Morgunblaðið - 17.04.1983, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 17.04.1983, Qupperneq 10
58 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. APRÍL 1983 Jakob Magnússon hefur að undanförnu unnið að gerð kvikmyndar í Bandarfkjunum og ber myndin heitið „Nickel Mountain“, eða Nikkelfjalliö, eins og það heitir í lauslegri snörun á íslensku. Jakob er framleiðandi myndarinnar, en leikarar eru flestir bandarískir svo og leikstjórinn Drew Denbaum. En J»að eru ekki eingöngu Ameríkanar sem að- stoða Jakob við gerð þessarar myndar, heldur hefur einnig hópur íslendinga starfað við gerð myndarinnar og er það að mestu fólk sem vann við töku Stuðmannamyndarinnar „Með allt á hreinu“. I>essar upplýsingar hafa reyndar allar komið fram í fréttum Morgunblaðsins, en fyrir áhugamenn um kvikmyndir má bæta ýmsu við og meðal annars má finna grein um töku þessarar myndar í blaðinu „Telegram Tri- bune“, en greinin birtist í blaðinu í marsmánuði sl. í eftirfar- andi samantekt er að mestu byggt á áðurnefndri grein í hinu bandaríska blaði auk þess sem fléttað er inn í öðrum upplýs- ingum sem við höfum undir höndum. Listaráðunauturinn Nancy Nickelberry festir hér rós í hnappagat leikarans Yfirkvikmyndatökumaður í „Nikkelfjallinu“ er David Bridges, sem tók Brians Kerwin. Stuðmannamyndina „Með allt á hreinu". Frásögn af gerð kvikmyndar Jakobs Magnússonar, Nikkelfjallið, í bænum Shandon í Kaliforníu Kvikmyndin „Nikkelfjallið" er að mestu tekin í bænum Shandon f Kaliforníu og er hún byggð á skáldsögu John Gardner um unga stúlku, Callie, sem giftist mun eldri manni, Henry, en Callie hefur orðið ófrísk eftir kærasta sinn, sem yfir- gefur hana. Ástæðan fyrir því að Jakob hefur kosið að gera þessa mynd í Bandaríkjunum og með bandarískum leikurum er m.a. sú að umgjörð sögunnar er amerísk en auk þess er hér um að ræða fyrsta skrefið í átt til aukinnar samvinnu íslenskra og bandarískra kvik- myndagerðarmanna. Jakob kveðst hafa tröllatrú á framtíð íslenskrar kvikmyndagerðar og einnig því að samvinna við bandaríska aðila á þessu sviði getið orðið henni mjög til framdráttar. fslendingarnir sem unnið hafa að gerð „Nikkelfjallsins" með Jakobi unnu flestir við gerð myndarinnar „Með allt á hreinu" eins og áður segir, auk tveggja starfsmanna sjónvarpsins, en þetta fólk er: Björn Emilsson, hljóðmaður, Ragna Fossberg, förðunarstúlka, Vilborg Aradóttir og Edda Sverr- isdóttir, sem störfuðu við leik- mynd, Ólafur Rögnvaldsson og Guðmundur Kristinsson, ljósa- menn, en hinn síðastnefndi starf- aði sem yfirljósameistari í „Með allt á hreinu" og hann mun verða aðstoðarkvikmyndatökumaður í næstu mynd Jakobs sem hann hyggst géra hér á landi í sumar, en sú mynd ber vinnuheitið „Öskudag- ur“, eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu. Auk þessa fólks, kemur Anna Björnsdóttir fram í „Nikkelfjallinu" og Grýlunum bregður þar fyrir í gervum vestur- heimskra alþýðukvenna, og í því sama atriði sést Hallur Helgason, sem lék Andra í „Punktur, punktur, komma, strik“, en sú mynd er nú sýnd á Filmex-kvikmyndahátíðinni í Los Angeles. Þá má einnig geta þess, að yfirumsjón með kvik- myndatökunni hefur Englending- urinn David Bridges, en hann var einmitt maðurinn á bak við kvik- myndavélarnar í „Með allt á hreinu“. / í áðurnefndri grein í „Telegram Tribune", sem ber yfirskriftina „Shandon goes Hollywood", sem út- leggst eitthvað á þessa leið „Shand- on breytist í Hollywood", er fjallað um töku myndarinnar í bænum og skal nú gripið niður í greinina í lauslegri þýðingu: „Hollywood er nú komin til Shandon og hefur sett þar upp úti- bú um stundarsakir. Kvikmynda- tökufólk breytti hinni hvítu timb- urkirkju bæjarins í kvikmyndaver og var hún notuð til að kvikmynda brúðkaupsatriði í kvikmynd sem tekin er í Panavision. Nokkrir bæj- arbúar brugðu sér í hlutverk kirkjugesta og presturinn, séra Frank