Morgunblaðið - 15.06.1983, Side 1

Morgunblaðið - 15.06.1983, Side 1
56 SIÐUR 133. tbl. 70. árg. MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 1983 Prentsmiðja Morgunbladsins Bretland: Steel gefur í skyn afsögn London. 14. júní. AP. DAVID STEEL, leiðtogi Frjálslynda flokksins breska, gaf í dag í skyn, að hann hygðist segja af sér formennsku í flokknum. Ef af verður er hann þriðji stjórnarandstöðuleiðtoginn, sem það gerir í kjölfar kosningasigurs Margaret Thatchers og íhaldsflokksins. „Ég er langt í frá ákveðinn í að leiða flokkinn í einum kosningun- um enn,“ sagði Steel, sem nú er hálffimmtugur og einn alvinsæl- asti stjórnmálamaður í Bretlandi. Fyrir tveimur dögum lýsti Michael Foot, leiðtogi Verká- mannaflokksins, yfir, að hann ætl- aði að segja af sér á þingi flokks- ins í haust og í gær ákvað Roy Jenkins, leiðtogi Jafnaðarmanna- flokksins, að fara að dæmi hans. Kom afsögn Jenkins nokkuð á óvart. Yfirlýsing Steels, þótt óljós sé, hefur komið stjórnmálaskýrend- um og öðrum mjög í opna skjöldu og telja sumir hana aðeins brellu í því baktjaldamakki, sem jafnan fer fram innan flokkanna eftir kosningar. Steel var helstur hvatamaður að kosningabandalagi frjálslyndra og jafnaðarmanna og má vera ánægður með útkomuna fyrir hönd síns flokks. í kosning- unum 1979 fékk Frjálslyndi flokk- urinn 11 menn kjörna en 17 nú á móti sex þingmönnum samstarfs- flokksins. í viðtali við breska ríkisútvarpið í dag sagðist Steel ekki ætla að hrapa að neinu í þessu máli og kvað afsögn sína geta oltið á því hvort kosningabandalag frjáls- lyndra og jafnaðarmanna ætti sér lengri lífdaga auðið. Steel er sjálf- ur mjög áfram um það og telur það eina svar miðjumanna við hægristefnu íhaldsflokksins og vinstristefnu Verkamannaflokks- David Steel, leiðtogi Krjálslvndaflokksins. Ítalía: Kviknakin í kosninga- baráttunni Trieste, 14. júní AP. EINN frambjóðandi kommúnistaflokksins í sveitar- stjórnakosningunum í Trieste á Ítalíu hefur nú tekið upp á þvf aö kasta af sér klæðum í hvert sinn, sem hann flytur fólkinu fagnað- arboðskapinn, samflokks- mönnum sínum til mikillar hrell- ingar. Frambjóðandinn, ungfrú Dora Pezzilli, 36 ára gömul, gengur undir nafninu „fatafell- an“ í kosningabaráttunni, en hún hefur getið sér mikið orð sem ötull málsvari vændis- kvenna. I viðtali við Rómar- blaðið La Republica kvaðst hún vilja með framferði sínu leggja áherslu á „dapurlegt hlutskipti áhugamanna um mannlega nekt, sem sviptir hafa verið frelsi sínu“ og einkum og sér í lagi væri henni þó uppsigað við að fólki væri bannað að stripl- ast um allsnakið á baðströndum og á almennum sundstöðum. „Meðframbjóðendur hennar eru heldur óhressir með þetta uppátæki," var haft eftir for- manni kommúnistaflokksins á staðnum, en ungfrú Pezzilli hóf kosningabaráttuna í síðustu viku með þremur ræðilm, og var að sjálfsögðu í evuklæðunum einum þegar hún flutti þær. Enn sprengt í Belfast Sprengjusérfræðingar breska hersins í Belfast á Norður-frlandi virða fyrir sér verksummerkin eftir tvær sprengingar, sem urðu I fyrrinótt í einu helsta verslunarhverfl Belfastborgar. Miklar skemmdir urðu á byggingunni, tveimur kvenfataverslunum, en manntjón ekkert. Hefur IRA, írski lýðveldisherinn, nú þegar eignað sér verkið. Páfi kemur til Póllands á morgun: Chernenko sýnist traustur í sessi Moskvu, 14. júní. AP. KONSTANTIN U. Chernenko flutti f dag á fundi miðstjórnar sovéska kommúnistaflokksins yfirgripsmikla ræðu um kommúníska hugmynda- fræði og þykir það benda til, að hann sé fastari á fótunum innan flokksins en talið var. f ræðu sinni lýsti Chernenko yfir stuðningi við Andropov og hvatti síðan til, að kommúnísk hug- myndafræði yrði einfölduð og hreinsuð af allri villutrú. Sagði hann, að Sovétmenn yrðu að auka áróðurinn