Morgunblaðið - 01.07.1983, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.07.1983, Blaðsíða 8
40 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ 1983 „Ég er hrifin af testosteróni. Það ætti að vera til á hverju heimili.‘‘ segir dr. Estelle Ramey spaugandi, en hún er sérfræðingur í hormónarannsóknum við Georgetown-læknaskólann í Washington D.C. En þessi vísindakona vill þó vara karlmenn við því, að svo kynni að reynast, að þeir hefðu raunar of mikið af því góða testosteróni. Þessi hormón girndarinnar hefur, að hennar áliti, sínar neikvæðu hliðar: testosterón í blóði karlmanna getur gert það að verkum að þeim sé hættara við hjartaáföllum og heilablæðing- um en konum. Dr. Estelle Ramey vonast til að geta með rannsóknum sínum á hormónamismuninum milli kynja, stuðlað að því að karlmenn öðlist lengri lífdaga. w meira en tvo áratugi hetur dr. Estelle Ramey fylgst meö gagn- verkandi áhrifum streitu og steroída — en þaö eru hormónar, þeirra á meðal kynhormónar, sem eru efnafræöilega greinilega hringlaga. Banvæn karlmennska Eftir aö hafa haft sjúklinga meö ýmsa kvilla í nýrnahettum til athug- unar, hóf dr. Ramey nána sam- vinnu við dr. Peter Ramwell, en hann er annar þekktur sérfræöing- ur í efnaskiþtasjúkdómum við Georgetown-læknaskólann. Þau beindu aöallega rannsóknum sín- um aö áhrifum steroída á hjarta- æöakerfiö. „Ætlun okkar var að komast aö raun um, hvaöa ástæö- ur séu til þess, aö karlmenn deyi fyrr en konur og alveg sérstaklega hvers vegna karlmönnum á aldrin- um 35 til 55 ára hættir tvisvar sinn- um fremur til að hljóta dauödaga af völdum hjartasjúkdóma en kon- um á sama aldri," segir hún. Á undanförnum átta árum hefur at- hygli þeirra þeinzt í æ ríkara mæli að testosteróni — og hafa reyndar fært vísindaleg rök aö því, aö ein- mitt sá hormón, sem á ríkastan þátt í aö gera karlmenn hvaö karlmannlegasta, kunni einnig aö stytta þeim aldur. „Þaö er viss áhættuþáttur í því fólginn aö vera karlkyns," segir dr. Ramey. Hún bendir á, að þegar karl- og kvendýr séu látin erfiða við sama verkefnið, gefist karldýr- in fyrr uþþ. í einni tilrauninni voru rottur látnar vera á stööugu sundi, og þaö voru undantekningalaust karlrotturnar, sem fyrr gáfust uþþ og sukku til botns, en kvenrottun- um tókst hins vegar aö svamla viöstööulaust og halda sér á floti allt upþ í tólf daga. Væri kvendýr- unum aftur á móti gefnar testo- sterón-sþrautur, urðu þau nákvæmlega jafn úthaldslaus og karldýrin. En ef karldýrin fengu hins vegar estrógen-sþrautur, urðu þau strax mikiu þolnari og harðari af sér. Estrogen veitir vernd gegn sjúkdómum Sú streita og þaö erfiði, sem karlmenn veröar almennt fyrir, er af öðrum og flóknari toga spunnið en sá þrældómur, sem rotturnar voru settar í viö ofangreinda vís- indatilraun. En hormónar karl- manna kunna einnig aö gera þá viökvæmari fyrir mögulegum af- leiöingum streitulífs, þaö er aö segja þeim hættir frekar til aö fá hjarta- og æðasjúkdóma. Vísinda- rannsóknir dr. Estelle Ramey benda eindregiö til þess, að test- ósterón gangi í sambönd viö önnur efni í blóöinu, og þá alveg sérstak- lega eftir aö menn eru komnir á fimmtugsaldurinn, og auki þá kekkjamyndun í blóöinu og stuöli aö því aö mynda fituöröur innan á æöaveggjunum. Hvort tveggja get- ur svo leitt til hjartaáfalla og heila- blæöinga. Áhættan er miklum mun minni fyrir konur í sambandi viö sjúk- dóma af þessu tagi. Estrógen verndar þær á meöan þær eru á barnseignaraldri, og í fyrstu hafa þær hlutfallslega lítiö magn af test- osteróni í blóöinu. En hafi hins vegar þurft aö fjarlægja eggja- stokka konu áöur en hún varö tví- tug, þá er henni nákvæmlega jafn hætt viö hjartasjúkdómum innan fimmtugs eins og karlmanni. Dr. Estelle Ramey bætir aftur á móti viö, aö ef kona reyki, þá hafi hún þar með misst allt þaö heilsu- farslega forskot, sem hún hefur frá náttúrunnar hendi gagnvart hjarta- sjúkdómum og heilablóöfalli mið- aö viö karlmenn. Augljós lausn á vandanum Þaö kann aö viröast til lausn á þessum vanda, sem liggur allt aö þvt í augum uppi, þaö er aö segja aö gefa karlmönnum estrógen- skammta. Aukiö estrógen í blóðinu gæti oröiö þess valdandi, aö