Morgunblaðið - 27.02.1983, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. FEBRÚAR 1983
95
Manchester United
Stjórnarformaður: C.M. Edwards.
Framkvæmdastjóri:
Ron Atkinson.
Aöstoðarframkvæmdastjóri:
Mick Brown.
Fyrirliði: Ray Wilkins.
Árangur:
Englandsmeistarar: 1907—'08,
1910—’11, 1951—’52, 1956—’56,
1956—’57, 1964—’65, 1966—’67; í
öðru sæti: 1946—’47, 1947—'48,
1948—’49, 1950—''51, 1958—'59,
1963—’64, 1967—’68, 1979—’80.
2. deildarmeistarar:
1935—’36, 1974—’75.
Bikarmeistarar: 1909, 1948, 1963,
1977; í öðru sæti: 1957, 1958, 1976,
1979.
Deildarbikarkeppni: (Nú kallaö
Mjólkurbikarkeppnin), besti
árangur: undanúrslit: 1969—70,
1970—71, 1974—75, 1978—79.
Evrópukeppni sem tekið hefur
verið þátt í:
Evrópukeppni meistaraliöa: Sig-
urvegarar 1967—’68; undanúrslit:
1956—'57, 1957—’58, 1965—'66,
1968—’69.
Evrópukeppni bikarhafa:
1963—'64, 1977—78.
Borgarkeppni Evrópu (keppni
sem UEFA-bikarinn kom í staö-
inn fyrir): 1964—'65.
UEFA-bikarinn: 1976—77,
1980—’81, 1982—’83.
Stærsti sigur: 10—0 gegn Ander-
lecht í Evrópukeppni bikarhafa,
undanleik fyrir aðalkeppni, 26.
september árið 1956.
Stærsti ósigur: 0—7 gegn
Blackburn Rorers í 1. deild 10.
apríl 1926, Aston Villa í 1. deild
27. desember 1930 og gegn Wolv-
erhampton Wanderes í 2. deild
26. desember árið 1931.
Flest stig: 64 í 1. deild 1956—’57.
Þriggja stiga kerfi 78 1981—'82.
Flest deildarmörk: 103 í 1. deild
1956—’57, 1958—’59.
Flest mörk skoruð á keppnis-
tímabili: Dennis Viollet, 32
1959—’60.
Flest deildarmörk fyrir félagið:
Bobby Charlton, 198 1956—73.
Flestir landsleikir: Bobby Charl-
ton, 106 leikir.
Markhæstu leikmenn síðustu
fimm keppnistímabil:
1977— 78 Gordon Hill 17 mörk.
1978— 79 Steve Coppell 11 mörk.
1979— ’80 Joe Jordan 13 mörk.
1980— ’81 Joe Jordan 15 mörk.
1981— 82 Frank Stapleton 11
mörk.
Hæsta verð greitt fyrir leikmann:
1.500.000 pund til West Bromwich
Albion fyrir Bryan Robson.
Hæsta verð sem fengist hefur
fyrir leikmann: 500.000 pund frá
Bríghton 4 Hove Albion fyrir
Andy Ritchie.
Framkvæmdastjórar síðan 1970:
Sir Matt Busby, Frank O’Farrell,
Tommy Docherty, Dave Sexton,
Ron Atkinson.
og hvort þeir vildu spila fyrir United
— en ekki hvort þeir væru kaþólsk-
ir, hindúar eöa guöleysingjar."
Þaö voru þeir Duncan Edwards,
Bobby Charlton, Eddic Colman,
David Pegg og margir fleiri sem
fjölmiðlar og almenningur skýröu
„Busbybörnin".
Á sama tima sýndi Busby fleiri
kosti, en þeir voru svo mjög ein-
kennandi fyrir hann á fram-
kvæmdastjóraferlinum; hann haföi
kjark í sér til aö leggja umtalsveröar
fjárupphæöir í unga leikmenn frá
Það hefur margt breyst í Old Trafford í gegnum árin. Nú er hægt að
sitja inni í glæsilegum stúkum og fá veitingar meðan horft er á
kappleikinn.
Fyrirliði Man. Utd., Johnny Car-
ey, kynnir lið sitt fyrir Georg
Englandskonungi fyrir
bikarúrslitaleikinn á móti
Blackpool áriö 1948. United vann
þann leik 4—2. Það er Jack
Rowley sem tekur í hönd kon-
ungsins.
félögum sem voru ekki í 1. deildinni
— t.d. Tommy Taylor, stóran og
kröftugan miðherja sem hafði til-
finningu fyrir samspili og var sér-
lega leikinn í aö sjá út marktækifæri
og nýta þau.
