Morgunblaðið - 17.06.1983, Síða 10

Morgunblaðið - 17.06.1983, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 1983 30 ár frá uppreisninni í Austur-I»ýskalandi Frá uppreisninni í Austur-Þýskalandi 17. júní 1953. Myndin sýnir mótmælendur á Potzdamer Platz, sem nú er í auðn. Þar reis Berlínarmúrinn 1961, en að baki hans er austurþýskt landssvæði allt notað undir skriðdrekatálma og ýmsar vígvélar. Kommúnistar gegn verkalýðnum Fyrir 30 árum, eða hinn 17. júní 1953, fóru verkamenn í Austur-Þýskalandi í verkfóll, er nefnd hafa verið í þýskri sögu uppreisn verkafólks. Á milli 300 og 400 þúsund verkamenn hófu þá verkfóll í um 270 borgum og bæjum Austur-Þýskalands. Þeir kröfðust þess upphaflega, að hinar miklu vinnukröfur, er gerðar voru til þeirra, yrðu minnkaðar, en síðan fóru þeir fram á, að hinn óvinsæli Kommúnistaflokkur landsins yrði lagður niður og forystumenn ríkisins sviptir embættum sínum, en um leið boðaðar almennar kosningar. Verkföllin urðu nánast til þess að fella Walter Ulbricht aðalritara Kommúnistaflokks landsins (SED, eða Sozialistische Einheits- partei Deutschlands) úr embætti. En ríkisskipulagi Austur-Þýskalands var ekki hætta búin, því hernámsaðilinn, Sovétríkin, var ekki á þeim buxunum að leyfa breytingar í átt til frelsis. Það var 7. október 1949 sem Austur-Þýskaland var stofnað á hernámssvæði Sovétríkjanna. Það er aðeins á yfirborðinu sem landið býr við fjölflokkakerfi. Þjóðinni er meinað að koma skoðunum sínum á framfæri með frjálsum kosning- um. Upprunalega var litið á Austur-Þýskaland sem bráða- birgðalausn eins og raunar Vest- ur-Þýskaland einnig, a.m.k. var það hin yfirlýsta stefna stjórn- valda að sameinast Vestur-Þýska- landi. f fyrstu stjórnarskrá lands- ins var kveðið svo að orði, að Þýskaland væri eitt lýðveldi og að- eins til eitt þýskt þjóðerni. Á 7. áratugnum var þó svo komið, að Kommúnistaflokkurinn áleit tvö þýsk þjóðerni vera til og skiptingu landsins 1949 endanlega, enda óafturkallanleg afleiðing sögunn- ar. Austur-Þýskaland var stofnað af hinu sovéska hernámsliði. Landið hóf þátttöku í Varsjár- bandalaginu og árið eftir stofnun þess, eða 1956, varð her Austur- Þýskalands hluti af herafla bandalagsins. Uppreisnin í Austur-Þýskalandi var fyrstu mótmæli í austan- tjaldsríki frá síðari heimsstyrjöld- inni. í kjölfar hennar kom upp- reisnin í Ungverjalandi og órói í Póllandi. Ungverjalandsuppreisn- in var barin niður með hörku af sovésku innrásarliði eftir mikil átök. Það liðu ekki nema 12 ár þar til sagan endurtók sig í Tékkóslóv- akíu, enda þótt uppreisnin þar væri ekki eins blóðug og í Ung- verjalandi. Sovéskir skriðdrekar bundu enda á stjórnarbætur þær, er Alexander Dubcek, leiðtogi hins tékkneska Kommúnistaflokks, hafði komið á. Loks lýsti Jaruz- elski hershöfðingi yfir herlögum í Póllandi í desember 1981 til að skera á rætur einu frjálsu verka- lýðssamtaka í austantjaldsríki, Solidarnosc, en félagið hafði tíu milljónir verkamanna innan vé- banda sinna. Það sem að framan er talið sýn- ir, að sovéskur sósíalismi á erfitt uppdráttar í mörgum löndum handan járntjaldsins. Uppreisnin í Austur-Þýskalandi 1953 efldi von Þjóðverja beggja vegna landa- mæranna um það, að ekki væri unnt til lengdar að halda Austur- Þýskalandi aðskildu frá vestur- hluta landsins gegn vilja fólksins. Sameining landanna virtist hugs- o anleg á næstunni. Austur-Þýska- land átti einnig við mikinn vanda að etja, sem