Morgunblaðið - 15.06.1983, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 1983
15
Indira Gandhi í Danmörku
Indira Gandhi, forsætisráðherra Indlands var í opinberri heimsókn í Danmörku í vikunni. A meðalfylgjandi
mynd má sjá hvar hún gluggar í indverskri útgáfu á ævintýrum H.C. Andersens, sem komu út 1947.
Heimurinn á hægri leið
út úr efnahagskreppunni
— atvinnuleysi ekki talid minnka í ár
Ba.seI og Wa.shington, 14. júní. AP.
HELDUR virðist vera að birta til í horfum efnahags þjóða heimsins ef marka
má fregnir frá Sviss. í ársskýrslu frá alþjóðlegum banka, sem sér um
fjármagnsflutninga seðlabanka hinna ýmsu vestrænu rfkja sem aðild eiga að
honum, segir að „hið versta sé nú afstaðið“.
Bankinn varaði á hinn bóginn
við því, að háir vextir í Bandaríkj-
unum væru sá einstaki þattur í
efnahagslífi heimsins, sem hvað
erfiðast væri að yfirstíga á leið til
betri efnahags. Aftur á móti sagði
í ársskýrslunni, að ljóst væri, að
verðbólga væri á undanhaldi í
flestum stærstu iðnríkjum Vest-
urlanda.
Frá Washington bárust hins
vegar þær fregnir í dag, að ekki
væri von á því að atvinnuleysið í
heiminum minnkaði neitt að ráði í
ár. Er sú niðurstaða byggð á könn-
unum á vegum Alþjóðabankans og
Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Hins
vegar telur sá er skýrsluna ritaði,
Kanadamaðurinn Lloyd Kenward,
að batahorfur megi sjá þegar til
lengri tíma er litið.
Skýringuna á atvinnuleysinu í
heiminum segir Kenward vera í
megindráttum fjórþætta. Fyrst
beri að telja stórfellda fólksfjölg-
un í heiminum, þá aukinn fjölda
fólks á þeim aldri er stundar
vinnu, þá stóraukinn fjölda þeirra,
sem vilja vinna og loks síðast en
ekki síst hlutfallslega fækkun at-
vinnutækifæra.
I skýrslu sinni, sem tekur til sjö
af stærstu iðnríkjum Vesturlanda,
segir, að á sjöunda áratugnum
hafi atvinnuleysið að meðaltali
verið 3,5% í þessum löndum en 8%
á miðju ári í fyrra. Alls eru það 22
milljónir atvinnulausra.
Stuttfréttir
Karl og Díana
til Kanada
Lundúnum, 14. júní. AP.
KARL Bretaprins og eiginkona
hans, Diana, héldu í dag áleiöis í
ferðalag til Kanada. Stendur ferð
þeirra í 18 daga og munu þau því
missa af eins árs afmæli sonar
þeirra, Vilhjálms, sem verður eft-
ir í Bretlandi.
Hjónin voru sammála um
það, að betra væri að skilja
Vilhjálm eftir heima, auk þess
sem hann væri enn svo ungur,
að hann tæki ekkert eftir því
þótt þau misstu af afmælis-
veislunni hans.
Carol Thatcher
skrifar um
kosninga-
baráttu móður
sinnar
London, 14. júní. AP.
FYRSTA bókin um kosningasig-
ur Margaret Thatcher kemur á
markað á fimmtudag, viku eftir
að kosningar fóru fram í Bret-
landi og höfundur hennar er Car-
ol Thatcher, dóttir forsætisráð-
herrans.
Carol, sem er 29 ára gömul
og starfar hjá dagblaðinu
Daily Telegraph, kallar bók
sína „Kosningadagbók: Með
Margaret Thatcher í barátt-
unni“. Handritið var sent til
útgefendanna jafn óðum með-
an á fjögurra vikna kosninga-
baráttunni stóð eftir að
Thatcher boðaði til kosn-
inganna 9. maí síðastliðinn.
Bókin fór í prentun síðastlið-
inn laugardag og talsmaður út-
gáfufyrirtækis Sidgwick og
Jackson, sem gefa bókina út,
segir að leigður hafi verið
fjöldi flutningabifreiða til að
bókin verði örugglega komin í
allar bókabúðir á á Bretlandi á
fimmtudag, 16. júní.
Lestunar-
áætlun
Skip Sambandsins
munu ferma til íslands
á næstunni sem hér
segir:
HULL/GOOLE:
Jan .......... 27/6
Jan ............ 11/7
Jan .............25/7
ROTTERDAM:
Jan ............ 28/6
Jan ............ 12/7
Jan ............ 26/7
ANTWERPEN:
Jan ............ 29/6
Jan ............ 13/7
Jan ............ 27/7
HAMBORG:
Jan ............ 16/6
Jan ............. 1/7
Jan ............ 15/7
Jan ............ 29/7
HELSINKI:
Helgafell ...... 15/7
LARVIK:
Hvassafell ..... 20/6
Hvassafell ...... 4/7
Hvassafell ..... 18/7
Hvassafell ...... 1/8
GAUTABORG:
Hvassafell ..... 21/6
Hvassafell ...... 5/7
Hvassafell ..... 19/7
Hvassafell ...... 2/8
KAUPMANNAHÖFN:
Hvassafell ..... 22/6
Hvassafell ...... 6/7
Hvassafell ..... 20/7
Hvassafell ...... 3/8
SVENDBORG:
Helgafell ...... 17/6
Hvassafell ..... 23/6
Dísarfell ...... 27/6
Hvassafell ...... 7/7
Helgafell ...... 19/7
ÁRHUS:
Afganistan:
Átök hers og lögreglu
vegna herskráningar
Nýju Dehlí, Indlandi, 14. júní. AP.
