Morgunblaðið - 17.04.1983, Side 6

Morgunblaðið - 17.04.1983, Side 6
54 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. APRÍL 1983 Viðhalda fornum iðnum í skarkala heimsborgarinnar Vvið hinar virðulegu götu Faubourg St. Honorée í París má rétt á móti Elyse-höll forsetans finna naer 150 ára gam- alt fyrirtæki, Hermés. Þegar gengið er um götuna vekja útstillingagluggarnir þar alltaf athygli og hafa gert í áratugi. Iðu- lega eru þeir eins og listsýning með sérkennilegum gripum innan um vandaðan leður- og sportvarn- ing, og bera þeir merki gamalla hefða. A Parísarárum undirritaðs blaðamanns hafði hann ekki, þeg- ar hann stansaði sér til augnaynd- is við þessa útstillingaglugga, hug- mynd um af hverju það stafaði og hvað þetta hús hafði að geyma fyrir utan glæsilegu verslunina á götuhæð, sem greinilega var með allt of fínan varningi til að maður léti sér detta í hug að fara þar inn. En eftir að hafa haft þar spurnir af merkilegu einkasafni með öll- um búnaði sem viðkemur hestum og hestamennsku í aldir, fékk ég nú gegnum gott fólk aðgang að þessu húsi. Þá kom í ljós að í allri háværu bílaumferðinni á þessari miklu umferðargötu í miðri París, er ekki eingöngu að finna dýrmætt gamalt einkasafn, sem viðskipta- vinir og aðrir sem óska sérstak- lega geta fengið að líta á, heldur sitja þar á öllum hinum hæðunum handiðnaðarmenn og vinna af al- úð og án asa í kyrrlátum vinnu- stofum í höndunum hnakka og annan leðurvarning, sem Hermés selur bæði í París og í sérverslun- um sínum í Bandaríkjunum og Tókýó. Það var því ævintýri að koma þarna inn af umferðargöt- unni, þar sem bílstjórinn með ís- lenska gestinn hafði næstum ekið niður lífverði Kissingers á leið inn í Hótel Bristol — þar sem íslenska sendiráðið hóf sína starfsemi eftir stríð — en þeir æddu fyrirvara- laust á eftir sínum húsbónda úr bíl í veg fyrir okkur. Þarna inni var aftur á móti ljúft og rólegt andrúmsloft, eins og maður væri kominn upp í sveit. „Ég veit hvaðan ég kem,“ sagði hesturinn, „og ég veit hvert við höldum," bætti ekillinn við. Þessi litla saga á sérlega vel við um fyrirtæki á borð við Hermés, sem byggir í svo ríkum mæli á gömlum merg, en sveigir og stýrir eftir þróun og framvindu, varðveitir af íhaldssemi rótgróna Evrópumenn- ingu. Þetta er fjölskyldufyrirtæki í fimm ættliði. Stofnað 1837 af aktygjagerðarmanninum Thierry Hermés á þeim góðu gömlu dögum er menn óku í kerrum með hestum fyrir. Hann framleiddi fallegasta ak- tygjabúnaðinn í allri París og seldi einstaklingum. Sonur hans Emile flutti fyrirtækið í götuna Faubourg St. Honorée númer 24 á árinu 1878, þar sem það er enn, og bætti við aktygjagerðina söðla- smíði og framleiðslu á hvers konar reiðtygjum. Sama gilti áfram, höfðingjarnir komu og keyptu sjálfir sín reiðtygi á vinnu- stofunum. Um það leyti er þriðja kynslóðin var taka við, birtist ný hætta, bílaöldin, en Hermésar létu samt ekki rugla sig í ríminu. Þetta var um 1890 og Adolphe og Emile Maurice Hermés, sonarsynir stofnandans, framleiddu orðið ak- tygi og reiðbúnað fyrir allar hirðir í Évrópu, auk einkaaðila í Frakk- landi. Tvítugur að aldri ákvað