var stöðugt vaxandi fólksflótti. Landinu virtist vera að blæða út. Fjöldi flóttamanna til Vesturlanda náði algjöru hámarki árið 1953, en þá flúðu 331 þúsund Austur-Þjóðverjar yfir til Vestur- landa. Fjöldi flóttamanna næstu árin var á milli 144 og 280 þúsund manns. Hafist var handa um að reisa hinn illræmda Berlínarmúr 13. ágúst 1961, í því skyni að Austur-Þýskalandi „blæddi ekki út“, svo mikill sem flóttamanna- straumurinn var frá landinu. Um 2,7 milljónir Austur-Þjóðverja flúðu landið á tímabilinu frá stofnun þess 1949, fram til bygg- ingar múrsins (Die Mauer) 1961, en með honum urðu vonir Þjóð- verja um sameiningu nánast að engu, enda þótt sumir vestur- þýskir stjórnmálamenn setji hana enn á oddinn eins og t.d. Franz Josef Strauss, leiðtogi bræðra- flokks kristilegra demókrata í Bæjaralandi. 1 kjölfar hernámsstefnu Sovét- ríkjanna og einokunar Kommún- istaflokks Austur-Þýskalands komu víðtækar breytingar á hátt- um í landinu. Breytingar á eign- arhaldi jarða, menntakerfi og réttarkerfi sem og þjóðnýting í iðnaði ruddi brautina fyrir Moskvusósíalisma. Enda þótt sagt væri, að Austur-Þýskaland skyldi fylgja sinni eigin leið til sósíal- isma, fór svo að lokum, að áskor- anir í þá átt voru hafðar að engu. Árið 1948 var Kommúnista- flokknum í Austur-Þýskalandi opinberlega breytt í nýtískulegan, stalínískan flokk. Við stofnun Austur-Þýskalands minnkuðu sjálfkrafa stjórnmálaleg, mennt- unarleg og efnahagsleg tengsl við vesturhluta Þýskalands. Smátt og smátt komst á fót stalínískt fyrir- komulag í landinu. Á öðru lands- þingi Kommúnistaflokksins 1952, tilkynnti Walter Ulbricht aðalrit- ari opinberlega, að sósíalismi væri að þróast í landinu og efnahagur þess undir slíkt búinn. Af framansögðu sést, að íbúar Austur-Þýskalands voru neyddir til að veita viðtöku ríkiskerfi sem þeir voru hvorki vanir né kærðu sig um. Þar sem bróðurpartur iðn- aðar var þjóðnýttur, var það ríkið, sem varð helsti vinnuveitandi verkamanna og félagsleg átök urðu því stjórnmálalegs eðlis. Ein meginorsök atburðanna í Austur- Þýskalandi í júnf 1953 var því ákvörðun hins austur-þýska Kommúnistaflokks í júlí 1952, að innleiða sósíalisma. Mest áhersla var lögð á þungaiðnað að stalín- ískri fyrirmynd, meðan fram- leiðsla neysluvarnings var van- rækt. Þá var fjöldi fyrirtækja þjóðnýttur, en þeim stærstu hafði ríkið þegar tekið við í stríðslok. Landbúnaður var færður í átt til samyrkju. Á öðru landsþingi Kommúnista- flokks Austur-Þýskalands var einnig tilkynnt, að stéttabaráttan skyldi efld, en hún beindist einna helst að bændum, iðnaðarmönnum og miðlungsstórum fyrirtækjum sem voru enn í einkaeign og gegn miðstétt landsins, sem flokkurinn hafði treyst á fram til þessa. Kirkjan var beitt þrýstingi. Staða hennar í þjóðfélaginu varð veik- ari, fólk hvatt til að segja sig úr söfnuðum, kirkjuskattur lagður niður og kennsla f kristnifræðum í skólum bönnuð. Þá voru ungl- ingasamtök mótmælenda sett á svartan lista. Fyrstu fjóra mánuði ársins 1953 voru um 50 prestar og aðstoðarmenn þeirra handteknir og um 300 skólanemar reknir úr skólum sínum þar sem þeir til- heyrðu unglingasamtökum mót- mælenda. 1 baráttu sinni til að halda völd- um þrátt fyrir geigvænleg vanda- mál og viðnám íbúa landsins, hneigðust stjórnvöld í Austur- Þýskalandi í auknum mæli til stjórnmálalegra refsinga. Meintir skemmdarverkamenn og útsend-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.