Morgunblaðið - 15.06.1983, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 15.06.1983, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 1983 19 TIA nir ATTP Reykiavík ílAVlIVAU 1 Akureyri skoðunarferð um bæinn m.a. með viðkomu í hraðfrystihúsinu. Laust upp úr hádegi er forsetinn vænt- anlegur til Suðureyrar og verður snætt í mötuneyti Fiskiðjunnar Freyju, þar sem hreppsnefnd Suð- ureyrarhrepps tekur á móti for- setanum. Klukkan 14 verður opið hús í barnaskólanum í boði hreppsnefndar. Forsetinn er væntanlegur til fsafjarðar laust fyrir klukkan 16 föstudaginn 24. júní. Bæjarstjórn ísafjarðar mun taka á móti for- seta íslands í Faktorshúsinu i Neðstakaupstað. Ekið verður að Austurvelli þar sem forsetinn mun ávarpa mannfjölda. Að lok- inni samkomu á Austurvelli er fyrirhugað að forsetinn aki um bæinn og haldi síðan til Hnífsdals. Undir kvöldið er fyrirhugað að forsetinn skoði heilsugæslustöð- ina á ísafirði. Kvöldverður verður snæddur í menntaskólanum í boði bæjar- stjórnar og um kvöldið verður opið hús í Menntaskóia ísafjarðar. Laugardaginn 25. júni heldur for- setinn að Hlíf, íbúðum aldraðra við Torfunes. Klukkan 10 árdegis er forsetinn væntanlegur til Súða- víkur. Opið hús verður í félags- heimilinu. Varðskip mun flytja forsetann að Reykjanesi í Djúpi þar sem hádegisverður verður snæddu- í boði hreppsnefnda Snæfjallahrepps, Nauteyrar- hrepps, Reykjafjarðarhrepps og Ögurhrepps. Síðdegis er forsetinn væntanlegur til Vigur í boði hjón- anna Sigríðar Salvarsdóttur og Baidurs Bjarnasoi.ar. Klukkan 17.30 er forsetinn væntanlegur til Bolungarvíkur og með heimsókn- inni þangað lýkur för forseta ís- lands til Barðastrandarsýslna og ísafjarðarsýslna. Eigendur Sæluhússins, AAalbjtfrg Árnadóttir og Júlíus Snorrason. Nýtt veitingahús Dalvík, 7. júní. Laugardaginn 4. júní sl. var opnað nýtt veitingahús á Dalvík. Hingað til hefur veitingarekstur farið fram í Víkurröst, en nú er svo komið að ekki verður um slíkt að ræða þar nema þarfnast orðið verulegra endurbóta. Hið nýja veitingahús hefur | fengið nafnið „Sæluhúsið" og er í húsnæði Ýlis hf. við Hafnarbraut á Dalvík þar sem áður var starf- rækt saumastofa. Það eru sömu eigendur að Sæluhúsinu og Ýli, þau Júlíus Snorrason og Aðal- björg Árnadóttir ásamt börnum þeirra. Að sögn Júlíusar var eng- inn rekstrargrundvöllur fyrir saumastofu og hafði öll starfsemi legið þar niðri í langan tíma. Til að nýta húsnæðið var því ákveðið að gera tiiraun með starfrækslu veitingahúss. Innréttingar eru hannaðar af Davíð Haraldssyni en hann hefur mikið fengist við teikningar og skipulag á veitinga- og skemmti- stöðum og má þar nefna Bautann og Smiðjuna á Akureyri. Alls get- ur húsið tekið 60—70 manns í sæti og er reynt að skipta salnum í tvennt með það í huga að sam- ræma veitingasölu með og án þjónustu í sal. Sótt hefur verið um á stærri samkomum þar sem húsið vínveitingaleyfi og eftir nokkra umfjöllun hefur bæjarstjórn fall- ist á að mæla með því að húsið fái umbeðið leyfi í tengslum við mat- sölu. Öll aðstaða er einkar hugguleg og skemmtileg og bera iðnaðar- mönnum sem unnu verkið