Morgunblaðið - 27.02.1983, Qupperneq 46
94
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. FEBRÚAR 1983
Fræg knattspyrnufélög
Fyrri hluti
Meistaratitlinum fagnað eftir síöasta deildarleikinn árið 1967, en þá gerði Man. Utd. jafntefli, 0—0, við Stoke. Það er sjálfur Matt Busby sem
lyftir verölaununum hátt á loft. Leikmennirnir eru taldir frá vinstri: Denis Law, Nobby Stiles, Bobby Charlton, George Best, David Heart, Bill
Foulkes, David Sadler, Tonny Dunne, Paddy Crerand og Alex Stepney. Árið eftir varð þetta lið Evrópumeistari í knattspyrnu.
Matt Busby var staóráóinn
í því að gera Man. United
að stórveldi og það tókst
Busby sem geröi okkur aö einni
heild."
f rúm þrjú ár varö United að leika
heimaleiki sína á Maine Road hjá
Manchester City. Þrátt fyrir þaö
varö félagið númer tvö í deildar-
keppninni í þrjú ár í röö, auk þess
sigraöi það Blackpool 4—2 í úr-
slitaleik i „FA-keppninni“, sem er
einn af merkustu viöburöum á
Wembleyleikvanginum.
Á fjóröa keppnistímabili Matt
Busby hafnaði United í fjóröa sæti í
deildinni, þá á heimavelli sínum,
Old Trafford, en virðingin og að-
dáunin sem menn báru fyrir þess-
um stórkostlega framkvæmda-
stjóra, sem átti aö baki glæstan fer-
il með Manchester City og Liver-
pool FC og haföi einnig veriö þjálf-
ari skoska landsliðsins, var tak-
markalaus. Bæði Tottenham og
Manchester City reyndu að fá hann
til sín, einnig bauö ítalska knatt-
spyrnusambandið honum stööu
landsliösþjálfara gegn háum launa-
greiöslum. En slík tilboð freistuöu
ekki Matt Busby. Metnaöur hans
var sá að skapa besta knattspyrnu-
félag í heimi sem byggt væri á vin-
áttu, heiðarleik og samheldni, ein-
hvern tíma skyldi gleöi og heiður
fylgja því aö leika fyrir Manchester
United.
Matt Busby réð Jimmy Murphy
sem aöstoöarmann sinn. Á stríös-
árunum haföi hann gegnt herþjón-
ustu í Austurlöndum, verið í 8.
herdeildinni í Noröur-Afríku og í
flóttamannabúöum í ítalska bænum
Bari. „Það var i Bari sem ég hitti
Matt Busby,“ sagöi Jimmy Murphy
eitt sinn, „hann baö mig aö koma til
Old Trafford til að líta eftir ungu
leikmönnunum; þaö gerði ég áriö
1946.“
Börnin hans Busby
Frá upphafi var Matt Busby staö-
ráöinn í því aö „búa til“ 1. deildar-
leikmenn félagsins. Hann og Jimmy
Murphy ásamt fjórum til fimm
„njósnurum“ ferðuðust fleiri þús-
undir kílómetra til aö fylgjast meö
leikjum skóla og fyrirtækja í þeirri
von aö þeir fyndu einhverja snjalla
unga menn sem gætu átt framtíð
fyrir sér í Manchester United.
Þó aö Busby heföi ekki marga
Hinn frægi leikmaöur Duncan Edwards skrifar undir samning við
Man. Utd. Duncan Edwards var afburöaknattspyrnumaöur. Hann lóst
16 dögum eftir flugslysiö hræöilega í MUnchen 1958.
Manchester United er ekki
einungis knattspyrnufélag,
það er fyrirtæki sem fólk um
allan heim dáir og dýrkar fyrir
leik sinn og leíkmenn, sigra
þess og sorgir — og ekki hvaö
síst fyrir Matt Busby, sem á
hvað mestan þátt í vinsældum
knattspyrnunnar og heima-
lands hennar.
Þaö er engum blööum um
það aö fletta Matt Busby á
heíðurinn að hinum geysi-
miklu vinsældum félagsins ...
Old Trafford, heimavöllur Manch.
