Morgunblaðið - 15.06.1983, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 1983 23
ast við að „Bjössi í Berjaneskoti"
stæði þar framarlega í flokki.
Þegar tóm gafst hér í Reykja-
vík, snerist hann til liðs við þann
félagsskap sem honum þótti
standa sér næst. Hann starfaði í
Sjómannafélagi Reykjavíkur, en
þegar við kynntumst vann hann
fyrir Blindrafélagið. Hann mun
hafa átt drjúgan þátt í fjárafla-
starfsemi þess og stóð fyrir bygg-
ingu stórhýsis þess við Hamrahlíð
í Reykjavík. Síðan hætti hann
störfum þar. Ekki munu allar
vinnustundir hans þar hafa verið
reiknaðar til kaupgreiðslna. Fyrir
honum vakti jafnan að sjá góðan
árangur af starfi sínu.
Einmitt þessum þætti í hugar-
fari og starfi Björns kynntist ég
vel. Hann var fjölmörg ár gjald-
keri Rangæingafélagins í Reykja-
vík, tók við því starfi 1960 meðan
ég var þar í stjórn. Og þar var ekki
kastað til höndunum sem Björn
tók við starfi. Hann skipulagði
innheimtu félagsgjalda með því að
fá allmarga sjálfboðaliða til sam-
starfs, þannig að allir voru ánægð-
ir, óvirkir félagar sem gjarnan
vildu leggja sinn skerf til félags-
ins, virkari félagsmenn sem sóttu
aðalfund til að fylgjast með starf-
semi félagsins, og við í stjórninni
sem vildum afla fjár til að „eitt-
hvað væri hægt að gera“ af því
sem var á prjónunum. Og að
sjálfsögðu átti Björn metið í söl-
unni á þeim bókum sem félagið
gaf út. Hann var svo í stjórn fé-
lagsins með litlum hléum allt til
aðalfundar 1982.
Stundum þótti honum helst til
margir félagsmenn vera áhugalitl-
ir um málefni þess. Þá skrifaði
hann í Gljúfrabúa, blað félagsins
(nafnið var frá honum komið og
hann hratt blaðinu af stað). Það
voru eldheitar hvatningargreinar
í anda ungmennafélaganna gömlu
sem kveiktu glóð áhuga og fram-
farahugar í æsku aldamótakyn-
slóðarinnar. Þessum eldmóði hélt
Björn fram undir það síðasta.
Þegar ég leit til hans í bana-
legunni, hafði hann nokkrar
áhyggjur af því hvernig til tækist
með félagið okkar, vonandi þó hið
besta.
Mér er minnisstæð ferð okkar
nokkurra úr félaginu austur að
Hamragörðum þegar Rangæinga-
félagið var að hefja samvinnu við
Skógræktarfélag Rangæinga um
trjárækt þar og sumardvalarað-
stöðu í bæjarhúsunum. í förinni
voru meðal annarra Andrés Andr-
ésson klæðskeri frá Hemlu og
Björn Andrésson. Það var enginn
öldungsbragur á körlunum þegar
austur kom! En slíkum hughrifum
kann ég ekki að lýsa með orðum.
— Og alla tíð var Björn hrókur
alls fagnaðar í ferðalögum og á
samkomum félagsins. Hann mun
hafa verið kominn um áttrætt
þegar hann fótbrotnaði á hálku.
Nokkrum mánuðum seinna var
hann aftur farinn að dansa á fé-
lagsskemmtun.
Annar þáttur í starfi Björns
fyrir Rangæingafélagið var við
dálftinn skógarblett sem félagið
hafði fyrir löngu helgað sér í
Heiðmörk. Árum saman stóð hann
fyrir hópferðum félagsmanna
þangað, til að hirða blettinn og
snyrta. Nú saknar gróður þar vin-
ar i stað.
Allan þennan áhuga kunnu
menn að meta, og Björn var að
makleikum gerður að heiðursfé-
laga Rangæingafélagsins. — Sum-
um þykir átthugafélaög tilgangs-
lítil. En Birni var það ljóst að sá
Hinn 28. maí sl. fór fram í
Stykkishólmi jarðarför þessarar
vinkonu minnar að viðstöddu fjöl-
menni. Séra Gísli Kolbeins jarð-
söng og minntist hennar að verð-
leikum. Hún lést hér á sjúkrahús-
inu 22. maí eftir árs sjúkralegu, 81
árs að aldri.
