Morgunblaðið - 27.02.1983, Qupperneq 44
92
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. FEBRÚAR 1983
ást er ...
... að dreifa ekki vincll-
ingaösku út um öll hús-
Oögn.
TM Rao U.S. Pit Off.-aD rtghts rwervad
•1982 Loa Angetoe Tlmae Syndtcele
Þegar tekið er mið af ætt minni og
uppruna gæti einkunnin verið slak-
ari, ekki rétt?
Þú ættir að geta galdrað hana upp
í hæstu fjöll!
HÖGNI HREKKVÍSI
?ÖGP--.
Meira frelsi í
sjónvarpsmálum
Geir R. Andersen skrifar:
„Velvakandi.
Þegar sjónvarpsmál eru til um-
ræðu á opinberum vettvangi hér í
landi, bregst það ekki: málið er
orðið meiriháttar hitamál, áður
langt líður, hvort sem það er í
stuttri blaðagrein eða umræðum.
En hvers vegna? Einfaldlega
vegna þess, að Island er einangrað
land, þrátt fyrir allt, og fátt eitt
til skemmtunar og afþreyingar,
það er öðrum nýtist, t.d. vegna
legu sinnar (ferðalög að eigin geð-
þótta), og ótruflaðs framtaks af
hálfu hins opinbera, t.d. á valkost-
um fjölbreyttra útvarps- og sjón-
varpsstöðva.
Opið
prófkjör
Þorgeir Axel Örlygsson stýri-
maður skrifar:
„Velvakandi.
Ég er og hef alltaf verið
óflokksbundinn, en hef fram að
þessu fylgt Sjálfstæðisflokkn-
um að málum, sem eina virki-
lega lýðræðislega sinnaða
stjórnmálaflokki landsins.
Mig langar því til að lýsa án-
ægju minni með að, að kjör-
dæmisráð Sjálfstæðisflokksins
í Reykjanesi skuli nú hafa
ákveðið að viðhafa opið próf-
kjör í Reykjaneskjördæmi, en
falla ekki í sömu gryfju og þeir
í Reykjavík að binda þátttök-
una við flokksbundna.
Fyrirkomulagið í Reykjavík
fældi fjölda óflokksbundinna
stuðningsmanna Sjálfstæðis-
flokksins frá því að taka þátt í
prófkjörinu þar og bar ekki
vott um ýkja lýðræðislegan
hugsunarhátt.
Því er þannig farið með
hundruð og jafnvel þúsundir
kjósenda, að þeir vilja geta
haft áhrif á það, hverjir veljast
á framboðsiista flokksins, án
þess að þurfa jafnframt að láta
draga sig í dilka eða stimpla
sig flokksbundna línumenn.
Fólk vill hafa frelsi til að velja
og það án nokkurra skilyrða.
Það er þvi vel, að sjálfstæð-
ismenn í Reykjaneskjördæmi
skuli ekki hafa gleymt þeirri
grundvallarhugsun sjálfstæð-
isstefnunnar, sem er frelsi ein-
staklingsins."
Þeir íslendingar, er ekki geta
eða vilja nýta sér það er til boða
stendur á sviði skemmtunar eða
afþreyingar gegn óhóflegu gjaldi,
utan heimilisins, kjósa að nota
sjónvarp og útvarp sér til
skemmtunar, og þá með þeim
hætti, sem þeir sjálfir vilja.
Og þarna skiptast menn í tvo
mjög aðskilda hópa. Annar hópur-
inn, sem er margfalt stærri, senni-
lega meirihluti þjóðarinnar, vill fá
sjálfdæmi um það, hvað það horfir
á í sjónvarpi t.d. og hafa val þar
um.
Hinn hópurinn, sem er fámenn-
ur en hávær og aðgangsharður,
vill fyrir engan mun leyfa meiri-
hlutanum að ráða, og við það sit-
ur! Meirihlutinn á enga málsvara,
en minnihlutinn stendur saman
sem einn maður.
Því er það, að þegar einn og einn
tekur sig út úr þessum þögla
meirihluta, og lætur frá sér heyra,
t.d. í lesendabréfi eða grein í blaði,
en það virðist eini vettvangurinn,
sem ennþá er til umráða (ekki
virðast umboðsmenn meirihluta
kjósenda á Alþingi uppnæmir
fyrir óskum umbjóðenda sinna),
— þá ætlar minnihlutinn að ær-
ast, og teflir fram „særinga-
mönnum" í fjölmiðlum, til „varn-
ar“ landi og lýð, gegn frjálsu sjón-
varpi.
Alveg sérstaklega er vandað til
vals á særingamönnum, ef Kefla-
víkursjónvarp er til umræðu. Þá
er gripið til þess, að rífa setningar
úr samhengi við þann texta, sem
varð tilefni til upphlaups og áköll-
unar særingarmanna. Háð, ræsk-
ingar og skyrpingar verða líka oft
uppistaðan í röksemdafærslu sær-
ingamanna minnihlutahópsins,
sem að því frátöldu að banna
frelsi í sjónvarpsmálum, vill setja
svartan klút fyrir augu fólks, sem
neitar að gangast við vandamála-
gamni, sem þykir því betra sjón-
varpsefni, eftir því sem norðar
dregur í Evrópu.
