Morgunblaðið - 17.06.1983, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.06.1983, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. JÚNf 1983 Sjómannadagur á Seyðisfirði SevAisfirði, 8. júní. SJOMANNADAGURINN var há tíAlega haldinn hér á Seyðisfirði að venju. Á laugardag fór fram kapp- róóur og þyrla Landhelgisgæslunn- ar sýndi hjörgun úr sjávarháska. Sunnudagurinn hófst síðan með hópsiglingu báta og togara um Seyðisfjörð kl. 9. Að henni lokinni var skrúðganga til kirkju, þar sem messað var. Eftir hádegi var dagskrá á íþróttavellinum, þar sem brugðið var á glens. Fram fór hindrun- arhlaup þar sem karlmennirnir þurftu að skríða í gegnum síldar- tunnu, kafreka sextommu nagla og fara síðan sömu leið til baka. Kvenfólkið fékk þó að stökkva yf- ir tunnurnar. Einnig var farið í reiptog og endað á knattspyrnu- leik milli áhafna togaranna. Á eftir var kaffisamsæti í fé- lagsheimilinu Herðubreið og við það tækifæri voru heiðraðir 3 aldnir sjómenn, þeir Björn Ás- geirsson, Hávarður Helgason og Sigurjón Pálsson. Um kvöldið var svo stiginn dans fram eftir nóttu. Fréttaritari. Vestmannaeyjar: Sjómannadagurinn tvíheilög hátíð Vcstmannaeyjum, 7. júní. AÐ VANDA var mikið um dýrðir á hátíðisdegi sjómanna um helgina. Sjómannadagurinn er tvíheilagur hér í Eyjum og svo hefur verið I mörg ár íjiessari stærstu verstöð landsins. Á laugardaginn voru há- tíðarhöld með hefðbundnu sniði í Friðarhöfn. Keppt var í kappróðri, koddaslag og stakkasundi. Var þátttaka mikil og fjöldi fólks fyigdist með átökunum þrátt fyrir leiðinlegt veður, kalsarigningu. Hátíðarhöldin á sjálfan sjó- mannadaginn hófust kl. 13 með því að hátíðin var sett við Sam- komuhúsið og síðan var skrúð- ganga að Landakirkju og þar messaði séra Kjartan örn Sigur- björnsosn. Eins og jafnan áður á sjómannadaginn var Landa- kirkja þéttsetin. Að lokinni messu var hefðbundin minn- ingarathöfn við minnisvarðann um drukknaða og hrapaða fyrir framan kirkjuna, og eins og und- anfarin 30 ár sá Einar J. Gísla- son um þá athöfn. Síðdegis var útihátíð á Stakka- gerðistúni í blíðskaparveðri. Lúðrasveit lék, frú Ingveldur Gísladóttir flutti hátíðarræðu Sveit piparsveina sem fékk bestan tíma karlasveita. Sævar Brynjólfsson skipstjóri á skuttogaranum Breka VE 61 ásamt eiginkonu sinni, Ingibjörgu Hafliðadóttur. Breki var með mesta aflaverðmæti togskipa á síðasta ári, aflaði fyrir 25 milljónir. Einar Ólafsson skipstjóri i Kap II VE og eiginkona hans, Viktoría Ágústsdóttir, með Ingólfsstöngina, sem árlega er veitt fyrir mesta aflaverðmæti báta sem stund- að hafa blandaðan veiðiskap. Aflaverðmæti hjá Kap nam 9,1 milljón. Gísli Einarsson skipstjóri á Björg VE ásamt eiginkonu sinni, Björgu Guðjónsdóttur. Björg VE var með mest aflaverðmæti togbáta undir 200 tonnum að stærð, fisk- aði fyrir 3,6 milljónir. Hörður Jónsson skipstjóri á Heimaey VE 1 ásamt eig- inkonu sinni, Sjöfn Guðjónsdóttur, með víkingaskipið sem fylgir sæmdarheitinu „Aflakóngur Vestmanna- eyja“ en Höröur aflaði alls 1106 á vertíðinni. Nú í ár eru liðin rétt 30 ár frá því þessi veglegu verðlaun voru fyrst veitt. Sauðárkrókur: Gagnfræðaskólanum slitið Gagnfræðaskólanum á Sauðár- króki var slitið Tóstudaginn 20. maí sl. Ails voru 130 nemendur í skólan- um í vetur. Kennarar voru 16 auk skólastjóra, þar af 4 stundakennar- ar. Skólastarf var með svipuðum hætti og fyrri ár. Nýjung var að nem- endur skólans fengu svokallaða vinnudaga og unnu að verkefninu „Auðlindir Skagafjarðar" undir leið- sögn kennara. Að lokum var sýning á úrvinnslu nemendanna fyrir bæj- arbúa. I'ótti þeim, sem sáu, vel hafa tekist. Nemendur 9. bekkjar fengu starfskynningarviku um miðjan vet- ur og féll sú starfsemi