Tíminn - 07.08.1965, Blaðsíða 7

Tíminn - 07.08.1965, Blaðsíða 7
LAUGARDAGUR 7. ágúst 1965 TÍiyilNN 7 . LARUS JOHSSON: UPPSALABREF Á nýafstöðnum aðalfundi Norrænu bændasamtakanna í Malrnö í Svíþjóð hélt hinn heimskunni hagfræðingur, Gunnar Myrdal, erindi um mat- vælaástand í heiminum. Erind- ið vakti mikla athygli, enda er Myrdal sjaldséður gestur í sænskum ræðustólum. Sjón- varp, útvarp og öll dagblöð með sjálfsvirðingu gátu þess arna. Mér sýnist ástæða úl þess að gera lesendum Tímans nokkra grein fyrir þvi, sem mér fannst athyglisverðast. Myrdal byrjaði með að kynna sig sem bóndason með sterkar rætur í sveit. Hann hefði gjarnan viljað eignast æskuheimili sitt, en „fákæn lagabreyting gerð af þeirri stjórn, sem ég sjálfur átti sæti í hindraði það.“ Hér átti Myr- dal við það, að þeir einir haf* getað keypt jarðnæði, sem hafa haft í hyggju að setjast þar að og yrkja jörðina. Myrdal var mjög virkur í hreyfingu ungsósíalista á yngri árum, stofnaði félag þeirra í heima- sveit sinni og talaði á bænda- klúbbsfundum um sósíalistiska landbúnaðarpólitík. Hann kvaðst hafa gefið Bramstorp, fyrrum leiðtoga Bændaflokks- ins, hugmyndina að bænda- hreyfingunni. Árangurinn varð sá, að Bændaflokkurinn varð fyrstur flokka að bjóða hon- um fxaffiboð til Rikisdagsins, en Myrdál var sósíalisti. Það gerir ekkfert sögðu bændaflokks menn, svona sósíalista viljum við hafa. Hann lét þó ekki ánetjast, heldur varð þingmað- ur sósíalista og síðar viðskipta málaráðherra í eftirstríðsstjórn Per Albins, sem var hrein flokksstjórn. Myrdal var einn þeirra, sem nokkuð ógætilega sagði, að nú væri runninn upp uppskerutími sósíalismans í Svíþjóð. Hann þótti lítt heppn- aður sem ráðherra, kannske of mikíll hagfræðingur, og kreddu fastur. Hann óttaðist af- leiðingar striðsins yrðu kreppa eins og raunin hafði orðið á eftir 1918. Hann miðaði stefnu sína við það, og lánaði m. a. Rússum stórfé til langs tíma. Forsendurnar brugðust og hann varð ekki langlífur í ráð- herrastóll. Hann hefur að- mestu starfað fyrir alþjóða- stofnanir síðan, í USA og Sviss. Myrdal er þjóðhagfræðingur, Varð rúmlega þrítugur prófess- or í Sviss og síðar við Stock- hólms háskóla. Hann seildist snemma út fyrir landsteinana eftir efni til sinna fræðiiðkana. 1938—1942 rannsakaði hann negravandamálið í USA á veg- um Camegie-stofnunarinnar þar. Myrdal hefur skrifað mikið, einkum um félagsleg efni, með konu sinni Alva Myrdal, sem einnig er sósíalistiskur stjórn- málamaður, fyrrum sendiherra í Indlandi nú þingmaður og aðalfulltrúi Svía við afvopnun- arviðræðurnar í Genf. Sonur þeirra hjóna, Jan Myrdal, er nú einn af þekktari og róttæk- ari yngri rithöfundum Svíþjóð- ar, einnig hann er heimsborgari með Asíu sem sérgrein. Það er þvi ekki bara dugleysi Gunn ars Myrdals sem ráðherra, sem gerði að hann gerðist „sam- vizka ríku landanna," heldur virðist allt andrúmsloft á því heimili verið blandið félagsleg- um hugsjónum heimsborgarans. Tveir þriðju hlutar mann- kynsins búa í fátæku löndun- um, og við ótrúlega bág kjör. Fólksfjölgun er ör, því að þótt