Tíminn - 07.08.1965, Side 2

Tíminn - 07.08.1965, Side 2
LAUGARDAGUR 7. ágúst 1965 2 TÍMINN Föstudagur, 6. ágúst. NTB—Washington. Jolinson Bandaríkjaforseti und irritaði í dag lög, sem eiga a« tryggja öllum negrum í land inu, aS þeir geti neitt kosninga réttar síns. Johnson undirrltaði lögln í þinghúsinu, nákvæmlega 104 árum eftir að Abraham Lin- coln undirritaði á sama Stað lögin, sem afnámu þrælahaldið. NTB—Aþena, Konstantín Grikkjakonungur mun sennilega fela einhverjum stjórnmálamanni að mynda stjóm í landhiu eftir briggja vikna stöðugar deiiur og upp- lausn. Konungur hefur nú lokið viðræðum sínum við stjórnmálaleiðtoga landsins, og á morgun mun hann ræða aft ur við Papandreu, sem er leið togi stærsta flokks þlngsins. Ekkert bendir til þess að kon ungur ætli að fela Papan- dreu stjómarmyndun, en tal ið er víst, að verði hann ekki fyrir valinu, muni elnhverjum flokksmanna hans verða falið það. Papandreu var fagnað af 1000 fylgismönnum sínum er hann kom til fundar í frjáls lynda klúbbnum í Aþenu í gær kvöldi. Papandreu ráðlagði kon ungi í gær að fela sér stjómar myndun, og sömuleiðis mun Passalides, forlngi vinstri manna, hafa bent á Papandreu, og sama gerði Stefanopulos, einn helzti stuðningsmaður Papandreu. NTB—Saigon. í dag hrapaði bandarísk sprengjuflugvél niður á aðal götu borgarinnar Nha Trang i Suður-Víetnam og fórust 24 hermenn frá Suður-Víetnam og Bandaríkjunum. Flugmennirn- lr í vélinni björguðust í fall- hlíf. Ætlunin var að láta flug vélina hrapa í hafið, og er hún sveif í átt til borgarinnar var reynt að skjóta hana niður frá öðrum bandarískum flug vélum, en það mistókst. NTB—London. Chalfont lávarður lét svo um- rnælt í gær, að hann teldi | litlar líkur á að samkomulag i náist á næstunni um bann við g drelfingu kjarnorkuvopna. 5 Shalfont lávarður er formaður sendinefndar Breta á afvopnun arráðstefnunni í Genf, en er nú í London til þess að gefa Stewart utanríkisráðherra skýrslu um gang mála á ráð stefnunni. NTB — Tókíó,. Mikill fellibylur gekk yfir Japan í dag, og hafa 24 menn | farizt af völdum hans og 43 | slazazt. vívíÍ'a'^'v''': •' \sss.s ^..s flftMMft GIFURLEGT BRUNA TJON NTB-Le Lavandou, föstudag. f dag brunnu enn skógareld ar kringum bæinn Le Lavan dou í Suður-Frakklandi, en eft ir fimm daga starf virðast slökkviliðsmenn þó hafa mögu leika á að kæfa eldinn. Tveir menn hafa farizt í brunanum og margir slasazt. Eignatjón vegna skógareldanna er talið nema um 40 millj. franka. ■!? Landbúnaðarráðh. Fxgjcjía, Edgar Pisani, mun fara á brunastöðvarnar og ræða við hlutaðeigandi um hvernig hægt verður að bæta tjónið. Mýndin sýnir ferðafólk virða fyrir sér eldana. lézt í gær NTB—Osló, föstudag. Rithöfundur inn Aksel Sandemose lézt í dag, 66 ára að aldri. Sandemose var danskur að ætt, fæddur á Jót- landi, en settist að í Noregi 1929 og lýsti jafnframt yfir því, að hann vildi vera norskur rithöfund ur. Hann hefur alla tíð verið rót- tækur í skoðunum, og hefur jafn an staðið styrr um hann. í bók um sínum kannar hann veruleika ástarinnar, hatursins og minni- máttarken?=darinnar. í stjórnmáJ- um var hann lengst tll vinstri. Hann vildi útrýma fordómum og lijátrú, afhjúpa lýgina og finna sannleikann. Fyrsta bók Sandemose, kom út 1923 og var byggð á æskuævin týrum hans á flakki hans um heim inn. Hét hún „Fortællinger frá Labrador1' Eftir 1930 skrifar hann á norsku og var fyrsta bók hans á því máli ,,En sjöman gár i land“. 