Morgunblaðið - 27.02.1983, Side 34

Morgunblaðið - 27.02.1983, Side 34
82 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. FEBRÚAR 1983 Vilt þú lækka hitunarkostnaóinn? Veldu þá EOS olíu- fylltan rafmagnsofn Með því að nota olíufylltan rafmagnsofn frá EOS getur þú lækkað hitunarkostnaöinn. Rafelementiö í ofninum hitar upp olíu, slekkur síöan á sér, en kveikir á sér um leið og hitastig olíunnar lækkar. Olíufylltir rafmagnsofnar hafa þann kost fram yfir venjulega rafmagnsofna að þeir þurrka ekki loftiö meira en vatnsofnar. EOS ofnar henta vel á heimili, vinnustaði, og í sumarhúsið. Ath. engin hætta á frostskemmdum. Lækkiö hitunarkostnaðinn með EOS olíufylltum rafmagnsofnum. EOS ofnar fást bæði frístandandi og til aö hengja á vegg. Söluumboð: H.G. Guðjónsson, Suðurveri s. 37637 — 82088. Almenna varahlutasalan sf., Skeifan 17, sími 83240/41. Straumlokur — Blikkarar — Viönám — Ljósarelay — Flauturelay — Alternatorhlutir — Startarahlutir. ALLT I BILINN ®naust h.f Siðumúla 7-9, sími 82722. • Séð yfir Epcot Center. Lengst til vinstri er kúlan risavaxna sem ber nafnið „Ceimskipið Jörð“. Kúla þessi er full af sýningarsölum og ber þar margt fyrir augu gesta. Lengst til vinstri glittir í stöðuvatnið sem getið er um í greininni, þar sem sjá má sýnishorn af menningu eða fyrirberum frá átta þjóðlöndum. Epcot Center Nýr Disney-undraheimur í Florida Disney World í Flórída er frægt fyrir margra hluta sakir, mikið ævintýraland bæði fyrir unga og aldna. Til þessa hefur það þó eink- um verið sniðið að þörfum smá- fólksins, þó svo að barnlaust fólk fari þangað í stórum stíl og yfirgefi staðinn ekki svikið. Nýjasta við- bótin höfðar meira til hinna eldri og er um mikið ævintýraland að ræða. Það heitir Epcot Center og má lýsa sem gífurlegri yfir- og landsýn. Þar er saga heimsins rak- in allt frá upphafi og langt fram í tímann og er allt sériega raunveru- legt. Epcot Center var einn af stærstu draumum Walter Elias Disneys, en hann kom honum ekki í verk fyrir dauða sinn. En þeir sem tóku við fyrirtækinu ýttu draumnum af stað og nú, 16 árum eftir dauða Disneys, er búið að opna „sýninguna“. Ævintýrið hefst þegar fæti er stigið inn fyrir anddyrið. Það er í risavaxinni kúlu sem kölluð er „Geimskipið Jörð“. Geimskipið er 18 hæða hátt og er fyrst geng- ið eftir gangi þar sem samskipta saga mannsins er rakin með myndum og líkönum allt frá þeim tímum er menn bjuggu í hellum og uns þeir stigu inn í geimskipin. Þarna má sjá Gut- enberg í prentsmiðju sinni og Alexander Graham Bell að finna upp símann svo eitthvað sé nefnt. Margir salir eru í „Geim- skipinu", og er víða komið við eins og búast má við. Einn salur- inn tekur til dæmis fyrir „heim hreyfingarinnar", og er það Gen- eral Motors sem sér um sýning- una. Salurinn er hjólbarðalaga og má sjá sögulega viðburði eins og uppgötvun hjólsins og fyrstu umferðarflækjuna. I öðrum sal er „heimur orkunnar" tekinn fyrir og er það einn ævintýralegasti hluti Epc- ot. Er um rúmlega hektara stór- an sal að ræða og er glerþak yfir öllu saman. Þar er stillt upp for- sögulegum tímum