Morgunblaðið - 15.06.1983, Síða 26

Morgunblaðið - 15.06.1983, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 1983 Jósefína og Viggo Öfjörd - Hjónaminning Snemma í vor frétti ég að gam- all vinur minn, Viggo Öfjord, væri látinn, hefði dáið 3. marz sl. Mér varð þá hugsað til konu hans, vin- konu minnar Jósefínu, sem staðið hefður við hlið hans í nær 70 ár og verið stoð hans og stytta. Gott var að hann fór á undan, hugsaði ég, því eftir því sem ég bezt veit, var hún ávallt hinn sterki stofn. Rúmum mánuði síðar barst mér svo andlátsfregn Jósefínu, hún andaðist þann 14. apríl. Fór vel á því að þau elskulegu hjón yrðu samferða þegar að kallið kom. Jósefína var Húnvetningur að ætt, fædd á Reykjum á Reykjabraut í A-Húnavatnssýslu þann 18. júlí 1889, hefði hún því orðið 94 ára núna í júlí hefði hún lifað. Foreldrar Jósefínu voru bæði af húnvetnsku bergi brotin. Faðir hennar var Stefán Jónasson Sig- urðssonar bónda í Melrakkadal, V-Hún., og víðar þar í sveit. Var Stefán löngum kenndur við Litlu- Hlíð í Víðidal í V-Hún., því þar hófu þau hjón búskap og bjuggu þar um árabil. Stefán var frændmargur þar í héraði og margt merkis- og dugnaðarfólk er í því frændliði. Móðir Jósefínu Antoniettu, en svo hét hún fullu nafni, var Margrét Eggertsdóttir, Halldórssonar prests Amundason- ar á Melstað í Miðfirði. Þau hjón voru ekki jarðeigendur, kom því í þeirra hlut að hrekjast milli bæja fyrstu árin, ýmist voru þau leigu- liðar, eða í húsmennsku, sem kall- að var. Vorið 1901 flytja þau til Akureyrar með fjölskyldu sína, var elzti sonurinn Eggert áður fluttur norður og stundaði þar smíðanám. Á Akureyri nutu þau hjón almennra vinsælda og áttu þar heima þar til yfir lauk. Börn þeirra voru sex, fjórir synir og tvær dætur. Öll voru börnin vel gefin og mesta myndarfólk. Eftir að flutt var til Akureyrar tóku tveir bræðranna, Eggert og Jón, upp ættarnafnið Melstað, dregið af „Melstaður", þaðan lágu ræt- urnar. Var Eggert langa ævi tré- smíðameistari og slökkviliðsstjóri á Akureyri, en Jón stórbóndi á Hallgilsstöðum í Hörgárdal. Hall- dór bróðir þeirra fékk einn að ganga menntaveginn svokallaða. Kom það til af því að hann ólst mikið upp hjá frænda sínum og nafna Halldóri Daníelssyni bæj- arfógeta í Reykjavík, sem studdi hann til náms. Var Halldór læknir um árabil á Vestfjörðum. Kona hans var Unnur Thoroddsen, með- al barna hans er Skúli Hall- dórsson tónskáld og tónlistarmað- ur. Yngsti bróðirinn Egill var kaupmaður á Siglufirði og vara- ræðismaður Dana þar í bæ. Lét hann söngmál mikið til sín taka á Siglufirði. Systurnar voru tvær, Jósefína og Guðrún, sem átti fyrir mann Ólaf Dýrmundsson, Skag- firðing að ætt. Bjuggu þau lengi á Stóru-Borg í V-Húnavatnssýslu, vel gefin og mestu myndarhjón. Á Akureyri var Jósefína mjög vinsæl og vel látin af öllum er hana þekktu. Hún var falleg kona og sópaði að henni, hvar sem hún fór. Hún vann lengi í Gudmanns- verzlun, sem þá var til húsa í gamla Laxdalshúsinu neðan við Hafnarstræti, rétt sunnan við! Torfunefslækinn. Þótti það glæsi- legasta vefnaðarvöruverzlun í bænum og var Jósefína orðlögð fyrir lipurð og greiðvikni. Þá Jós- efína var í blóma lífsins kom ung- ur klæðskerameistari frá Dan- mörku, Viggo Hansen og veitir forstöðu saumastofunni hjá Gud- mannsverzlun. Kunni hann vel til