Morgunblaðið - 17.06.1983, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 1983
Hækkanir á vöru og þjónustu:
Á bilinu 7%—32%
VERÐLAGSRÁÐ heimilaði nokkrar hækkanir á fundi sínum sl. miðviku-
dag, en hækkanir þessar eru á bilinu 7% til 32%. Bæði er um að ræða
hækkanir á vöru og þjónustu.
Unnar kjötvörur hækka á bil-
inu 15—22%, aðgöngumiðaverð
kvikmyndahúsa hækkar um 25%,
taxtar leigubíla hækka um 22%
og taxtar Landvara, þ.e. vörubíla
á langleiðum, hækka um 19%. Þá
hækka fargjöld í innanlandsflugi
um 7,5%, steypa hækkar á milli
5% og 7%, en missagt var í Mbl. í
gær, að hækkun yrði á sementi.
Þá hækkuðu vinnuvélataxtar um
32%.
Sem dæmi um hækkanir á far-
gjöldum í innanlandsflugi má
nefna að flugfarið frá Reykjavík
til Akureyrar og til baka hækkar
úr 2.458 krónum í 2.640 krónur, en
fargjald frá Reykjavík til ísa-
fjarðar og til baka hækkar úr
2.296 krónum í 2.466.
Af unnum kjötvörum má nefna
vínarpylsur sem hækka úr 104,80
kílóið í 122,90 og er þar um 17,3%
hækkun að ræða. „Ein með öllu“
hækkar úr 25 krónum í 30 krónur.
Aðgöngumiði að kvikmyndahúsi
hækkar úr 60 krónum í 75 krónur
og startgjald leigubifreiða hækk-
ar úr 58 krónum í 71 krónu.
Loks má nefna dæmi um hækk-
un á algengri steypu, S-200, en
rúmmetrinn af henni kostaði
fyrir hækkun 2.030 krónur, en eft-
ir hækkunina kostar hann 2.149
og er þar um 6% hækkun að ræða.
Þjóðhátíð í Reykjavík
DAGSKRÁ 17. júní hátíðarhaldanna í Reykjavík að þessu sinni verður
með svipuðu sniði og undanfarin ár nema hvað nú hafa borgaryfirvöld
falið Æskulýðsráði Reykjavíkur að annast störf þjóðhátíðarnefndar og
sjá um framkvæmd og dagskrárgerð.
Fram að hádegi verður dagskrá-
in með hefðbundnum hætti en hún
hefst kl. 10.00 með því að Markús
Örn Antonsson leggur blómsveig
að leiði Jóns Sigurðssonar í
kirkjugarðinum við Suðurgötu.
Síðan kl. 10.40 hefst hátíðar-
dagskrá við Austurvöll. Þar mun
formaður Æskulýðsráðs Reykja-
víkur, Kolbeinn H. Pálsson, setja
hátíðina. Þá leggur forseti íslands
blómsveig frá íslensku þjóðinni að
minnisvarða Jóns Sigurðssonar og
Steingrímur Hermannsson, for-
sætisráðherra, flytur ávarp. Því
næst verður ávarp fjallkonunnar
og Karlakór Reykjavíkur syngur
og Lúðrasveitin Svanur leikur.
Klukkan 11.15 verður guðsþjón-
usta í Dómkirkjunni, sr. Valgeir
Ástráðsson predikar og dómkór-
inn syngur ásamt Sigríði Ellu
Magnúsdóttur.
6 tonn af rækju
Sigluflrði, 16. júní.
í DAG kom inn til Siglufjardar bát-
urinn Þorleifur frá Grímsey með 6
tonn af rækju eftir rúmlega tveggja
sólarhringa úthald.
Þá kom einnig inn færabátur
með 6 tonn af þorski, sem hann
veiddi við Kolbeinsey.
Fréttaritari.
