Morgunblaðið - 17.04.1983, Síða 21

Morgunblaðið - 17.04.1983, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. APRÍL 1983 69 Bergljót Ingólfsdóttir tók saman Christina Onassis Niarchos fyrrum mágur og sfðar eiginmaður Tinu. Onassis bauð Mariu og manni hennar, Meneghini, til siglingar á snekkjunni. Það fór ekki fram hjá Tinu Onassis að Maria Callas hafði mikil áhrif á eiginmann hennar, enda áttu þau margt sameiginlegt, höfðu t.d. bæði þurft að berjast sjálf fyrir sínu. En Tina rækti gestgjafahlutverkið með sóma. Eiginmaður Mariu Callas leit út fyrir að vera óhamingjusamur á meðan á ferðinni stóð og söng- konan var mjög taugaspennt. Þau eyddu meiri og meiri tíma saman Callas og Onassis, og það fór ekki fram hjá nærstöddum að þau drógust mjög hvort að öðru. Þegar snekkjan kom aftur til Feneyja fóru þau söngkonan og maður hennar frá borði og einkaflugvél Onassis flutti þau til síns heima, í Mílanó. Það leið ekki á löngu þar til Onassis var kominn þangað á eftir þeim, hann dvaldi hjá þeim í ein- býlishúsi þeirra. Nokkru síðar sáust þau tvö ein saman á næturklúbb, Maria Call- as og Onassis, og fréttamenn voru ekki langt undan. Daginn eftir birtust myndir af þeim skötu- hjúum í öllum helstu dagblöðum út um allan heim. Á sama tíma gaf Maria Callas út þá yfirlýsingu að hjónabandi hennar og Meneghini væri lokið. En hún staðhæfði samtímis að á milli hennar og Onassis væri ekk- ert annað en sönn vinátta. Eigin- konunni, Tinu, var nú nóg boðið, hún hélt í skyndi til Parísar með börnin og fór til heimilis foreldra sinna. Hún yfirgaf þar með snekkjuna fyrir fullt og allt. Strax næsta dag flaug Onassis til Parísar og hélt til heimilis tengdaforeldra sinna, þar sem hann heimtaði að fá að tala við konu sína. Það varð stormasamur fjölskyldufundur, Onassis sár- bændi konu sína um að koma til sín aftur en hún þvertók fyrir það. Seinna sagði Onassis frá því, að hann væri þess fullviss, að ef at- burður þessi í Mílanó hefði ekki verið svo uppblásinn í fréttablöð- um hefði hjónaband þeirra Tinu haldist óbreytt. Annað hjónaband Tinu Onassis Tina leitaði, sem fyrr, hjálpar og huggunar hjá systur sinni og fór nú með henni og mági sínum til eyjarinnar Spetsopoula sem var hans eign. Þangað var boðið fleiri gestum og á meðal þeirra var breskur maður af aðalsættum, markgreifinn af Blandford. Þau höfðu reyndar kynnst áður á skíð- um í St. Moritz, Tina og Sonny Blandford. Hann var nú nýfráskil- inn, eins og hún. Niarchos-hjónin buðu þeim síðar saman í París og London. Onassis-hjónin skildu ár- ið 1960 og veturinn eftir fór Tina enn eina skíðaferðina til St. Mor- itz og fékk nú til einkaafnota bú- stað systur sinnar og mágs. í þetta skipti varð hún fyrir því óhappi að brotna enn einu sinni, nú var það hnéskel sem var illa brotin. Það tók því langan tíma fyrir hana að ná sér og hún þurfti að halda kyrru fyrir í langan tíma. Margir vinir hennar heimsóttu hana dyggilega á meðan á veikind- unum stóð, á meðal þeirra var Sonny Blandford, sem fór svo með hana í ökuferðir og annað þegar hún fór að jafna sig. Þau sáust mikið saman og það kom því ekki á óvart þegar þau kunngerðu trúlofun sína. Þau voru gefin saman í hjónaband í París í októbermánuði árið 