gott vitni en fjöldi manns vann að breytingu húsnæðisins og innrétt- ingasmíð og tók verkið aðeins 1 mánuð. Yfirsmiður var Þórir Pálsson á Dalvík. Eftir að hafa séð matseðil húss- ins er ljóst að í Sæluhúsinu verður um fjölbreytta rétti að ræða en auk þess er hægt að fá sérrétti pantaða. Matreiðslumaður er Jón Kristjánsson frá Akureyri. Til að fullkomna sæluna býður Sæluhúsið svo upp á gistingu en það hefur fengið heimavist Dal- víkurskóla á leigu nú í sumar og stendur því hverjum sem vill til boða gisting í vistlegum herbergj- um heimavistar. Fréturiurar Strígaskor í skemmtilegum sumariítum komniraftur. Verðkr. 299.- Sími póstverslunar er 30980 Forseti íslands heim- sækir Vestfirðina FORSETI íslands, Vigdís Finnbogadóttir, heimsækir Barðastrandarsýslur dagana 21. til 23. júní næstkomandi og ísafjarðarsýslur 23. til 26. júní. í för með forseta verður Halldór Reynisson, forsetaritari, og kona hans. Á hádegi þriðjudagsins 21. júni tekur sýslumaður á móti forsetan- um á sýslumörkum A-Barða- strandarsýslu í Gilsfjarðarbotni. Borðhald verður í Bjarkariundi í boði sýslunefndar A-Barðastrand- arsýsiu. Síðdegis er fyrirhugað að heimsækja Þörungavinnsluna á Reykhólum og síðan haldið til Flateyjar. Klukkan 20 verður borðhald í Flókalundi í boði sýslu- nefndar V-Barðastrandarsýslu og síðan opið hús fyrir Barðstrend- inga. Miðvikudaginn 22. júní er fyrir- hugað að halda i Rauðasands- hrepp. Forsetinn mun fara að Látrum og út á bjargið ef vel viðr- ar. Hádegisverður verður snæddur í Fagrahvammi í boði Rauðsend- inga. Klukkan 15 mun forsetinn opna minjasafnið að Hnjóti. Síðan verður haldið í Sauðlauksdal og staldrað við Garðar frá Patreks- firði, en skipinu var siglt fyrir nokkrum árum í fjöru í Skápadal. Undir kvöldið er forsetinn vænt- anlegur til Patreksfjarðar og verður snætt í félagsheimili Pat- reksfjarðar í boði hreppsnefndar. Opið hús verður í félagsheimilinu um kvöldið. Fimmtudaginn 23. júni er fyrir- hugað að leggja upp til Tálkna- fjarðar og verður opið hús í Múla- kaffi. Um klukkan 11.30 er forset- inn væntanlegur til Bíldudals og verður hádegisverður snæddur í félagsheimilinu Baldurshaga. Opið hús verður í félagsheimilinu og klukkan 15 heldur forsetinn áleiðis til Hrafnseyrar. Sýslumað- ur ísafjarðarsýslu ásamt sýslu- nefnd mun taka á móti forsetan- um á Dynjandisheiði. Klukkan 16 er forsetinn væntanlegur til Hrafnseyrar og þar verður opið hús í boði hreppsnefndar Auð- kúluhrepps. Klukkan 18 er forset- inn væntanlegur til Þingeyrar. Kvöldverður verður snæddur í fé- lagsheimilinu í boði sýslunefndar V-ísafjarðarsýslu. Um kvöldið verður opið hús í barnaskólanum í boði hreppsnefnda Þingeyrar- hrepps og Mýrahrepps. Föstudaginn 24. júní er forset- inn væntanlegur til Flateyrar klukkan 9.30. Hreppsnefndir Flat- eyrarhrepps og Mosvallahrepps munu taka á móti forseta og fylgdarliði í barnaskólanum. Þar verður opið hús. Fyrirhuguð er Látið Hörpu gefa tóninn Grænn ♦♦ i» ðli ofund Gerðu nágrannan grænan af öfund — málaöu húsiö meö Hörpusilki því nú er Hörpu-sumar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.