Morgunblaðið - 15.06.1983, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 15.06.1983, Qupperneq 32
Sími 44566 RAFLAGNIR samvirki JS\/ lorijMiwMstfoíífr MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 1983 .■ ....... ■■■■■' ■ ■ ■— ^/\skriftar- síminn er 830 33 Jöfnunarsjóður sveitarfélaga: 43 sveitarfélög skorti tekjur fyrir útgjöldum — 83 fengu fólksfækkunarframlög JÖFNUNARSJÓÐUR sveitarfélaga greiddi 43 sveitarfélögum 15,1 milljón króna í aukaframlög um sl. áramót. Þar af hlutu fjögur meira en eina milljón, fjögur milli hálfrar og heillrar milljónar, tólf milli þrjú og fimm hundruð þúsund, tólf frá tvö til þrjú hundruð þúsund og ellefu undir eitt hundrað þúsund. Aukaframlag úr Jöfnunarsjóði fá sveitarfélög, sem skortir tekjur til greiðslu lögboðinna eða óhjákvæmilegra útgjalda vegna lágra skatt- tekna. Þá fengu 83 sveitarfélög fólks- fækkunarframlög úr Jöfnunar- sjóði sveitarfélaga, en það er „allt að meðalútsvari íbúa í landinu margfaldað með íbúafækkunar- tölu hlutaðeigandi sveitarfélags", segir í nýútkomnu hefti Sveitar- stjórnarmála. Meðalútsvar á íbúa 1982 var kr. 5.780,-, en samtala íbúafækkunar í viðkomandi sveitarfélögum var 578. Lögbannsmálið: Málskostnaðurinn til starfsmannafélags strætisvagnanna SAMÞYKKT var á fundi borgarráðs síðastliðinn Töstudag, að tillögu borgarstjóra, að 30.000 króna máls- kostnaður sem borgarsjóði var til- dæmdur í lögbannsmáli verðlags- stjóra og Verðlagsstofnunar gegn Lengsta svifflug á íslandi SETT VAR innanlandsmet í svif- flugi á laugardag er Sigmundur Andrésson flaug Astir-svifflugu sinni frá Sandskeiði að Fossi á Síðu, en það er um 190 kílómetra vegalengd. Flugið tók sex stundir og 23 mínútur. Eldra innanlandsmetið í lang- flugi var 172 kílómetrar og átti það Þórður Hafliðason, sem flaug frá Sandskeiði norður í Vatnsdal árið 1967. Reyndar flaug Sigmundur 180 kílómetra frá Sandskeiði að Kirkjubæj- arklaustri 1974, en það var ekki viðurkennt sem innanlandsmet þar eð það var ekki nógu mikið lengra en met Þórðar. Hugsanlega hefði Sigmundur getað flogið lengra á laugardag, því sökum ókunnugleika treysti hann sér ekki að reyna flug yfir hraun, sem er skammt austur af Fossi. í fluginu á laugardag fór mestur hluti flugtímans í að komast í nógu mikla hæð til að komast á milli staða. Þannig var Sigmundur á þriðju klukku- stund yfir Sandskeiði áður en óhætt var að leggja í hann. Þá var hann lengi við erfið skilyrði við Þríhyrning, Eyjafjallajökul og yfir Þórsmörk meðan hann var að komast í örugga hæð til að láta sig renna austur fyrir Mýrdalsjökul. borgaryfirvöldum, gengi til Starfs- mannafélags Strætisvagna Reykja- víkur. Var þessi tillaga Davíðs Oddssonar borgarstjóra samþykkt mótatkvæðalaust. „Ég taldi rétt að starfsmenn strætisvagnanna, sem reynst hafa ákaflega vel í þessum átökum og sýnt hafa af sér mikinn samstarfsvilja, njóti góðs af þessari óvæntu fjárhæð, sem ekki var gert ráð fyrir í fjár- hagsáætlun," sagði Davíð Oddsson, aðspurður um ástæður þessarar tillögu. „Ég er mjög ánægður með þessa samþykkt fyrir hönd Starfs- mannafélags Strætisvagna Reykjavíkur," sagði Ársæll Bald- vinsson, formaður félagsins í sam- tali við Mbl. Sagði hann að þetta fé yrði nýtt í tengslum við keppn- isferð strætisvagnabílstjóra til Kaupmannahafnar í sumar, en þar verður keppt í góðakstri, en um er að ræða árlega góðaksturs- keppni strætisvagnabílstjóra á Norðurlöndum. „Ég við þakka borgarstjóra fyrir þetta framlag, ég get ekkert annað sagt,“ sagði Ársæll. Höfnuöu í 10. sæti Hafsteinn Hauksson og Birgir Viðar Halldórsson uröu í 10. sæti I skoskri rallkeppni sem lauk í gær. Hér má sjá þá félaga kampakáta að rallakstrinum loknum, en sigurveg- arar í rallinu