Morgunblaðið - 17.06.1983, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR17. JÚNÍ 1983
Tyrkland:
Sprengjukast á
markaðstorgi
IxUnbul. 16. júnf. AP.
TVEIR hryðjuverkamenn köstuðu
haudsprengjum og skutu úr sjálf-
virkum hríðskotabyssum á fólk á
stóru markaðstorgi í Istanbul.
Tveir menn létust og 25 særðust,
þar af þrír alvarlega.
Að sögn lögreglunnar féll
annar hryðjuverkamannanna í
bardaga við öryggisverði, sem
voru staddir á markaðstorginu,
en hinn komst undan. Þegar
síðast fréttist höfðu engin sam-
tök lýst sök á hendur sér og
enginn vissi deili á tilræð-
ismanninum, sem var skotinn.
Þeir tveir, sem féllu fyrir
hryðjuverkamönnunum, voru
Kína:
maður á sextugsaldri og 13 ára
gamall gullsmíðalærlingur.
Vitni segja, að mennirnir hafi
haft vopnin í poka og byrjað á
að kasta tveimur handsprengj-
um að fólkinu þegar þeir komu
á götuhorn í gamla hluta mark-
aðarins, en við hann eru um
4.000 verslanir og búðarholur.
Lögreglan telur, að annaðhv-
ort eigi í hlut armenskir hryðju-
verkamenn eða vinstrisinnar,
sem hafi með morðunum viljað
halda hátíðlegt, að 13 ár eru frá
því í odda skarst með verka-
mönnum og lögreglu í Istanbul.
Þýlyndir þjóðvillingar
sem drekka kóka kóla
Peking, 16. júní AP.
KÓKA kóla er óhollur drykkur, á
okurverði og hreinasta sóun á er-
lendum gjaldeyri, sagði nú nýlega í
Leiðtoga-
fundur E6E
í Stuttgart
Stuttgart, 16. júní. AP.
LElÐTtKlAR ríkja Vestur-Evrópu
komu til Stuttgart í dag, þar sem
þriggja daga fundur þeirra um
stefnumið Efnahagsbandalagsríkj-
anna í efnahags- og stjórnmálum
befst á morgun.
Fundinn sækja auk Helmut
Kohl, kanslara Vestur-Þýska-
lands, sem er gestgjafi að þessu
sinni, Margaret Thatcher, forsæt-
isráðherra Bretlands, Francois
Mitterand, Frakklandsforseti,
Amintore Fanfani, forsætisráð-
herra Ítalíu og leiðtogar sex ann-
arra ríkja EBE.
Enn eitt flug-
ránið í Miami
Miami, 16. júní. AP.
FLUGVÉL frá Eastern Airlines með
84 farþega og II manna áhöfn inn-
anhorðs var í fyrrinótt rænt á leið
sinni frá Miami til Laguardia-
flugvallar í New York og snúið til
Kúbu. Vélin lenti í Mavana og sneri
snemma í morgun áleiðis til Miami á
ný.
opinberu, kínversku tímariti, sem
kallaði kókþambara þýlynda þjóð-
villinga og jafnvel glæpamenn, þótt
drykkurinn sé framleiddur í land-
inu sjálfu.
í Kína er grunnt á útlendinga-
hatrinu og júníhefti timaritsins
„Nýrra athugana" er gott dæmi
um það. Þar segir, að kók-
drykkjumenn hafi „látið þjóðar-
stoltið lönd og leið, lotið í duftið
fyrir kapítalískri úrkynjun og
unnið hagsmunum þjóðarinnar
gífurlegt ógagn í þeim tilgangi
einum að fullnægja gróðafíkn út-
lendra fjarmálaspekúlanta".
„Af fúsum vilja gerast þeir
þrælar útlendinganna. Það er
ekki aðeins skammarlegt, heldur
glæpsamlegt líka.Það er óþol-
andi,“ sagði í tímaritsgreininni.
Haft var eftir áreiðanlegum
heimildum í Kína í dag, að tíma-
ritið hafi ekki verið að túlka
skoðanir stjórnvalda og að utan-
ríkisráðuneytið sé „rasandi" yfir
þessari árás á kókina. 1 Kína er
kóka kóla framleitt í tveimur
verksmiðjum með einkaleyfi frá
Bandaríkjunum.
„Nýjar athuganir", sem kemur
út annan hvern mánuð og er
málgagn kínversku rithöfunda-
samtakanna, flytur fjölbreytt
efni um listir og bókmenntir. í
því birtist fyrir skömmu grein
þar sem sagði, öfugt við opinber-
ar yfirlýsingar, að diskótónlist
væri alls ekkert klámfengin
heldur bara hin besta skemmtun.
Kúbumenn reiðu-
búnir til samninga
— segir varaforseti Kúbu um samskiptin við Bandaríkjamenn
llavana, 16. júní. AP.
