Morgunblaðið - 17.04.1983, Blaðsíða 46
94
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. APRÍL 1983
Knattspyrnuþjálfari er veikasti hlekkurinn í keðjunni milli
stjórnar félagsins og leikmannanna; jafn auðvelt er að reka
hann og að ráða — og það, að hann gerir sér grein fyrir því
sjálfur, eykur aðeins álagið á honum.
Þannig hljóða inngangsorð að grein sem fjallar um störf
knattspyrnuþjálfara og allar þær þrautir sem því starfi fylgja.
Þegar hinn 63 ára gamli Georg Gawliczek var lagður inn á
sjúkrahús sl. ár vegna kransæðastíflu, lét hann eftirfarandi
orð falla: „Manni er sómi að því að fórna heilsu sinni fyrir
góðan málstað.“
Þessi góði málstaður var sá að koma Hertha Berlin aftur í
1. deildina í knattspyrnu.
Guyla Lorant, sem lék með Ungverjum í heimsmeistara-
keppninni á móti Vestur-Þjóðverjum í Bern 1954, leit sig og
aðra þjálfara öðrum augum: „Við erum erkiflón knattspyrn-
unnar, en jafnframt hæstlaunuðu flón í heimi.“ Laun Lorant
komust á sínum tíma upp í 100.000.- kr. á mánuði hjá Ein-
tracht Frankfurt.
Árlega eða áður en keppni hefst
í 1. deildinnirleggja blaðamenn og
almenningur fram sömu spurn-
inguna: „Hver verður fyrstur lát-
inn fara ...?“ sannfærð um að
fleiri en einn þjálfari, fyrir hin 18
félög í deildinni, verði rekinn frá
störfum komandi keppnistímabil.
Fyrir yfirstandandi keppnis-
tímabil — sem er það 20. frá því
deildin var stofnuð — höfðu þjálf-
arar orðið 110 sinnum fórnarlömb
vegna lélegs árangurs liðs og feng-
ið að hirða pjönkur sínar og fara.
Forsetann hjá Eintracht Frank-
furt dreymdi um það í apríl í fyrra
að ráða Branko Zebec sem þjálf-
ara keppnistímabilið 1982/ 83, en
stjórn féllst ekki á þann ráðahag
þar sem hann krafðist 200.000,- kr.
mánaðarlauna, en réð í staðinn
Austurríkismanninn Helmut Sen-
ekowitsch fyrir 100.000.- kr. á
mánuði.
Þrátt fyrir það stóðst fjár-
hagsáætlun þeirra ekki, því eftir 5
leiki var Eintracht Frankfurt f
neðsta sæti í deildinni með 2 stig
og 45.000 færri áhorfendur en þeir
höfðu búist við. Á. 78. starfsdegi
sínum fékk Senekowitsch upp-
sagnarbréfið. Branko Zebec var
ráðinn í hans stað.
Zebec féllst á 160.000.- kr. mán-
aðarlaun og lagði niður kröfu sína
um aukagreiðslu fyrir að halda
Eintracht í deildinni, en allt kom
fyrir ekki, lítill hagnaður hlaust af
sparnaðaráformum stjórnarinnar
verðasti þjálfari 1. deildarinnar
þýsku, sagði eitt sinn: „Fyrst þeg-
ar lélegt lið leikur vel eða gott lið
leikur illa, þá er hægt að skella
skuldinni á þjálfarann."
Ástæður fyrir uppsögn þjálfar-
anna í 1. deildinni geta verið
margvíslegar. Árið 1972 varð
Gyula Lorant að yfirgefa FC Köln
þar sem hann hafði látið það eftir
ser að standa upp af þjálfara-
bekknum og hrópa til forseta fé-
lagsins, sem sat í þéttsetinni
áhorfendastúku: „Haltu þér svo
saman, þú gamla feita svín.“ í
Múnchen varð þessum skapbráða
Ungverja á að kalla Paul Breitner
„vitleysing" og ávíta aðra leik-
menn harkalega, því þeir skyldu
ekki ruglingslegar útskýringar
hans á einhverri leikaðferð. „Ef
þið ekki skilja Lorants taktik, þá
þið heimskir," sagði hann. Leik-
mönnunum fannst þetta fullmikið
af því góða og leigðu sér á eigin
kostnað völl, þar sem þeir gátu
stundað æfingar, meðan Lorant
gekk um einn og yfirgefinn á æf-
ingavelli Bayern Múnchen. Þetta
var árið 1978. Næsta ár á eftir
fékk hann eina uppsögnina enn,
hjá Schalke 04, en þaðan fór hann
til Grikklands til að þjálfa PAOK
Saloniki. í einum leik þar fékk
hann hjartaslag og lést í maí 1981.
