Tíminn - 07.08.1965, Page 8
LAUGARDAGUR 7. ágúst 1985
8
TÍMINN
Björn á Sveinsstöðum sextugur
Af mælisbréf er berist að
norðanverðum Hofsjokli
Það var svo sem auðvitað, að
þú reyndir að tolla í tizkunni og
yrðir að heiman á afmælisdaginn.
Þó höfðum við Magnús á Vögl-
um báðir í.heitingum að koma í
brennivínsheimsókn til þín, eins
og hæfa þykir á afmælum. En
auðvitað varð ekkert úr þessu
þegar við fréttum að Friðrik Frið
riksson, héraðslæknir, hefði tjald
að í túninu hjá þér og von væri
á Ingólfi Nikódemussyni, tré-
smíðameistara, utan af Krók.
Fyrst þeir voru farnir af stað,
þótti einsýnt að þú ætlaðir að
verða sextugur við þriðja mann
og láta þar við sitja. Norðanvind
urinn segir mér að þú sért í dag
einhvers staðar uppi undir Hofs-
jökli, þar sem hestamir hafa
haga.
Ég hef verið að gleðja mig við
hve þú berð aldurinn vel utan
hvað þú hefur farið versnandi í
guðspekinni með árunum. Hún
er út af fyrir sig góð og blessuð
og margt ágætt sálufélagið upp úr
henni að hafa við góða menn. En
mér skilst að hvorki Friðrik né
Ingólfur séu mikið upp á guð
spekina, svo þú verður að eiga
um hana við Hofsjökul á þessum
merkisdegi í lífi þínu, sem er gleði
dagur okkar allra, af því þú ért
snillingur á þína vísu og mikill
vinur okkar, einnig þegar þú átt
ekki afmæli.
Mér þykir verst að ég get ekki
kætt þig með neinum sérstökum
fréttum héðan. Prísarnir fara að
vísu hækkandi, en það kemur
ekki mál við þig. Það hækkar
nefnilega seint og hægt í buddu
bóndans, þótt mjólkin verði dýr-
ari en benzín og kjötið nálgist
heimsmarkaðsverð á gulli. Ég bíð
eftir því að ríkisstjórnin skelli á
mig meltingarskatti fyrir að
neyta svo dýrrar vöru. f pólitík
inni eru allir eins gáfaðir og þeir
voru, þegar þú fórst héðan síðast
frá því að tala við „höfðingja",
eins og þú kallar það, þegar þú
kemur í sveitarstjórnarerindum i
bæinn og einnig til að vinna fyrir
útsvarinu þínu. Við tveir ráðum
ekkert við þá í pólitíkinni og
'höfum lýst því yfir í sameiningu
og þarf ekki að endurtaka það.
Hún er ekki fyrir venjulegt fólk
eins og okkur. Við. eru nefnilega
hinum megin við múrinn, þar
sem fólki er eingöngu gert að
hlusta. Hér í sveit eru menn að
fá skattana í höfuðið. En það er
bót í máli, að borgin er svo rík,
að hún þarf ekki að innheimta
nema hluta af þeim. Mér skilst
að þú þurfir að fá allt greitt
þarna nyrðra þegar þú ert að inn
heimta fyrir sveitarfélagið.
Kannski stafar þetta af því að þið
eigið enga skuldakónga eins og
Reykjavík, sem láta barnafólkið
borga fyrir sig. Það er mikið
guðslán hverju byggðarlagi að
þurfa ekki að búa við sérréttindi
peningafanta.
Við höfum aldrei talað um
heimspólrtíkina, svo þetta verður
ekkert Nato-bréf, og mér þykir
leitt, hvað ég er mikill kálfur í
þjóðlegum fróðleik, en ég veit þú
tekur alltaf fegins hendi við öll-
um upplýsingum um dauða menn
og konur, þótt ekki megi titla
þig fræðimann í þessu bréfi né
í annan tíma. Ég mandi svo sann
arlega gefa þér þjóðskjalasafnið í
afmælisgjöf, ef það stæði í mínu'
valdi að gera það. Ég mundi al-
veg eins gera það, þótt þú hafir
aldrei viljað skrifa mér neitt um
Jón Godda, þrátt fyrir umleitan.