Emile Maurice að ná viðskiptum við tzarinn í Rússlandi og hélt til St. Pétursborgar. Kom þaðan sigri hrósandi með viðskiptin á hendi, enda hafði Nikulás II látið liðsfor- ingja sína taka á móti honum sem heiðursgesti. En þessi velgengni ruglaði þá bræður samt ekki svo, að þeir heyrðu ekki vaxandi hávaðann í bílvélinni sem hélt fyrir þeim vöku. Rcnnilásar Emile Maurice, sem varð einka- eigandi fyrirtækisins 1922, beindi því hluta af iðnaðarmönnunum í að framleiða hanska og töskur. Hann varð fyrstur til þess að taka upp „söðulsauma“tækni við gerð á handtöskum fyrir konur og ferða- töskum, og flaug sú tíska brátt um heiminn. Ekki aðeins að þessi að- ferð sé að vinna í höndum, heldur eru f gangi tvær nálar í einu og iðnaðarmaðurinn notar bæði vinstri hendi og hægri samtímis svo það tekur mann nokkurn tíma að átta sig á rytmanum í hand- verkinu. Jafnframt varð hann fyrstur til að innleiða rennilása í Frakklandi og fékk einkaleyfi á notkun þeirra. Voru þeir því nefndir þar „Hermés-læsin". Þá notaði fyrirtækið á handtöskur, en brátt fékk framkvæmdastjórinn þá hugmynd að láta framleiða leð- urjakka með rennilásum. Fyrsti kaupandinn var prinsinn af Wal- es, sem mætti sportklæddur í þessri nýju tísku á golfvellinum í Biarritz. Þar með var fatnaiðnar- deild Hermés komin á laggirnar, sem fyrir fáum árum jókst í hönd- um fimmtu kynslóðar Hermés- eigenda í deild með tilbúnum fatn- aði í lúxusflokki sem fluttur er út. Þannig hefur hvað þróast af öðru þar á bæ, að því er virðist eðlilega. Og allt meira og minna í sama sportlega stílnum. Taumar og ístöð fæddu af sér hanska og stígvél, svipa ökumannsins varð að pólósetti, silfurspennur reið- tygjanna að skartgripum, leður- lyktin leiddi til ilmvatna og skjaldarmerkin gáfu af sér hina sérkennilegu hálsklútaframleiðslu Hermés, sem konur víða um heim safna eins og drengir frímerkjum. En þessir silkiklútar koma reglu- lega með nýjum mynstrum, sem byggð eru mest á myndum af hnökkum, hestum, leðurtaumum, veiðihundum o.s.frv. Þannig að Hermés-vörurnar eru orðnar æði fjölbreyttar en alltaf sérhannaðar og með séreinkennum sínum. Verður ekki farið hér lengra út í þá sálma, enda beindist athyglin I þessari heimsókn að öðru en búð og varningi. Þar sem fjórða kynslóð Herm- ésa var eingöngu dætur, kom þar inn tengdasonur að nafni Dumas og nú rekur fyrirtækið sonur hans Jean Luis Dumas Hermés, til kall- aður við lát föður síns 1964. Barnabörn afa hans voru 17 tals- ins, svo ekki var það nú sjálfgefið að hann tæki við. Fyrirtækið held- ur áfram að vera fjölskyldu- fyrirtæki og starfa þar margir ættarmeðlimir, og sjötta kynslóð- in farin að taka til hendi. Er starfsfólkið orðið um 1000 manns. Safn um hesta- búnað í aldir Á allri hæðinni I húsinu við Faubourg St. Honorée er hið merkilega safn. Er ævintýri að koma þar upp. Uppruna þess er að rekja til Emil Maurice Hermés, sonarsonar upphafsmannsins, sem var uppi 1871—1951. Hann byrjaði ungur að safna munum af þessu tagi í Frakklandi og erlendis í því augnamiði fyrst að starfsfólkið mætti hafa þá fyrir augum. Monsieur Dumas segir að þetta sé Úr safninu. Til hægri má