Tíminn - 07.08.1965, Side 5

Tíminn - 07.08.1965, Side 5
LAUGARDAGUR 7. ágúst 1965 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvaemdastjóri: Kristján Benediktsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson. Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Aug- lýsingastj.: Steingrlmur Gfslason. Ritstj.skrifstofur i Eddu- húsinu, símar 18300—18305. Skrifstofur, Bankastræti 7. Af- j greiðslusími 12323. Auglýsingasimi 19523 Aðrar skrifstofur, Isími 18300. Áskriftargjald jcr. 90.00 á mán. innanlands. — í lausasölu kr. 5.00 eint. — Rrentsmiðjan EDDA h.f. Ríkisskattarnir hækka Skattarnir hafa ekki að þessu sinni vakið eins almenna óánægju og í fyrra, þótt flestum finnist þeir samt of þungir. Hin mikla hækkun þá kom mönnum á óvænt, og þeir voru ekki undir hana búnir með nægilegri fyrir- framgreiðslu. Vegna reynslunnar í fyrra gerðu menn ráð fyrir því versta nú og urðu því ekki fyrir vonbrigð- um. Öflug gagnrýni stjórnarandstöðunnar knúði stjórn- arflokkana til nokkurs undanhalds á seinasta þingi, og kemur það fram 1 skattaálagningu nú. Þrátt fyrir þetta er heildarsvipurinn sá, að ríkisskatt- amir halda áfram að stórhækka. Álagður tekjuskattur á einstaklinga í Reykjavík nam t.d. 114 milljónum kr. í fyrra, en nemur 141.3 millj. kr. eða hefur hækkað um 24%. Að vísu hafa tekjur manna hækkað á þessum tíma, en fjarri fer þó því, að greiðslugetan hafi almennt vaxið um 24%. Þvert á móti mun hún tæplega standa í stað hjá flestum. Álagður eignarskattur á einstaklinga hefur þó hækkað enn meira eða úr 5.1 millj. kr. i 16.4 millj. Hann hefur m. ö. o. meira en þrefaldazt. Á félögum hefur álagður tekjuskattur hækkað úr 41.4 millj. kr. í 57.6 millj. kr. og álagður eignarskattur úr 5.9 millj. kr- í 9.4 millj. kr. Það hefur bætt hlut gjaldenda í Reykjavík nokkuð, að heildarupphæð álagðra tekjuútsvara hefur næstum staðið í stað. Hún var í fyrra 364 millj. kr., en er nú 357 millj. kr. Vegna hinnar gífurlegu hækkunar þeirra í fyrra, þurfti ekki nýja hækkun nú. Álögð eignaútsvör voru hins vegar þrefölduð. Þau hafa hækkað á einstakling um úr 10.4 millj. kr. í fyrra í 28.1 millj. kr. nú. Á félög- um hafa þau hækkað úr 6.2 millj. kr. í 11.8 millj. kr- Ef eignarútsvörin hefðu ekki hækkað svona gífurlega, hefði borgin orðið að hækka tekjuútsvörin, þrátt fyrir hina gífurlegu hækkun í fyrra, ef fjárhagsáætlun henn- ar hefði átt að haldast. Þær tölur, sem hér hafa verið greindar, sýna þær niðurstöður, að heildarupphæð allra beinna skatta í Reykjavík hækkar mikið á þessu ári, nema tekjuútsvar. Fjarri fer því hins vegar, að greiðslugeta almennings og atvinnuvega hafi vaxið. Hér stefnir því enn i öfuga átt- * Ibúðarskattar Það á að vera takmark þjóðfélagsins, að sem allra flest ir eigi eigin íbúð. Sú hefur jafnan verið stefna Framsókn armanna. Svo sjálfsagt ætti að vera að stuðla að því, að sem allra flestir ættu hóflega íbúð, að slík eign ætti að vera undanþegin skatti, a.m.k. svo nokkru næmi. Á þessu ári hefur ríkisstjórnin tekið upp þá stefnu að skattleggja íbúðir verulega. Þannig hefur fasteigna- mat þeirra verið þrefaldað við framtal til eignarskatts og eignarútsvars. Margir, sem áður greiddu ekki eignarskatt og eignarútsvar, greiða því slíka skatta nú. Eldri verkamenn, sem með ráðdeild og sparnaði hafa eignazt hóflega íbúð skuldlaust, verða nú að greiða nokk ur þúsund krónur í eignarskatt og eignarútsvar í fyrsta sinn. Til viðbótar þessu hafa svo flest