Morgunblaðið - 17.04.1983, Qupperneq 26
74
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. APRÍL 1983
Af kirkjulífi
á Raufarhöfn
Á Raufarhöfn er steinkirkja,
sem reist var 1927 eftir teikn-
ingu Guðjóns Samúelssonar,
fallegt og veglegt guðshús.
Fyrir nokkrum árum var
ákveðið að endurreisa gömlu
kirkjuna sem hafði látið á sjá
gegnum tíðina. Gekk sú endur-
nýjun framar öllum vonum,
enda framkvæmd með dyggum
stuðningi þeirra rúmlega eitt
hundrað heimila sem í sókn-
inni eru, bæði með fjárfram-
lögum og vinnu.
Þegar siglt er inn í höfnina á
staðnum blasir kirkjan við
beint fram undan stefni skips-
ins. Kirkjan hefur því löngum
boðið sjómenn velkomna til
Raufarhafnar.
Sr. Guðmundur Örn Ragn-
arsson er sóknarprestur á
Raufarhöfn. Að hans sögn tel-
ur söfnuðurinn u.þ.b. 500
manns. Almennar messur fara
fram í kirkjunni annan hvern
sunnudag, en barnamessur eru
haldnar á hverjum sunnudegi
Sr. Guðmundur Örn Ragnarsson
BIBLIULESTUR
vikuna 17.—23. apríl
Sunnud. 17. apríl: Jóh. 10:11—16.
a) V.ll: Jesús lagði líf sitt í sölurnar fyrir okkur.
b) Hvaða „úlfar" reyna að tortíma lífi manna og láta þá lifa án Guðs?
c) V.16 segir okkur, að Jesús vill einnig vera leiðtogi alls þess fjölda
manna í heiminum, sem þekkir hann ekki ennþá.
Mánud. 18. apríl: I. Mós. 21:1—14.
Þegar tímar líða kemur í ljós, að Drottinn stendur við loforð sín. Barn
fyrirheitisins fæðist.
Þriðjud. 19. apríl: 1. Mós. 22.1—19.
Guð reynir hlýðni Abrahams á mjög sérstakan hátt. Abraham sýnir
skilyrðislausa hlýðni og kemst þá að raun um, að Guð hefur allt í hendi
sér og fyrirætlun hans er til góðs eins.
Miðvikud. 20. apríl: I. Mós. 23:1—20.
Abraham fær grafreit fyrir Söru konu sína með sérstökum hætti.
Fimmtud. 21. apríl: I. Mós. 24:1—28.
Umhyggja Abrahams nær til hinstu stundar. Þjónninn sýnir algera
trúmennsku — þótt húsbóndinn sé dauðvona! Og Drottinn reynist með í
ferðinni.
Föstud. 22. apríl: I. Mós. 24:29—67.
Drottinn lætur ferðina ná tilgangi sínum. Handleiðsla Guðs nær m.a. til
þess, að fsak fær konu.
Laugard. 23. apríl: I. Mós. 25:21—34.
Esaú sýnir frumburðarrétti sínum algera lítilsvirðingu og fyrirgerir
honum þar með. Jakob á eftir að sjá eftir, að hafa eignast frumburðar-
réttinn á þennan hátt.
2. sd. e. páska
Er hann Kristur?
„Ef þú ert Kristur ..." Þannig var Jesús spurður á
hérvistardögum sínum. Og þessari spurningu varð aldrei
svarað á einfaldan hátt þannig að enginn gæti efast eftir
það. Þótt menn heyrðu boðskap hans, sæju eða reyndu á
sjálfum sér kraftaverk hans, gátu þeir verið efins um, að
hann væri Kristur.
Jesús sagði verkin bera því vitni, hver hann væri. En
margir komust hjá því að skilja vitnisburð þeirra sem
vitnisburð um Krist. Það var aldrei og verður aldrei unnt
að sýna svo óyggjandi fram á sannindi þess sem Jesús
sagði um sjálfan sig, að allir hlytu að trúa því. Engar
sannanir eru fyrir hendi — engar afdráttarlausar formúl-
ur eða rökleiðslur.
En hann sagðist vera eitt með Guði föður — sem sagt
sonur Guðs, sannur Guð. Hann sagðist vera kominn í
heiminn til þess að gefa mönnum eilíft líf, halda þeim í
hendi sinni, svo að þeir glötuðust ekki.
í tæplega 2000 ár hefur kristin kirkja starfað vegna
þess, að menn hafa trúað orðum Jesú. Trúað því, að hann
væri Kristur. Trúað því, að hann einn gæfi eilíft líf. Trúað
því, að hann væri Guðssonur.
Glötun er alls ekkert tískuorð á tölvuöld. Og þó er það
baksvið fagnaðarerindisins, að til sé eilíf tilvera án Guðs,
og Jesús eina von allra manna til þess að komast undan
þeim afdrifum. Hann sagði það reyndar sjálfur í Jóhann-
esarguðspj. 14:6. Hann sagðist deyja og rísa upp til þess að
ávinna öðrum mönnum sátt við þann Guð, sem við rísum
gegn í eigingirni okkar.
En þú ert jafn nær og áður. Þú getur hafnað Jesú þrátt
fyrir vitnisburð annarra og orð hans sjálfs. Þú getur
treyst honum og þegið eilífa lífið sem hann vill gefa.