verka, var prúður maður og naut brátt vinsælda í bænum, m.a. vegna afburða hæfileika í klæða- gerð. Þótti Akureyringum gott til hans að leita. Hann var félags- lyndur ög kynntist fljótt öllum háttum í þessu litla bæjarfélagi við Eyjafjörð. Hann stóð fyrir því að skátafélag drengja var stofnað á Akureyri, og naut þar góðra Auglýsing um frest ágæióslum veiðtrygg&a íbúðarlána viðskiptabanka og sparisjóða samkvæmt bráðabirgðalögum nr. 57 frá 27. maí 1983 1. Fresturinn nær til greiðslu afborgana og verðbóta þeirra, er falla í gjalddaga á 12mánuðum, frá 28. maí 1983 til 27. maí 1984. 2. Fresturinn felurþað ísér, aðsú fjárhæð, sem kemurtil greiðslu átímabilinu, verður 75% þess, sem annars hefði orðið. 3. Sú upphæð, sem frestur nær til, greiðist á fyrsta ári eftir að áður umsömdum lánstíma lýkur. 4. Um þau 25%, sem frestaðverður, gildasömu lánskjörog um upphaflegt lán. Þar á meðal eru þau bundin lánskjaravísitölu og samningsvöxtum. 5. Verði vanskil eftir 27. maí 1983 reiknast dráttarvextir frá gjalddaga af 75% þeirrar greiðslu, er upphaflega átti að greiða. 6. Fresturinn nær ekki til íbúðarlána, sem veitt voru vegna skuldbreytingar á lausaskuldum húsbyggjenda/íbúðarkaupenda í föst lán á árinu 1981. 7. Frestur fæst ekki ágreiðslur af lánum, sem tekin hafa verið eftir 27. maí 1983. 8. Gjald fyrir breytingu láns verður reiknað samkvæmt gjaldskrá fyrir innlánsstofnanir. 9. Peirlántakendur, sem óskaeftirfresti, skulu afhendaskriflega beiðni á þartil gerðu eyðublaði, sem liggur frammi í bönkum og sparisjóðum. Umsóknarfrestur er til 1. ágúst n.k. Reykjavík, 10. júní 1983 Samband íslenskra viðskiptabanka Samband íslenskra sparisjóða ungmenna er studdu hann dyggi- lega í þeim félagsskap. Er mér þar minnisstæðastur Vigfús Frið- riksson, síðar ljósmyndari. Og marga skátabúninga saumaði Viggo með mikilli prýði. Hann virtist njóta þess að gera öðrum greiða. Viggo og Jósefína felldu brátt hugi saman eftir að kynni hófust í Gudmannsverzlun. Þau gengu í hjónaband árið 1913, svo það eru 70 ár síðan samleiðin hófst. Eftir því sem ég bezt veit hefur aldrei hlaupið snurða á þann þráð er tengdi þau saman. Það er fáheyrt, og mikil gæfa að njóta slíkrar samveru. Þau hjón fluttu til Dan- merkur 1919, og hafa dvalið þar síðan. Þeim varð þriggja barna auðið, eru þau öll gift og búa í Danmörku, mesta myndar- og drengskaparfólk að sögn þeirra er til þekkja. Áttu þau ekki langt að sækja það. Þau heita, Tonny, Egill og Greta. Jósefína og Viggo bjuggu lengst af í Taastrup, sem er skammt utan við Kaupmannahöfn. Tók Viggo skömmu eftir að hann kom til Danmerkur upp ættarnafnið Öfjord, sýndi það hug hans til fjarðarins á norðurslóðum, þar sem hann sótti gæfu sína. Hann var mikilsvirtur klæðskerameist- ari í Taastrup, allt sem kom frá Öfjord var fyrsta flokks, sögðu heimamenn. Jósefína húsfreyja var einnig mikils metin í byggðarlaginu. Hún sat ekki auðum höndum. Auk þess sem hún studdi mann sinn við saumaskapinn, stjórnaði hún heimili þeirra af myndarskap og var formaður húsmæðrafélags bæjarins og nágrennis um langt skeið. Fór mikið orð af því hve skörulega hún gegndi því starfi. Gestkvæmt var á heimilinu öll árin, talið var að þar hafi verið miðstöð húsmæðranna í bænum og næsta nágrenni. Ráða var leit- að til íslenzku konunnar í