Morgunblaðið - 17.06.1983, Qupperneq 8
8
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 1983
Jóhann Hjartar-
son sigraði
á KEA-mótinu
Skák
Margeir Pétursson
SKÁKFÉLAG Akureyrar lauk vel
heppnuAu starfi sínu í vetur með
helgarskákmóti sem fram fór um
hvítasunnuna. Kaupfélag Eyfirð-
inga styrkti mótid meó myndar-
legu framlagi og gerdi þaó skákfé-
laginu kleift að bjóða nokkrum öfl-
ugum Reykvíkingum til leiks og að
hafa sjö peningaverðlaun á mót-
inu, þau hæstu sjö þúsund krónur.
Úrslit á mótinu urðu þau að Jó-
hann Hjartarson, nýkominn úr
stúdentsprófi, gerði sér lítið fyrir
og sigraði sannfærandi, vinningi á
undan næstu mönnum. Fyrir síð-
ustu umferðina voru þeir Jóhann
og Helgi Ólafsson jafnir og efstir,
en þá vann Róbert Harðarson
Helga óvænt og leiðin þar með
greið í efsta sætið fyrir Jóhann.
Urslit mótsins urðu þessi:
1. Jóhann Hjartarson, T.R., 6
v. af 7 mögulegum.
2. -5. Elvar Guðmundssn,
T.R., Helgi Ólafsson, T.K., Dan
Hansson, T.R., og Róbert
Harðarson, T.R., allir með 5 v.
6.-9. Gylfi Þórhallsson, S.A.,
Jón Garðar Viðarsson, S.A., og
Bragi Pálsson, S.A., 4'/2 v.
10.—13. Sævar Bjarnason,
T.R., Smári Ólafsson, S.A., Sig-
urjón Sigurbjörnsson, S.A., og
Jakob Þór Kristjánsson, S.A., 4
v.
14,—17. Halldór Jónsson, S.A.,
Atli Benediktsson, S.A., Skúli
Þór Magnússon, T.R., og Sveinn
Pálsson, S.A., 3'/2 v.
Þeir Valur Sæmundsson og
Árni G. Hauksson, báðir í S.A.,
fengu bókaverðlaun fyrir bestan
árangur unglinga. Þá hlaut
Bragi Pálmason verðlaun fyrir
að hafa náð bestum árangri
skákmanna með minna en 1.900
stig. Slík verðlaun eru skemmti-
legt nýmæli á íslenskum mótum,
en mjög tíðkast erlendis að gefa
hinum stigalægri kost á að tefla
um sérstök verðlaun auk aðal-
verðlaunanna.
Valur Arnþórsson, kaupfé-
lagsstjóri, sleit mótinu og af-
henti verðlaunin. Hann kvað
Kaupfélag Eyfirðinga reiðubúið
til að styrkja skákfélagið þannig
að halda mætti slíkt mót á
hverju ári.
Hvítt: Jóhann Hjartarson
Svart: Elvar Guðmundsson
Katalónsk byrjun
I. d4 - RfG, 2. c4 - e6, 3. Rf3 —
d5, 4. g3 — dxc4, 5. Bg2 — Bb4+.
Öllu markvissara afbrigði er 5.
- c5, 6. 0-0 - Rc6.
6. Bd2 — Be7, 7. Da4+ — Bd7, 8.
Dxc4 — Bc6, 9. 0-0 — Re4?!
Markmið svarts með þessum
leik er væntanlega að styrkja
stöðu sína á miðborðinu, en í
reynd þjónar hann þveröfugum
tilgangi, því í framhaldinu nær
hvítur að losa sig við þennan
Jón Hjartarson
riddara og fá sterkt peðamið-
borð.
10. Bf4 — 0-0.
Framhaldið í skákinni Alburt,
Bandaríkjunum, og Kovacevic,
Júgóslavíu, á Ólympíumótinu í
Luzern varð 10. — Rd7, 11. Re5!
— Bd5, 12. Dc2 með mun betri
stöðu á hvítt.
11. Dc2! - Rg5?
Skárra var 11. — Rd7.
12. Bxg5 — Bxg5, 13. e4 — Bf6,
14. Rc3 — g6.
14. - Bxd4? 15. Hadl - e5,16.
Rxe5 var mjög slæmt fyrir svart.