Eftir hádegið verða hátíðar-
höidin í miðbæ Reykjavíkur og
hefjast þau kl. 14.00. Þar verður
boðið upp á ýmislegt og má til
dæmis nefna að á Melavelli munu
félagar úr Fornbílaklúbbi íslands
standa fyrir akstursþrautakeppni.
í Hljómskálagarðinum verða skát-
ar með tjaldbúðar- og útistörf, í
Lækjargötu mun jazz-hljómsveit
skemmta og við útitaflið munu
stórmeistararnir Friðrik ólafsson
og Guðmundur Sigurjónsson tefla
skák.
Klukkan 15.20 hefst skrúðganga
frá Hlemmtorgi og verður gengið
að Arnarhóli þar sem barna- og
unglingaskemmtun hefst kl. 16.00.
Að lokinni skemmtuninni á Arn-
arhóli verður á vegum leikhópsins
„Svart og sykurlaust" götuleikhús
og mun hópurinn fara um Lækjar-
götu, Lækjartorg og Austurstræti.
Um kvöldið verður síðan kvöld-
skemmtun í Laugardalshöll og
hefst hún kl. 20.45. Þar munu leik-
arar og starfsmenn flytja söng- og
leikatriði um borgarlífið.
í miðbæ Reykjavíkur, nánar til
tekið í Lækjargötu og á Lækjar-
torgi, hefjast síðan kl. 21.30 dans-
leikir þar sem hljómsveitirnar
Galdrakarlar og Kikk koma fram.
Gert er ráð fyrir að skemmtun-
inni ljúki kl. 02.00 eftir miðnætti.
Tívolí Miklatún
Morgunbla9ið/RAX
Tívolí Miklatún var opnað í gærkvöldi og var strax mikil aðsókn og fjör. í dag verður tívolíið opið frá klukkan 13
til 24.
Lóðaúthlutunin í Reykjavík:
Tekjur borgarinnar
224 milljónir króna
GERT ER RÁÐ fyrir að tekjur borgarinnar af lóðaúthlutunum þeim sem fara
munu fram í júlímánuði n.k. muni nema tæpum 224 milljónum kr. en ef sótt
hefði verið um allar lóðirnar sem auglýstar voru og þær þegnar hefðu tekjur
borgarinnar numið tæpum 245 millj. kr. Alls var sótt um 910 lóðir en til
ráðstöfunar voru 978 lóðir. Þetta kom fram hjá Davíð Oddssyni borgarstjóra
í svari hans á borgarstjórnarfundi í gærkvöldi við fyrirspurnum frá borgar-
fulltrúum Alþýðubandalagsins og Kvennaframboðs um lóðamál.
Það kom ennfremur fram hjá
borgarstjóra að um 120 raðhús
hefðu borist 144 umsóknir. 424
hefðu sótt um 338 einbýlishúsalóð-
ir sem verða byggingarhæfar í ár,
160 hefðu sótt um 260 lóðir sem
tilbúnar verða 1984 og 182 um-
sóknir hefðu borist um lóðir sem
tilbúnar verða árið 1985.
Einn liður fyrirspurnarinnar
fjallaði um það hvaða reglur yrðu
lagðar til grundvallar þegar út-
hlutað yrði 9 einbýlishúsalóðum á
Ártúnsholti en um þær lóðir sóttu
83 einstaklingar. Borgarstjóri
svaraði því til að í því efni yrði
farið að mati borgarráðs og borg-
arstjórnar og yrðu menn að bera
ábyrgð á þeirri ákvörðun sem um
það yrði tekin. Benti Davíð á að
árin 1974 og 1978 hefði aldrei orðið
ágreiningur um lóðaúthlutanir til
einstaklinga, þrátt fyrir tal vinstri
manna um að þá hefði ríkt spilling
í lóðaúthlutunum. Nefndi Davíð
það og að síðan hann tók við starfi
borgarstjóra hefði hann rætt við
um 1100 borgarbúa sem til hans
hefðu komið í viðtal en af þessum
1100 hefðu aðeins þrír látið þess
getið að þeir ætluðu að sækja um
byggingarlóð. Þeir hefðu ekki
nefnt það til þess að óska eftir
sérstakri fyrirgreiðslu heldur til
þess að ræða um skipulagsmál á
byggingarsvæðum borgarinnar,
enda þyrfti ekkert punktakerfi eða
spillingu þegar lóðaframboð svar-
aði eftirspurn en nú hefði það í
fyrsta skipti tekist. í umræðunni
sem á eftir fór gagnrýndu vinstri
menn í borgarstjórn Grafarvogs-
skipulagið og sögðu að það hefði
beðið skipbrot. Þeim málflutningi
vísuðu sjálfstæðismenn á bug.