Taa- strup. íslendingum er bar þar að garði var ætíð vel fagnað. Er ég ein úr þeim hópi og get því trútt um talað. Tóku þau hjón mér af- burða vel og dvaldi ég eitt sinn hjá þeim í þrjá daga í bezta yfirlæti. Rifjuð voru upp gömul kynni frá Akureyri og margt skemmtilegt bar á góma. Þegar öllu er lokið þakka ég þessum elskulegu hjónum fyrir allt gott á liðinni ævi og ég gleðst yfir því að þau fengu svo að segja að verða samferða í hina hinztu för. Þjóðskáldið okkar sr. Matthías Jochumsson segir: Fáum vió að flnnast, finnast allt er heima. Ottumst ei ef unnumst endalausa geima. Jósefína og Viggo þurfa ekkert að óttast. Ég sendi börnum þeirra og fjöl- skyldu í Danmörku innilegar sam- úðarkveðjur. Þó kveðja min komi með seinni skipunum, vona ég að hún komist til skila. Hulda Á. Stefánsdóttir Bjarni Hálfdánar■ son — Minning Mánudaginn 13. júní var til moldar borinn mágur minn og bróðir, Bjarni Hálfdánarson, Tunguseli 8, Reykjavík, sem and- aðist í Landspítalanum eftir langa og erfiða sjúkdómslegu sem hann er búinn að heyja í mörg ár, ýmist heima eða í sjúkrahúsi, þar til hann lést hinn 5. júní. Hann var fæddur 21. febrúar 1917 á Þingeyri við Dýrafjörð. Foreldrar hans voru Hálfdán Bjarnason trésmiður ættaður úr Arnarfirði og Jóhanna Sigurðar- dóttir ættuð úr Hvammi við Dýra- fjörð, en þau eru bæði látin. Bjarni kvæntist eftirlifandi eig- inkonu sinni, Laufeyju Ágústu Markúsdóttur, ættaðri úr Súðavík. 17. mars 1944 byrjuðu þau sinn búskap á ísafirði þar sem hann vann í vélsmiðjunni Þór þar í bæ. Þau fluttust frá ísafirði 1949. Árið 1947 tóku þau dreng í fóst- ur sem var þeim sem eigin sonur í einu og öllu og góður drengur hef- ur hann verið fósturforeldrum sínum. Hann heitir Markús Sigur- geir, kona hans er Bára Magnús- dóttir og búa þau í Hafnarfirði. Börn þeirra eru: Hörður Sævar, maki Lilja Sigurgeirsdóttir ísa- firði, Jóhanna Halldóra, maki Gísli Sigurjónsson ísafirði, Svanfríður Guðrún, maki Eyþór Óskarsson ísafirði, Hálfdán, maki Vigdís Ólafsdóttir Reykjavík. Bjarni fluttist til fsafjarðar 1932 með móður sinni og systkin- um og stundaði þar ýmis störf til sjós og lands. Fyrstu kynni mín af hinum látna var 1937 er ég undir- rituð tengist inn í þá fjölskyldu og giftist bróður hans, Hermanni Hálfdánarsyni, en þeir voru mjög samrýndir allt til hins síðasta. Bjarni var drengur góður og alltaf tilbúinn að hjálpa hvenær sem til hans var leitað. Hann gat aldrei neitt aumt séð að hann reyndi ekki að bæta þar úr þótt oft væri erfitt hjá honum, sem var með stóran barnahóp og konan oft sjúk heima og á sjúkrahúsum, enda vissi maður alltaf að það var óhætt að banka, ef eitthvað var að, þar var alltaf hjálp að fá, enda átti hann góðan og tryggan lífs- förunaut. Laufey var sem klettur við hlið hans allt til dauðadags, enda sýndi hún það best í veikind- um hans allt til hins síðasta að hún og börn þeirra og tengdabörn sátu yfir honum þar til yfir lauk. Við biðjum algóðan guð að styrkja eiginkonu hans, börn og tengda- börn, barnabörn og barnabarna- barn. Guð gefi honum góða heim- komu, þar sem þeir eru sem á und- an eru farnir, og taki á móti hon- um fyrir handan móðuna miklu. Far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Hermann Hílfdánarson Guðríður Markúsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.