Það er annars merkilegt, hvað
þér er lítið um þann mann. And-
skotinn tók þó úr honum bæði
augun, og ef það er ekki risa-
vaxinn þjóðlegur fróðleikur, þá
veit ég ekki hvert menn eiga að
snúa sér í þeim efnum. Eða
þegar hann fann sauðina fyrir
maddömuna i Goðdölum með því
að þefa af stafnum sínum. Það
er ekki annað en sérvizka að
vilja ekki fjalla um svona hrein
an og kláran fróðleik. Það eru
allir á kafi í einhverju ámóta, og
hvers vegna skyldir þú vera að
gera þig merkdegan. Þú fæst ekki
einu sinni til að fjalla um barn
eignir á seytjándu öld.
Ég þykist vita að þú hafir farið
með gráa hestinn með þér, þenn
an sem þú varst á, þegar við fór-
um suður að Lambamannavaði til
að veiða bleikjuna. Hann er góð-
ur ferðahestur og af Svaðastaða-
kyni eins og önnur Sveinsstaða-
hross. Svona er ég klár í ættfræði,
góði minn — þegar um hesta er
að ræða. En við vitum báðir nógu
mikið í þeirri grein fróðleiksins
til að skilja, að hrossakyn og
ættir fara saman. Það gera arf-
skiptin. Ég veit alveg hvar hrossa-
kynið frá Gilhaga eða Hamra-
kynið svokallaða er að finna. Þar
í liggur metnaður míns þjóðlega
fróðleiks. Ég mundi þekkja hross
af því kyni hvar sem ég sæi
þau. Eg mundi Þekkja þau á
snoppunni. Maður í ættfræði
manna getur ekki skemmt sér
við slíkar gátur. Hann getur bara
lesið gamlar kirkjubækur, ef
þær hafa þá ekki brunnið. Svo
vitum við báðir að margt ósatt
orð stendur í kirkjubókum og hið
rétta faðerni er stundum aðeins
óljós munnleg geymd. Ég hef
mína ættfræði á þurru af því
snoppan blífur. A_nnars hef ég
alltai gleymt að spyrja þíg áð þvi,
af hvaða kyni þeirr hestar "úoHi,
sem þú reiðst á aprílnóttina góðu
1926, þegar þú sóttir ljósmóður
ina og fluttir hana yfir að Gil-
haga. Um ætt þeirra verðum við
að ræða síðar.
Okkur Magnúsi á Vöglum þykir
leitt að þú skulir ekki vera heima
á afmælisdaginn. Okkur fannst
báðum ófært að fara að elta þig
uppundir Hofsjökul, enda alveg
eins víst að þið væruð ekki svo
forsjálir að hafa haft með ykkur
brennivín. Magnús heldur þvi
fram, að fólkið hefði átt að halda
þér veizlu. Hann þarf nefnilega
að komast að þér á réttum stað
og réttri stundu til að endur-
gjalda þér komu þína í veizluna
á Vöglum hér um árið. Hann
hafði jafnvel á orði, að Akra-
Afmæliskve5ja til Björns
I dag er Björn Egilsson, oddviti
á Sveinsstöðum í Lýtingsstaða-
hreppi. 60 ára að aldri.
Hann er fæddur 7. ágúst 1905
á Sveinsstöðum. Foreldrar hans
voru Egill Benediktsson og Jakob-
ína Sveinsdóttir Hann ólst upp
með foreldrum sínum að Sveins-
stöðum fram undir fermingu. en
þá brugðu þau búi um skeið. —
Björn er tvíburi á móti systur
sinni. Guðlaugu, og eru þau elzt
af 7 systkinum. Eftir fermingu
var Björn tvo vetur við nám á
Mælifelli hjá séra Tryggva Kvar-
an. Fimmtugur að aldri fluttist
hann aftur að Sveinsstöðum með
foreldrum sínum og hóf þar bú-
skap með móður sinni árið 1932.
Hefur hann búið þar lengst af
íðan, og hin síðari ár á móti bróð
ir sínum, Sigurði.