Veður
víða um heim
Amsterdam 19 heiórikt
Akureyri 9 skýjaó
Aþena 26 skýjaó
Barcelona 25 helórikt
Bankok 36 heiðríkt
Beirúl 28 heiórikt
Berlin 18 skýjað
BrUssel 22 heiórfkt
Buenos Aires 11 rigning
Chicago 32 heiórikt
Dyflínni 15 heióríkt
Feneyjar 25 heiðskirt
Genf 23 heióskírt
Helsinki 23 hoiöríkt
Hong Kong 30 heióríkt
Jóhannesarborg 12 rigning
Kaíró vantar
Kaupmannahöfn 20 skýjaó
Las Palmas 27 mistur
Lissabon 31 heióskírt
London 18 heiðrikt
Los Angeles 29 heiórfkt
Madrid 31 heióskírt
Malaga 23 mistur
Mallorca 27 léttskýjað
Mexíkóborg 30 heióskírt
Miami 29 rigning
Moskva 22 skýjaó
New York 35 heióskirt
Nýja Delhí 37 heióríkt
Osló 20 heiórikt
Parfs 21 skýjaö
Peking 35 heirfkt
Perth vantar
Rio de Janeiro 30 skýjaó
Róm 29 heióríkt
Reykjavfk 9 skýjaó
Róm 28 heióskírt
San Francisco 28 skýjaó
Stokkhólmur 24 heióríkt
Sydney vantar
Tel Aviv 29 heióríkt
Tókýó 29 heióríkt
Vancouver 20 skýjaó
Vín 23 heiöskfrt
TIL ATAKA kom á milli afganska
hersins og lögreglu í Kabúl í síðustu
viku þegar deilt var um hvort skrá
bæri ungan pilt á götu úti i herinn. í
lok deilunnar lágu nokkur lík fyrir
utan skráningarstöðina, að því er
haft var eftir vestrænum diplómat.
Átök þessi urðu þann 6. júní sl. í
Khair-Khana-hverfinu í borginni
og hófust þegar lögreglumenn í
skráningarstöð hersins stöðvuðu
konu og pilt, sem leit út fyrir að
vera yngri en 18 ára gamall.
Kröfðust þeir þess, að pilturinn
yrði skráður í herinn, en konan
sagði hann ekki nógu gamlan.
Orðaskakið magnaðist og
skyndilega löðrungaði einn lög-
reglumannanna konuna. Það mun
hafa verið þá sem hermennirnir
hófu afskipti af málinu og ætluðu
að stilla til friðar. Tókst þá ekki
betur til en svo að átök blossuðu
upp á milli nokkurra hermanna og
lögreglumanna. Var skotum
hleypt af, en ekki er vitað hvor
aðilinn átti upptökin.
Mjög harkalega hefur verið
gengið fram við skráningu nýliða í
afganska herinn. Þegar innrás
Sovétmanna var gerð fyrir hálfu
fjórða ári taldi herinn 85.000
manns, en talið er að um 35.000
hermenn hafi ýmist flúið land eða
gerst liðhlaupar.
Franskir sósíalistar:
Fylgistap í
lykilhópum
París, 13. júní. AP.
RÍKISSTJÓRN sósíalista í
Frakklandi virðist vera að tapa
fótfestunni á meðal þeirra hópa,
sem talið er að hafi ráðið úrslit-
um í síðustu kosningum, og áttu
stærstan þátt í stórsigri þeirra.
Kemur þetta fram í skoðana-
könnun á vegum dagblaðsihs Le
Monde.
Könnun þessi var fram-
kvæmd á vegum Sofres-fyrir-
tækisins og náði til 3000
manns, sem allir höfðu kosið
sósíalista í síðustu kosningum.
Könnunin leiddi í ljós, að
vonbrigðin reyndust mest hjá
ungu fólki, 42% hjá fólki á
aldrinum 20—34 ára, og mið-
aldra skrifstofumönnum 40%.
Þá reyndust 40% allra kvenna,
sem kusu Mitterrand síðast,
óánægðar með störf hans.
Helgafell ........ 17/6
Hvassafell ....... 23/6
Dísarfell ........ 27/6
Hvassafell ........ 7/7
Helgafell ........ 19/7
GLOUCESTER MASS.:
Skaftafell ....... 21/6
Skaftafell ....... 19/7
Jökulfell ........ 28/7
HALIFAX, KANADA:
Skaftafell ....... 23/6
Skaftafell ....... 21/7
^SKIPADEIID
SAMBANDSINS
Sambandshúsinu
Pósth. 180 121 Reykjavík
Sími 28200 Telex 2101
Innihurðir
Hagstætt verð/góð greiðslukjör
Timburverzlunin Völundur hf.
KLAPPARSTÍG 1 S. 18430 / SKEIFAN 19 S. 85244