sveitarfélögin tvö- faldað fasteignaskattinn á þessu ári. Hér er vissulega ekki verið að greiða tyrir því að menn eigi eigið húsnæði og leggi sig fram til þess. Þó er enginn sparnaður betri og ekkert framtak mikils- verðara en að menn eignist þak yfir sig og sína. TÍMINN Ritstjórnargrein úr „The Economist: Efling borga í Sovétríkjunum gerbreytir viðhorfi almennings Það getur haft úrslitaþýðingu fyrir framtíð kommúnismanns ENN Skiptast Rússar í tvær þjóðir. Enn minnir rússneski bóndinn verulega á muzhik nítjándu aldarinnar, þrátt fyrir dráttarvélina, þreskivélina og samyrkjubúið. Borgarbúinn heyrir til allt öðrum heimi. Réttara er þó að segja, að þetta eigi við um unga fólkið, sem fætt er og menntað í borginni. Foreldrar þess minna enn veru lega á bændur, sem búizt hafa betri fötunum og skroppið til borgarinnar. Bændurnir, sem gerzt hafa borgarbúar, hafa valdið þeirri miklu breytingu, sem orðið hef ir á búsetu þjóðarinnar. Nú búa um 122 mílljónir manna í borgum í Rússlandi, en það eru um 53% allrar þjóðarinnar. Um 1980 er gert ráð fyrir að fullir tveir þriðjungar þjóðar innar búi í borgum. , Þegar Stalín kom til valda bjuggu 25 miljónir manna í borgum, en um 80 milljónir þegar hann féll frá. Borgar- búar höfðu meira en þrefaldazt að tölunni til á aldarfjórðungi, þrátt fyrir hið geigvænlega mannfall á styrjaldarárunum. Þatta hefir haft mjög áhrifa ríkar afleiðingar; Ekkert varð til þess að milda hinar miklu og snöggu breytingar gagn vart þeim, sem nýkomnir voru til borgarinnar. Þegar Rússi, Úkraníumaður eða Uzbekistanbúi flutti úr sveitinni til borgarinnar þurfti hann margt að læra að nýju. Hér var ekki einungis um þá nýjung að ræða að þurfa að hefja vúrnu og hætta henni á víssum tíma eftir klukkunni. Hann varö að venjast nýju umhverfi, nýjum (og vissulega ofsetnum vistarverum og fram- andi háttum. Hann varð að læra að eyða fé sínu í annað og fleira en mat og vodka. í fáum orðum sagt varð hann að iaga sig algerlega nýjum lífsvenjum og við það naut hann næsta lítillar aðstoðar annarra. FLUTNINGURINN úr sveit til borga hófst í Rússlandi með allsherjar samyrkjunni á árunum milli 1920 og 1930. Þessir miklu flutningar voru svo endurteknir um mestalla Austur-Evrópu að síðari heims styrjöldinni lokinni. Pólska borgin Nowa Huta nálægt Kraká er hér táknrænt dæmi. Þessi mikla stálborg var byggð algerlega að nýju og emgöngu mönnuð fólki, sem nýflutt var úr sveit. Þeir, sem þarna bjuggu fyrstu frumbýlingsárin, hafa frá mörgu að segja, sem ekkert gefur eftir hetju- og stórræða- sögum landnáms annars staðar Og þeir bæta við, að meirihátt ar árekstrar hafi verið óum- flýjanlegir þegar hrúgað var saman jafn mörgum ungum mönnum og raun bar vitni, án þess að nokkur færi með ský- laust vald. Vera má, að fólkið í Nowa Huta hafi átt við óvenjulega byrjunarörðugleika KOSYGIN að etja, en finna má Þó enn fjöldann allan af sams konar rótslitnu sveitafólki í úthverf- um Budapest og Varsjár, Alma Ata og Vladivostok. f Rússlandi héldu fólksflutn ingamir áfram úr sveit til borga á styrjaldarárunum og vógu mun meira en upp á móti mannfallinu á vígvöllun um. íbúatalan lækkaðí hvergi nema í sveitunum. Um mörg ár máttu heita algeng þau sveitaþorp, þar sem ekki gat heitið að nokkur vinnufær karl maður fyrirfyndist. NÚ ER þetta ástand orðið gerbreytt. Helmingurínn af vexti borganna á nú orðið ræt ur að rekja til eðlilegrar fólks fjölgunar. Innflytjendur, sem enn koma úr sveitunum, eru aðeins