Gyula Lorant náði að verða rek-
inn hjá sex félögum á átta árum,
sem er met hjá þjálfara í deild-
inni. En það gekk víðar á ýmsu.
Leik Dortmund og Hamburger SV í Bundesligunni er lokið, en Júgóslavinn
Zebec (þáverandi þjálfari HSV) sefur enn á bekknum meðan leikmenn hans
skipta um föt.
jafn skynsamur og Willy Mult-
haup; hann átt eftir eitt samn-
ingstímbil hjá Borussia Dortmund
þegar þeir árið 1966 unnu Evrópu-
keppnina, en þá bað hann um
lausn frá störfum. „Ég get alla-
vega ekki náð lengra með þetta
félag,“ sagði hann. Borussia Dort-
mund leysti Multhaup frá störfum
og leitaði að nýjum þjálfara, en þá
varð fyrirliðanum Wolfgang Paul
á orði: „Það er alveg sama hvern
við fáum í þjálfarasætið — og
hvort hann hefur vit á knatt-
spyrnu eða ekki. Komið bara með
einhvern; við gerum hann fræg-
an.“
Þetta var í fyrsta skiptið sem
einhver leyfði sér opinberlega að
varpa fram þeirri spurningu hvort
lið þyrfti í rauninni á þjálfara að
halda.
Rudi Assauer, sem fram-
kvæmdastjóri og tæknilegur
ráðgjafi kom Werder Bremen og
Schalke 04 aftur í 1. deildina 1981
og 1982, lagði svipaða skoðun
fram: „Hver sem er og hefur
áhuga á knattspyrnu og kann
jafnframt að telja upp að þremur,
getur þjálfað vestur-þýska lands-
liðið.“
Max Merkel
Snúum okkur aftur að þjálfar-
anum Max Merkel. Hann er fædd-
ur í Vín og ólst upp í austurrískri
knattspyrnu, en varð frægur fyrir
þjálfarastörf sín í V-Þýskalandi
og er enn þann dag í dag, 63 ára að
aldri, talinn einn hæfasti og litrík-
asti knattspyrnuþjálfarinn. Ekki
eru þó allir jafn sáttir við hann
frekar en marga aðra sem eru í
sviðsljósinu. Stjórnendum félaga
er lítt um hann gefið því hann er
stöðugt að gagnrýna þá og leik-
mönnum finnst hann helst til
gamaldags í vinnubrögðum eða
eins og segir í greininni, „þremur
skrefum frá nútímanum". Auk
þess þykir hann oft niðurlægja
leikmenn — bæði sem þjálfari og í
dálkum sínum í þýska blaðinu
„Bild“ sem fjallar um knatt-
spyrnu.
Sagt er að Max Merkel hafi ætíð
hafið þjálfarastarf sitt hjá nýju
félagi með því að skipa leik-
mönnum að snúa höfðinu til
hægri, síðan til vinstri og áfram
til skiptis, þar til einn þeirra vog-
Knattspyrnuþjálfarar fórna
heilsu sinni fyrir málstaðinn
enda greiðir félagið kr. 260.000.- í
þjálfaralaun, því Senekowitsch er
enn á launum, en það hefði þurft
að greiða Zebec 200.000.- kr. hefði
hann verið ráðinn í upphafi.
„Haltu þér saman ...“
Þjálfara hjá Eintracht Frank-
furt má eiginlega líkja við geim-
fara á Cape Kennedy. Þó er á þeim
sá munur að hinn síðarnefndi
kemur sjálfviljugur til brottfar-
arstarfsins. Zebec er 10. þjálfarinn
hjtEintracht frá 1976. Það var í
Frankfurt am Main sem knatt-
spyrnukennarinn Dettmar Cram-
er var rekinn, sömu örlög hlaut
Dietrich Weise, sem árið 1981
gerði v-þýska unglingalandsliðið
að Evrópumeistara og heims-
meistara . Þá er ótalinn Gyula
Lorant sem hlaut uppsögn þrátt
fyrir 22 leiki í röð án taps.
Ef stjórnin og áhangendur eru
óánægðir með liðið, er skuldinni
jafnan skellt þa þjálfarann, sama
hvaða áhrif hann hefur haft á
velgengni liðsins. Austurrikismað-
urinn Max Merkel, einn athyglis-
Uppsögnin kom
á jólakvöld
Herbert Widmayer var fyrsta
fórnarlambið meðal þjálfaranna.
Hann náði 9 leikdögum árið 1963
áður en FC Núrnberg sleit sam-
vinnu við hann; 4 tapleikir var
meira en atvinnurekendur hans
gátu þolað.
