Tíminn - 12.08.1965, Page 3
FIMMTUDAGUR 12. ágúst 1965
it Nasser, forseti í Egyptalandi,
hefur eignast tengdason og mynd
in er af brúShjómuium og forset
amun. Nasser er til vinstri, þá
dóttir hans Hoda 19 ára, og Hatem
Sadek, 27 ára ríkisstarfsmað'ur.
★ LeiStogi kínverskra kommún
ista Mao Tse Tung, annar frá'
vlnstri, tók nýlega á móti franska
menntamálaráðherranum Andre
Malraux (annar frá hægri) í Pck
ing og áttu Þeir „vinsainlegar um
ræffur“ saman. Myndin er tekin
af þeim í Peking.
ic Næsta mynd er af hópi „frið
arsinna“ sem heimtuðu að fá að
tala við forsctann um ástandið í
Víetnam. Tveir af fulltrúum for
setans buðust til að ræða við
þá, en þeir sögðust ekki tala við
neinn annan en sjálfan Lyndon
B. Johnson.
★ Heimsmcistarinn í linefaleik
um Cassius Clay — öðru nafni
Muhamed AIi — er nú staddur í
Svíþjóð og hefur það vakið nokk
um úlfaþyt, að hann hefur ekki
fengið aðgang að tveimur veitinga
húsum — og er ýmsu borið við.
Ekki hafa þó öll veitingahús
sænsk sett bann á ,,kjaftaskinn“
Cassius — og hér sést hann
drekka sína mjóik á einu þeirra.
________3
HisrT
Á VÍÐÁVANbr
Kynslóðaskipti
Eitt af vandamáiuin land-
búnaðarins er, hve erfltt er
ungu fólki að stofna til bú-
skapar í sveit. Er knýjandi
nauðsyn, að hið opinbera
greiði fyrir kynslóðaskiptum á
góðum jörðum. Þetta verður
að gerast með ýmsum hætti
og þó fyrst og fremst með
meiri og ódýrari iánum.
Ungu fólki mun þó þykja
heldur ógimilegt að kaupa
jörð og fara að búa, ef það
sér fram á að það
verði að skiija jörð
ina eftir í eyði og eignir sínar
verðlausar, þegar það vegna
aldu.rs eða af öðrum ástæðum
verður að hætta búskap.
V4 jarða í eyði
Skv. skýrslum Landnáms
ríkisins munu nú vera rúmlega
7200 býli í landinu, en af þeim
eru 1800 eða um fjórðungur í
eyði. Landnám ríkisins telur
helming eyðijarðanna ekki
byggilegan við nútimaaðstæðu.r
og kröf'ur. Meiri hluti Þessara
eyðijarða er í einkaeign. Það
má telja eins sjálfsagt og eðli-
Iegt og að stuðia að því að
scm flestir bændur eigi þær
jarðir, sem þeir erja, að ónytj
að land sé í opinberri eigu.
Með þeim liætti einum fæst
sá ráðstöfunarréttur yfir eyði
jörðum, sem nauðsynlegur er
tH þess að koma þeim aftur í
not, sem bezt þykja henta
hverju. sinni, hvort sem þar
er um sölu til ábúðar aftur,
skiptingu milli nágrannajarða,
viðbót við afréttarlönd, eða ann
að slíkt að ræða.
Hvað segja þeir?
í nágrannaiöndum, eins og
t. d. Svíþjóð og Finnlandi,
tíðkast Það, að slofnanir á
vcgum ríkisins, sem hafa það
sérstaka hlutverk, að kaupa
jarðir, sem fara í eyði, og
bæta þær, skipta þeim þeim
milli nágrannajarða og endur
skipuleggja byggðina með
þeim og ýmsum öðrum hætti.
Staðhættir eru reyndar aðrir
þar en hér á landi. því að þar
eru jarðir víða of landlitlar til
að búin geti stækkað eins og
skyldL en hér á landi mun bú-
stærðin í fæstum tilfellum tak-
markast af ræktunarskllyrðum
eða landrými. Þó er það til
— einkum, hvað snertir Þær
jarðir, sem nú eru í eyði.
í Iögum um Landnám ríkis
ins er gert ráð fyrir því, að
Laridnámlð geti keypt upp eyðl
jarðir í svipuðum tilgangi og
er í Svíþjóð og Finnlandi, en
til þess að Landnámið hafi
getað fullnægt þessu hlutverkl
sínu hefur skort fjármagn. Úr
því verður að bæta. Ríkið
þarf að geta eignast eyðijarð
imar, bætt þær og endorsÚpu
lagt á sem hagkvæmasta hátt.
Miklir möguleikar
Það verður að búa í haginn
fyrir framtíðina. Þeir eru há-
værir um þessar mundir, sem
telja íslcnzkan landbúnað 6-
alandi og óferjandi. Þeirra ill-
spár munu ekki rætast, þvi að
öruggt er að landbúnaður hlýt
ur að vaxa og blómgast, ef
niðurrifsmenn fá ekki vilja
sinn. Þörfin innanlands fyrir
landbúnaðarafurðir mun vaxa
stórlega á næstu árum vegna
mikillar fólksfjölgunar og allt
Framhaid á bls. 14