1963. Mágur Tinu lét þeim eftir eyjuna Spetso- poula og snekkjuna Creole til brúðkaupsfararinnar. Við heim- komuna beið markgreifans starf hjá skipafélagi Niarchos í Mayfair Tina og eiginmaður nr. 2, Sonny Blandford. Systurnar Tina og Eugenie á skíðum í St. Moritz. í London, og heimili hjónanna var á ættaróðalinu, í Blenheim-höll. Tina fór þó fljótlega á fornar slóðir til St. Moritz á skíði og til Suður-Frakklands til að hitta þar vini og taka þátt í samkvæmum. Henni fannst lífið fulldauflegt í höllinni en þar voru 185 herbergi. Það kom svo í ljós að hjónabandið var ekki sérlega vel heppnað, þau fóru hvort sína leið þó að þau væru í hjónabandi að nafninu til. Þannig var komið í lífi Tinu þegar systir hennar, Eugenie, hringdi í öngum sínum og sagði að eiginmaðurinn væri farinn frá henni. Niarchos opinberaði stuttu síðar trúlofun sína og ungrar stúlku, Charlotte, dóttur Henry Ford bílakóngs. Hún var 32 árum yngri en hann. Þegar Niarchos kom svo með barnshafandi brúði sína ekki löngu síðar til St. Moritz fullviss- aði hann fyrri konu sína um að ekki liði á löngu þar til hann væri kominn aftur til hennar og barn- anna, þetta væri aðeins tímabund- ið ástand. Það liðu fjórtán mánuðir og þá var Niarchos búinn að fá skilnað frá ungu konunni og kominn aftur til fyrri konu og barna. Charlotte Ford, reynslunni ríkari, sagðist nú vita hvernig það væri að vera gift grískum manni. Þau eignuðust saman dótturina Elena. Hver sorgaratburð- urinn rekur annan Ástamál Onassis-systkinanna olli Tinu og fyrrum eiginmanni hennar áhyggjum. Foreldrar ungu stúlkunnar töldu ungan grískan mann, Peter Goulandris, erfingja mikilla auðæfa í skipastól, ákjós- anlegan eiginmann fyrir hana og á tímabili leit út fyrir að þeim yrði að ósk sinni, en svo slitnaði upp úr því sambandi. Sonurinn Alexander tók saman við fráskilda konu, Fiona Thyssen, sem var 15 árum eldri en hann. Hann var ákveðinn að ganga að eiga hana en lét undan og hætti við allt saman, vegna mótstöðu foreldranna. Árið 1970 varð Tina fyrir miklu áfalli þegar systir hennar, Eugenie, lést skyndilega á eyjunni Spetsopoula. Hjónin höfðu átt í rifrildi vegna símtals Niarchos við Charlotte Ford, við- víkjandi dóttur þeirra, Elena. Eugenie flúði til svefnherbergis síns og tók of stóran skammt af svefntöflum. Þegar ljóst var hvað komið hafði fyrir og sent var eftir lækni, var um seinan að bjarga henni. Áverkar, sem voru á líkama hinnar látnu konu, voru raktir til tilrauna eiginmannsins til að vekja hana til lífsins. Málið var rannsakað gaumgæfilega og það tók dómarana langan tíma að komast að þeirri niðurstöðu að dauðann mætti rekja til svefnlyfj- anna. Á meðan á þessum rann- sóknum stóð mátti Niarchos ekki fara úr landi. Tina, bróðir hennar, George, og móðir þeirra komu öll til eyjarinn- ar strax eftir lát Eugenie. Niarch- os virtist niðurbrotinn af harmi. Tina tók tvö yngstu börn systur sinnar með sér til að hugsa um þau. Niarchos fór fljótlega eftir lát konu sinnar að sjást í fylgd ýmissa glæsikvenna. Það var líka fljótlega farið að pískra um, að þau væru farin að draga sig sam- an Tina og fyrrverandi mágur hennar. Skilnaður þeirra Tinu og Sonny Blandford gekk í gegn með hraði í maí árið 1971. Á sama