Það kom því ekkert á óvart, að
lesendabréfi, sem birtist í dálkum
Velvakanda Mbl. og var um „frelsi
í sjónvarpsmálum", væri svarað í
Þjóðviljanum stuttu seinna, und-
irritað „áb“, sem útleggst „rit-
stjóri".
Þar leggur „áb“ Þjóðviljans
nokkuð út af þeim orðum í
lesendabréfi, sem segja, að frelsi
til að njóta góðrar sjónvarps-
dagskrár frá Sovétríkjunum sé þó
æskilegra en sitja uppi með það
ógnvekjandi ofbeldis- og klám-
Geir R. Andersen
myndasafn, sem íslenska sjón-
varpið býður upp á.
í framhaldi af þessu og öðru,
sem höfundur lesendabréfs í Vel-
vakanda telur til gildis fyrir
frjálst sjónvarp, t.d. því að leyfa
Keflavíkursjónvarpið aftur fyrir
alla landsmenn — ásamt því sov-
éska — sem nú sést hér á landi,
veltir „áb“ því fyrir sér, hvers
vegna gagnrýni sé svo yfirþyrm-
andi á kvikmyndum „litla
frænda", sem hann nefnir svo, þ.e.
myndefni frá Skandinövum, en
flestu hælt í hástert, ef myndefni
er frá „stóra bróður“, eins og hann
nefnir Bandaríkin.
Tekur „áb“ tvær myndir úr vest-
urheimi sem dæmi, báðar svokall-
aðar „vandamálamyndir", aðra
um kynvilltan mann, hina um ein-
stæða móður, voru báðar sýndar í
sjónvarpinu nýlega. — „Myndirn-
ar voru ekki (leturbr. „áb“) sænsk-
ar, ekki danskar. Þær voru því
ekki þessar „hundleiðinlegu, öm-
urlegu og seigdrepandi" skandi-
navísku vandamálamyndir, sem
hver eftir öðrum étur upp fordóma
gegn — hvort sem þær eru betur
eða verr gerðar. Hommamyndin
var kanadísk, og einstæða móðirin
var bandarísk. Og þá er allt í lagi,“
segir „áb“ í Þjóðviljanum.
Ef þessar myndir hefðu verið
um danskan kennara eða þá ein-
stæða móður, sem vildi á færi-
bandið hjá Volvo, „þá“ segir „áb“
„hefðum við getað gengið að því
vísu, að eftir hefðu fylgt í löngum
bunum skammaskrif um þessa
dönsku homma og sænsku leið-
indakerlingar, sem ekki koma
okkur neitt við.“
Þetta er alveg rétt hjá „áb“. Og
hvers vegna? Einfaldlega vegna
„Við dauðans dyr“:
Gæti huggað marga og
sefað ótta annarra
Stella Sigurðardóttir skrifar:
„Velvakandi!
Ég hef tvisvar séð hina athygl-
isverðu mynd, Við dauðans dyr,
sem nú er sýnd í Bíóbæ í Kópa-
vogi, og bent mörgum vinum mín-
um á að sjá hana. Allir hafa þeir
verið mér þakklátir eftir að hafa
séð myndina. Efni myndarinnar á
erindi til allra og ekki hvað síst
lækna og hjúkrunarfólks, sem svo
oft standa við hlið sjúklinga sinna
við dauðans dyr. Ég er þess full-
viss, að það gæti oft hjálpað þeim
undir slíkum kringumstæðum að
hafa séð myndina.
Kvikmyndin „Við dauðans dyr“
er sannsöguleg og byggð á rann-
sóknum og reynslu tveggja lækna
varðandi fólk, sem líffræðilega
var úrskurðað látið, en tókst þó að
lífga við. Hvorugur þessara lækna
trúði á líf eftir dauðann, en skoð-
un þeirra breyttist við nákvæmar
rannsóknir og reynslu í starfi.
Ævar R. Kvaran talar í bíóinu,
áður en sýningar hefjast, og út-
skýrir eins og hans var von frá-
bærlega vel efni og tilurð myndar-
innar. Á hann þakkir skilið fyrir
það.
Það eina sem öruggt er í lífi
okkar er dauðinn, og hjá allflest-
um okkar mannanna börnum vek-
ur hann að sjálfsögðu spurningar
og hjá sumum kvíða. Gæti þessi
mynd því bæði huggað margan og
sefað ótta annarra.
Langar mig til að koma því á
framfæri til þess góða fólks sem
er að hlúa að og starfa í þágu
þeirra sem bágt eiga, t.d. aldraðra
og sjúkra, hvort það vildi ekki
taka til athugunar að reyna að
gera þeim, sem kynnu að hafa
áhuga, mögulegt að sjá myndina,
t.d. með hópferðum. Auðvelt er að
koma hjólastólum við í bíóinu.
Ég þakka bíóstjóranum fyrir að
hafa boðið okkur upp á þessa frá-
bæru mynd.“