Morgunblaðið - 15.06.1983, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 15.06.1983, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 1983 21 Frá aðalfundi Bandalags kvenna í Reykjavík. Frá Bandalagi kvenna: Styðja tillögu um eflingu heimilisfræðslu í skólum AÐALFUNDUR Bandalags kvenna í Reykjavík, sem haldinn var í febrúar sl. gerði eftirfarandi samþykkt, sem undirbúin var af uppeldis- og skólamála- nefnd Bandalagsins: 1. Aðalfundurinn lýsir ánægju sinni yfir „tillögu til þings- ályktunar um eflingu heimilis- fræði í grunnskólum" sem nú liggur fyrir Alþingi, mál 131/1982. Jafnframt leyfir fundurinn sér, að beina þeirri áskorun til hæstvirtra alþingis- manna, að þeir sýni málinu þann áhuga, að afgreiða þings- ályktunartillöguna jákvætt á þessu þingi. 2. Aðalfundurinn þakkar „frum- varp til laga um bann við ofbeldiskvikmyndum sem lagt hefur verið fram á 105. löggjaf- arþingi 1982. Fundurinn telur frumvarpið mjög tímabært en vill jafnframt benda á, að eigi lög um þetta efni, að hafa eitthvert raungildi, þarf að breyta eða fella niður setningu í 2. málsgr. frumvarpsins, sem er svohljóðandi: „Bannið tekur ekki til kvikmynda þar sem sýning ofbeldis telst eiga rétt á sér vegna upplýsingagildis kvikmyndarinnar eða vegna listræns gildis hennar." Jafn- framt þakkar fundurinn fram- boð „frumvarp til laga um breytingar á lögum nr. 52/1960 um vernd barna og ungmenna" mál 144/1982. 3. Aðalfundurinn þakkar fræðslu- yfirvöldum Reykjavíkurborgar og Mjólkursamsölu Reykjavík- ur, að hafin er sala á daglegum nestispökkum í fjórum grunn- skólum Reykjavíkur, og að ákveðið hefur verið, að gefa öll- um grunnskólum borgarinnar kost á nestispökkum næsta skólaár. Þessir nestispakkar hafa mælst mjög vel fyrir af öllum hlutaðeigendum — skóla- stjórum — nemendum og að- standendum þeirra. Jafnframt beinir fundurinn því til menntamálaráðuneytis og for- ráðamanna framhaldsskóla, að sem fyrst verði tekin upp sala á nestispökkum í þeim fram- haldsskólum borgarinnar, sem hafa ekki sjálfir aðstöðu til þess að framreiða hádegisverð- arhressingu fyrir nemendur sína. Aukið öryggi barna Tillaga barnagæslunefndar var samþykkt: 1. Aðalfundur Bandalags kvenna í Reykjavík, beinir þeim ein- dregnu tilmælum til borgaryf- irvalda, að beita öllum tiltekn- um ráðum til að auka öryggi barna í umferðinni, þ.á m. er nauðsynlegt að auka kröfur til ökumanna um hæfni til aksturs og gera stórátak til þess að draga úr umferðarhraða í íbúð- arhverfum, t.d. með upphækk- unum, auknum merkingum og með því að lækka leyfilegan há- markshraða. Fundurinn minnir á að árið 1983 er norrænt um- ferðar-öryggisár. 2. Aðalfundurinn beinir þeirri áskorun til foreldra og forráða- manna barna, að þeir hafi frumkvæði um fræðslu barna sinna í umferðinni, enda er þeim málið skyldast. Jafnframt skal bent á, að ekki er nóg að krefjast alls af öðrum, svo sem ökumönnum og skólum. 17. júni í Reykjavík: Útihátíð í miðbænum — kvöldskemmtun í Laugardal DAGSKRÁ 17. júní hátíöarhaldanna í Reykjavík að þessu sinni veröa meö svipuöu sniöi og undanfarin ár nema hvaö nú hafa borgaryfirvöld faliö Æskulýösráöi Reykjavíkur aö annast framkvæmd og dagskrárgerö. Fram að hádegi verður dagskrá- in með hefðbundnum hætti en hún hefst kl. 10.00 með því að Markús Örn Antonsson leggur blómsveig að leiði Jóns Sigurðssonar í kirkjugarðinum við Suðurgötu. Síðan kl. 10.40 hefst hátíðardag- skrá við Austurvöll. Þar mun for- maður Æskulýðsráðs Reykjavík- ur, Kolbeinn H. Pálsson, setja há- tíðina. Þá leggur forseti íslands blómsveig frá íslensku þjóðinni að minnisvarða Jóns Sigurðssonar og Steingrímur Hermannsson, for- sætisráðherra, flytur ávarp. Því næst verður ávarp fjallkonunnar og Karlakór Reykjavíkur syngur og Lúðrasveitin Svanur leikur. •. Klukkan 11.15 verður guðsþjón- usta í Dómkirkjunni, sr. Valgeir Ástráðsson predikar og dómkór- inn syngur ásamt Sigríði Ellu Magnúsdóttur. Eftir hádegið verða hátíðar- höldin í miðbæ Reykjavíkur og hefjast þau kl. 14.00. Þar verður boðið upp á