hlutfallslega lítil viðbót við þann mannfjölda, sem orðinn er vanur að búa í borg. Tvö erfið viðfangsefní eru þó enn hin sömu og áður. Annað Þeirra er hinn mikli húsnæðisskortur. í þessu efni gjalda Rússar ákefðar sinnar í aukningu iðnvæðingar um fjórðungs aldar skeíð, án samsvarandi fjárfestingar í byggingum. Ekki eru liðin nema tíu ár síðan að hafizt var í alvöru handa um að bæta úr húsnæðis skortinum. Þann, sem ferðast til dæmis frá Leningrad tíl Tashkent, hlýtur að reka í rogastanz yfir öllum þeim ósköpum, sem verið er að byggja. Nýju, verksmiðjuunnu húsin eru ekki glæsileg eða merkileg útlits og gætu á örskömmum tíma orðið að fátækrahverfum. En skíljanleg er sú áherzla, sem lögð er á hraðann. Lang vinn og mikil þrengsli hafa valdið því, að aUa Rússa dreymir um að eignast lykil að sérstakri íbúð með eldhúsi, sem ekki þarf að deila með öðrum. FRAMSÓKN þýzku herjanna olli nauðsyn þess, að flytja iðnaðinn austur á bóginn, aust ur fyrir Úralfjöllin. Þessu var svo haldíð áfram eftir stríðið, þegar landrannsóknir leiddu í ljós hin miklu náttúruauðævi Síberíu og Kazakhistan. Fjár- hagsleg og hernaðarleg sjónar mið lögðust þannig á eitt um að örva flutningana til austurs. Kazakh-lýðveldið er nú tvö- fallt mannfleira en það var árið 1939. Borgir eíns og Kuybyshev, Sverdlovsk og Chelyabinsk komst brátt yfir milljón íbúa. (Rússneskir borg arbúar hneigjast mjög að því að búa í stórum borgum. Sex- tíu miljónir manna búa í borgum með meira en 100 Þús. íbúum og 30 milljónir búa 1 borgum með meira en hálfri miljón íbúa.) Hínn mikli fólksflutningur til borganna réði miklu um stjórnmálalífið í Rússlandi. Til þess að ná tökum á hinum að- fluttu, rótslitnu sveitamönnum og knýja þá til að vipna var tekinn upp járnagi ásamt áhrifa ríkum hjálpargögnum, svo sem stakonovisma og mörgu fleíru af því tagi. Erfitt reyndist að fella hina nýkomnu inn í fram leiðslukerfið og þeir voru póli tískt sinnulausir. Þeir nutu hvorki við byltingarhita hinn ar eldri kynslóðar í Rússlandi né samningavenja verkamanna samtaka á Vesturlöndum. Að vissu leyti réttlættu þeir að- ferðir Stalínismans_ enda veittu þeir litla mótspyrnu gegn honum. HINN vandinn er, hvemig sjá eigi sístækkandi borgum fyrir matvælum, þegar fólk inu, sem vinnur við landbúnað inn, fækkar stöðugt. Eins og sakir standa starfar þriðjí hver vinnufær Rússi að land búnaði. Haldi svo fram sem horfir býr minna en þriðjung ur íbúanna í sveit þegar líða tekur á áttunda tug aldarinnar. Þá verða bændur tninna en fimmtungur vinnufærra manna. Reynslan í Bandaríkj unum og Frakklandi sýnir, að vel má komast af með Þetta hlutfall og hafa þó eigi að síð- ur ofgnótt matvæla. En Rúss ar verða að framkvæma sam svarandi byltingu í landbún aði og orðið hefir í iðnaðinum áður en þeir komast á það stíg. Vera má þó, að áhrifamestu afleiðingarnar af breytingu Rússlands í borgaríki verði pólitísks eðlis. I fyrstunni voru hinir rótslitnu sveitamenn of sljór til að veita Stalínis- manum andstöðu. Synir þeirra munu' reyna að knýja á um annars konar þjóðfélagshætti. Þungi þessa kemur einkum fram, þegar hín nýja vinnandi stétt fer að sjá gildandi lýð skipulag í réttu ljósi, með tíl- heyrandi verkalýðssamtökum og kosningum, og heimta sinn hlut í stjórn efnahagslífsins. Þessi tími kann að vera skemmra undan en nokkum grunar og koma rússnesku leíðtogunum ekki síður á óvart en öðrum. (The Economist)

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.