Magðalena var fædd 6. febr.
1902 að Syðri-Þverá í Vesturhópi.
Þar var hún ekki lengi, því hún
var tekin í fóstur að Harrastöðum
í sömu sveit. Snemma vandist hún
því að bjarga sér svo sem önnur
ungmenni þeirra tíma. Þá var
vinnan fyrir öllu og það þá helst
að verða ekki öðrum til byrði. Hún
fór ung suður til Reykjavíkur til
að afla sér vinnu og þekkingar.
Meðal annars lá þá leiðin að Korp-
úlfsstöðum, en um þær mundir
var reisn þeirra hin mesta, knúin
fram af stórhug og fyrirhyggju
okkar mesta athafnamanns, Thor
Jensen. Oft minntist hún þeirra
öndvegistíma. Þar kynntist hún
manni sínum, Finni Sigurðssyni
múrarameistara frá Stykkishólmi,
sem hún síðar giftist og flutti með
til Stykkishólms og þar stóð henn-
er illa settur sem finnur ekki til
tengsla við neinar sérstakar æsku-
slóðir né fólkið þar, og að einmitt
þarna er vettvangur átthagafé-
laga: að styrkja gömul og góð
kynni fólks sem annars hittist
sjaldan eða aldrei og að skapa ný
kynni. Slík starfsemi styrkir
ræktarsemi og tryggð og eflir fé-
lagsþroska. Þessa eiginleika átti
Björn í ríkum mæli.
Árni Böðvarsson
Björn J. Andrésson, Leynimýri,
fæddist þann 25. apríl 1896 og lést
þann 5. júní sl.
Með Birni er genginn enn einn
af aldamótakynslóðinni, kynslóð
sem lifði tímana tvenna, þeirri
kynslóð sem byggði grunn að
þeirri velmegun sem við nú búum
að, þar sem vinnusemi, sparsemi
og nægjusemi sátu í fyrirrúmi,
eiginleikar sem eru of mörgum Is-
lendingum fjarri nú.
ar starfsvettvangur æ siðan.
Magðalena og Finnur áttu hér eitt
af skemmtilegustu heimilum í
Hólminum þegar ég kom hingað
fyrir rúmum 40 árum. Kom þar
margt til og ekki síst glaðlyndi
þeirra beggja. Finnur var sérstak-
ur með að sjá broslegar hliðar lífs-
ins og því komu margir á þeirra
heimili. Ég átti þar marga stund
með Finni þegar ég var að semja
gamanvísur og leikþætti fyrir
skemmtanir sem hér voru margar
á þeim tíma. Öll félög héldu sínar
árshátíðir og fyrir þær þurfti að
semja dagskrá. Gamanvísur voru
þá eins og ætíð nauðsynlegar til að
koma fólki í gott skap. I þeim átti
Finnur marga góða hugmynd og
gott að leita til hans og er það
saga út af fyrir sig. Oft gat
Magðalena bætt við og leiðrétt.
Hún kunni vel að meta alla gleði.
Finnur var hér umfangsmikill
bæði í starfi og félagsmálum og
kona hans studdi hann með dáð-
um. Þau settu virkilega svip á bæ-
inn og öll mannamót sem þau
komu á. Finnur var góður liðs-
maður í Iðnaðarmannafélaginu,
Það kom fljótt í ljós að Björn
var mikill félagshyggjumaður og
starfaði hann að ungmennafélags-
málum heima í héraði. Hugsjónir
og starf þeirrar ágætu hreyfingar
áttu vel við lunderni hans og var
hann brautryðjandi um mörg
verkefni á vegum Ungmennafé-
lagsins Eyfellings, Austur-Eyja-
fjöllum. Þegar Björn flyst til
Reykjavíkur gerist hann félagi í
Rangæingafélaginu og gegndi þar
mörgum trúnaðarstörfum um ára-
bil en lengst af var hann gjaldkeri
félagsins. í öllum félagsstörfum
hjá Rangæingafélaginu komu
hans góðu eiginleikar vel i ljós.
