Morgunblaðið - 17.06.1983, Síða 18

Morgunblaðið - 17.06.1983, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 1983 Sumarstarf hafið í Árbæjarsafni ÁRBÆJARSAFN hefur nú hafið sumarstarf.semi sína sem verdur med svip- uðu sniði og undanfarin ár en um tíu þúsund gestir heimsækja safnið árlega. SeyAisnrði, 16. júní. í GÆR var háð merkilegt hlaup, sem hófst við sundlaugina hér á Seyðisfirði, þaðan sem leið liggur yfír Fjarðarheiði, og endaði við félags- heimilið V alaskjálf á Kgilsstöðum. Þátttakendur í hlaupi þessu voru tveir kunnir bæjarbúar hér á Seyðisfírði, Jóhann Sveinbjörnsson, bæjar- gjaldkeri, og Þorvaldur Jóhannsson, skólastjóri, báðir menn á fímm- tugsaldri. Vegalengdin, sem hlaupin var, er um 26 kflómetra löng, þar af níu kílómetra langar brekkur upp frá Seyðisfirði. Hlaupið hófst klukkan sex, en þeir kappar luku því skömmu fyrir klukkan níu. Nýlega gaf safnið út möppu með fjórum Reykjavíkurteikningum, þrívíddarmyndum sem Aage Niel- sen-Edwin hefur gert eftir göml- um Reykjavíkuruppdráttum. Listamaðurinn Aage Nielsen- Edwin er fæddur í Kaupmanna- höfn 1898 og hefur verið búsettur á íslandi frá 1946. Hann er myndhöggvari en hefur auk þess stundað kennslu. Aage Nielsen- Edwin fékk hugmyndina að þrí- víddarteikningunum þegar hann vann að gerð líkans af Reykjavík ásamt Eggerti Guðmundssyni fyrir Reykjavíkursýninguna 1961. Hver teikning er gerð eftir einu Reykjavíkurkorti, hin fyrsta eftir uppdrætti Rasmusar Lievogs frá 1786, árinu sem Reykjavík fékk kaupstaðarréttindi. Onnur mynd- in er gerð eftir korti Ohlsens og Aanum frá 1801 og hin þriðja eftir korti sem Frakkinn Victor Lottin gerði 1836. Lottin var í leiðangri Gaimard og er kortið prentað í ferðabók hans. Fjórða myndin er gerð eftir korti sem Benedikt Gröndal teiknaði eftir mælingum Sveins Sveinssonar 1876 og er frummyndin í Árbæjarsafni. í tilefni af útgáfu kortamöpp- unnar verður sett upp sýning á Reykjavíkurkortum. Á henni verða nokkur gömul kort, m.a. kort Benedikts Gröndal og Sveins Sveinssonar frá 1876, kort sem MORGUNBLAÐINU barst í gær eftirfarandi: „Hinn 13. júní lauk árlegum vor- leiðangri á rannsóknaskipinu „Bjarna Sæmundssyni“ til athugana á almennu ástandi sjávar, gróðri og átu á íslenska hafsvæðinu. Athugan- ir voru gerðar á 115 stöðum allt í kringum landið, bæði á landgrunn- inu sjálfu og utan þess. Helstu niðurstöður, sem nú liggja fyrir, eru þessar: Fyrir Vesturlandi og Vestfjörðum var hlýsjórinn í meðallagi heitur (5—7°) og var mikill gróður í sjón- um, nema á grunnslóð. Mikil áta var einnig á þessu svæði, en minnkaði er norðar dró. Fyrir Norðurlandi gætti hlý- sjávar ekki austan Húnaflóa þar var sjór kaldur (1—2°) og seltulít- ill. Er þetta eitt kaldasta vor í sjó norðanlands síðastliðin 20 ár. í yf- irborðslögum voru næringarefni uppurin og gróður mjög lítill á öllu svæðinu. Á vestanverðum norðurlandsmiðum var sjór einnig átusnauður, en þó var átumagn heldur meira en í fyrravor. í kalda Austur-íslandsstraumnum, djúpt undan Norðausturlandi, var selta Sveinn gerði 1887 og kort