1933 kom skáldsagan „En flykting krysser sitt spor“, sem af mörgum er talin merkilegasta norska skáldsagan á millistríðs árunum. Sandemose ritaði fjölda greina í blöð og tímarit og einkennast verk hans af hugmyndaflugi og kýmni. Skoðanir hans eru alltaf Sandemose sjálfstæðar og djarfar. Hann hlaut listamannalaun norska ríkisins 1952. JHM—Reykjavík, fimmtudag. Dagana 21. til 31. ágúst verður haldin hér í Reykjavík stúdenta- ráðstefna á vegum Atlantshafs- bandalagsins, og verða þátttak endur um eða yfir 40 frá öllum meðlimaríkjunum. Flestir þátttak endurnir hafa verið tvö eða þrjú ár vlð háskólanám. Þetta er sjö- unda ráðstefnan, en hún er hald in árlega í einhverju meðlimaríki NATO: s. 1. ár var hún haldin í Róm, og voru 3 þátttakendur frá íslandi þar. Hlutverk ráðstefnunnar er tví- þætt í fyrsta lagl eru fyrirlestrar og umræður um Atlanthshafs bandalagið og málefni þess, og í öðru lagi þá er landið, sem ráð- stefnan er haldin í, kynnt fyrir hinum útlendu gestum. Ýmsir kunnir landsmenn tnunu flytja erindi á ráðstefnunni. þá munu fundarmenn skoða Reykjavík og nágrenni. Þá er gert ráð fyrir að þeir muni skoða ýmis atvinnu fyrirtæki í Reykjavík og á Sel- fossi, einnig munu fundarmenn skoða dagblöðin og ræða við rit stjóra þeirra. Eftirtaldir menn munu flytja erindi á ráðstefnunni: dr. Bjarni Benediktsson, dr. Gylfi Þ. Gísla son, dr Helgi P. Briem, Stein- grímur Hermannsson, Þórhallur Ásgeirsson, Agnar K1 Jónsson og Sigurður Bjarnason. Þrír útlend ingar munu einnig halda þar er- indi, þeír eru William Newton,, sem er Breti, André Vincent, sem er Frakki, og Daninn, H. J. Helems; allir eru þessir menn starfsmenn hjá NATO i París. LÍTIL SÍLD- VEIÐIEYSTRA MB—Reykjavík, föstudag. SOdveiðin austur af Langanesl hefur dregizt saman að nýju, og í dag var þar sáralítil veiði. Hins vegar fann síldarieitarskipið Pét ur Thorsteinsson nokkrar torfur um 60 mílur frá Langanesi í dag og munu nokkur skip verða á þeim slóðum í nótt. Frá klukkan 7 á fimmtudags- morgni til 7 á föstudagsmorgni fengu 31 skip tæplega 32 þúsund mál og tunnur síldar. í dag var veiði hins vegar lítil sem engin, og á djúpmiðunum var veður það slæmt að á takmörkum var að þar væri veiðiveður. í dag fann Pétur Thorsteinsson nokkrar allgóðar torfur nær landi en áður, eða um 60 mílur út af Langanesi. Hins vegar stóðu torf Framhaid á bis 14 FENGU SÍLD í ÁLFTAFIRÐI GS—ísafirði, fimmtudag. f nótt veiddi vélbáturinn Sæ- borg frá Reykjavík 180 tunnur af ágætri hafsíld á Álftafirði, sem er næsti fjörður hér innan við Skutulsfjörð. Skipstjóri á Sæ- borgu er Magnús Grímsson, gam all Súðvíklngur. Skipið fór með aflann til Bolungárvíkhr og land aði þar. Undanfarið hefur orðið vart við talsverða síld hér í Djúpinu, en hún hefur verið mjög dreifð, það sem veiðzt hefur af henni hefur aðallega fengizt á færi! Eins og fyrr segir var þetta ágætis síld og prýðileg til söltunar. Tónleikar á Húsavík ÞJ—Húsavík, föstudag. Tónlistarskóllnn á Húsavík er að auka starfsemi sína og hyggst í framtíðinni efna til tónleiká á Húsavík við og við. Fyrstu tón leikarnir á vegum hans verða í Húsavíkurkirkju sunnudaginn 8. ágúst og hefjast klukkan 9. síðdeg is. Sigurður Björnsson óperusöngv ari syngur en Reynir Jónasson annast uridirleik á orgel og píanó. Sigurður Björnsson er nýkominn frá Þýzkálandi en hann hefur að undanförnu sungið í óperunni í Stuttgart. Þurftu ekki reykbombur MB—Reykjavík, föstudag. Ekki kom til þess að sunnlenzk ir bændur þyrftu að grípa til reyksprengja né annarra slíkra ráða síðustu nótt, því veður var hlýrra en menn höfðu reiknað með. Vonandi kemur ekki til þess að frost herji á kartöfluakra í stórum stfl, fyrr en kartötlurnar eru orðnar fullþroskaðar, en gott er til þess að vita að menn skull ætla að gera viðhlítandi varúðar- ráðstafanir og vonandi birgja fleiri sig upp en Þegar hafa gert.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.