tíma tilkynnti Christina að hún hygðist ganga í hjónaband með manni, sem foreldrarnir höfðu ekki einu sinni heyrt nefnd- an. Sá útvaldi var bandarískur kaupsýslumaður, Josep Bolker að nafni, 47 ára gamall og átti fjögur börn á unglingsaldri. Christina var tvítug að aldri. Og áður en tókst að telja stúlkunni hughvarf rauk hún til og giftist manninum. Þetta varð foreldrunum mikið áfall og Onassis lét breyta erfða- skrá sinni í flýti, en hjónabandið entist stutt. En um mitt sumar árið 1971 var Tina sjálf komin í giftingarhugleiðingar. Þau voru ákveðin, eftir góðan umhugsun- artíma, að ganga í hjónaband, Tina og Niarchos. Þessi ákvörðun varð börnum Tinu mikið áfall, enda alin upp við að líta á Niarch- os sem keppinaut föður þeirra þrátt fyrir fjölskyldutengslin. Al- exander var þessu svo mótfallinn að hann talaði ekki við móður sína eftir það. Hann bar alla tíð þá ósk í brjósti að foreldrar hans tækju saman aftur. Tina og Stavros Ni- archos voru gefin saman í hjóna- band í október árið 1971, móðir Tinu var eini ættinginn sem viðstaddur var. Þennan sama vet- ur varð Tina fyrir enn einu óhapp- inu á skíðum er hún handleggs- brotnaði. Þau hjónin voru ekki mikið í sviðsljósinu næstu árin. Þeim, sem þekktu Tinu frá fyrri tíð, fannst hún ekki lík sjálfri sér. Sumir héldu því jafnvel fram, að hún væri ákaflega óhamingjusöm. í janúarmánuði árið 1973 slas- aðist Alexander Onassis lífs- hættulega í flugslysi. Foreldrar hans vöktu við sjúkrabeðinn en hann komst aldrei til meðvitundar og lést 27 klst. eftir slysið. Lang- þráðar sættir móður við son sinn tókust því ekki. Onassis taldi flug- slysið hafa orðið af völdum skemmdarverks á vélinni, hann var bugaður maður eftir missi sonar síns eins og móðirin. Christ- ina reyndi að koma í stað bróður síns og læra um rekstur fyrir- tækja föður síns, en nú var skammt stórra högga á milli. Ath- ina Livanos Onassis Niarchos lést skyndilega á heimili sínu í París árið 1974. Dauða hennar bar að svo óvænt að dóttirin fór fram á nákvæma rannsókn á dánarorsök. Þar kom þó ekkert fram sem benti til að um neitt óeðlilegt væri að ræða. Onassis lifði árinu lengur, hann andaðist fyrri hluta árs 1975, sjúkur maður og óhamingjusamur síðustu æviárin. Eftir lifir dóttir þeirra Tinu og Ari Onassis, Christina, erfingi mikilla auðæfa. Hún á þrjú hjónabönd að baki og litla hamingju, eignir hennar eru miklar, heill floti af skipum auk annars. Það er því óhætt að segja um grísku Onassis-fjölskylduna, að það er sitt hvað auður og auðna. Bergljót Ingólfsdóttir tók saman. J__/esið af meginþorra þjóðarinnar daglega! w KAUPMENN- VERSLUNARSTJORAR AVEXTIR IKUKKAR Bananar Del Monte — Appelsínur Jaffa — Appelsínur Marokkó — Blóðappelsínur Marokkó — Klementínur Jaffa Topas — Epli rauó USA — Epli rauð Svarti svanurinn — Epli frönsk Golden — Epli frönsk Granny Smith — Sítrónur grískar — Sítrónur Jaffa — Grapefruit Jaffa — Grapefruit Honduras — Pomelos Jaffa — Vínber græn S-Afríka — Vínber blá S-Afríka — Vínber græn Chile — Vínber blá Chile — Melónur S-Afríka — Perur ítalskar — Avocado — Ananas — Kókoshnetur — Ferskar döölur. EGGERT KRISTJANSSON HF Sundagörðum 4, sími 85300

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.