ýmislegt og má til dæmis nefna að á Melavelli munu félagar úr Fornbílaklúbbi íslands störf þjóöhátíöarnefndar og sjá um standa fyrir akstursþrautakeppni. í Hljómskálagarðinum verða skát- w ar með tjaldbúðar- og útistörf, í Lækjargötu mun jazz-hljómsveit skemmta og við útitaflið munu stórmeistararnir Friðrik ólafsson og Guðmundur Sigurjónsson tefla skák. Klukkan 15.20 hefst skrúðganga frá Hlemmtorgi og verður gengið að Arnarhóli þar sem barna- og unglingaskemmtun hefst kl. 16.00. Að lokinni skemmtun á Arnarhóli verður á vegum leikhópsins „Svart og sykurlaust" götuleikhús og mun hópurinn fara um Lækjar- götu, Lækjartorg og Austurstræti. Um kvöldið verður síðan kvöld- skemmtun í Laugardalshöll og hefst hún kl. 20.45. Þar munu leik- arar og starfsmenn flytja söng og leikatriði um borgarlífið. í miðbæ Reykjavíkur, nánar til tekið í Lækjargötu og á Lækjar- torgi, hefjast síðan kl. 21.30 dans- leikir þar sem hljómsveitirnar Galdrakarlar og Kikk koma fram. Gert er ráð fyrir að skemmtun- inni ljúki kl. 02.00 eftir miðnætti. smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar Takið eftirl Honeybee Pollen S. blómatrævl- ■ ar, hin fullkomna fæóa Sölu- staöur Elkjuvogur 26. síml 34106. Kem á vlnnustaöl ef óskaö er. Slguröur Ólafsson Tónlist Stúlka ekkl yngri en 17 ára óskast í þjóölagatríó. þarf aö geta sunglö. Svar sendlst augl. delld Mbl. merkt: „Trió — 8710-, fyrir 21. júni nk. Citroen GSA Passas '81 ekinn 13.400 km til sölu. Tll- boð. Uppl. í síma 18771 eflir kl. 5. 2ja—3ja herbergja ibúö óskast fyrlr starfsmann okkar. Nánari upplýsingar í sima 16576 á skrifstofufima. Samband isl. samvinnufélaga Starfsmannahald. þjónusta Bílasprautun Garöars, Skipholti 25 Bílasprautun og réttingar, greiósluskilmálar símar 20988 og 19099, kvöld- og helgarsími 37177. KFUM og KFUK, Amtmannsstíg 2 B Samkoma i kvöld kl. 20.30. Séra Árni Bergur Sigurbjörnsson tal- ar. Anntoril og Þröstur Eiríksson sjá um tónlistarþátt. Allir velkomnir. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 SÍMAR 11798 og 19533. Miövikudaginn 15. júní kl. 20 er sióasta skógræktarferöin i Heiömörk í sumar. Frítt fyrir þátttakendur. Fararstjóri: Sveinn Ólafsson. Feröafélag Islands. 17.—19. júní Ferö í Þórsmörk Nánari uppl. á skrifstofunni, Laufásvegi 41, simi 24950. Fartuglar. íslendingar Ferðist ódýrt og áhyggjulaust. Ferðist innanlands. Kynnist eigin landi 6, 2 og 19 daga faröir. Brottfarlr alla mánudaga frá 27. júní til 22. ágúst. Feröist meö Úlfari. Úlfar Jacobsen Feröaskrifstofa. Sími: 13491 og 13499. Hörgshlíð Samkoma i kvöld kl. 8. ÚTIVISTARFERÐIR Útivistarferöir Helgin 16.—19. júni 1. Kl. 18. Skaftafell — Öræfi. Gönguferöir. TJaldglsting. 2. Kl. 18. Öræfajökull. 3. Kl. 20. Þórsmörk. Gist í nýja Utivistarskálanum Básum. Gönguferöir. Uppl. og fars. á skrlfst. Lækjarg. 6a, s. 14606. Miövd. 15. júní Kl. 20. Kvöldganga út í biáinn. Verð 150 kr. Létt ferö fyrlr alla. Fimmtud. 16. júnf Kl. 20. Þjóóhátíöarganga á Esju. (Heimkoma kl. 1 e.m.j. Verö 130 kr. frítt f. börn. Brottför frá BSl, bensínsölu. Jónsmessuferö: Viö Djúp og Drangajökull. Fuglaparadísin Æöey. Góö gisting i Dalbæ. 23.—26. júni. Sjáumst! Útlvist. FERDAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR 11798 og 19533. Helgarferóir 16.—19. júni 1. 16.—19. júní, kl. 20. Skaga- fjöröur — Litla Vatnsskarö — Laxárdalur — Sauóárkrókur — Tindastól — út tyrir Skaga. Gist i svefnpokaplássi á Húnavöllum og Sauóárkróki. 2. 17,—19. júní, kl. 08. Þórs- mörk. Gönguferöir um nágrenn- iö. Fararstjórl: Siguröur Krist- jánsson. Á laugardaginn veröur etnt til gönguferöar inn á Emstr- ur. Fararstjóri: Pétur Guö- mundsson. Farmiöasala og allar upplýsingar á skrifstofunni, Öldugötu 3. Feröafélag Islands. JUtjrrjim&Iiittfc MetsöhHod á hverjum degi! Höfóar til .fólksí öllum starfsgreinum! Utihurðir Hagstætt verð/góð gre/ðslukjör Biðjið um myndalista ísíma 18430 Timburverzlunin Völundur hf. KLAPPARSTÍG 1 S . 18430 / SKEIFAN 1 9 S. 85244

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.