Hann skynjaði vel gildi samvinnu
og samheldni og með samstilltu
átaki má gera margt sem fáum er
aftur á móti ofvaxið. Björn vann
félaginu af mikilli ósérhlífni og
lagði mikið upp úr þvi, að náið
persónulegt samband myndaðist
milli félagsmanna og taldi aldrei
eftir sér sporin fyrir félagið. Eng-
Sjálfstæðisfélaginu, hreppsnefnd
og um skeið oddviti hennar. Þau
eignuðust tvo drengi sem einnig
hafa unnið Hólminum sitt gagn og
þeirra niðjar.
Magðalena tók mikinn þátt i
störfum kvenfélagsins og sá oft
um ýmsa þætti þess félags.
Davíð Stefánsson segir í einu
sinna snilldarkvæða: „Hún fer að
engu óð, er öllum mönnum góð og
vinnur verk sin hljóð." Þessi orð
inn var ötulli við að virkja fólk til
samstarfs fyrir félagið ef á þurfti
að halda og lét hann aldrei sitt
eftir liggja meðan heilsa og kraft-
ar leyfðu. I heiðurs- og þakkar-
skyni hafði hann verið kjörinn
heiðursfélagi Rangæingafélagsins
fyrir nokkrum árum. Björn bjó yf-
ir mikilli átthagatryggð og Rang-
æingafélagið átti hug hans allan.
Starfið fyrir það var honum lífs-
fylling. Þegar félagið fékk aðstöðu
í Hamragörðum, vann hann ötul-
lega að því að endurreisa gömlu
húsin og dytta að bænum. Hann
vissi sem var, að þessi aðstaða
tengdi burtflutta Rangæinga hér-
aði sínu.
í dag, hinn 15. júní 1983, kveðj-
um við félaga okkar og vin Björn
J. Andrésson, f.h. Rangæingafé-
lagsins er honum þökkuð öll störf
og drengskapur við félagið fyrr og
síðar.
Við vottum öllum aðstandend-
um innilega samúð.
Dóra Ingvarsdóttir, formaður
geta allir sem kynntust þessari
ágætu konu tekið undir, svo sann-
arlega hvar sem hún fór, lagði hún
gott til allra máia, enda átti hún
góða vini sem vel kunnu að meta
hana.
Þeim fækkar óðum sem ég átti
samleið með fyrstu ár mín í
Stykkishólmi og gerðu þau svo
viðburðarík og ánægjuleg. Þeim
heimilum fækkar sem maður
heimsækir. Þetta er gangur dags-
ins í dag. En minningarnar lifa.
Það verður seint sem ég gleymi
Magðalenu og Finni og þeirra
velgjörðum, seint sem ég gleymi
þeirra viðmóti og glaðværð sem
ósjálfrátt dró mig að heimili
þeirra og mörg voru sporin þang-
að.
Því er þökkin efst í huga mér nú
þegar ég kveð góða vinkonu. Finn-
ur var farinn á undan. Hann lést
árið 1972. Það varð Magðalenu
þungt áfall enda, voru þau svo ein-
staklega samrýnd hjón.
Það var mitt lán að eiga þessi
indælu hjón að vinum. Og nú þeg-
ar ég rita þessi minningarorð eru
mér efst í huga kærar minningar
og um leið og ég enn á ný endurtek
þakklæti mitt, bið ég vinkonu
minni allrar farsældar á nýjum
vettvangi, þar sem ég veit að hún
hefir átt að fagna vini í varpa og
endurnýja þau bönd sem brustu í
bili. Guð blessi minningu þessara
góðu vina minna og mætu hjóna.
Arni Helgason
Minning:
Magðalena Hinriks-
dóttir Stgkkishólmi
SUMARTILBOÐ A MYNDAVELUM FRA
Kostaboð á Disknum,
Kodamatic- og EK-línunni.
Vió fognum einum mynd-
rœnasta tíma arsins með eítir-
minnilegu sumartilboði:
Fram til 15. júli veitum við
30-60% aíslatt aí eítirtöldum
KODAK myndavelum
HANS PETERSEN HF
UMBOÐSMENN UM LAND ALLT.