fæðingartalan sé óbreytt hefur dánartalan lækkað gífurlega. Gagnstætt því, sem var í Ev- rópu á 19. öld, eiga þessar þjóðir ekki völ á að nema ný lönd. Bændastétt þessara landa eru öreigar heimsins í dag, bylting þeirra hlýtur að koma fyrr eða seinna. Fólkið býr hundruðum millj. saman í moldarkofum, ólæst, óskrifandi en hjátrúarfullt, án ljóss og án vatns. Undir þess- um kringumstæðum er erfitt Gunnar Myrdal um vik að auka lestrarkunn- áttuna, að nú ekki tala um slíka hluti sem getnaðarvarnir, sem þó eru nauðsynlegar ef um takmörkun barneigna á að vera að ræða. Ef einhvers ár- angurs á að vænta krefur það óhemju fjölda fólks til starfa, mest kvenna. Takmörkun barn eigna mun því ekki hafa nein teljandi áhrif næstu áratugina og fólksfjölgunin halda áfram. Fjórir af hverjum tíu íbúum þessara landa eru undir 15 ára aldri, því mun vinnukraftur aukast og atvinnuleysi linnu- laust næstu áratugina. Matvæla framleiðslan heldur ekki jöfn- um skrefum. Framleiðsla á ein stakling hefur minnkað upp á síðkastið í vanþróuðu löndun- um. Þrir af fjórum þjást af nær ingarskorti eða rangri næringu. Eggjahvítuframleiðslan verður að tvöfaldast fram til 1980 til þess að hafa undan. Hungursprengingin hlýtur að koma innan örfárra ára. Hún hefði komið í fyrra, ef Banda- ríkjamenn hefðu ekki tjaldað því sem til var, til þess að hjálpa Indverjum úr neyðinni. Það er einkum þrennt, sem þarf að fylgjast að til úrbóta: 1. gera fólk læst og skrifandi 2. auka menntunina, 3. tryggja bóndanum arðinn af erfiði hans. Iðnvæðing er nauðsynleg, en um hana er svipað að segja og takmörkun barneigna, hún virk ar í lengd en ekki í bráð. Þetta er vegna þess, að hún gerir fjölda handiðnaðarmann atvinnulausa, og tekur því ekki vinnuafl frá landbúnaðinum. Sú tæknihjálp, sem landbúnaði þessara landa hefur verið veitt, hefur verið sundurlaus og eins og dropi í hafið, vegna þess að margvíslegar undirstöðu- rannsóknir vantar. Það eru að- eins tiltölulega fáar niðurstöð- ur, sem hægt er að flytja með sér heiman að. Framleiðslu- þættirnir eru í allt öðrum hlut- föllum en Vesturlandabúar eiga að venjast, gnægð vinnu- afls, en skortur á öllu öðru. Hér þarf því algjörlega nýja bútækni, allt aðra en þá sem við þekkjum, svo vinnufreka og sparsama á fjármagn sem unnt er. Jarðeignarfyrirkomulagið í þessum löndum er fyrir neðan allar hellur. Stórir jarðeigend- ur með fjölda sveltandi „þegna“ (feudalkerfi). Grund- vallar forsenda fyrir framför- um er gjörbreyting á þessu. Fjöldi þessarra ríkja hafa sett lög um endurskipulagningu jarðeignafyrirkomulagsins, en þau eru öll dauður bókstafur, mest ætlaður til þess að friða utanaðkomandi gagnrýni. FAO hefir gert margar athuganir og skilað mörgum skýrslum, þar sem bent er á nauðsyn á breyt- ingum á þessu, en getur að sjálfsögðu ekki gengið lengra. Það er auðvitað að takmark ið hlýtur að vera hjálp til sjálfs bjargar, og í því sambandi eru allir þessir þættir veigamiklir. Þetta tekur langan tíma og á meðan grasið vex deyr kýrin, eins og máltækið segir. Til þess að hindra það er nauðsynlegt að leysa úr