urðu þeir Blomquist og Cederberg. Þeir Hafsteinn og Birgir unnu til verðlauna í rallinu, en þeir urðu fyrstir nýliða. Einnig urðu þeir fremstir ökumanna sem gera sjálfir út bíla sína. Þessi mynd var tekin af þeim félögum eftir verðlaunaaf- hendinguna í gærkvöldi. Ljóam. RAX. Á myndinni má sjá hvernig itíflggirtar við Sultartanga hefur brostið vegna vatnavaxta f Þjórsá að undanfornu. Frá þessu var greint í frétt Morgunblaðsins f gær og þar kom fram að búast má við að hluti framkvæmdanna við Sultar- tanga tefjist um allt að 10 daga vegna þessa. Áhrif minnkandi þorskafla: Borgarlæknir: Eftirlit með eitur- úðun hert Borgarlæknisembættið hefur farið þess á leit við lögregluna að eftirlit með úð- un garða í vor verði hert, samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið fékk hjá Heimi Bjarnasyni, aðstoðar- borgarlækni, í gær. Þá segir Heimir, að fólk eigi að at- huga vandlega hvort þeir sem bjóði úðun garða hafi til þess tilskilin leyfi, sem lög- reglustjóraembættið gefur út að fenginni umsögn eitur- efnanefndar. Þorkell Jóhannesson, formaður eiturefnanefndar, segir í samtali við Morgunblaðið, að algengasta eitrið hér á landi, Parathion, sé í x-flokki, en til þess flokks eitur- efna eru gerðar strangastar kröf- ur um notkun. Efnið valdi lömun og dauða og heyrst hafi að kettir og páfagaukar hafi orðið fyrir barðinu á því þegar eitrað hefur verið. Eitrið þrotni hins vegar fljótt niður og eyðist. Hafliði Jónsson, garðyrkjustjóri Reykjavíkurborgar, segir, að allt of mikið sé um eiturúðanir og iðu- lega í tilfellum þar sem þeirra sé ekki þörf. Maðkurinn sé ein aðal- fæða fuglanna og unga, þegar þeir eru nýskriðnir úr eggjum, og geti úðun því haft skaðleg áhrif á þá. Þá kemur fram, að Reykjavíkur- borg hefur mikið dregið úr eitur- úðun í sínum görðum. Sjá viðtöl á bls. 18. Milljarði minni útflutningstekjur HEILDARTEKJUR útgerðarinnar minnka um 514 milljónir króna á árinu ef miðað er við aflann eins og hann var fyrstu fjóra mánuði ársins og gert ráð fyrir sama afla og var síðustu átta mánuði ársins 1982. Kristján Ragnarsson, formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna, sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær, að þetta þýddi í raun versnandi afkomu útgerðarinnar, sem næmi 300 milljónum króna, ef aflahlutirnir sem útgerðinni sparast vegna þessa væru dregnir frá. Útflutningsteknatap þjóðarbúsins yrði á hinn bóginn nær einum milljarði króna. Þessar tölur eru byggðar á ný- I 9. júní um áhrif aflaminnkunar á legri úttekt Þjóðhagsstofnunar frá I árinu 1983. í þessari úttekt Þjóð- Símamynd/Gunnlaugur Ragnarsson hagsstofnunar er gert ráð fyrir að aflinn síðari hluta ársins verði svipaður og hann var 1982. Gert er ráð fyrir að afli bátanna minnki um 13% og sóknin um 3% að með- altali eða um 10,3% á sóknarein- ingu. Gert er ráð fyrir að togara- aflinn minnki iítillega en vegna fjölgunar skipa og úthaldsaukn- ingar minnki meðalafli á úthalds- dag um 5% að meðaltali. Ef þróun- in verður á hinn bóginn lík því sem | var á tímabilinu janúar-apríl í ár í yrði aflaminnkunin líklega 14% en það þýddi tæplega 15% halla bát- anna; 7% halla minni togaranna 1 og rúmlega 18% halla stærri tog- aranna. Sjávarútvegsráðherra hefur ákveðið að þorskveiðar verði ekki takmarkaðar frekar en ákveðið var í upphafi ársins. Hámarksafli þessa árs verður því miðaður við 350 þúsund lestir, en ekki 300 þús- und eins og Hafrannsóknastofnun lagði til í síðustu viku. í fréttatil- kynningu ráðuneytisins segir m.a. að með tilliti til stöðu þjóðarbúsins og afkomu útgerðar og fyrirtækja í sjávarútvegi, sé ekki unnt að takmarka þorskveiðar enn frekar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.