Morgunblaðið - 17.06.1983, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.06.1983, Blaðsíða 1
56 SÍÐUR 135. tbl. 70. árg. FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 1983 Prentsmiðja Morgunblaðsins Mótmæli í Varsjá í gærkvöldi eftir þrumuræðu páfa: Tugir þúsunda gengu að aðal- stöðvum kommúnistaflokksins Varsjá, 16. júní. AP. YFIR 50.000 manns gengu í kvöld að aðalstöðvum pólska kommún- istaflokksins í Varsjá og hrópuðu hvatningarorð í garð Samstöðu. Ganga þessi hófst aðeins fáum klukkustundum eftir að Jóhannes Páll páfi II hafði flutt guðsþjónustu í Sánkti Jóhannesar-dómkirkj- unni. Mótmælaganga þessi var ein nokkurra, sem efnt var til í kjölfar ræðu páfa. Ekki kom til neinna átaka, en öflugur lögreglu- vörður fylgdist átekta með fjöldanum. í ræðu, sem páfi flutti í dóm- kirkjunni til minningar um Stefan Wyszinsky kardinála aðeins ör- fáum stundum eftir að hann kom til Póllands, gagnrýndi hann her- lögin í landinu harkalega, svo og áframhaldandi fangelsun þeirra rúmlega 200 manna, sem hnepptir voru í fjötra við setningu þeirra fyrir hálfu öðru ári. Páfi sagðist finna til samúðar með „þeim, sem orðið hefðu að bergja af hinum beiska bikar vonbrigða, auðmýkingar og þján- inga“. Yfirlýsing hans í garð yfir- valda er einhver sú harðorðasta, sem hann hefur látið frá sér fara um málefni fanga. Hundruð þúsunda manna fögn- uðu páfa að lokinni guðsþjónust- unni og mynduðu sigurmerki með fingrunum. Veifaði fjöldinn stór- um borðum, þar sem á var letrað „Faðir Samstöðu" og hrópaði nafn verkalýðssamtakanna. Lögregla fylgdist með mannfjöldanum átekta og handtók einn mann fyrir það sem nefnt var „grunsamleg hegðun". hermanna með varðhunda sér við hlið. Lech Walesa fékk í morgun fylgd óeinkennisklæddra lögreglu- manna á leið sinni til vinnu í skipasmíðastöðinni í Gdansk. Sjálfur segir Walesa, að sér sé haldið í stofufangelsi og reynt sé með öllum tiltækum ráðum að koma í veg fyrir að hann nái fundi páfa. Yfirvöld segja gæsluna á hinn bóginn vera af öryggisástæð- um hans vegna. „Við bíðum" mátti sjá á mörg- um stórum borðum, sem strengdir höfðu verið upp í miðborg Varsjár í morgun. Pílagrimar höfðu lagt miðborgina undir sig, en þrátt fyrir mjög öfluga löggæslu var andrúmsloftið ekki þrungið spennu eins og svo oft þegar þess- ar tvær andstæður, alþýðan og hervaldið, hafa mæst á götum borgarinnar. Fólk var létt í lund og ljóst var, að margir binda þær vonir við heimsókn páfa, að hon- um takist að breyta ástandinu í landinu til batnaðar. Jóhannes Páll páfi II gengur hér við hlið pólsks hermanns við komuna til Varsjár í gærdag. Gífurlega mikill viðbúnaður var á flugvellinum vegna komu hans. Símamynd AP. Efast um stöðu Andropovs þrátt fyrir forsetakjörið Talið að hann sæti enn andstöðu innan stjórnmálaráðsins Einróma samþykkt. Frá handauppréttingu í Æðsta ráðinu í gærmorgun er Yuri Andropov, lengst t.h. í neðstu röð, var kjörinn forseti Sovétríkjanna. Símamynd AP. „Friður sé með yður og föður- landi mínu, Póllandi," sagði páfi við komuna til Varsjár um kl. 16 að íslenskum tíma í dag eftir þriggja klukkustunda flug frá Róm. Gífurlegar öryggisráðstaf- anir voru við komu hans til Varsj- ár og hvarvetna á flugvellinum mátti sjá langar raðir lögreglu- og Líbanon: Skotárás kostaði 16 lífíð Trípólf, 16. júní. VOPNAÐIR menn á bifreið urðu í morgun 16 manns að bana og særðu 7 er þeir hófu skyndilega skothríð fyrir utan veitingahús og verslanir við strandlengjuna í hafnarborginni Trípólí, að því er lögreglan sagði. Fregnum af atvikinu bar ekki saman. í útvarpsstöðinni „Rödd Líbanon" sagði, að 18 manns hefðu látist og 20 særst í skotárásinni. Heimildum bar hins vegar saman um, að árásarmennirnir hefðu flúið af vettvangi í skjóli kúlnahríðar. Moskvu, 16. júní. AP. YURI Andropov var í morgun kjör- inn forseti Sovétríkjanna á fundi Æösta ráðsins, sjö mánuðum eftir að hann var gerður að aðalritara kommúnistafiokksins. Andropov er níundi forsetinn í sögu Sovétríkj- anna. Það var Konstantin Chernenkö, til þessa álitinn harðasti andstæð- ingur Andropovs, sem stakk upp á nafni hans. Var hann einróma kjörinn með handauppréttingu hinna 1500 fulltrúa Æðsta ráðs- ins. „Ég lít á það traust, sem mér hefur verið sýnt með þessu kjöri, sem traustsyfirlýsingu við komm- únistaflokkinn," sagði Andropov í ræðu er hann þakkaði stuðning- inn. „Leyfið mér að fullvissa ykk- ur um, að ég mun leggja mig allan fram í nafni reynslu minnar og kunnáttu við að réttlæta þann heiður, sem mér hefur verið sýnd- ur.“ Eftir hið formlega kjör flutti Andrei Gromyko, utanríkisráð- herra, ávarp, þar sem hann gagn- rýndi stefnu Bandaríkjanna í utanríkismálum harðlega. Hann sagði einnig, að Sovétríkin hefðu fullan hug á að bæta samskiptin við Bandaríkjamenn því án sam- vinnu þeirra yrði varanlegum friði ekki komið á í heiminum. Andropov er nú eftir sjö mánuði sem aðalritari kommúnistaflokks- ins ótvírætt orðinn valdamesti maður Sovétríkjanna. Til saman- burðar má geta þess, að það tók forvera hans, Leonid I. Brezhnev, 13 ár að komast í sömu aðstöðu. Brezhnev varð aðalritari komm- únistaflokksins í október 1964, en ekki forseti fyrr en 1977, er hann hann tók við af Nikolai Podgorny. Þrátt fyrir forsetakjörið í morg- un er enn talið, að Andropov mæti nokkurri andstöðu á meðal hinna 11 meðlima stjórnmálaráðsins. Fækkað hefur í ráðinu sökum dauðsfalla, en talið var að ein- hverjir nýir, og þá stuðningsmenn Andropovs, tækju sæti í því eftir miðstjórnarfund, sem lauk í gær. Svo varð hins vegar ekki. Er það talið merki þess, að þrátt fyrir allt sé staða Andropov ekki eins sterk og ætla mætti. Fáar breytingar, sem orð er á gerandi, áttu sér stað á miðstjórnarfundinum. Tveimur mönnum, þeim N. Sjelokov og S. Medunov, var vikið úr starfi. Þá var Nikolai Romanov var tekinn inn í stjórnmálanefnd miðstjórn- arinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.