og sjá má ótrúlega raunverulegar risaeðlur í hörkuáflogum og regluleg eld- gos eiga sér einnig stað með til- heyrandi brennisteinsþef. Eld- varpið dælir úr sér „hrauni" sem auðvitað er ekki hraun heldur meinlaus eftirlíking. Þá eru það ekki óendanlegir kraftar úr iðr- um jarðar sem spýta hrauninu fram, heldur sams konar vél og dælir hundamat í dósir. Fleira má nefna, til dæmis salinn sem ber nafnið „Landið" og má þar sjá nokkurs konar gróðursögu jarðarinnar. Var mikið í sal þennan lagt eins og aðra á Epcot og þykir hann heill- andi. Annar salur heitir „Ferðalag til hugmyndaflugsins", og hefur hann til þessa vakið mestu at- hyglina og hrifninguna. Þar ráða tölvur ríkjum og gestir Epcot geta til dæmis leikið í eigin myndsegulbandskvikmyndum, samið eigin tónverk á tölvu- hljómgervla og málað eigin listaverk með lasergeislum svo eitthvað sé nefnt. Fylgdarmaður gesta er „Dreamfinder" og drek- inn hans Figment. Dreamfinder þessi er sagður eldri en þekking- in en yngri en morgundöggin. Eins og fram hefur komið er sannarlega margt að sjá og skoða í Epcot Center, en einu skal bætt við. Um lítið stöðuvatn er að ræða og sigla gestir Epcot hringinn á bátum. Allt í kring um vatnið hafa verið reistar smækkaðar útgáfur af fyrirbær- um frá átta þjóðum. Þar má sjá hof maya-indíána frá Mexíkó, Eiffel-turninn og götulíf frá París, Tiananmen-torgið og Hof hins himneska friðar í Peking, dæmigert enskt smáþorp, brot af Klettafjöllunum í Kanada við hliðina á októberhátíðarhöldum í smáþorpi í Bæjaralandi, svo eitthvað sé nefnt. Mikið hefur verið lagt í Epcot Center til þess að gera það sem glæsilegast og raunverulegast. Til dæmis má geta þess að flytja þurfti 54 milljón tonn af jarð- vegi til að koma byggingunum fyrir eða til notkunar í sýningar- atriðum. 16.000 tonn af stáli voru notuð og tugþúsundir tonna af timbri komu einnig við sögu. 12.500 tré hafa verið gróðursett, 10.000 runnar og rúmlega 1,5 miiljón fet af filmum var skotið i 30 löndum í kvikmynda- og myndsegulbandasýningar Epcot. Mörgum þykir Epcot Center glæfralegt fyrirtæki, en segja má að það sé síðasta von Disn- ey-fyrirtækisins. Það hefur stað- ið höllum fæti síðustu árin. Kvikmyndaframleiðsla hefur skilað litlu síðan „Mary Popp- ins“ sló í gegn árið 1964 og verð- bólga ásamt stöðnun hefur dreg- ið úr aðsókn í hin „Disney-lönd- in,“ „Disney-land“ og „Magic Kingdom". Disney-menn reikna með því að Epcot laði að 9 millj- ón gesti fyrsta árið og hafa þeir á prjónunum að bjóða „pakka- ferðir" sem fela í sér tvo daga í Epcot og tvo daga í Magic Kingdom, sem er í nágrenninu. Epcot er spáð velgengni, því skoðanakönnun hefur leitt í ljós að 75 prósent ferðamanna til Flórída líta ekki við Disney World. 80 prósent þeirra hafa þó sagt að miðstöð á borð við Epcot vekti forvitni þeirra. Svo virðist því sem Disney-veldið muni halda velli enn um sinn. Byggt á Time o.fi. • Gestir á Epcot Center sigla eftir mjóum bátaskurði í sýningarsalnum sem ber heitið „Landið". • Fyrri tima lögregluþjónn til- búinn í slaginn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.