Akureyri —
Kaupmannahöfn
Fyrsta beina flug Flugleiða milli
Akureyrar og Kaupmannahafnar
var í gær og tók ljósm. Mbl., Gunn-
ar Berg, þessa mynd, er farþegar
fóru um borð í þotuna á Akureyr-
arflugvelli í gær, en að sögn Sæ-
mundar Guðvinssonar hjá Flug-
leiðum voru þeir um 60 talsins.
Þotan fór frá Keílavík til Kaup-
mannahafnar í gærmorgun og síð-
an frá Kaupmannahöfn til Akur-
eyrar, þar sem hún lenti um
fimmleytið í gær. Um klukkustund
síðan hélt hún aftur til Kaup-
mannahafnar og var svo væntan-
leg aftur til Keflavíkur í nótt.
Tvær aðrar slíkar ferðir milli Ak-
ureyrar og Kaupmannahafnar
verða í sumar; fyrstu fimmtudag-
ana í júli og ágúst.
Valgeir Björnsson fyrrv.
hafnarstjóri látinn
VALGEIR Björnsson fyrrverandi
hafnarstjóri lézt á Landspítalanum
aðfaranótt 16. júní sl. Valgeir var
fæddur 9. september 1894 á Dverga-
stcini, Seyðisfirði. Foreldrar hans
voru séra Björn Þorláksson og Björg
Einarsdóttir.
Valgeir varð stúdent árið 1913,
lauk prófi í forspjallsvísindum frá
háskólanum í Kaupmannahöfn
1914, prófi í byggingaverkfræði
frá DTH í Kaupmannahöfn 1921.
Aðstoðarverkfræðingur var hann
hjá Jóni Þorlákssyni 1921—22 við
undirbúning Flóaáveitunnar. Þá
starfaði hann einnig að ýmsum
vega- og samgöngumálum. Bæjar-
verkfræðingur og lóðaskrárritari í
Reykjavík var hann 1924—43 og
gerði áætlanir og hafði umsjón
með byggingu ýmissa mannvirkja
borgarinnar, m.a. hafði hann yfir-
umsjón með byggingu Hitaveitu
Reykjavíkur og vann að skipulagi
borgarinnar.
Hafnarstjóri í Reykjavík varð
Valgeir 1944 og gegndi því starfi
til 1965. Á þessum árum undirbjó
Valgeir og hafði umsjón með
rekstri, nýbyggingum og hagnýt-
ingu Reykjavíkurhafnar, þá var
öll vesturhöfnin dýpkuð, bryggjur
og athafnasvæði við Grandann og
Örfirisey byggð og Ingólfsgarður
lengdur, svo fátt eitt sé nefnt. Þá
sá Valgeir einnig um undirbúning
og útboð á 1. áfanga Sundahafnar.
Valgeir gegndi fjölmörgum
trúnaðarstörfum, auk þess átti
hann sæti í fjölmörgum nefndum
og ráðum.
Valgeir kvæntist eftirlifandi
eiginkonu sinni, Evu, árið 1923.
Þau eignuðust fjögur börn, sem öll
eru á lífi.