Morgunblaðið - 17.04.1983, Page 16
64
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. APRÍL 1983
Hoffman, Durning og Lange f einu atriða myndarinnar Tootsie. 1 mynamni
er Durning faðir Lange, Hoffman er istfanginn af Lange og Durning er
skotinn í Hoffman, svo það horfir til hreinna vandræða. Takið eftir hve
Hoffman er virkiiega dömulegur.
Michael Dorsey er hæfi-
leikaríkur leikari í New
York, sem erfiðlega gengur
að verða sér úti um hlut-
verk. Hann er ýmist of
gamall, of ungur, of stutt-
ur, of stór eða of skapbráð-
ur, fyrir þau hlutverk, sem
hann sækir um. — Dorothy
Michaels er nýja sjón-
varpsstjarnan í sápuóper-
unni „Southwest General".
Síðan hún tók að leika í
þáttunum, hefur áhorf-
endafjöldinn rokið upp úr
öllu valdi og hún fær þús-
undir aðdáendabréfa á
viku hverri. Michael Dors-
ey og Dorothy Michaels
eiga eitt sameiginlegt.
Þau eru sama manneskj-
an.
Michael var orðinn leið-
ur á að fá ekki hlutverk,
svo hann notaði tækifærið,
þegar hann frétti af því, að
vantaði kvenmann til að
leika í „Southwest Gener-
alM, og ídæddi sig uppá eins
og kona og fór í upptöku-
próf. Það skipti engum tog-
um, hann gerði langtíma
samning við sjónvarpsstöð-
ina. Þá fyrst byrja vand-
ræðin. Michael verður ást-
fanginn af konunni, sem
fer með aðalhlutverkið í
þáttunum, hann lendir í
útistöðum við leikstjórann,
sem kallar hann alltaf
Tootsie, og eldri ekkjumað-
ur og bóndi reynir við hann
í konugervinu.
Þannig er söguþráðurinn í
bandarísku gamanmyndinni
Tootsie, sem Stjörnubíó hefur sýn-
ingar á um næstu helgi. Dustin
Hoffman leikur Michael, Jessica
Lange leikur stúlkuna, sem hann
verður ástfanginn af, og Charles
Durning leikur ekkjumanninn,
sem verður skotinn í Michael.
Leikstjóri er Sydney Pollack. Öll
Högur voru þau útnefnd til síðustu
Oskarsverðlauna, sem nýlega voru
veitt í Los Angeles, en aðeins Jess-
ica Lange hlaut góssið fyrir auka-
Myndarlegur kvenmaður þessi
hlutverkið í myndinni. Hún var
útnefnd til annarra óskarsverð-
launa, fyrir bestan leik í kvenhlut-
verki í Frances, en það var Meryl
Streep, sem hreppti þau verðlaun.
Annars hlaut Tootsie 10 útnefn-
ingar til óskarsins.
— Hoffman —
Dustin Hoffman á sér glæsi-
legan leikferil að baki, þó hann nái
aðeins yfir 15 ár af ævi hans.
Hann er 45 ára gamall en var orð-
inn 30 ára þegar hann lék stúdent-
inn í The Graduate, myndinni,
sem gerði hann frægan. Síðan hef-
ur Hoffman leikið í fjölda mynda
og er nú talinn með bestu og virt-
ustu kvikmyndaleikurum vestan-
hafs. Nægir að nefna hér nokkrar
myndir, Midnight Cowboy, Little
Big Man, Papillon, All the Presi-
dent’s Men og Kramer vs. Kramer,
en fyrir leik sinn í henni hlaut
hann Óskarsverðlaunin. Tootsie er
fyrsta myndin í þrjú ár sem hann
leikur í frá því hann lék Kramer.
En leiðin á toppinn var ekki
greið fyrir Hoffman og á hann það
sameiginlegt með Michael Dorsey.
Hann var álitinn „erfiður í um-
gengni" og var eitt sinn rekinn úr
tíma í leiklist þegar hann var 20
Charles Durning og Hoffman.
