Morgunblaðið - 15.06.1983, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNl 1983
3
Norrænir þingmenn
og ráðherrar funda
Efnahagsmálanefnd Norðurlanda-
ráðs sat allan daginn í gær á fundi í
Alþingishúsinu, þar sem fjallað var
um ýmis mál, m.a. mikla samstarfs-
áætlun, sem ráðherranefndin er með í
takinu. Fóru m.a. fram umræður um
þróunarhjálp, um tölvutækni og áhrif
hennar á atvinnulíf og ekki síst um
leiðir til að brjótast út úr efnahags-
kreppu þeirri sem er í löndunum.
Komu á fundinn fulltrúar frá bygg-
ingar- og tréiónaðarsamböndunum og
gerðu grein fyrir sínum málum. Sátu
fundinn um 20 þingmenn frá Norður-
löndunum fimm. Fyrir íslands hönd
sátu fundina alþingismennirnir Páll
Pétursson og Pétur Sigurðsson, sem
tóku við af aðalfulltrúunum sem orðn-
ir eru ráðherrar.
í gær og í dag komu til landsins
ráðherrarnir sem hafa Norður-
landaráð, en þeir eru Christian
Christiansen frá Danmörku, As-
björn Haugstvedt frá Noregi,
Svante Lundkvist frá Svíþjóð,
Gustav Björkstrand frá Finnlandi,
en þeir munu ásamt samstarfsráð-
herra Islands, Matthíasi Á. Mathie-
sen, undirrita í kvöld breytingar á
samstarfssamningnum vegna auk-
innar aðildar Færeyinga, Græn-
lendinga og Álandseyinga.
í dag starfar hér forsætisnefndin
á fundum í Alþingishúsinu, en í
henni eiga sæti þingmennirnir
Anker Jörgensen, fyrrv. forsætis-
ráðherra frá Danmörku, Pár Sten-
bach frá Finnlandi, Páll Pétursson
frá íslandi, Odd With, forseti
norska þingsins og Ulf Andersen
frá Svíþjóð. Og í kvöld verður sam-
eiginlegur fundur forsætisnefndar
og samstarfsráðherranefndar.
Breyttur menningar-
sáttmáli Norðurlanda
Á MÁNUDAG skrifuðu menntamála-
ráðherrar Norðurlanda undir sam-
komulag um breytingu á norræna
menningarsáttmálanum frá 1971, og
ganga breytingarnar í þá átt að rýma
fyrir meiri þátttöku Færeyinga, Græn-
lendinga og Álandseyinga í menn-
ingarsamstarfinu í samræmi við bætta
stöðu varðandi aðild þeirra í Norður-
landaráði.
Ragnhildur Helgadóttir, mennta-
málaráðherra íslands, fór til
Gautaborgar til að skrifa undir
samkomulagið ásamt Mimi Stilling
Jakobsen, menntamálaráðherra
Dana, Gustav Björkstrand mennta-
og vísindamálaráðherra Finna,
Lars Roar Langslet, mennta- og
vísindamálaráðherra Noregs, og
menntamálaráðherra Svía, Lenu
Hjelm-Wallen. Fór undirskriftin
fram í Listasafni Gautaborgar síð-
degis á mánudag.
Menningarmálanefndin hefur
margvísleg verkefni með höndum.
Hún hefur nú umsjón með um 40
stofnunum og áætlunum og er fjár-
hagsáætlun hennar um 113 milljón-
ir danskra króna. Skrifstofurnar
eru í Kaupmannahöfn.
Ríkisstjórnin:
„Ekki ástæða
til að kveðja Al-
þingi saman nú“
— Þykir þetta ekki skynsamleg afstaða,
segir Ólafur G. Einarsson formaður
þingflokks Sjálfstæðisflokksins
„VIÐ HÖFUM ekki tekið endanlega
afstöðu til þess hvenær þing eigi að
koma saman en það er rétt, að við
höfum skrifað stjórnarandstöðunni
bréf þess efnis að ríkisstjórnin telji
ekki ástæðu til þess að kveðja Alþingi
saman nú,“ sagði Steingrímur Her-
mannsson forsætisráðherra, en ríkis-
stjórnin ákvað á fundi sínum í gær-
morgun að Alþingi yrði ekki kvatt
saman í sumar.