læð- ingi á framleiðslumöguleika, sem ríku löndin ráða yfir. Framleiðni þess hluta landbún aðar í USA, sem vel er rek- inn, eykst þrisvar sinnum hrað- ar en framleiðni iðnaðarins. Ef USA, Ástralía, Nýja Sjá- land, K^nada og Argentína gjörnýttu framleiðslugetu sína væri af miklu að taka. En þessi lönd hvorki geta né vilja einsömul staðið undir þessu hjálpartæki. Þá mun USA gagnstætt því sem nú er, krefj ast þess að allar þjóðir taki þátt í að borga brúsann. Kalda stríðið mun blátt áfram hverfa í skuggann af matvælabylting- unni (bjartsýni?). Við, Norðurlandabúar, mun- um að sjálfsögðu reiðubúnir til þeirrar þátttöku, en með því sjálfsagða skilyrði að alþjóða stofnun sjái um framkvæmd- ina. Sú stofnun er til, því að nú þegar sér FAO um ca 2% af allri hjálp, og FAO er eftir atvikum auðvelt að byggja út. Myrdal hélt því fram með áherzlu, að af Norðurlanda hálfu geti, aðeins orðið um fjárhagslega hjálp að ræða. Matvælaframleiðsla á Norður- löndum væri ekki samkeppnis- fær við framleiðslu stóru land- anna. Landbúnaðarvandamál okkar væru nánast félagslegs eðlis. Ef við hins vegar, af öðr- um ástæðum, fengjum afgang gætum við lagt hann í sjóð- inn í stað þess að keppa við aðrar þjóðir á Þeirra hefð- bundnu mörkuðum. Okkar hlutverk skyldi þá verða að framleiða iðnaðarvör- ur til þess að greiða landbún- aðarlöndunum fyrir fram- leiðslu þeirra, sem veitt er vanþróuðu löndum, ef til vili getur verzlunarfloti okkar orðið að liði, því að flutninga- vandamálin verða gífurleg sem Framhald S bls 12 LÆKNABLADID fimmtíuAra Eina íslenzka blaðið, sem hefur sérfræöing til að vanda málfar á greinum til prentunar GB—Reykjavík, fimmtudagur. Læknablaðið er nýútkomið og þess minnzt sérstaklega, að liðin er hálf öld síðan ritið hóf göngu sína. í annálsgrein eftir einn ritstjór anna, Magnús Ólafsson, er stiklað á stóru í sögu Læknablaðsins. Mörgum árum áður en Læknafé- lag Reykjavíkur ákvað að stofna blað, réðust Guðmundur Hannes- son, þá læknir á Akureyri, í að gefa út blað fyrir lækna norðan- og austanlands. Það var 1901, og blaðið, sem var fjölritað, var gef- ið út í 20 eintökum. En marga erf iðleika var við að etja, og lagðist sú útgáfa niður eftir þrjú ár. Á fundi í Læknafélagi Reykjavíkur 9. febrúar 1914 flutti Maggi Júl. Magnús erindi „Um stofnun mál- gagns fyrir lækna og heilbrigðis- mál“. Kosin var nefnd til að at- huga málið, skilaði hún áliti á fundi mánuði síðar, og var Þá ákveðið að gefa út blað til reynslu. Það fórst þó fyrir, var málið enn rætt og sýndist sitt hverjum, en nefndin tók það ráð að skrifa læknum bréf og kanna undirteKt ir, bárust svör frá 24, og var þá ákveðið að hefja útgáfu blaðs sem koma skyldi út tólf sinnum á ári og kosta tíu krónur árgangunnn. í fyr.stu ritstjórn voru kosnir Guð- mundur Hannesson, Matthías Ein arsson og Maggi Júl Magnús. Guð- mundur skrifaði manna mest í blaðið á meðan hann lifði, en að honum undanskildum hefur Steín- grímur Matthíasson oftast ritað í blaðið. Alls hafa 194 íslenzkir læknar skrifað í blaðið og 29 er- lendir læknar. Þrír áttu sæti í ritstjórn