15. Hadl — RaG, 16. Hfel.
Hvítur hefur náð yfirburða-
stöðu. Svörtu biskuparnir á c6 og
f6 berja höfðinu við stein þar
sem hvíta peðamiðborðið er.
17. h4 — De7, 18. a3 — Hfd8, 19.
d5! — Be8, 20. e5
20. — c6
Hræðilegur leikur, en svartur
óttaðist 21. Rd4 með hótunum á
skálínu biskupsins á g2.
21. d6 — Df8, 22. h5 - Rb8, 23.
hxg6 — hxg6, 24. Rg5 - Rd6, 25.
f4 — Rb6, 26. Rce4.
Svartur er gjörsamlega njörv-
aður niður og hvítum veitist létt
að ljúka skákinni með kóngs-
sókn.
26. - Rd5, 27. Bf3 - Bh6, 28.
Dh2 - Dg7, 29. Kf2 - Bxg5, 30.
fxg5 — Bb7 og um leið féll svart-
ur á tíma, en hann er hvort sem
er varnarlaus gegn hvítu sókn-
inni eftir 31. Rf6+ o.s.frv.
Metsölublcu) á hverjum degi!
Skólakór Kársnes- og Þinghólsskóla ásamt stjórnanda sínum, Þóninni Björnsdóttur.
Nýr barnakór
Tónlist
Jón Ásgeirsson
Það er ekki fjarri lagi að
ávöxtun þeirrar innistæðu er dr.
Heinz Edelstein lagði inn til
menningarlegrar ávöxtunar með
stofnun Barnamúsíkskólans, sé
nú þessi árin að skila sér, vaxin
til þeirrar stærðar að ótrúlegt
má teljast. Bæði Tonica-do-að-
ferðin, Carl Orff-aðferðin í notk-
un slaghljóðfæra og sú viðbót er
hingað hefur borist af kennslu-
aðferðum Kodaly, er nú að skila
sér í blómlegu starfi barnakóra.
Það vill segja, að sú kennsluað-
ferð er að meginþunga leggur
áherslu á söng, blómstrar í
starfi samsöngsflokka, því nú
eru starfandi á íslandi fjölmarg-
ir ágætir barnakórar, en fyrir
svona 25 árum var varla hægt að
tala um slík fyrirbæri, utan
barnakór þann er Ingólfur Guð-
brandsson hafði þá gert frægan
og varð undirstaðan í Pólýfón-
kórnum.
Nú hafa íbúar í Kópavogi
eignast sinn barnakór, Skólakór
Kársnes- og Þinghólaskóla og er
stjórnandi kórsins ungur og
efnilegur tónlistarmaður, Þór-
unn Björnsdóttir. Söngur barn-
anna var mjög fallegur og er
auðheyrt að Þórunn kann þá list
að kenna börnum bæði fallega
tónun og að syngja hreint. Bæði
er, að mörg barnanna eru mjög
ung og einnig erfitt um vik að
þjálfa margumræddan stuðning
þindarinnar hjá börnum, en ein-
mitt það var nokkuð áberandi að
vantaði, einkum í veikum söng,
sem olli því að tónstaðan vildi
raskast. Þetta er aðeins sagt sem
ábending, því svo vel eru börnin
þjálfuð í söng og túlkun, að með
gætilegri viðbótarþjálfun ætti
að vera hægt að ná þessu marki
og þá er söngur kórsins óaðfinn-
anlegur.
Efnisskráin var að mestu ís-
lenskir söngvar og meðal annars
frumflutt lag eftir Þorkel Sigur-
björnsson við kvæði eftir Þor-
stein Valdimarsson, er ber nafn-
ið fögnuður. Af öðrum söngvum
má nefna fallegt lag eftir Gunn-
ar R. Sveinsson, er hann kallar I
nótt mig dreymdi, tvö sálmalög,
Til þín Drottinn, er Þorkell Sig-
urbjörnsson hefur samið við
texta eftir Pál V.G. Kolka, bráð-
fallegt lag og söngperluna Heyr
himnasmiður, við texta eftir
Kolbein Tumason. í heild voru
tónleikarnir mjög góðir og sann
arlega ástæða til að óska íbúum
Kópavogs og Þórunni til ham-
ingju með glæsilega frammi-
stöðu barnanna.
KAUPMANNAHÖFN:
Fréttabréf úr Jónshúsi
Jónshúsi, Kaupmannahöfn. 24. maí.