t.d. sjá ferðakistu með samanbrotnu striga- rúmi tii nota í tjaldi. Einnig ferðuð- ust menn með svona strigabaðker. Ætli Evrópubúarnir sem fóru um ís- land ríðandi á fyrri öldum hafi ekki haft eitthvað slíkt meðferðis. Til vinstri fremst er annað ferðasett í tösku fyrir tvo með silfurborðbún- aði, silfurvaskafati, tekönnu og hit- unartæki, rakbursta, samsettum steikarteini til að steikja brauð yfir eldi o.s.frv. HERMÉS PARIS í heilsubótargöngu í leðurdragt Og ekki þarf að verða tvisvar feginn af að setjast á stein. Sætið er meðferðis. Hnakkurinn er iðulega smíðaður eftir máli kaupandans og hvernig hann vill sitja á hcstinum, framarlega eða aft- arlega, og hvar þyngdin á að koma. Grindin er smíðuð í samræmi við það og hvert handtak unnið í höndunum. Svona færi maður t.d. búinn á hest- bak, ef maður gallaði sig upp hjá Hermés í París. Lagt upp í ferðalag í vor- og sumar- tískuklæðnaði 1983. ekki safn heldur heimild og hug- myndauppspretta fyrir húsið. Munirnir eru sögulegir og spanna hvers kyns hluti sem notaðir hafa verið til ferðalaga, veiða og í hestamennsku um aldir. Þar eru kerrur og grafíkmyndir af vögn- um. Á heiðursvegg yfir arninum hangir svartlistarmynd eftir Al- fred Dedreu frá 19. öld af fínlegu eyki með tveimur hestum og hefur hún orðið merki hússins. Þessi glæsivagn á að tákna það sem Hermés býður, en enginn ökumað- ur heldur um taumana. Sæti hans bíður notendanna. Elsti hluturinn í safninu mun vera bronsstytta af hesti frá 7. öld fyrir Krist, sem fannst í gröf, þar sem eigandinn hafði verið grafinn með hausnum af reiðhesti sínum. Rétt undir honum er lítill hnakk- ur, eign litla prinsins, sonar Napó- leons II og Éugeníu, sem datt af baki og lést ungur. Líka litla leik- fangahesturinn hans á hjólum. Og þar eru gamlir hnakkar af öllum gerðum, enskum, frönskum, persneskum og frá samurajum Kína. Sjálfri þótti mér einna merki- legast að skoða ferðaútbúnað hefðarfólks frá þeim tíma, sem ferðast varð annað hvort í höstum vögnum eða ríðandi. Við þær að- stæður hefur verið mikilvægt að hafa allt með sér til að gera lífið þægilegt á áningarstað. Þarna má t.d. sjá fyrirferðarlitla leðurtösku með öllu sem þurfti til að snyrta sig úr silfri eða fílabeini. Litlar þvottaskálar úr silfri, silfurstjaka fyrir kertið, spegil, örlítla tekönnu úr postulíni, smáia bolla, hár- greiður og bursta, ótrúlega nett og hugvitssamlega fyrirkomið. En þótt fínustu ferðatöskur væru gerðar fyrir hefðarmeyjar, þá eru hugvitssamlegustu kisturnar kannski fyrir enska liðsforingja, sem fara þurftu ríðandi um land sitt og nýlendur eins og Burma og Afríkulönd. Þá var m.a. í kistum á trússahestum útbúin, samansett tjaldrúm, sem felld voru inn í kist- una, eða strigabaðker og slíkt, eins og maður hefur heyrt að sumir ensku ferðamennirnir frá fyrri öldum hafi haft meðferðis í Is- landsferðum. í ferðakofforti er til dæmis pakkað öllu hugsanlegu til þæginda fyrir tvo, silfurstjökum, tekatlinum og hitunartækinu fyrir morgunteið, tannbursta, kompási, upptakara, stígvélaþræl, hagan- lega fyrirkominni þvottaskál,

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.