jafnt utanlands sem inn- an til að vega upp á móti „móður- sýkislegri" hatursherferð Banda- ríkjastjórnar á hendur þeim. Eink- um þó meðal sovésks æskulýðs og gegn þeim „undirróðursöflum, sem koma fram í sauðargæru trúarinn- ar“. „Kommúnistar eru sanntrúaðir guðleysingjar en þeir vilja ekki troða skoðunum sínum upp á nokk- urn mann,“ sagði Chernenko. „Þeg- ar við stöndum hins vegar frammi fyrir staðreyndunum, undirróðri og brotum á sósíalískum lögum, þá breytum við eins og stjórnarskráin býður okkur." Chernenko hefur verið talinn mesti andstæðingur Andropovs og í vor þótti víst, að honum hefði ver- ið ýtt til hliðar í forystu flokksins. Ræða hans í dag bendir ekki til þess en sumir stjórnmálaskýrend- ur hallast að því, að hér hafi Chernenko verið að syngja sinn „svanasöng" sem ráðamaður í Sov- étríkjunum samkvæmt samkomu- lagi við Andropov og stuðnings- menn hans. Chernenko hefur nú eitt ár um sjötugt. Áfengi bannað í páfaheimsókn Lech Walesa segist staðráðinn í að hitta páfa Varsjá, 14. júní. AP. STJÓRNVÖLD í Póllandi hafa bannað áfengissölu í þeim átta hér- uðum landsins, sem Jóhannes Páll páfi mun fara um í heimsókn sinni en hún hefst nk. fimmtudag. Er það Líbanon: Sögulegur samhugur á þingi Bcirut, 14. júní AP. LÍBANSKA þingið samþykkti í dag nær einróma samkomulagið við ísra- ela um brottflutning erlends herliðs frá landinu. Þykir þessi samhugur múhameðsmanna og kristinna marka þáttaskil og gera stjórninni eftirleikinn auðveldari. Eftir tveggja daga umræðu á þingi um samkomulagið var það samþykkt með 65 atkvæðum gegn tveimur en fjórir þingmenn sátu hjá. „Líbanon er á framtíðarvegi," sagði Shafik Wazzan, forsætisráð- herra, nokkru áður en trúbræður hans tóku höndum saman við kristna menn í stuðningi sínum við samkomulagið og Amin Gema- yel forseta. „Eining þjóðarinnar er nú meiri en nokkru sinni," sagði Saeb Sal- am, fyrrum forsætisráðherra og mestur áhrifamaður meðal mú- hameðstrúarmanna í Líbanon, eft- ir atkvæðagreiðsluna. „Öflugt og frjálst Líbanon er betri trygging fyrir öryggi Sýrlendinga en ómáttugt ríki og sjálfu sér sund- urlynt.“ Samþykkt þingsins gefur Gema- yel forseta fullt umboð til að full- gilda samkomulagið, en beðið verður með framkvæmd þess í trausti þess, að Sýrlendingar sjái að sér og hverfi frá andstöðu við það. að sögn málgagna ríkisstjórnarinnar liður í þeim öryggisráöstöfunum, sem gripið hefur verið til vegna heimsóknarinnar. Lech Walesa kvaðst í dag vera staðráöinn í að fara til fundar við páfa um helgina þegar hann verður staddur í Czest- ochowa. í Varsjá, fyrsta viðkomustað páfa, gekk áfengisbannið í gildi sl. mánudag en á morgun mun það ganga í gildi í Skierniewice og verður við það miðað, að það komi ávallt til framkvæmda nokkrum dögum áður en páfi er væntanleg- ur á hverjum stað. Dagblaðið Rzeczpospolita, málgagn ríkis- stjórnarinnar, sagði, að tilskipun- in um áfengisbannið hefði verið undirrituð í nafni Jaruzelskis hershöfðingja. „Ég er harðákveðinn í að fara til Czestochowa um helgina," sagði Lech Walesa í dag í viðtali við fréttamann AP-fréttastofunnar en neitaði hins vegar að tjá sig Lech Walesa Páll páfi frekar um ferðina. Walesa fór fyrir nokkru fram á leyfi frá vinnu í skipasmíðastöðvunum í Gdansk til að geta hitt páfa að máli en var neitað um það. Var neitunin þá aðeins munnleg og segist Walesa enn bíða eftir skrif- legri neitun við beiðninni. Jan Litynski, félaga í „Kor“, samtökum pólskra andófsmanna og eins helsta ráðgjafa Samstöðu, er nú leitað víða um Pólland. Hafði hann fengið leyfi úr fang- elsinu þar sem hann bíður dóms fyrir undirróður gegn stjórnvöld- um ásamt fjórum félögum sínum en gaf sig ekki fram við fangelsis- yfirvöld að leyfinu loknu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.