ÞÁ ER fréttaritari fluttur úr sveit í
borg, en heldur þó áfram að senda
smápistla um ýmislegt það, sem ger-
ist í næsta nágrenni. Fyrst skal talin
samkoma fyrir eldra fólkið hér í
Höfn, sem haldin var í félagsheimil-
inu eftir messu í St. Paulskirkju á
hvítasunnudag. Ungt fólk hringdi í
eldri meðlimi íslendingafélagsins til
að bjóða þeim til samkomunnar og
reyndust þeir vera 110 talsins. Þótt
ekki kæmu nærri allir var glatt á
hjalla og sungin ættjarðarlög við
undirleik Guðmundar Eiríkssonar
frá Selfossi, sem hér er við tónlist-
arnám. Þá fluttu ávörp síra Jónas
Gíslason, sem staddur var í borg-
inni, en hann var fyrsti sendiráðs-
presturinn hér, og síra Ágúst Sig-
urðsson, sem stjórnaði samkomunni.
Að kvöldi hvítasunnudags var
umræðufundur í félagsheimilinu,
þar sem Guðmundur Steinsson
leikritaskáld svaraði spurningum
viðstaddra og sagði frá leikritum
sínum. Hann hefur dvalið í fræði-
mannsíbúðinni í Jónshúsi undan-
farna 3 mánuði og verið viðstadd-
ur frumsýningar á leikriti sínu
Stundarfriði í Kaupmannahöfn og
Stokkhólmi. Auk þess hefur leik-
ritið verið sýnt í Braunschweig í
Þýzkalandi, og hefur, auk sjón-
varpssendinga, einnig verið sýnt í
Seattle í Bandaríkjunum í sam-
bandi við Scandinavia today á sl.
hausti, og var flutningurinn þar
ekki hefðbundinn, en áhorfendur
geysimargir. — Hér í Kaup-
mannahöfn ber Stundarfriður
þýðingarnafnið „En stakket frist",
en þýðendur eru Kristín Bjarna-
dóttir og Viggo Kjær Petersen. í
Stokkhólmi heitir leikritið „En
stilla stund“ og í Braunschweig
„Keine Zeit, keine Zeit“. óhikað
má telja útbreiðslu Stundarfriðar
fágæta og móttökurnar mjög góð-
ar, og að þetta vinsæla og athygl-
isverða leikrit Guðmundar Steins-
sonar sé hin bezta landkynning og
höfundi til verðugs hróss. — Upp-
setning verksins á Grábræðrasenu
Konunglega leikhússins er leik-
listarviðburður, sem hér er tekið
eftir.
Á annan í hvítasunnu voru 5 ís-
lenzk börn fermd og eitt skírt í
Vástre Skrávlinge-kirkju í Malmö
og var það hátíðleg guðsþjónusta
með þátttöku 165 Islendinga í
Malmö og nágrenni. Organisti var
Einar Sveinbjörnsson konsert-
meistari, 10 manna kirkjukór
söng, en íslenzki presturinn í Höfn
þjónar einnig hinum samheldna
hópi íslendinga yfir á Svíþjóð-
arströnd. Er þar starfandi öflugt
félag, ÍMON (íslendingafélagið í
Malmö og nágrenni), en formaður
þess er Georg Franklínsson og var
veizla eftir fermingarathöfnina í
nýlega opnuðu félagsheimili ÍM-
ON við Lugnangötu 43.
Félagsheimili íslendinga í
Kaupmannahöfn er á 1. hæð í
Jónshúsi og er opið þar í sumar
frá kl. 14 og fram á kvöld nema á
mánudögum. Hefur verið margt
um manninn þar undanfarið. Safn
Jóns Sigurðssonar er á 3. hæð og
er opið virka daga frá kl. 13 til 15,
og einnig eftir samkomulagi við
umsjónarmann þess, síra Ágúst
Sigurðsson. í safninu er saga Jóns
forseta rakin í myndum og minn-
Úr sýningu Konunglega lelkhússins
á Stundarfriði.
ingum bóka og bréfa og er það
mjög áhugavert, enda koma þar
margir, einkum ferðamenn á
sumrin. Þá er bókasafn íslendinga
í Kaupmannahöfn til húsa á
þriðju hæð og er það opið á sunnu-
dögum frá 16—18 nema yfir blá
sumarið. í Jónshúsi er einnig
skrifstofa íslenzku félaganna í
Höfn.
G.L.Ásg.