Morgunblaðið - 17.04.1983, Side 39

Morgunblaðið - 17.04.1983, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. APRÍL 1983 87 ÁFÖRNUM VEGI V Skyldan — góðan daginn Rætt við Árna Sigurbjörnsson, starfsmann Tilkynningarskyldunnar Á FYRSTU hæð í húsi Slysavarna- félags íslands, Grandagaröi 14, er rúmgott herbergi sem snýr aö höfninni. Þetta herbergi er vel bú- ið tækjum: þarna eru símar í öllum regnbogans litum, talstöðvar og símriti. Margvísleg íslandskort hanga á veggjum og svo er þarna auðvitað skrifborð og stóll. Allan sólarhringinn situr maður í þess- um stól og svarar í símann með þessum orðum: „Skyldan, góðan daginn“ eða „Skyldan, góða kvöldið" eftir því hvernig jörðin snýr við sólu. Við erum stödd í vistarveru tilkynningarskyldunnar, eða skyldunnar, eins og stofnunin er iðulega nefnd í daglegu tali. Einn af fjórum starfsmönnum Tilkynningaskyldunnar er Árni Sigurbjörnsson. Blaðamaður Mbl. heimsótti Árna fyrir skömmu á kvöldvakt til að fræð- ast um vinnubrögðin og fleira í sambandi við skylduna. „Þetta gengur þannig fyrir sig að skip melda sig á ákveðnum tímum, við brottför, heimkomu og síðan á sérstökum skyldutím- um. Það eru sex strandstöðvar á landinu sem taka á móti tilkynn- ingum, á Isafirði, Siglufirði, Neskaupstað, Höfn í Hornafirði, Vestmannaeyjum og Reykjavík. Síðan senda strandstöðvarnar meldingarnar inn til okkar, ým- Kvenfélag Bústaðakirkju 30 ára KVENFÉLAG Bústaðakirkju átti þrítugsafmæli þann 14. mars sl. Var af því tilefni gjörð veisla góð og var meðfylgjandi mynd tekin við það tækifæri. Talið frá vinstri: Auöur Matthíasdóttir, heiðursfélagi og fyrsti formaður félagsins, Sigurjóna Jóhannsdóttir, en hún var gerð aö heiðursfélaga á 30 ára afmælinu, Dagmar Gunnlaugsdóttir, núverandi formaður, Jóhanna Pétursdóttir, heiðursfélagi og séra Ólafur Skúlason, dómpróf- astur. Morgunblaðið/Gmilía. Arni Sigurbjörnsson, starfsmaður Tilkynningarskyldunnar. 1 13sfess> 3 & ^S3bWB|| ■■ _ ist í gegnum símrita eða ein- faldlega í síma. Við færum til- kynningarnar inn í spjaldskrá, og fylgjumst síðan reglubundið með því hvort einhver skip eru úti sem ekki hafa tilkynnt sig.“ — Hvað gerist ef þið vitið af skipi úti sem ekki lætur vita af sér á tilskildum tíma? „Tilkynningatíminn er tvisvar á sólarhring, frá tíu til hálf tvö á daginn og á milli átta og tíu á kvöldin. Klukkan hálf tvö eftir skyldutíma rennum við í gegnum spjaldskrána og ef í ljós kemur að skip hefur ekki látið vita af sér, biðjum við strandstöðvarnar að kalla eftir því. Ef ekkert svar hefur borist korter yfir fjögur er auglýst eftir skipunum í útvarp- inu. Ef ekki er búið að svara auglýsingunni korter í sjö er byrjað að skipuleggja leit.“ — Er mikið um það að skip trassi að láta vita af sér? „Nei, ekki núorðið. Það er helst að menn gleymi að láta vita af sér þegar skipin koma í höfn. Annars fer þetta árbatn- andi og það er kannski ekki síst að þakka tilkomu betri tal- stöðva." — Hvernig er brugðist við ef þið fáið tilkynningu um slys? „Fyrstu skrefin í hjálparstarf- inu eru tekin hér. Ef við fáum neyðarkall byrjum við á því að láta okkar yfirmann, Hannes Hafstein, vita. Meðan Hannes athugar málin, notum við tím- ann til að finna þau skip sem eru í nálægð við slysstaðinn. Og Gæslan er auðvitað kölluð til og boðuð út björgunarsveit." — Þekkiði dæmi þess að ykk- ur hafi tekist að koma í veg fyrir slys? „Ég veit um að minnsta kosti eitt slíkt dæmi og það cr gífur- legt öryggi í Tilkynningaskyld- unni. Upphaflega var hún sett á laggirnar til að skip væru ekki að velkjast í hafi sambandslaus við umheiminn, en það hefur sýnt sig að Skyldan getur líka gegnt því hlutverki að fyrir- byggja slys.