í andstöðu við stjórnmálamenn
t.d. sem fá það hlutverk að stjórna
og fá yfirleit til þess ákveðinn
tíma, er þjálfari brottrækur hve-
nær sem er allan ársins hring, og
þar er engin miskunn sýnd.
Erich Riedel, forseti 1860
Múnchen, sendi þjálfara félagsins
bréf á sjálft jólakvöldið þar sem
hann tilkynnti honum að búið
væri að leysa hann frá störfum.
Falleg jólakveðja það.
Branko Zebec var ekki kominn
heim af spítalanum eftir
magauppskurð þegar hann móttók
bréf frá VfB Stuttgart þar sem
honum var tjáð að hann skyldi
leita sér að starfi annars staðar.
E.t.v. má líkja þjálfara við loft-
fimleikamann sem sýnir án örygg-
isnets; allt er svo hverfult og óör-
uggt, sama hvað hann leggur hart
að sér.
Max Merkel var rekinn frá
tveimur félögum, sem hann hafði
nýlokið við að gera að vestur-
þýskum meisturum. Merkel er
þekktur fyrir að tala áður en hann
hugsar — og jafnvel lævís að eðl-
isfari. Þegar hann var hjá 1860
Múnchen sagði hann um Petar
Radenkovic, hinn vinsæla júgó-
slavneska markmann: „Áður fyrr
reið hann asna; nú keyrir hann um
á Mercedes Benz — og það á hann
mér að þakka.“ Svona gálgahúmor
átti ekki upp á pallborðið hjá Rad-
enkovic og meðan aðrir skemmtu
sér yfir þessari, þrátt fyrir allt
meinlausu, setningu, hóf Radenko-
vic þegar í stað að vinna að því að
Merkel yrði rekinn. Málinu lyktaði
með atkvæðagreiðslu sem Merkel
tapaði með 14 gegn 3.
Þjálfun og þjáningar
FC Núrnberg vann 1. deildar
keppnina árið 1968 undir þjálfara-
stjórn Max Merkel; og hlaut hann
viðurnefnið „Der Meister-mach-
er“.
Næsta keppnistímabil á eftir
féll Núrnberg niður — án Merkel,
sem hafði löngu áður verið beðinn
um að fara. Merkel gat þó ekki
skotið sér undan ábyrgðinni á lé-
legum árangri liðsins; hann hafði
lagt svo hart að leikmönnunum,
þar á meðal Johnny Hansen, sem
var nýgræðingur í atvinnumanna-
liði, að hann var nærri búinn að
gera út af við þá. „Þetta var ekki
þjálfun heldur hinar mestu þján-
ingar," sagði Johnny Hansen. Max
Merkel hélt viðurnefni sínu og
hlaut eitt til viðbótar þ.e.a.s.
„þrælahaldarinn".
En hver er ástæðan fyrir því að
Max Merkel beitti leikmenn sína
svo mikilli höriu að þeir voru hver
af öðrum frá leik skv. læknisráði?
Ástæðan gæti verið taugaspenna
— því kröfurnar sem gerðar voru
til hans og liðsins voru miklar og
svo vitundin um að sérhver leikur
FC Núrnberg yrði erfiður því allir
lögðu mikið kapp á að sigra meist-
arana.
Max Merkel hefði átt að vera
aði sér að spyrja hann um tilgang-
inn með þessari æfingu.
Þá hló Merkel hrossahlátri og
svaraði: „Ef einhver spyr ykkur
hvort þið kunnið að leika knatt-
spyrnu, þá skuluð þið gera þessa
æfingu."
Allt frá því að Max Merkel kom
fyrst til V-Þýskalands hefur hann
haft dálæti á Múnchen, enda gaf
hann það í skyn þegar hann var að
þjálfa Schalke 04 í Gelsenkirchen:
„Það fallegasta við Schalke er
akbrautin til Múnchen." Daginn
eftir var hann rekinn frá Schalke.
Hann dró enga dul á að hann lang-
aði til að verða þjálfari hjá Bay-
ern Múnchen og notaði hvert tæk-
ifæri til að koma sér í mjúkinn hjá
leikmönnunum og lofaði þá óspart
um leið og hann rakkaði þjálfar-
ana, Udo Lattek og Dettmar
Cramer, niður, án tillits til þess
góða árangurs sem þeir höfðu náð
með Bayern Múnchen.
„Með þeim snjöllu leikmönnum
sem Bayern Múnchen hefur yfir
að ráða er hægt að þjálfa liðið
bréflega — og jafnframt að
tryggja liðinu meistaratitil Evr-
A