Hver er Jesús þér?
Hvað viltu að kirkj-
an geri fyrir þig?
Við höldum áfram að leita svara
vid því hvers fólk vænti af kirkj-
unni. í dag birtum við ykkur nokk-
ur svör frá ýmsum, sem við höfum
hitt á undanförnum dögum.
* Ég var ekki kirkjurækin, kirkj-
an höfðaði ekki til mín, ég vænti
eiginlega einskis af henni. En í
vetur gengur elzta barnið mitt tii
spurninga og þess vegna fer ég
með því til guðsþjónustu á hverj-
um sunnudegi eftir ósk prestsins.
Ég var boðin innilega velkomin
og hef fundið í vetur hvað það er
gott að fara reglulega í kirkju.
Nei, samt finn ég ekki að kirkjan
sé mér samfélag. Það, sem ég
vænti af kirkjunni núna, er eig-
inlega það að hún haldi áfram að
sýna mér hve mikils má vænta af
henni ef við viljum taka þátt í því
að gera hana að samfélagi okkar.
★ Ég vænti þess að hún hvetji
mig til að biðja. Ég hef þurft að
mæta ýmsum erfiðleikum í lífinu
þótt ég sé ungur og líf mitt virðist
ekki flókið. I þessum erfiðleikum
hef ég fundið hvað bænin er mik-
ils megnug.
★ Mér finnst við sífellt verða
ópersónulegri í daglegum sam-
skiptum. Eg held að svo mörg
okkar sækist í rauninni eftir
meiri manneskjulegri hlýju, mér
liggur við að segja meiri afskipta-
semi í kristilegum kærleika. Það
er þetta, sem ég vænti að kirkjan
kenni okkur, að vera opnari, af-
skiptasamari og kærleiksríkari
hvert við annað.
★ Ég óttast ófriðinn í veröldinni,
ég treysti kirkjunni bezt til að
berjast fyrir friði.
★ Eg hef vænzt mikils af kirkj-
unni og fengið mikið. Ég er í bibl-
íuleshópi og bænahópi í kirkjunni
og ég er smátt og smátt að læra
að rækta kærleikann í sjálfri mér
og sýna hann án þess að óttast
höfnun. Ég vænti þess að kirkjan
haldi áfram að kenna mér að lifa
lífi mínu eftir orði Drottins.
yfir vetrarmánuðina. Þar hafa
fermingarbörn verið þátttak-
endur undanfarin ár. í vetur
hafa bænastundir verið í
kirkjunni á föstudagskvöldum
kl. 20.
Vel þjálfaður kirkjukór er
starfandi á Raufarhöfn og hef-
ur svo verið frá upphafi, enda
gott söngfólk þar og kórnum
ætíð verið stjórnað af úrvals
fólki. Kórinn hefur æft upp
söngdagskrá á hverju ári og
farið í söngferðalög, m.a. kom-
ið fram í útvarpi. Stjórnandi
kórsins nú er Stephan Yates,
en hann er jafnframt skóla-
stjóri Tónlistarskóla N-Þing-
eyjarsýslu. Formaður kórsins
er Svava Stefánsdóttir, en hún
hefur getið sér gott orð sem
sópransöngkona og sungið ein-
söng víða við góðar undirtekt-
ir. Undirleikari hjá Svövu hef-
ur verið Stephan Yates.
Við umsjónarmenn þessarar
síðu sendum fermingarbörnum
og öðrum í sókn Raufarhafn-
arkirkju kveðjur og óskum
þeim Guðs blessunar.
Þá gekk Jesús út þanninn,
þyrni og purpurann bar.
Sagði: Sjáið þér manninn,
sjálfur dómarinn þar.
Gyðingar gáfu svar:
Burt með bann, svo þeir segja.
Sá skal á krossi deyja.
Ósk þeirra ein sú var.
3 Orð og afsökun gilti
engin í þessum stað,
heiftin svo hugann fyllti.
Hjartað var forblindað.
Síðast þeir sögðu það:
Ljóslega lífsstraffs krefði
lögmálið, því hann hefði
gjört sigguðs syni að.
5 Þá ég heyri, minn herra,
hversu þú kvalinn vart,
gjörvöll villgleðin þverra.
Galztu mín næsta hart,
því ég braut mikið og margt.
En þá mér guðspjöll greina
glöggt þitt sakleysið hreina,
hjartað fær huggun snart.
12 Meðan lífs æð er í mér heit,
eg skal þig, drottinn, prísa,
af hjartans grunni íhverjum reit
heiður þíns nafns auglýsa.
Feginn vil ég í heimi hér
hlýða og fylgja í öllu þér.
Lát mér þína liðsemd vísa.
8 Ó, synd, ó, syndin arga,
hvað illt kemur afþér.
Ó, hversu meinsemd marga
má drottinn líða hér,
þitt gjald allt þetta er.
Blindað hold þig ei þekkti,
þegar þín flærð mig blekkti.
Jesús miskunni mér.
9 En með því út var Ieiddur
alsærður lausnarinn,
gjörðist mér vegur greiddur
íguðs náðarríki inn
og eilíft líf annað sinn.
Blóðskuld og bölvan mína
burt tók guðs sonar pína.
Dýrð sé þér, drottinn minn.