í góðan jarð- veg hjá þeim eins og fyrra ár, sem var upphafsár þessa þáttar í skóla- starfinu. Grunnskólaprófi luku 40 nem- endur. Þar og á öðrum bekkjar- prófum náðist margur góður árangurinn og hlutu nemendur umbun fyrir í formi bókaverð- launa frá skólanum eða öðrum að- ilum. Rotary-klúbbur Sauðár- króks hefur alla tíð frá stofnun veitt bókaverðlun til skólans handa nemendum sem skarað hafa fram úr á einhverju sviði og svo var einnig að þessu sinni. Út- gerðarfélag Skagfirðinga minnist árlega nemenda í skipstjórnar- fræðum með bókagjöf fyrir bestan árangur í þeim greinum. Skólastjóri Gagnfræðaskólans á Sauðárkróki er Friðrik Margeirs- son. Barnaskóla Sauðárkróks var slitið 10. maí sl. Nemendur í vetur voru 296 í 14 bekkjardeildum. Á skólaárinu varð sú breyting að kennsla 6. bekkjar — tólf ára barna — fór fram í skólahúsi Gagnfræðaskólans, einnig var þar öll handavinnukennsla og kennsla í eðlisfræði 5. og 6. bekkjar. Vegna færslu 6. bekkjar var ein kennslustofa í gamla skólahúsinu tekin undir bókasafn og jafnframt sköpuð þar vinnuaðstaða fyrir kennara. Að öðru leyti var skóla- starf með sama sniði og undanfar- in ár. Þó varð nokkur aukning á heimilisfræðikennslu og einnig var á vegum skólans kennd sænska ásamt með dönsku í 5. bekk. Eins og undanfarin ár fóru 11 ára nemendur haustferð um söguslóðir í héraðinu og 12 ára nemendur í vorferð til Suðurlands. Íþróttahátíð var haldin í desem- ber og skólaskemmtun í mars, en þar tóku allir nemendur skólans til hendi með einum eða öðrum hætti. í tengslum við skemmtun- ina var gefið út skólablaðið „Skólatrair, sem nemendur 6. bekkjar önnuðust. Þeir sáu og um eina síðu í héraðsblaðinu Feyki. Þá tóku nemendur þátt í íþrótta- og skákmótum og náðu þar ágæt- um árangri. Margir gestir komu í skólann færandi hendi. Gideon-félagar gáfu 10 ára nemendum Nýja testa- mentið, Kiwanis-menn komu í skammdeginu og færðu kennurum og nemendum endurskinsmerki. Lögreglumenn önnuðust umferð- arfræðslu og eldvarnaeftirlits- menn skýrðu notkun reykskynjara og slökkvitækja. Þá hélt Jónas Ingimundarson, píanóleikari tón- listarkynningu fyrir grunnskólan- emendur og á vordögum komu gestir frá grunnskóla Siglufjarðar og sungu og léku á hljóðfæri. Á sl. ári var minnst 100 ára reglulegs skólastarfs á Sauðár- króki og 15. ágúst var þess minnst að 100 ár voru liðin frá fæðingu Jóns Þ. Björnssonar, fyrrum skólastjóra. Af því tilefni var skól- anum gefin brjóstmynd af Jóni og gerðu það gamlir nemendur hans og velunnarar. Fleiri gjafir bárust skólanum og m.a. tilkynnti forseti bæjarstjórnar Sauðárkróks að bærinn hyggðist færa skólanum veglega gjöf. Starfandi kennarar við Barnaskóla Sauðárkróks voru 21 í heilum eða hlutastöðum. Yfir- kennari er Guðríður Aadnegard, en skólastjóri er Björn Björnsson. Af því sem hér hefur verið sagt má sjá, að starfsemi skólanna er fjölskrúðug og sennilega marg- þættari en fólk gerir sér almennt grein fyrir. Áður hefur verið sagt í Mbl. frá starfsemi Tónlistarskól- ans og Fjölbrautaskólans á Sauð- árkróki. KÁRI. Alvarlegar afleiðing- ar þurrka í Mozambique Maputo, Mozambique, 16. júní. AP. GÍFURLEGIR þurrkar í Suður- Afríku í tvö ár hafa haft þær af- leiðingar að Mozambique hefur aldrei orðið jafn illa úti í náttúru- hörmungum, að því er segir í til- kynningu frá Aranda Da Silva, viðskiptaráðherra landsins. Da Silva sagði að átta héruð af tíu í landinu hefðu orðið illa úti í þurrkunum og í sex þeirra hefði framleiðsla fallið niður í 70 til 80 af hundraði. Talið er að 1,3 milljónir tonna af korni hafa eyðilagst, að því er segir í tilkynningu ráðuneytisins. Metsolubku) á hverjum degi!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.