Bréf ríkisstjórnarinnar til for-
manna þingflokka stjórnarandstöð-
unnar er svohljóðandi: „Með tilvís-
un til bréfs yðar og annarra for-
manna þingflokka stjórnarandstöð-
unnar hefur ríkisstjórnin fjallað
um tillögu yðar um að þing verði
kvatt saman hið fyrsta. Að vand-
lega athuguðu máli hefur ríkis-
stjórnin á fundi sínum í dag komist
að þeirri niðurstöðu, að ekki væri
ástæða til að kveðja Alþingi saman
nú, enda hefur verið gengið örugg-
lega úr skugga um að útgefin
bráðabirgðalög njóti meirihluta-
stuðnings á Alþingi." „Við höfum
ekki tekið afstöðu til hins, en að
óbreyttu sé ég ekki ástæðu til að
þing komi saman fyrr en á venju-
legum tíma, 10. október. Hins vegar
finnst mér of snemmt að segja
nokkuð um það því þeir hlutir
kunna að koma upp að það verði
talið nauðsynlegt," sagði forsætis-
ráðherra að lokum.
Formenn þingflokka stjórnar-
andstöðunnar komu saman til fund-
ar í gær eftir að þeim barst bréf
forsætisráðherra. Þeir lýstu allir
yfir óánægju með afstöðu ríkis-
stjórnarinnar og sögðu m.a. að
þeim kæmi þessi niðurstaða sér-
staklega á óvart þar sem meirihluti
virtist meðal alþingismanna fyrir
þinghaldi í sumar. Ólafur G. Ein-
arsson, formaður þingflokks
Sjálfstæðisflokksins, sagði í gær-
kvöldi: „Mér þykir þetta ekki skyn-
samleg afstaða hjá ríkisstjórninni.
Það segi ég vegna þess að það kom
fram að stjórnarandstaðan var
reiðubúin til að semja um stutt
þinghald í sumar til að afgreiða
bráðabirgðalögin og kjósa í trúnað-
arstöður. Ég hefði talið það heppi-
legra að ljúka því, en ríkisstjórnin
hefur valið þann kostinn að ætla
haustið til umræðna um þessa laga-
setningu alla, sem er töluvert um-
ræðuefni og í það fer þá tíminn
fram að áramótum spái ég, sem
hefði verið betur nýttur í annað.“
Leiðrétting
í FRÉTT Mbl. í gær af prestvígslu í
Dómkirkjunni kom fram sá mis-
skilningur, að sr. Andrés Ólafsson
gegndi starfi kirkjuvarðar á Hólma-
vík. Hið rétta er, að eftir að sr.
Andrés lét af prestskap á Hólmavík
hefur hann starfað sem kirkjuvörð-
ur við Dómkirkjuna í Reykjavík og
það var meðhjálparastarfið þar,
sem sr. Þórir Stephensen tók af
honum svo sr. Andrés gæti verið
vígsluvottur við athöfnina.
Þá sagði í frétt Mbl., að sr. Pétur
Ingjaldsson væri sóknarprestur
Húnvetninga, en hann er fyrrver-
andi prófastur þeirra.
Mbl. biðst velvirðingar á þessum
mistökum.
Afganski flóttamaðurinn M.A. Assil, sem er hér á landi í boði Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta við
Háskóla íslands, gekk í gær á fund Geirs Hallgrímssonar utanríkisráðherra og tók ÓI.K.M. þessa mynd, er þeir
ræddust við. Geir Hallgrímsson sagði í samtali við Mbl. eftir fundinn, að örlög afgönsku þjóðarinnar væru
hörmuleg, og öðrum þjóðum víti til varnaðar að Ijá árásar- og ofbeldisöflum fangstað á sér.
Það þýðir
ekkert að æsa sig
út af
tómum Tópaspakka.
Þú verður úara
að sætta þig við að...
...sumir
fósér
—tvær