Knud Ziemsens frá 1902. Auk þess verða stækkanir af öðrum kortum og ljósmyndir úr Reykjavík. Þar sem verið er að reisa íbúð- arhverfi norðan við safnið er nú unnið að frágangi á mörkum safnsvæðisins og hefur aðkoma að safninu breyst. Nú er ekið frá Höfðabakka og bílastæði við húsin Líkn og Laugaveg 62, sem nýlega var endurreist í safninu. Inngang- ur í safnið er nú um neðri hæð hússins og er áformað að þar verði innréttuð gömul búð en vefstofa á efri hæðinni. Viðgerðir standa nú yfir á Dillonshúsinu og verður því ekki hægt að bera þar fram veit- ingar í sumar en Eimreiðar- skemman notuð í þess stað. Sú nýbreytni verður á í sumar að Umhverfismálaráð Reykjavík- ur og Árbæjarsafn efna til göngu- ferða með leiðsögumanni um Ell- iðaárdal og verður fyrsta gangan 19. júní nk. kl. 14.00. Gönguferð- irnar hefjast við Árbæjarsafn en markmiðið með þeim er að kynna Elliðaárdalinn. Þá er í undirbún- ingi bæklingur og kort af dalnum. Safnið er opið alla virka daga, nema mánudaga, frá kl. 13.30—18.00 og er aðgangur ókeypis fyrir börn undir 12 ára aldri svo og aldraða, en kr. 20 fyrir unglinga og kr. 40 fyrir fullorðna. sjávar há og pólsjávar gætti ekki eins og gerist á hafísárum. Að venju var verulegt magn kaldsjáv- arátu á þessum slóðum. Fyrir Austurlandi var sjór einn- ig kaldur yfir landgrunninu (1—2°), gróðurlítill og áta undir meðallagi. Djúpt undan Aust- fjörðum gætti hlýsjávar að sunn- an, og var það svæði bæði gróður- og átumikið. í hlýja sjónum við suðurströnd- ina var hitastig um 8°. Þar var mikill gróður austantil en minni vestar. Áta var hins vegar mest á Selvogsbanka, þar sem gróður var mikill um miðjan maí. 1 heild sýna niðurstöður vorleið- angurs 1983 tiltöluega gott ástand í hlýja sjónum út af Suður- og Vesturlandi. Lítið af hlýsjó hefur borist inn á Norðurlandsmið. Þar er mikill sjávarkuldi og lítið um átu, og er þess ekki að vænta að snögg breyting verði á þvl. Eins og landsmenn hafa fundið fyrir undanfarið, minna þessar niðurstöður okkur vel á legu landsins á mótum þeirra köldu og heitu loft- og hafstrauma, sem ætíð ráða miklu um hag lands- manna." Tildrög að hlaupi þessu voru þau að nokkrir áhugasamir trimmarar settu sér það takmark um síðustu áramót, að enda gott vetrarskokk með hlaupi til Egils- staða. Kapparnir hafa undirbúið hlaup þetta af kostgæfni í allan vetur og æft reglulega tvisvar í viku í misjafnri veðráttu, en látið það lítið á sig fá, enda þekktari fyrir annað en að gefast upp. Þær reglur voru viðhafðar að aldrei mætti stoppa, eða ganga og yrðu menn því að kasta af sér vatni á skokkhraða, ef til kæmi, sem og til kom. Svo skemmtilega vildi til að nauðsynlega þurfti að koma bréfi frá íþróttanefnd Seyðisfjarðar til staðarvalsnefndar á Egilsstöðum og þótti kjörið að nota ferðina, þar sem tveir jafnábúðarmiklir og trúverðugir embættismenn kaup- staðarins áttu leið yfir til Egils- staða. Þessum tveimur nefndum hafði verið falið það verkefni á sameiginlegum fundi bæjar- stjórnar Seyðisfjarðar og hrepps- nefndarinnar á Egilsstöðum að kanna möguleika á