Knouse, fór með hlutverk prestsins og framkvæmdi hjóna- vígsluna, hlutverk sem hann er ekki með öllu ókunnur. Ekki fór hjá þvi að umsvif kvik- myndatökufólksins drægi að sér áhorfendur ú hópi bæjarbúa, en að öðru leyti gekk lífið sinn vanagang í Shandon. En þeir sem horfðu á kvikmyndatökuna hafa eflaust séð einhverjum vina sinna bregða fyrir meðal kvikmyndafólksins í auka- hlutverkum. Ef til vill hafa þeir einnig kannast við Michael Cole, sem í mörg ár kom fram í „Mod Squad“ sjónvarpsþáttunum eða þá Brian Kerwin, úr sjónvarpsþáttun- um „Sheriff Lobo“ og „The Blue and the Gray“. Ekki má heldur gleyma Patrick Cassidy, yngsta syni Shirley Jones og Jack heitins Cassidy og bróðir Shawn og David Cassidy. Þá má vera að áhorfendur hafi einnig komið auga á Heather Langenkamp, sem leikur í mynd Francis Ford Coppola, „Rumble Fish“, sem frumsýnd verður bráð- lega, eða þá Grace Zabriskie, sem lék móðurina í myndinni „Officer and a Gentleman", móður Jodie Foster í „Carny" og eiginkonu ölv- aðs ökumanns í sjónvarpsmyndinni „Mothers Against Drunken Driv- ing“. Viðstaddir hafa kannski einn- ig tekið eftir mismunandi fram- burði í máli kvikmyndatökufólks- ins, breskum framburði, skandin- avískum framburði og dæmigerð- um amerískum framburði. Inni í kirkjunni beið séra Knouse eftir þeim Cole og Langenkamp, sem áttu að ganga inn kirkjugólfið í hlutverkum Henry og Callie. Allt í kring var kvikmyndatökufólkið á þönum með ljósin, hljóðnemana, kvikmyndatökuvélarnar og annað tilheyrandi. Framleiðandi myndar- innar, Jakob Magnússon, er þeirrar skoðunar að Shandon og umhverfi hans sé tilvalið umhverfi í „Nickel Mountain". Ein af ástæðunum fyrir því að þetta landsvæði vakti at- hygli hans er að listráðunautur myndarinnar, Nancy Mickelberry, er frá nágrannabænum Parkfield. Kvikmyndatökufólkið hefur verið þarna að störfum í um það bil mán- aðartíma og er gert ráð fyrir hálf- um mánuði í viðbót þar til töku lýkur. Að sögn Magnússonar er áætlaður kostnaður við gerð mynd- arinnar um þrjár milljónir dollara. En kvikmyndatakan hefur ekki eingöngu farið fram á Shandon- svæðinu. Til dæmis fór kvikmynda- tökufólkið til Atascadero á fimmtudaginn var, til að taka nokkur atriði á Charlton hótelinu. Leikstjórinn, Drew Denbaum, er sjálfur leikari auk þess sem hann hefur skrifað mörg kvikmynda- handrit, og hann er höfundur kvikmyndahandritsins í „Nickel Mountain". Hinar miklu rigningar að undanförnu hafa tafið kvik- myndatökuna svolítið og einnig valdið öðrum smávægilegum vandamálum. Má þar nefna að einn kvikmyndatökumannanna var að aka bifreið, sem nota átti í mynd- inni, til Parkfield, þar sem hann ætlaði að dvelja um nóttina. Þetta var seint um kvöld i miklu slagviðri og þar sem hann ók eftir veginum vissi hann ekki fyrr en bíllinn fór á flot í miklum vatnsstraumi sem hafði myndast þarna á veginum. Manninn sakaði ekki, en talsverður tími fór í að hreinsa og þurrka bíl- inn áður en hægt var að nota hann í kvikmyndatökunni daginn eftir.“ Svo mörg voru þau orð hins bandaríska blaðamanns, Phil Dirkx, en hann tók einnig með- fylgjandi myndir, og birtust þær með grein hans í „Telegram Tri- bune“. Þess ber að geta að greinin er hér ekki þýdd frá orði til orðs heldur er hún örlítið stytt, en við þetta er raunar litlu að bæta. Und- irbúningur við þessa kvikmynd hófst í nóvember sl., kvikmynda- takan hófst í febrúar og lauk nú fyrir skömmu. Að sögn Jakobs Magnússonar er gert ráð fyrir að myndin verði frumsýnd nú í haust. Samantekt: Sv.G. Hér er leikstjórinn Drew Denbaum að gefa góð ráð í hjónavígsluatriðinu í kirkjunni í Shandon. Á myndinni sést í nokkra íslendinga úr hópi kvikmyndatöku fólks, — Edda Sverrisdóttir er lengst til vinstri, auk þess sem sjá má Ólaf Rögnvaldsson og Björn Emiisson. Upphaf samvinnu bandarískra og íslenskra kvikmyndar- gerðarmanna

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.