Morgunblaðið - 17.04.1983, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. APRÍL 1983
„Satt að segja get ég ekki hugsað mér annað starf en að mála, — fyrir mér er allt annað
tímasóun. “
50
mataræði og svo fóru þau heldur
illa í mig af því að þá gekk ég með
stelpuna okkar. Það rættist úr
fyrir okkur skömmu síðar og þá
voru hrísgrjónin úr sögunni. Síð-
asta árið fékk ég svo styrk úr hol-
lenskum listasjóði og gat lifað
fínu lífi.
En hvernig er fjárhagurinn
núna — er hægt að lifa á því að
mála?
Eg get ekki hugsað
mér annað starf
— Nei, biddu fyrir þér — a.m.k.
er það alveg útilokað meðan mað-
ur er ungur og óþekktur. Þeir sem
komnir eru til ára sinna og eru
orðnir þekktir, hafa möguleika á
einhverjum tekjum, en það verða
aldrei neinar tekjur að ráði held
ég.
Hvers vegna ertu þá að mála —
er það hugsjón eða árátta?
Jóhanna Kristín hugsar sig um:
— Satt að segja get ég ekki hugs-
að mér annað starf en að mála, —
fyrir mér er allt annað hrein tíma-
sóun. Það er tímasóun að vinna
fyrir peningum, að mínu áliti.
En nú segja sumir að það sé
tímasóun að mála?
— Það er einkennilegt verð-
mætamat — en skýringin gæti
verið sú, að þeir finni lífsfyllingu í
einhverju öðru. Ég hef aldrei
fundið lífsfyllingu í öðru, svo ég
skil ekki þetta sjónarmið.
Umræðurnar snúast að tækni í
myndlist og ívar leggur orð í belg.
Hann er skúlptúrlistamaður en
neyðist til að vinna venjulega
vinnu, peninganna vegna. Þau Jó-
hanna Kristín eru að byggja
rúmgóða viðbyggingu við húsið
sitt þar sem þau ætla að starfa að
listgreinum sínum. Og bygg-
ingarstarfsemin kostar peninga.
Ég spyr ívar hvernig honum
gangi að markaðssetja skúlptúr-
inn.
— Ég hef aldrei reynt að mark-
aðssetja neitt af mínum verkum
og ennþá hefur engum dottið í hug
að falast eftir þeim, segir ívar.
— En ég tók einu sinni þátt í sam-
sýningu sem var niður á Torgi og
þá var einu verkinu mínu stolið.
Þetta var skúlptúrverk af kýli og
hefur líklega aðsetur í einhverjum
húsagarði núna. Þetta er það eina
sem ég hef „selt“. — Annars eru
það ákveðin forréttindi líka að
selja ekki neitt — ef maður lifði á
því að framleiða og selja skúlptúr
er hætt við að framíeiðslusjón-
armiðið myndi íþyngja manni og
maður yrði eins og iðnaðarmaður
við þetta.
Ég hef lengi haft til-
hneigingu til aö
mála í svörtu
Jóhanna Kristín útskýrir fyrir
mér hvernig það er ekki sama,
strigi og strigi. — Ég lærði tals-
vert í að búa til striga í Amster-
dam, segir hún. — Ég var svo
heppin að hafa góðan leiðbeinanda
í þessu fagi, að búa til nothæfan
striga fyrir málverk. Þessi strigi
sem fæst hér í búðum er alveg
steindauður — það er ekki hægt
að hafa hann með í myndunum og
verður alltaf að mála yfir hann.
Striginn sem ég bý til er hins veg-
ar svo lifandi að hann má koma
fram í myndina hvar sem er og
gefur henni líf ekkert síður en lit-
irnir. Það er erfitt að fá efni til að
undirbúa svona striga hér á landi
en ég er ákveðin í að gera meira af
honum þegar er ég kemst yfir
þessi efni, því þessi venjulegi
strigi er raunverulega ónothæfur.
Ertu íslendingur þegar þú mál-
ar eða er þjóðernið kannski ekki
svo ríkt í þér?
Jóhanna Kristín hugsar sig um:
— Ég held ég sé fyrst og fremst
kona þegar ég mála — þetta er
ekki merkilegt svar en ég get ekki
svarað þessu öðruvísi. — Sumum
finnst ég nota mikið svart í mynd-
unum mínum, — kannski það lýsi
vetrinum hérna. Ég hef yfirleitt
eytt sumrinu í vinnu en málað á
veturna — nú ætla ég að mála í
sumar og þá verða litirnir e.t.v.
bjartari. Það gæti verið að árstíð-
irnar spili svoleiðis inn í mál-
verkið.
Annars hef ég lengi haft til-
hneigingu til að mála með svörtu.
Þegar ég var í Myndlistarskólan-
um var Bragi Ásgeirsson að leggja
út af þessu og segja að ég hlyti að
vera svartsýn — en nú hefur hann
tekið annan pól í hæðina. Hann
leit inn á Gullströndina á sínum
tíma þar sem ég var með verk og
þá sagðist hann hafa frétt að hjá
Japönum táknaði svart gleði og
hamingju, en hvítt angist og
dauða.
— Sumir finna sig um tvítugt
— aðrir finna sig aldrei, þetta
sagði Jóhann Kristín í einhverju
samhengi, sem ég hef gleymt,
hvernig var, en ég er að velta því
fyrir mér á leiðinni niður á blað.
Hverjir eru sælli, þeir sem finna
sig um tvítugt eða hinir sem finna
sig aldrei?
— bó.
Ljósmyndir: Kristján Einarsson
Viðtal: Bragi Óskarsson
ARGUS
Flestir eru sammála um fegurð múrsteinshleðslunnar.
En aukakostnaðurinn er ekki aðeins fyrir augað.
Ending múrsteina er óumdeilanleg og viðhaldið er mjög lítið.
Múrsteininn þarf jú ekki að mála, hvorki eftir þrjú ár né 30 ár.
Aldrei.
Engin tvö S.G. hús eru eins.
Til þess eru valmöguleikarnir of margir.
Og svo er sérhvert hús lagað að óskum kaupandans.
Hann setur sinn svip á húsið.
Einingahús eru svo sannarlega ekki öll eins.
Hringdu í síma 99-2277og við sendum þér
allar upplýsingar strax.
SG EINIIMGAHÚS HF
Eyrarvegi 37,800 Selfoss
Símar: 99-2276,99-2277,99-2278.