Björn hefur verið safnaðartul;
trúi og formaður sóknarnefndai
Goðdalasóknar frá 1958 og oddviti
Lýtingsstaðahrepps frá sama tíma.
Sá, sem þessar línur rítar, hefur
þekkt Bjöm um nokkurt skeið,
og er það fljótsagt, að þau kynni
hafa verið ánægjuleg i alla staði.
Það er einstaklega notalegt, ef
ég mætti orða það svo, að vera
i návist Björns Egilssonar. Hann
er hlýr i viðmóti gamansamur,
ræðinn og kann á mörgu skil, bví
að maðurinn er skarpgreindur og
raunar myndi ég vilja halda því
fram, að hann værj vitur maður,
en það er greindinni meira.
Björn er andlega sinnaður mað
ur, hugsar mikið um rök lífsins,
lætur sér ekki nægja hefðbundnar
trúarkenningar. en er þó trú-
hneigður („religiös'-) og ber lotn
ingu fyrir helgum dómum og arf
sögnum fortiðarinnar að svo rniklu
leyti sem þetta hvort tveggja fer
ekki i bága við heilbrigða dóm
greind, — Hann er þeimspeking-
ur að eðlisíari. en um íeið er hann
dulbneigður, eins og margir Is-
lendingar. Hann aðhyllist því
kenningar guðspekinnar og stend
ur hann fyrir guðspekistúku, sem
hefur bækistöð sína á Sauðár-
króki.
Björn ei ritfær ag vel máli
farinn, hefur sterka og skýra rödd
en þægilega um leið, og allur er
maðurinn hinn vörpulegasti Það
er eitthvert heiði og hreinviðri
í kringum hann en þó enginn
stormur. og fer því fjarri. Eg
hygg, að hann sé vinsæll maður
og eigi sér fáa eða enga óvini
Það var ekki ætlun mín að
skrifa langt mál um at næiisbarn-
ið. Aðeins vil ég nota tækifærið
til að þakka honum fyrir mjög á-
nægjuleg kynni og arna houum
allra heilla á 60 ara afmtclinu,
og um leið vildi ég óska þess ís-
landj til nanda, að það mætti e-gn
ast marga hans lika oændastétt,
menn sem unna þjóðiegun verð-
mætum og möguleikum moldannn
ar en horfa líka til him’ns og haía
alheimsleg áhugamál.
Gretar Fells.
hreppur yrði að skerast í leikinn,
fyrst Lýtingar ætluðu að bregðast.
Ekki veit ég til þess að þú hafir
neitt gott gert í Akrahreppi, en
svona er Magnús harður í horn
að taka, þegar honum finnst sæmd
marma misboðið.
á ykkur á fjöllum og að sólin
skíni á þig á afmælisdaginn. Einn
ig að hestarnir verði þægir og
umgangist þig með tilhlýðilegri
virðingu. Það er nú svo með af-
mæli að menn halda upp á þau
með ýmsu móti. Ég get vel skilið
að þú viljir halda inn á sjöunda
tuginn innan um gömul fell og
eilífan jökul. Það gerir mann auð
mjúkan og sjáandi á hve manns
ævin er stutt. Þaðan sem þú
ert, sérðu norður eftir Eyvindar
staðaheiðinni, þaðan sem þú hefur
skráð frásagnir af ferðum manna.
Blanda og Kjalvegur eru í vestur
átt. Þarna hefur þú ferðazt ýmist
einn eða í fylgd með öðrum og
þarna var Marka-Leifi einn með
guði sínum, eins og hann orðaði
það. Þarna fyrir vestan þig fóru
þeir Jónas Hallgrímsson og Ein-
ar Benediktsson og ortu báðir.
Annar kvað um Stórasand. Mað-
ur heyrir hófatraðkið í náttstað og
finnur hvernig stórbrotin auðn
in reisir hetjumóð skáldsins. Hinn
batt Iífsmóð sinn í Ijóð frá
þessum slóðum og gerði Galtará
að fegursta vatnsfalli landsins. Og
þarna rís hetjan Jón Austmann
upp úr hríðarsortanum og hverf
ur utan handleggur rekinn úr
Blöndugili. Þið eruð því í návist
stórrar sveitar manna og svo koma
allir hinir, sem ortu úti undir
tjaldskör í göngum um félaga sína,
veðrið og kindina, lífsmyndina,
eins og hana bar fyrir augu dala
manna, og ógnina, sem stafaði af
öræfunum í birtuskilum miðalda
hjátrúar og upplýsts tímba.