Tommy Taylor byrjaöi í keppnis-
liði í Barnsley 17 ára gamall í júlí
1949 og fljótlega var hann kominn á
óskalista Manchester United. f
hvert skipti sem Jimmy Murphy
kom aö máli við hann svaraöi
Tommy: „Nei, ég get ekki yfirgefiö
Barnsley. Ég kann vel viö mig hjá
félaginu, mér líkar aö búa í bænum
og þar eru vinir mínir." Sumarið
1953 geröi Jimmy Murphy enn aöra
tilraun. Þá var Barnsley komiö í 3.
deild og Murphy gat lofað Tommy
bjartari framtíö hjá United. „Ég slæ
til," sagöi Tommy Taylor „en meö
einu skilyrði." Murphy þóttist geta
getið sér til um hvaö það var og
taldi víst að þar væri um aö ræða
spurningu um peninga og svaraöi
aö bragöi: „Út með það Tommy,
segöu hvaö þú vilt fá...“ Eftir
drjúga stund sagði Tommy: „Tvo
aögangsmiöa fyrir fööur minn og
móöur i hvert skipti sem viö leikum
á Old Trafford."
Joe Richards forseti Barnsley,
kraföist 30.000 £ fyrir Tommy Tayl-
or, en Matt Busby vildi ekki lítil-
lækka drenginn með svona verö-
lagningu og varö því upphæöin
29.999 £ að samkomulagi. í raun-
inni kostaöi Tommy hann 30.000 £
því Busby gaf stúlkunni, sem hafði
fært þeim Joe Richards fleiri lítra af
tei meðan viöskiptin fóru fram, 1
pund í þjórfé.
Tillitssemi og sálfræöilegar aö-
feröir Busby báru ríkulegan ávöxt á
öllum vígstöövum: meistaraliðiö
hafnaði í ööru sæti í deildarkeppn-
inni áriö 1951 (fimmta keppnistíma-
bilið hans hjá félaginu) og vann
meistaratitilinn áriö 1952 og ungl-
ingaliðið vann FA-unglingabikarinn
fimm ár i röö frá 1953.
Hæfileikamenn
í hópum
Snjallir knattspyrnumenn
streymdu til Old Trafford í von um
frægö og frama. Ef einhver hélt fyrir
komuna aö þaö væri leikur einn aö
komast á samning hjá Manchester
United komst sá hinn sami fljótt aö
annarri niöurstöðu er hann bankaöi
á dyrnar hjá Matt Busby til að
kynna sig. Á hurðinni hékk skilti
meö áletruninni: „Ekkert kemur í
stað harðrar vinnu".
Þaö var engu aö síður gott and-
rúmsloft á Old Trafford og hlnir
mörgu hæfileikapiltar blómstruöu
svo aö á miöjum 6. tugnum gat
Busby myndaö tvo fallega blóm-
vendi, á meöan starfsbræður hans
áttu fullt í fangi með aö mynda einn.
Þrátt fyrir þaö aö Busby keypti aö-
eins þrjá leikmenn: Markmanninn
Ray Wood árið 1949, Liam Whelan
áriö 1953 og Tommy Taylor sama
ár, átti hann nóg í varaliö sem var
svo gott að það heföi getaö náö
langt í 1. deildinni.
Keppnistímabiliö 1955/ 56 rann
stóra stundin upp og þaö heldur
betur. United endaöi meö 11
punkta forystu á undan Blackpool í
keppninni um meistaratitilinn.
Aldrei áöur hafði deildarkeppnin
veriö unnin með svo miklum mun,
og aldrei af svo ungu liði; meöalald-
urinn var 22 ár.
Þetta keppnistímabil notaöi
Busby fleiri leikmenn heldur en
nokkur annar haföi gert síöan eftir
stríð, ekki af neyð heldur til að gefa
ungu leikmönnunum tækifæri og
veita þeim reynslu.
Næsta keppnistímabil á eftir varð
eitt sigursælasta tímabil Manchest-
er United; félagiö vann aftur deild-
arkeppnina og lék úrslitaleik í FA-
keppninni á Wembley og léku einn-
ig í „semi“-úrslitaleik í Evrópu-
keppni meistaraliöa.
United skoraði 103 mörk í 42
leikjum og endaöi með 8 stiga for-
skoti á Tottenham og heföi áreiö-
anlega einnig unniö leikinn á
Wembley ef írski leikmaöurinn Pet-
er McParland hjá Aston Villa heföi
ekki slasaö markmanninn Ray
Wood í upphafi leiksins. Wood var
borinn af leikvelli, en miöherjinn
Jackie Blanchflower tók hans stööu
og United hélt leiknum áfram meö
10 leikmönnum sem er ófært á svo
stórum velli sem Wembley.
McParland, en greinilegt var aö
samviskan nagaði hann, skoraöi
tvö mörk. Rétt fyrir leikslok skoraöi
Tommy Taylor og í sama mund kom
Wood til baka, en of seint, leiknum
var lokiö, United haföi tapað. í
þessari Evrópukeppni sigraði
United Anderlecht, Borussia Dort-
mund og Athletic Bilbao áöur en
þeir fóru halloka fyrir Real Madrid.