“ SPUNNIÐ UM STAUN eftir MATTHÍAS JOHANNESSEN Kamenev: Já, herra ríkissaksóknari. Vyshinsky: Þú mátt setjast. Vyshinsky snýr sér nú að Krestinsky og segir: Játar þú? Hann fær ekkert svar og bætir því við: Talaðir þú við þessa þrjá um að myrða Kíroff? Krestinsky: Ég man ekki eftir slíku samtali, ég var ekki trotskýisti. Vyshinsky: Manstu ekki eftir! Það má þá kannski hressa upp á minnið. Krestinsky: Það getur verið, það eru möguleikar á því — að slík samtöl hafi átt sér stað. Vyshinsky: Þú segir, að slík samtöl hafi átt sér stað. Það jafngildir játningu. Krestinsky: Já, herra ríkissaksóknari. Vyshinsky: Það er einkennilegt, hvað svo minnislausir menn hafa komizt til hárra metorða. Krestinsky: Já, það er nánast einkennilegt. Vyshinsky: Þú ert sekur. Krestinsky: Nei! Forseti dómsins grípur fram í: Þetta er móðgun við réttinn. Vyshinsky hrópar: Víst ertu sekur! Krestinsky: Ekki nema allar staðreyndir liggi á borð- inu. Forseti dómsins: Allar staðreyndir! Vyshinsky: Hvað áttu við? Krestinsky: Hvar er bréfið? Vyshinsky: Hvaða bréf? Krestinsky: Bréfið, sem þið fenguð, þar sem ég sagði Búkharin til syndanna. Ég sagðist ekki fylgja honum nema hugsjón Hokksins sæti í fyrirrúmi. Vyshinsky: Það er ekkert slíkt bréf. Forseti dómsins: Þetta er hugarburður. Vyshinsky: Játar þú eða játar þú ekki? Krestinsky: Hvað? Vyshinsky: Að þú sért samsærismaður og erindreki erlends valds. Að þú hafir verið njósnari. Ef þú ekki játar, verður yfirheyrslum haldið áfram. Krestinsky: Ég játa allt. 14 Yagoda er lagstur í fleti sitt. Hann horfir út í myrkrið og það setur að honum hroll. Hann breið- ir teppi yfir sig og leggst á vinstri hliðina. Sofnar svo með örlög Kíroffs í huganum. Jafnvel hann fór sömu leið og hinir! Hvers gat Yagoda þá vænzt? Hann vaknar upp um miðja nótt, sveittur og hrollkald- ur. Hann vaknar inn í myrkur, sem er jafnvel enn hrylli- legra en martröð þess blóðuga draums, sem hann flýr úr inn í myrkur nístandi veruleika. Hann hefur verið að dreyma Raskolnikoff, þennan litla Stalín, sem telur að óvenjulegir menn, mikilmenni, megi fremja glæpi fyrir markmið og hugsjónir. Dreyma dauðar köngulær, sem lifa framhaldslífi hinum megin. Hann er ein af þeim. Dostojevski er martröð, hugsar hann og þurrkar af sér svitann. Vörður gengur að fangelsisdyrunum. Hann kíkir inn í klefann. Svo skilur hann Yagoda, fyrrum yfirmann ör- yggislögreglunnar, eftir einan í myrkrinu, einan með hugsunum sínum. Hann vakir það sem eftir lifir nætur. Og þegar fyrsti Ijósgeislinn læðist milli rimlanna inn í klefa Yagoda, er hann að velta fyrir sér yfirheyrslum, sem urðu honum minnisstæðar. Hann getur ekki annað en brosað að þeirri ákæru, að hann hafi reynt að myrða eftirmann sinn, Yezhov, með því að sprauta eitruðu gasi á veggina í skrifstofu hans. Og nú ákvcður hann að senda Yezhov skilaboð þess efnis, að hann viti að guð sé til. Jú, sjáðu til, ég braut boðorð hans þúsund sinnum og hann refsaði mér. Það sérðu á því, hvar ég cr nú staddur! Þakklæti félaga Stalíns má sín einskis gegn refsingu félaga guðs! (Yezhov var síðar ákærður FRAMHALD

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.