Um þetta allt veiztu miklu
meira en ég og þess vegna ertu
þarna kominn á þessum degi. Og
svo ferðu í göngur í haust, þegar
stundum getur orðið erfitt að rata.
Þannig var það síðastliðið haust.
En það er áreiðanlega bjart á
þér núna. Annars býst ég við þér
væri sama þótt kæmi él. Þú mund
ir taka því eins og hverri annarri
afmælisgjöf og trúa á uppstyttuna,
eins og þú hefur alltaf gert.
Ég fer nú að hætta þessu slúðri
við þig. Þótt Tíminn berizt víða
um landið, býst ég ekki við að
hann komizt í þínar hendur með
an þú heldur þig við Hofsjökul.
Þú lest þetta þá bara þegar þú
ert kominn á sjötugsaldurinn. Það
sakar ekki. Mér er tjáð að aldurinn
geri menn umburðarlynda.
Lifðu í friði.
Indriði G. Þorsteinsson.
Náttúruskoðunar-
ferð um
Seltjarnarnes
Bókasafn Seltjamarness ætlar
að gefa Seltimingnm og öðrum
áhugamönnum kost á að kynnast
gróðri á utanverðu Seltjarnarnesi
og efnir í því skyni til göngu-
ferðar um Framnesið n.k. laugar
dag, ef veður leyfir.
Leiðsögumaður verður Ingimar
Óskarsson, grasafræðingur. Lagt
viðri vel verður “PP £rá út:
á Valhúsahæð kl. tvö eftir há-
degi.
A VlÐAVANGI
erindi, sem birt er í síðasta
hefti tímaritsins Úr þjóðarbú
skapnum segir Gylfi Þ. Gísla
son, að tekjuaukning útgerðar
manna og sjómanna vegna
góðs afla sé eitt helzta vanda
málið í íslenzkum efnahags-
málum, Því að þá heimti menn
meiri fjárfestingu í atvinnu
lífinu, hafnarframkvæmdir,
nýja báta, ný frystihús og nýj
ar sildarverksmiðjur. Og þetta
harmar hann í þeirri sannfær
ingu sinni, að meðan svo fari
fram sé ekki unnt að stöðva
verðbólguna. Harmi sínum lýs
ir hann með þessum orðum:
„Það hafa því aldrei reynzt
vera skilyrði til þess að draga
úr tekjuaukningu útgerðar-
manna og sjómanna, þegar vel
hefur árað, eða til hins að
setja hömlur á fjárfestingu í
sjávarútveginum.“ Þetta sagði
hann 1961 og síðan hefur hann
verið að bisa við að koma þess
um æskilegu hömlum á, eins
og menn hafa fundið fyrir, sem
í þessum atvinnugreinum
starfa.
Píanósónata eftir Hall-
grím Helgason komin ót
GB—Reykjavík fimmtudag
Nýútkomin er Sónata nr. fvr
ir píanó eftir Hallgrin Heignson,
og er það oótnaútgáfa nr ssm
út kemm i vegum Menninga-
sjóðs
Sónatan er op i efti: Hallgrím,
samin (936 og tileink;:* Haraidi
Sigurðssyni, píanóleikára og fyrrv.
prófessor í Kaupmannahöín. Són-
atan er i fimm köflum. og e>- fyrsti
kaflinn með tíu tilbrigðum og
lokaþætti Finale. Verkið var
prentað Austurríki og n nið
fjórða 1 lótnasafnntinu Musiea
Islandica en aður hata komið út
í þvi Sex íslenzk p]óðlög fyrir
fiðlu og píanó eftir Helga Pálsson
Sónata fyrir trompet og píanó
eftir Karl O. Runólfsson, og þrjú
orgelverk eftir Jón Þórarinssoti.