veru- lega drægi úr myndun fituaröa inn- an á veggjum slagæöanna. En máliö er bara ekki svona einfalt og auöleysanlegt í framkvæmd, því jafnvel lítiö magn af þessum kvenhormóna gerir þaö að verk- um, að karlmaöurinn missir alla náttúru til kvenna og veröur ófær um aö hafa samræði. Af þessum sökum hafa þau dr. Ramey og dr. Ramwell tekiö upp aöra stefnu. Þau hafa komizt aö raun um, aö algengast er aö test- osterón gangi í samband viö prostaglandín, en þaö eru líffræöi- leg efni, sem þátt eiga í blóö- storknun, og geta testosterón í samvinnu viö prostaglandin haft hættu í för meö sér. Sum lyf eins og til dæmis aspirín, sem kemur í veg fyrir framleiöslu prostagland- íns, geta átt sinn þátt í aö bjarga hjartanu úr þrengingum. Ein ástæöa þess, að viö vitum ekki meira um orsakir þessara sjúkdóma en raun ber vitni, er sá líffræöilegi munur, sem er á kynj- unum. Þaö kemur oft fyrir, aö vis- indamenn, sem vinna aö rann- sóknum á þessu sviði, gangi til verks eins og væru þaö aðeins karlmenn, sem væru raunverulega Nám í sjávar- útvegsfræöum Framleiðni sf. og Samvinnuskólinn efna til náms í sjávarútvegs- fræöum veturinn 1983—1984, frá októberbyrjun til aprílloka. Námiö fer fram í húsakynnum Samvinnuskólans aö Suður- landsbraut 32 í Reykjavík og í ýmsum fiskvinnslustöövum, aö miklu leyti eftir venjulegan vinnutíma. Námiö er ætlaö þeim sem hyggjast taka aö sér stjórnunarstörf í sjávarútvegi eða vinna nú þegar slík störf í útgeröarfyrirtækj- um, fiskvinnslufyrirtækjum eöa þjónustufyrirtækjum sjávarút- vegsins. Námið veröur byggt á þekkingu í viöskiptafræöum úr háskóla eða verslunarskólum, eöa á starfsreynslu. Ekki veröa þó sett skilyrði til inntöku aö ööru leyti en því aö þátttakendur meö háskólamenntun ganga fyrir að ööru jöfnu. Fjöldi þátttak- enda veröur takmarkaöur. Námiö fer fram á þrennan hátt: 1. í fyrirlestrum, þar sem veröur fjallaö um alla meginþætti sjávarútvegsmála. Fyrirlesarar veröa viðurkenndir sérfræö- ingar, hver á sinu sviöi. Fluttir veröa 80—90 fyrirlestrar. 2. Meö sýnikennslu, þar sem fylgst veröur meö vinnslu helstu vörutegunda frá upphafi til enda, rakin þau vandamál sem upp kunna að koma og rætt um úrlausnir þeirra, bent á möguleika til bættrar nýtingar og fjölbreyttari framleiöslu. 3. Meö verklegum æfingum, þar sem aöaláhersla veröur lögö á aö meta vörugæöi. Kennarar í sýnikennslu og verklegum æfingum verða fagmenn í fiskvinnu. Innritun fer fram hjá Framleiðni sf., Suöurlandsbraut 32 í Reykjavík, fram til 15. júlí. Þar eru einnig gefnar allar nánari upplýsingar. Kennslugjald er kr. 7.500 og greiöist fyrirfram. Framleiöni sf., Suöurlandsbraut 32, sími 85414. Samvinnuskólinn, Suöurlandsbraut 32. Megrunarsósur og salöt FYRIR skömmu hólt Sigrún Jónsdóttir batiklista- kona matarkynningu fyrir blaöamenn. Á boöstólum var nokkurs konar megrunarfæöi, boöiö var upp á graflax, lunda og svartfugl og ýmis salöt og sósur sem innihéldu óvenjufáar hitaeiningar. Uppskríftirn- ar aó þessum hitaeiningalitlu réttum tók María Sveinsdóttir saman, en til aó halda hitaeiningafjöld- anum í lágmarki var megrunarduftinu Látt og Mátt blandað saman viö réttina. Myndin hér aö ofan er tekin af þeim Maríu og Sigrúnu é heimili Sigrúnar en þar fór kynningín fram, é boröinu fyrir framan þær mé sjé hluta þeirra rétta sem boðiö var upp é, megr- unarsalat, ídýfu og eftirrétt sem allt innihélt megrun- arduftió Latt og Matt, og til gamans fylgja uppskriftir Maríu. Eftirréttur með Latt & Mátt 200 gr Látt og Mátt Vt lítri léttmjólk 5 eggjarauöur 3 msk. sykur 1 peli rjómi 4 nýjar perur 150 gr. vínber vanilludropar Mjólkin er hituö upp aö suöu, eggjarauöunum og sykrinum hrært vel saman. Heitri mjólkinni er hellt út í eggjahræruna ásamt Látt & Mátt, þetta er síöan sett aftur í pott og hitaö aö suöu, má alls ekki sjóöa. Hrært stööugt í á meöan kremiö er aö kólna, gott er aö setja pottinn í kalt vatnsbaö á meöan á kælingu stendur. Þá er þeytta rjómanum bætt út í ásamt vanilludropum. Perurnar eru af- hýddar og skornar í báta og látnar sjóöa í litlu vatni í 5 mín. Perurnar eru síöan settar í desertskálar og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.