CARLOS RAFAEL Rodriguez, varaforseti Kúbu, segir að samskipti
Bandaríkjanna og Kúbu hafi ekki verið verri í 23 ár og ógn hernað-
aríhlutunar gegn þjóð hans sé yfirvofandi.
Rodriguez, sem er sjötugur
að aldri og þriðji æðsti maður
á eftir Fidel Castro, bætti því
hins vegar við að Kúbumenn
væru reiðubnir til að semja
við stjórn Ronalds Reagan, en
sagði Reagan og stjórn hans
hafa hótað hernaðaríhlutun á
Kúbu.
Rodriguez sagði Þessar hót-
anir hafa orðið til þess, að
Kúbumenn hafi orðið að tvö-
falda varnarmátt sinn á síð-
ustu tveimur árum og mynda
500.000 manna „þrautþjálfað
og vel útbúið" landgöngulið.
Þetta kom fram á fundi með
bandarískum fréttamönnum
og útgefendum og fullyrti
varaforsetinn að stjórnvöld á
Kúbu vildu bætt samskipti við
Bandaríkin, en möguleikinn á
því að Bandaríkin beiti hern-
aðarmætti gegn Kúbu hafi
aldrei verið meiri en nú.
Símamynd AP.
Páfi í Póllandi
Myndin hér að ofan er tekin þegar Jóhannes Páll páfi II kom til Varsjár
í upphafi átta daga heimsóknar sinnar til fóðurlandsins.
SúkkulaÖi-
fræði slá
öðrum við
San Franeisco, 15. júní.
LEYNDARDÓMAR kakóbaunar-
innar lokkuðu átta hundruð nem-
endur til að sækja um námskeið
sem boðið var upp á í grasafræði-
deild Berkeley-háskóla í Kalif-
orníu á þessari önn. Ástæðan er
án efa sú, að í staðinn fyrir að
nota hefðbundið fræðilegt heiti á
námskeiðið, kynnti Dr. John
West, prófessor í þessum fræðum,
námskeiðið undir hinum einfalda
og gómsæta titli: Súkkulaði.
Því miður gátu ekki komist
fleiri en 35 nemendur í rann-
sóknarstofu Dr. West, þannig
að 765 nemendur urðu að láta
sér nægja fyrirlestra í öðrum
fræðum á þessari önn. Nám-
skeið þetta var einnig takmark-
að við líffræðinemendur á síð-
asta ári, þannig að hringurinn
þrengdist skjótt.
Það tók Dr. West hálft ár að
fá aðra fulltrúa í deildinni til að
leggja blessun sína yfir nám-
skeiðið, sem fól í sér að farið
var jafnt í virðulega sögu
súkkulaðisins og smökkun.
Á lokaprófinu var spurt erf-
iðra sagnfræðilegra spurninga
og farið var út í vísindaleg at-
riði, en eins og súkkulaðiunn-
endum einum er lagið gekk
bekknum vel. Einn nemandi
með hæstu einkunn þyngdist
um tæp fjögur kíló.
Aðeins 3% Pólverja
styðja kommúnista
París, 16. júní. AP.
UM 60% Pólverja eru þeirrar
skoðunar að Sovétríkin hafi stað-
ið að baki árásinni á Jóhannes
Pál páfa á sínum tíma. Kemur
þetta fram í leynilegri skoðana-
könnun, sem fram fór á vegum
franska vikuritsins Paris Match
2. maí til 8. júní sl. og birt var í
dag. Náði hún til 600 Pólverja og
er þriðja skoðanakönnunin, sem
blaðið hefur látið fram fara í Pól-
landi, síðan lýst var yfir herlög-
um í landinu 13. desember 1981.
í skoðanakönnuninni kemur
fram, að aðeins 3% pólsku
þjóðarinnar styðja kommúnista
flokkinn í landinu en aftur á
móti styðja 76% Samstöðu,
samtök hinna óháðu verkalýðs-
félaga. Hins vegar líta aðeins
6% á Lech Walesa sem björg-
unarmann þjóðarinnar og
Vojciech Jaruzelski hlaut einn-
ig stuðning 6% aðspurðra við
sömu spurningu. Aftur á móti
lögðu 28% traust sitt á páfa í
þessu skyni.
Skoðanakönnunin leiddi í
ljós áframhaldandi óvinsældir
Sovétríkjanna og kommúnism-
inn reyndist hafa langminnst
fylgi á meðal aðspurðra, eða
3%. Aftur á móti sögðust 37%
vilja stjórn kristilegra demó-
krata og 29% vildu láta frjáls-
lyndan flokk taka við stjórn-
artaumunum.
Fyrirliggjandi í birgðastöð
STANGA'
KORAR
M.S.58.
Sívalur
• • •
•••
• •
Sexkantaður
Þvermál 5.00 mm - 100.00 mm
Þvermál 11.00 mm - 50.00 mm
SINDRA
STALHF
Borgartúni 31 sími 27222