til síðustu áramóta, er fjölgað var í fimm. Lengst allra hefur Ólafur Geirsson setið í rit stjórn, 22 ár, en hann er nýlát- inn. Auk hans voru síðast kosnir í ritstjórn Ólafur Bjarnason (að- alritstjóri), Magnús Ólafsson, Þor kell Jóhannesson og Ásmundur Brekkan. Fyrir nokkrum árum var ráðinn sérfræðingur til að vera ráðunaut- ur blaðsins um íslenzkt mál, Tón Aðalsteinn Jónsson, cand. mag., og hefur hann síðan bætt málfar á greinum eftir þörfum, átt við ramman reip að draga, það er ís- lenzkt læknamál, segir Magnús Ólafsson í Læknablaðsannál sín- um. En að því er við bezt vitum er þetta nú eina íslenzka blaðið, sem hefur íslenzkusérfræðing til að búa öll handrit til prentunar. Arbók land- búnaðarins Tímanum hefur borizt Árbók Iandbúnaðarins fyrir yfirstand- andi ár. Flytur hún margháttaðan fróðleik, einkum hvað snertír verð lagsmál landbúnaðarvöru, auk greinargerða frá helztu fram leiðslustofnunum hans. Sveinn Tryggvason framkv.stj. framleiðsluráðs hefur nú tekið við ritstjóminni af Arnóri Sigur jónssyni sem annazt hefur hana allt frá byrjun. Sveinn ritar og höfuðgrein ritsins um framleiðslu og verðlagsmál landbúnaðarins ár ið 1964. Virðist hverjum bónda og raunar öllum þeim, sem láta sig þessi mál nokkru varða, nauð synlegt að kynna sér hana. Skýrslan er í 9 köflum auk inn gangs og eftirmála. I. Verðlags- málin. Um víðfangsefni fram- leiðsluráðs og sex manna nefndar. Svo og um verðlagsgrundvöll og verðbreytingar sem urðu á ár inu. II. Um framleiðslumagn hverr ar búgreinar. III Um sölu búsaf- urða innanlands. IV. Um útflutn ing landbúnaðarafurða, og um verðuppbætur þeirra. V. Um út- borgunarverð fyrir búvörur, og mlsmunur þess á milli verzlana. VI. Um verðjöfnun á mjólk og kjöti, og um tekjur og gjöld verð miðlunarsjóðs. VII Um innheimtu gjalda til Búnaðarmálasjóðs og Stofnlánadeildar landbúnaðarins og framlög búnaðarsambandanna til Búnaðarmálasjóðs hvors um sig. VIII Um breytingar á fyrir- komulagi við greiðslu sauðfjáraf urða, einkum um að miða gæru þunga við kjötÞunga og um skoð anakönnun þar að lútandi. IX Um kjötsýningu og matvælamiðstöð í London. Sagt frá stofnun hluta félags um veitingahússrekstur þar til kynningar á íslenzkum landbún aðarmatvörum. Þá er og í ritinu önnur grein eft ir ritstjórann um erlend markaðs mál. Jóhann Jónasson skrifar um starfsemi Grænmetisverzlunarinn ar. Stefán Björnsson um Mjólk ursamsöluna. Sigurður Benedikts son um Osta- og smjörsöluna. Agn ar Tryggvason um Búvörudeild SIS. Jón H. Bergs um Sláturfélag Suðurlands og Þorvaldur Þor- steinsson um Sölufélag garðyrkju manna. Guðm. Gíslason læknir birtir þarna fræðilega grein um orma- veiki í sauðfé, byggða á tilraun- um, sem gerðar voru á Korpúlfs stöðum 1964. Þá skrifar Arnór Sigurjónsson auk yfirlíts um ár- ferði síðasta árs, sem er mjög greina gott og fróðlegt a& 7anda, þætti um sauðfjárrækt, Mjólkur- framleiðslan, Stærð túna og skuld- ir bænda í árslok 1963 o. fl. Ennfremur prýða ritið margar myndir. Verð bókarinnar er aðeins kr. 50.00.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.