Morgunblaðið - 15.06.1983, Page 14

Morgunblaðið - 15.06.1983, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ1983 Falklandseyjar: Ársafmæl- is sigurs Bretanna minnst SUnley, Falklandseyjum, 14. júní. AP. RÉTTU iri eftir að sigur Breta í deilunni um Falklandseyjar varð Ijós má enn sjá ýmis ummerki átak- anna á eyjunum. Uppbyggingin eftir átökin gengur hiegt og íbúarnir verða enn að sætta sig við 4.000 manna varðlið Breta á eyjunum. Framtíð eyjanna er einnig umvafin spurningamerkjum á alla vegu. íbúar eyjanna héldu daginn í dag hátíðlegan til að minnast þess, að ár er nú liðið frá því átök- unum lauk. Frelsisdagsins, eins og ákveðið hefur verið að nefna 14. júní framvegis, var þó aðeins minnst á látlausan hátt með guðs- þjónustu. Upphaflega átti að af- hjúpa minnisvarða um sigurinn í dag, en hann er enn ekki kominn til eyjanna og verður sú athöfn því að bíða betri tíma. Tveir hand- teknir á slóð Mitterrands Ajacio, Korsíku, 14. júní. AP. LOKADAGUR heimsóknar Mitterr- ands, Frakklandsforseta, til Korsíku er í dag. Forsetinn heimsótti í morg- un samyrkjubú á eynni. Lögreglan handtók í gær 26 ára gamlan mann, sem þótti grunsamiegur, þar sem hann fylgdist með heiðursfylgd for- setans. Reyndist hann vera með býssu á sér auk þess að vera með- limur í þjóðernishreyfingu Korsíku- búa. Fyrr í gærkvöldi handtók lög- reglan annan mann eftir að riffill hafði fundist í farangursgeymslu bifeiðar hans við öryggisleit. Bíl hans var lagt við fyrirhugaða akstursleið forsetans. Maðurinn, sem er Parísarbúi, var færður til yfirheyrslu. M ■ ■■ ' \V/ ERLENT, AP. Læknislyf við herpes. Dr. Peter Sutton, sem í fyrradag greindi frá því að hann hefði fundið lyf, sem læknaði kynsjúkdóminn herpes, sést hér á tali við einn samstarfsmanna sinna, dr. Bryan Griffiths, í rannsókna- stöðinni í Porton Down í Englandi. Sutton heldur á hylki með þessu undralyfi, sem kemur eins og sending af himni ofan fyrir milljónir herpes-sjúklinga um allan heim. Sængaði Olov Palme hjá Shirley MacLaine? Samkvæmt lýsingum í nýútkom- inni bók leikkonunnar heims- þekktu, Shirley MacLaine, þykir flest benda til þess að hún hafi staðið í ástarsambandi við Olov Palme, forsætisráðherra Svía. Palme er ekki nafngreindur í bók- inni, aðalsögupersónan heitir Garry, en allar upplýsingar í bók- inni þykja benda til þess, að við hann sé átt. Þegar bókin kom fyrst út þóttu nokkrir aðrir koma heim og sam- an við lýsinguna, sem gefin var á aðalpersónu hennar. Var hún sögð stærsta ástin í lífi leikonunnar, leiðtogi jafnaðarmanna i landi sínu, þekktur á alþjóðavettvangi og frá vestrænu landi. Þeir, sem helstir þóttu koma til greina umfram Palme, voru David Owen, Michael Foot og Dennis Healey frá Bretlandi.auk Andrew Peacock frá Ástralíu. Nafn Foot þótti aðallega koma til greina vegna þess að hann á afmæli sama dag og aðalsögupersónan í bókinni. 