ára vegna þess að „ég öskraði á
kennarann þegar hún fór að tala
við mig í miðju atriði". Hann
reifst við leikarann og leiklistar-
kennarann, Lee Strasberg, fyrsta
daginn, sem hann sótti tíma hjá
honum, og loks hætti hann við allt
saman. Hoffman, rétt eins og
Dorsey í Tootsie, vann sem þjónn
þegar hann hætti leiklistarnámi.
Hann viðurkennir að hafa verið
lélegur þjónn og hann var rekinn
hvað eftir annað af minna þekkt-
um matsölustöðum New York-
borgar. En sem þjónn æfði hann
sig í leiklistinni. Hoffman segir:
„Ég talaði kannski með frönsk-
um hreim til að æfa mig og til að
blekkja fólk. Ég tala ekki frönsku.
Stundum kom það fyrir að ég var
hankaður á þessu og einhver
spurði mig spurningar á frönsku.
Þá varð ég að eyða því með því að
segja honum að ég væri að reyna
að læra frönsku og að ég vildi
helst ekki tala önnur tungumál á
meðan. Yfirleitt komst ég upp með
þetta."
Þegar Hoffman er spurður að
því hvernig hann hafi undirbúið
sig undir að leika kvenmann í
Tootsie, segir hann: „List er þjófn-
aður og í Dorothy blanda ég sam-
an minningum frá móður minni og
frá Polly Holliday (sjónvarpsleik-
ari og mikill vinur Hoffmans). Og
rétt áður en kvikmyndun á Tootsie
hófst fór ég í Regency-kvikmynda-
húsið í New York en þar var verið
að sýna myndir gömlu leikkvenn-
anna frá þriðja og fjórða áratugn-
um. Og kvöld eftir kvöld fór ég í
bíóið og horfði á Crawford eða
Garbo og gleypti í mig hverja
hreyfingu þeirra." Miðað við fyrri
hlutverk Dustin Hoffmans bæði á
sviði og í kvikmyndum virðist það
leikur einn fyrir hann að leika
kvenmann, og Dorothy Michaels
gæti orðið eftirminnilegasta hlut-
verk Hoffmans til þessa.
— Pollack —
Eftir að hafa leikstýrt og fram-
leitt myndir í 17 ár, leikstýrir Syd-
ney Pollack sjálfum sér í mynd
sinni Tottsie en þar leikur hann
umboðsmann og vin Dustin Hoff-
mans. Það var Hoffman sjálfur
sem lagði það til við Pollack að
hann léki í myndinni og Pollack
stóðst ekki freistinguna. Á sínum
yngri árum ætlaði hann sér alltaf
að verða leikari, og þegar hann
lauk menntaskóla í Indiana, þar
sem hann er fæddur, lá leið hans
til New York í leiklistarskóla hjá
Stanford Meisner. Það tók hann
aðeins ár að verða aðstoðarkenn-
ari Meisners við skólann og leið-
beindi hann ungum leikaraefnum
eins og James Caan. Pollack fékk
lítið hlutverk í sjónvarpsþætti,
sem John Frankenheimer leik-
stýrði, og þegar Frankenheimer
heyrði að hann hafði verið aðstoð-
armaður Meisners, bað hann Poll-
ack þegar um að þjálfa hina leik-
arana í þáttunum. Þar með var
leikaradraumurinn búinn hjá
Pollack.
Frankenheimer tók hann með
sér til Hollywood árið 1960 til að
þjálfa Burt Lancaster og Lancast-
er varð svo hrifinn af Pollack að
hann hvatti hann til að verða leik-
stjóri og kom á fundi með honum
og forstjóra risakvikmyndafyrir-
tækis. Eftir fjögur ár við leik-
stjórn í sjónvarpi, sem hann kall-
ar „bestu þjálfun í heimi", gerði
hann sína fyrstu mynd með Sid-
ney Poitier og Anne Bancroft.
„Mér þykir gaman að gera myndir
í ætt við gömlu Hollywood-
myndirnar," segir hann.