United, var lagöur í rúst af Þjóöverj-
um í seinni heimsstyrjöldinni eöa
nánar tiltekið í mars 1941, og héldu
þá flestir leikmanna félagsins til
herþjónustu. Það var ekki fyrr en
fjórum árum síöar eöa í febrúar
1945 sem forseti félagsins, James
Gibson, boðaði til stjórnarfundar til
aö skýra frá samtali sem hann haföi
átt viö Matt Busby viövíkjandi fram-
kvæmdastjórastarfi hjá félaginu.
James Gibson dró ekki dul á aö-
dáun sína á Matt Busby: „Hann er
heiöarlegur og aölaöandi maöur —
fullur af hugmyndum" enda tók þaö
hann aðeins örfáar mínútur aö full-
vissa stjórnina um aö Busby væri
betri en nokkur annar til aö þjóna
félaginu aö afloknu striöi. Busby
sem þá var liðsforingi í hernum, var
ráöinn til fimm ára í október 1945
— til félags sem var fjárvana, án
leikvangs og án leikmanna.
Félagiö var skuldum vafiö, Old
Trafford var ónothæfur; áhorfenda-
pallarnir vor ónýtir svo og völlurinn
sjálfur og leikmennirnir varla komn-
ir heim af vígvellinum. Þessum rúst-
um tókst Busby að breyta í höll.
Stríðið tók sinn toll af leik-
mönnum Manch. United og þegar
Busby hóf æfingar gat hann taliö
fyrrverandi 1. deildarleikmenn á
fingrum annarrar handar; Johnny
Cary, Stan Pearson, Jack Rowley,
Allenby Chilton og Charlie Mitten.
Auk þeirra komu aftur fjórir úr yngri
flokkum: Markvörðurinn Jack
Cropton, Henry Cockburn, John
Aston og Johnny Morris. Flestir
framkvæmdastjórar knattspyrnufé-
laganna settu fyrrverandi 1. deildar
leikmenn sína til hliöar, en Busby
ákvaö aö halda sínum og lét þá
gjarnan skipta um hlutverk á vellin-
um, t.d. lét hann framherjana
Johnny Carey og John Aston spila
stööu vinstri og hægri bakherja.
Honum tókst svo vel upp aö allir
þessir leikmenn komust í landsliöið
breska.
Matt Busby keypti aöeins einn
leikmann þ.e. skoska landsliös-
framherjann Jimmy Delaney, sem
Celtic Glasgow var fúst til aö selja
vegna þess hve gamall hann væri
oröinn og aö líklega myndi hann
aldrei veröa góöur af meiöslum sín-
um á öxlinni.
Aö kaupa leikmann er líkt og aö
spila í happdrætti — en kaupin á
Delaney voru síður en svo mistök:
„Eitt af mínum bestu,“ sagöi Busby
seinna og þar sýndi hann aö hann
var maöur til aö draga réttar álykt-
anir.
Þrjú stór liö
Það er stundum sagt, aö Matt
Busby hafi haft þrjú stór liö á 24 ára
ferli sínum sem framkvæmdastjóri
Manchester United; þaö fyrsta erföi
hann, mótaöi sjálfur annaö og
þriðja keypti hann.
Ekki eru menn á eitt sáttir um þá
fullyrðingu því Jack Crompton segir
að þaö sé óréttlátt aö halda því
fram að Matt Busby hafi erft fyrsta
liðiö: „Viö leikmennirnir þekktumst
naumast þegar viö komum aftur til
félagsins eftir stríöiö. Það var Matt
„njósnara" á sínum snærum haföi
hann í rauninni ekki not fyrir þá alla
því hann naut svo mikillar velvildar
hvarvetna í Bretlandi og ekki síst
meðal fjölmargra skólastjóra, sem
hringdu rakleitt til Busby þegar þeir
komust á snoöir um að einhver
nemandinn bjó yfir knattspyrnu-
leikni.
Margir voru komnir á þá skoöun
að United væri kaþólskt félag og aö
klerkar landsins væru helstu
„njósnarar" þess. En Jimmy
Murphy átti svar viö því: „Þaö sem
okkur skipti máli var hvort dreng-
irnir væru góöir knattspyrnumenn
Martin Buchan fyrirliöi Manchester United um árabil verður að sætta
sig við að verma varamannabekkinn hjá liðinu um þessar mundir. En
Martin hefur verið einn af traustustu leikmönnum liösins.