðrar fjárfestingar og fjárráðstöfunar. Þá er útgjöldum skipt eftir mála- flokkum. f fjárhagsáætlun er mestu fé ráðstafað til fjárfest- ingar og reksturs við verklegar framkvæmdir. Til þess málaflokks er veitt 57,8 millj. kr., sem er 20,4% af heildarráðstöfunarfé bæjarsjóðs. Til fræðslumála er ráðstafað 49,8 millj. kr., sem er 17,6% af ráðstöfunarfé, og til fé- lagsmála er veitt 48,8 millj. kr., eða 17,2% af ráðstöfunarfé. Af öðrum málaflokkum má nefna, að 6,4% fara til æskulýðs- og íþrótta- mála, 6,2% til reksturs bæjarins og 5,6% af ráðstöfunarfé er veitt til heilbrigðismála. Við samanburð á því, sem ann- arsvegar er varið til reksturs og viðhaldsframkvæmda og hinsveg- ar til nýframkvæmda og fjárfest- ingar, kemur fram, að á árinu 1983 er áætlað að verja um 65% af ráðstöfunarfé til reksturs bæjar- ins og viðhaldsframkvæmda, en til nýframkvæmda og fiárfestingar verði varið um 35%. A árinu 1982 var um 32% ráðstafað til ný- framkvæmda og fjárfestingar. Hlutfallslega meiru fé er því varið til nýframkvæmda í ár en á síð- asta ári. A vegum bæjarins er nú unnið að eða í undirbúningi ýmsar fram- kvæmdir. Nýlega var byrjað á gatnagerð í nýju íbúðarhverfi, sem rís við Setberg. Á næstunni verður úthlutað í hverfinu 85 lóð- um, aðallega fyrir einbýlishús. í Norðurbæ er unnið að gatnagerð, en þar var úthlutað lóðum fyrir skemmstu. Einnig er áformuð gatnagerð í iðnaðarhverfum. Hafnarfjarðarbær hefur á und- anförnum árum gert átak í mal- bikun gatna og gangstéttargerð. Nú hefur þeim áfanga verið náð að götur í eldri íbúðarhverfum hafa verið malbikaðar. Stefnt er að því að götur í nýjum hverfum séu maibikaðar fljótlega eftir að flutt er í hverfin. í ár er áformað að malbika Lækjarhvamm, Fjólu- hvamm, Fagrahvamm, Háa- hvamm og Hrauntungu. Einnig verða malbikaðar götur í iðnað- arhverfum. Þar verða Dalshraun, Hjallahraun og Helluhraun mal- bikaðar í ár. Þar með verður lokið malbikun allra gatna í eldri iðnað- arhverfi við Reykjavíkurveg. Til gangstétta- og gangstígagerðar er á þessu ári ráðstafað alls tæpum 6,5 millj. kr. Unnið hefur verið að endur- byggingu og breikkun Reykjavík- urvegar frá Engidal og Arnar- hrauni. f ár er áformað að vinna 2. áfanga þessa verks, sem er frá- gangur við gatnamót Reykja- víkurvegar og Hjallahrauns. Gerð hefur verið áætlun um að koma öllu frárennsli frá bænum út fyrir . hafnargarða. Síðasti áfangi þessa verks er lögn safn- lagnar meðfram Fjarðargötu, sem lokið verður á þessu ári. Þá er unnið að ýmsum fram- kvæmdum við skólabyggingar. Stærsta verkefnið er bygging 3. áfanga Öldutúnsskóla, en fram- kvæmdir þar byrjuðu síðastliðið haust. Ennfremur verður haldið áfram endurbótum á gömlu bygg- ingunni við Flensborgarskóla, inn- réttingu húsnæðis fyrir rafiðnað- ardeild Iðnskólans og lokið verður við íþróttahús Víðistaðaskóla, sem tekið var í notkun í haust sem leið. Ráðstafað er fé til húsnæðis fyrir Tóníistarskólann og til lóðafrá- gangs við Víðistaðaskóla og Flens- borg. í undirbúningi er bygging nýs leikskóla við Suðurbraut, sem áætlað er að tekinn verði í notkun á hausti komanda. Þá er og áform- að að hefja undirbúning að bygg- ingu nýrrar dagvistarstofnunar. Unnið er að undirbúningi við- byggingar við Sólvang og bygg- ingar fyrir heilsugæslu Hafnar- fjarðar. Ef tilskilin leyfi heil- brigðisráðuneytis fást, er áformað að hefja framkvæmdir við Sól- vang á þessu ári. Ákveðið hefur verið að byggja við Sundhöllina til að stækka og bæta búningsklefa og böð kvenna. í undirbúningi er einnig bygging útisundlaugar í Suðurbæ. Ýmsar fleiri framkvæmdir eru á döfinni hjá Hafnarfjarðarbæ á þessu ári og má þar til nefna inn- réttingar á barnadeild í bókasafni, framkvæmdir að fegrun bæjarins, þátttöku í byggingu verkamanna- bústaða, kaup á leiguíbúðum, úf- bætur í vatnsbóli bæjarins í Kald- árbotnum og undirbúningur að byggingu sölu- og leiguíbúða fyrir aldraða. Þá má að lokum nefna stuðning bæjarins við Rafveitu Hafnar- fjarðar vegna stofnlagna og rekstraraðstoð við Bæjarútgerð- ina. GULLNA LINAN FRA MARANTZ DC-350 System 1 50-70 Wött. Frá aldaöðli hafa menn reyntað búa til hreint gull en enn hefur engum tekist það. Hreint gull hefur aldrei verið til og jafnvel besta gull er aðeins hreint að 99,98% en 0,02% eru önnur efni. Samt sem áður hafa menn talið gull vera tákn fullkomnunar og lykil að auðæfum og velsæld. Á þessari öld hafa verkfræðingar, vísindamenn og tónlistarmenn leitast við að uppfylla annarskonar draum: drauminn um fullkomin hljómtæki. En 100% hreinn hljómur hefur reynst vera jafn torfundinn og 100% hreintgull.Tæknimenn MARANTZ hafa þó að okkar mati komist nær tak- markinu en gullgerðarmenn. Cullna línan frá MARANTZ er svo nærri fullkomnun að jafnvel besta tóneyra greinir ekki mun. Aðeins tæknimenn MARANTZ geta með réttu sagtað enn megi bæta ögn um, en við látum okkur nægja dóma tónlistarsnillinga og notenda um heim allan. Ressvegna höfum við hjá MARANTZ ákveðið að gull skuli vera framtíðarlitur allra tækja okkar. Rannig getur þú á augabragði greint MARANTZ frá öðrum tækjum, sem ekki hafa náð sömu fullkomnun. MERKI UNGA FÓLKSINS I tilefní ferminganna bjóöum viö System 1 á vildarlyörum. tilboö okkar samanstendur af: • Magnara 2x25W RMS eða 2x35 W DIN. Þetta er hæfilegur kraftur fyrir kröfuharða tón- listarunnendur. #Útvarpsmóttakari: FM-Stereo og MW bylgjur. Allt þetta kr. 5.000.- Stgr. kr. #Segulbandstæki: Dolby, Metal, Fluor mælar. #Plötuspilari: Hálfsjálfvirkur, léttarmur, vökvalifta #Skápur Sá flottasti i bænum #Hátlarar 2x60 Wött 3 way tryggja hljómgæði sem eru einstök. útogrestá6mán. 23.730- SKIPHOLTI 19 SIMI 29800 mcc l KFii?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.