1 bók MacLaine eru stuðst við allar tilvitnanir og samtöl beint úr raunveruleikanum, svo og lík- amlegt atgervi aðalpersónunnar. Hins vegar er andliti hans ekki nákvæmlega lýst til þess að erfið- ara sé um vik við að upplýsa hver aðalsögupersónan er. Aftur á móti er frá því skýrt, að stjórn- málamaður þessi hafi verið kvæntur og átt í erfiðleikum í hjónabandi. „Ég skal segja ykkur við hvern er átt í bókinni," sagði MacLaine á blaðamannafundi í Dallas í Tex- as við útkomu bókarinnar. Tugir blaðamanna biðu í ofvæni eftir því að geta skýrt lesendum sinum frá sannleikanum, en urðu að sætta sig við eftirfarandi svar: „Það er ekki Margaret Thatcher." Af frásögn í málgagni danska jafnaðarmannaflokksins, Aktuelt, má ráða, að blaðið og aðrir fjöl- miðlar á Norðurlöndum telja sig vissa i sinni sök, er þeir nefna nafn Olov Palme í þessu tilliti. Hann kom fram í þættinum Kvállsöppet með MacLaine 1977 og hálfu öðru ári síðar kom hún í heimsókn til Svíþjóðar svo lítið bar á. Skömmu eftir það sást til þeirra tveggja í Tívolí-garðinum í Kaupmannahöfn. Til þess að styrkja grun manna enn frekar hefur Palme ekkert Flexibo hillusamstæðan er framleidd úr valinni massífri furu og lökkuð með sýruhertu lakki. Hillusamstæðan er hentug fyrir heimilið eöa sumarbústaö- inn. Seld í einingum, auðveld og fjölbreytileg uppsetning. RlRUHÚS ÍÐ HF. SUÐURLANDSBRAUT30 105 REYKJAVfK • S: 86605 Mafían hrellir kardinála í Palermo: Enginn sótti messuna í fangelsiskapellunni — þjóðvardliðar syrgðir í annarri borg á Sikiley Palermo og Monreale, Sikiley, 14. juni. AP. YFIRMENN Mafíunnar á Sikiley, sem um árabil hafa skellt skollaeyrum við herferð Salvatore Pappalardo kardinála gegn henni, létu í dag til skarar skríða gegn honum og það á hans eigin yfirráðasvæði, nefnilega innan veggja fangelsiskapellu einnar. Er hann kom til Ucciardone- fangelsisins í Palermo til að halda þar reglubundna guðsþjónustu sást hvorki tangur né tetur af föngunum, sem venjulega hafa sótt guðsþjónustur hans vel. Höfðu forvígismenn Mafíunnar búið svo um hnútana, að enginn glæponanna sótti athöfnina. Kardinálinn dokaði við í klukku- stund, en hélt að því búnu á brott er ljóst var, að enginn kæmi til að hlýða á boðskap hans. Fjölmiðlar á Ítalíu hafa brugð- ist ókvæða við þessum aðgerðum Mafíunnar og talið þau argasta guðlast. Þá segist lögreglan í Pal- ermo fylgjast mjög náið með ferð- um kardinálans af ótta við að hon- um kunni að verða sýnt banatil- ræði. Kardinálinn hefur hins vegar haldið sínu striki, án þess að minnast nokkru sinni á atvikið í fangelsiskapellunni. Hefur hann við hvert tækifæri, sem gefist hef- ur, hvatt almenning til að stemma stigu við uppgangi þessara glæpa- samtaka. Þriggja daga sorg hófst í dag í bænum Monreale á Sikiley til þess að minnast þriggja þjóðvarðliða, sem létu lífið á átökum við útsend- ara Mafíunnar um helgina. Þús- undir verkamanna á Sikiley mót- mæltu þessum morðum með því að mæta ekki til vinnu í nokkrar klukkustundir í dag. Meira en 50 manns hafa fallið á Sikiley í ár í átökum, sem rekja má til Mafí- unnar. Hefur bæði verið um að ræða átök yfirvalda og hennar Olov Palme, forsætisráðherra Svía. viljað láta hafa eftir sér um inni- hald bókarinnar, en hinir bresku kollegar hans hafa allir staðhæft, að þeir hafi ekkert átt saman við Shirley MacLaine að sælda. Shirley MacLaine, leikkonan heimsfræga. A meðan menn velta því fyrir sér hvort bókin snúist að miklu leyti um Palme eða einhvern ann- an selst hún eins og heitar lumm- ur. NOXYDE gúmmíteygjanleg samfelld húð fyrir málmþök. • Er vatnsheld. • Inniheldur cinkromat og hindrar ryðmyndun. • Ódýr lausn fyrir vandamálaþök. LAUSN ER ENDIST ÓTRÚLEGA S. Sigurðsson hf. Hafnarfirði, símar 50538 og 54535.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.