að byggja upp og standa að sameiginlegri skiða- aðstöðu þessara tveggja byggðar- laga. Hlaupið gekk vel og þegar til Egilsstaða kom, tók formaður hreppsnefndar Egilsstaða, Sveinn Þórarinsson, á móti köppunum, meðtók bréfið góða og bauð þá velkomna. Var þeim síöan boðið að baðast og leggjast í heita potta, sem eru við sundlaugina en að lokum bauð hreppsnefndin til kvöldverðar í Valaskjálf. Þeir félgar voru hressir að hlaupinu loknu, en sögðu þó að brekkurnar upp af Seyðisfirði upp á háheiðina hefðu verið erfiðar. Einnig hefði það tekið verulega í að hlaupa niður i móti héraðs- megin. Fylgdar- og aðstoðarmenn þeirra Jóhanns og Þorvaldar og þeir, sem sáu um að öllum reglum væri framfylgt, voru þeir Svavar Sigurðsson bankastjóri og Kjart- an Aðalsteinsson apótekari. Þess má að lokum geta að reiknimeist- arar telja að hlaup þetta jafngildi 40 kílómetra hlaupi á jafnsléttu. Fréttaritari. Forseti Islands til Noregs FORSETI íslands, Vigdís Finnboga- dóttir, mun verða í Noregi dagana 28. júlí til 3. ágúst næstkomandi, en hún verður gestur á árlegri hátíð sem haldin er á Stiklastöðum, sam- kvæmt upplýsingum sem Mbl. fékk á skrifstofu forseta íslands í gær. Ekki er um að ræða opinbera heimsókn, heldur mun forsetinn verða sérstakur gestur hátíðar- innar, en nefna má að Noregskon- ungur hefur nokkrum sinnum ver- ið gestur Stiklastaðahátíðarinnar. Auk þess að taka þátt í hátíðinni ,mun forsetinn koma við í Þránd- heimi og vera viðstödd ólafsdag- ana þar í borg, en það eru menn- ingardagar. Föstudaginn 29. júlí verður for- setinn í bænum Verdal og sunnu- daginn 31. júlí fer forsetinn í sigl- ingu um Þrándheimsfjörð. Hlíðaskóli: Lyftan sett upp í sumar BÚIÐ ER að framkvæma þær breyt- ingar í Hlíðaskóla sem nauðsynlegar eru til að koma þar fyrir lyftu fyrir fatlaða nemendur skólans, sem þeg- ar hefur verið pöntuö eins og fram hefur komið hér í blaðinu áður. Að sögn skólastjóra Hlíðaskóla er vonast til að lyftan komi fljót- lega til landsins, þannig að upp- setningu hennar verði örugglega lokið fyrir skólasetningu í haust. Allt er tilbúið í skólanum fyrir uppsetningu lyftunnar, en sjálf uppsetning hennar tekur ekki nema tvo daga eftir að hún er komin á staðinn. Ljóam. Mbt: Ól.K.M. Bátasýning í Elliðavogi Snarfari, félag sportbátaeigenda, heldur bátasýningu í Elliðavogi á morgun, laugardag, og á sunnudaginn, frá klukkan 10 til 22 báða dagana. Sýningargestum verður boðið upp á reynslusiglingar á sýn- ingarbátum, ef þvf verður við komið, og ennfremur verða Snarfaramenn með skemmtisiglingar á eigin bátum fyrir þá sem þess óska, að sigla um sundin blá og út í Viðey. Vesturbræður syngja við guðsþjónustu VESTUR-ÍSLENSKI karlakórinn, Vesturbræður, frá Seattle í Banda- ríkjunum, sem nú er í íslandsheimsókn, mun syngja í guðsþjónustu í Bessastaðakirkju næstkomandi sunnudag klukkan 11 fyrir hádegi. Þá mun og prédika séra Eric Sigmar. Hafrannsóknastofnun: Eitt kaldasta vor í norðanlands í 20 FrétUtilkynning frá Hafrannsóknastofnun. sjó

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.