United var komiö vel á veg meö
aö vera talið besta knattspyrnuliö í
heimi og ekki var óraunhæft aö
ætla aö Busbybörnin myndu vinna
deildarkeppnina, FA-keppnina og
jafnframt Evrópukeppni meistara-
liða áriö 1957/ 58. Byrjunin á
keppnistímabilinu var slæm; margir
leikmannanna virtust ekki finna sig
í leikjunum og Ray Wood vantaði
allt sjálfstraust (e.t.v. bein afleiöing
af harmleiknum á Wembley) svo
Matt Busby neyddist til aö kaupa
írska landsliðsmarkmanninn Harry
Gregg frá Doncaster. En um ára-
mótin endurvann liöið sinn fyrri
styrkleika og fikraöi sig upp á viö i
deildarkeppninni og var eitt af 16
efstu í ensku bikarkeppninni og í
Evrópukeppni.
Sigur og sorg
Fyrsta laugardag í í febrúar 1958
Stadfastur áhangandi Man. Utd.
á leiðinni á Old Trafford.
sigraöi United Arsenal meö 5 mörk-
um gegn 4 á Highbury í ævintýra-
legum leik. Þaðan héldu leikmenn-
irnir til Belgrad til aö keppa viö
Rauöu stjörnuna. í leiknum náðu
þeir 3—0-forystu en leikurinn end-
aöi meö jafntefli, 3—3, sem var sig-
ur út af fyrir sig .. .
En nýr dagur rann upp, dagur
mikillar sorgar.
Á heimleiöinni hrapaöi flugvél sú
sem þeir voru farþegar í. 23 af 43
farþegum létust, þar af 7 leikmenn:
Roger Byrne, Geoff Bent, Eddie
Colman, Mark Jones, David Pegg,
Tommy Taylor og Liam Whelan. 6.
febrúar 1958: Dagurinn sem heilt liö
lést. Matt Busby og Duncan
Edwards slösuöust lífshættulega —
og hinn síðarnefndi lést 16 dögum
síöar.
Duncan Edwards var — eins og
Jimmy Murphy sagði eitt sinn —
demanturinn í skartgripaskríni
United, hinn fullkomni leikmaður.
Hann var ekki nema 17 ára gamall
þegar hann komst í keppnisliðið hjá
Manchester United og hann var
yngsti leikmaðurinn í landsliðinu.
Þegar hann lést 21 árs átti hann að
baki 18 landsleiki.
Duncan Edwards var fæddur og
uppalinn nálægt Wolverhampton,
og því eölilegt aö álykta að hann
myndi leika knattspyrnu meö Wolv-
erhampton Wanderers. En þegar
Matt Busby fregnaöi af honum
vegna frammistööu hans í skóla-
landsleik, náöi hann hreinlega í pilt-
inn og tók hann með sér til Old
Trafford, sem Duncan Edwards var
reyndar ánægður meö því hann
hafði ætíð dreymt um aö leika með
United.
Sagt er aö hefði Duncan boriö
gæfu til lengra lífs stæði hann
mörgum frægum knattspyrnu-
mönnum framar, svo sem Pelé,
Franz Beckenbauer og Johan
Cruyff; hann gat allt, hann vildi allt,
knattspyrnan var hans líf og yndi.
I nokkur ár lék hann meö A-
landsliöinu og unglingalandsliöinu,
keppnisliöi United og einnig ungl-
ingaliöi eöa um þaö bil 100 leiki á
ári. Hvar og hvenær sem var var
hann leikmaöur á heimsmæli-
kvaröa.
Eitt sinn í unglingalandsleik á
móti Skotum var hann látinn fylla
skarö miöherjans sem slasaöist, en
þá stööu var hann ekki vanur að
leika— en hann skoraði fjögur
mörk. I leikhléi komu Matt Busby
og Jimmy Murphy ævinlega inn í
búningsherbergi til leikmannanna
og var Duncan Edwards þá vanur
aö slá á öxl þeirra og segja: „Uþp
meö húmorinn, piltar, ég á eftir aö
skora nokkur mörk í seinni hálf-
leik.“
Duncan Edwards var langt frá því
aö vera spilltur og hann var laus viö
aö láta velgengni sína stíga sér til
höfuös; hann var glaölegur dreng-
ur, á margan hátt dálítiö barnalegur
en sérlega vingjarnlegur og tillits-
samur. „Hann var mér sem faöir,"
sagöi jafnaldri hans og félagi í liö-
inu, Bobby Charlton, eitt sinn.
Síöari hluti greinarinnar
birtist næsta sunnudag.
Matt Busby, maðurinn sem gerði Man. United að stórveldi, skálar við leikmenn sína árið 1950. Aö
sjálfsögöu eftir sigurleik.