Morgunblaðið - 01.07.1983, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 01.07.1983, Blaðsíða 22
54 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ 1983 HCEAAfffí þú st&ndur þ\j i/el á prófinu, er efelo' aó nerna gefi þér-falle^í- ep/i a morgun." ^4s£ er ... eiga ser starf, sem ekki truflar hann við heimavinnuna. TM fteg U.S Pat Otl —alt rights reservsd • 1933 Los Angetes Tlmes Syndicate Með morgunkaffinu HOGNI HREKKVISI a rv\ € r ^ i 1 rA y 1 " REVKSAL ?... EÐA ReyfeLAÖSAN SAL ? ^ Hvað eigum yið að taka til bragðs? Garðeigandi skrifar: „Velvakandi. Það hefur verið rekinn mikill áróður fyrir því í vor og sumar, að menn létu vera að úða garðana sína. Það sama var uppi á teningnum í fyrra, og þá sleppti ég að láta úða hjá mér, illu heilli. Er ekki að orðlengja það, að grasmaðkurinn fór hamförum um trjágróðurinn. Eg var með lífvænlegt limgerði við götuna, en maðkurinn fór grein af grein, og át upp laufið af hverjum sprota. Loks stóðu krækl- urnar einar eftir og ársvöxturinn stöðvaðist. Að sjálfsögðu var ég ákveðinn í að láta úða hjá mér í vor. En til þess þurfti ekki að koma. Trén voru meira og minna dauð, aðeins einn og einn laufgaður sproti á stöku stað. Þetta er sem sé það sem ég hef haft upp úr „náttúruverndinni“ í garðinum mínum. Margra ára starf og umhugsun að engu gert. Er ekki eitthvað athugavert við ráðleggingastarf skógræktarsérfræðinganna okkar, þegar fólk situr allt í einu uppi með lífvana garða, ef það fer að ráðum þeirra? Velvakandi. Með þessum línum sendi ég þér fjór- ar myndir, sem ég tók nú í vikunni. Tvær þeirra eru úr mínum eigin garði, nærmynd og yfirlits- mynd. Þær sýna, hvernig komið er fyrir limgerð- inu, sem eitt sinn var lífvænlegt. Auk þess fylgir með ein mynd úr garði nágranna míns. Þar er maðkurinn langt kominn með að vinna verk sitt, eins og glögglega sést á myndinni, og við getum séð fyrir okkur, hvert framhaldið verður. Að lokum ein spurning til skógræktarsérfræð- inganna: Hvað eigum við garðeigendur að taka til bragðs, þegar svona er komið?" Tilað jafna að- sókn að völlunum Andrea Þórðardóttir skrifar f.h. félagsmálaráðs Hafnarfjarðar: „í Velvakanda 22. júní birtist bréf, sem var frá móður í Hafnar- firði. Bréfið var merkt Þ.M.G. Spurt var, hver hefði verið ástæð- an fyrir því að gæsluvelli með inniaðstöðu við Norðurberg hefði verið breytt í opinn gæsluvöll. Því er til að svara, að með því fyrirkomulagi sem var á vellinum tók hann aðeins við 24 börnum eft- ir hádegi, á sama tíma og gæslu- völlurinn við Miðvang tekur við allt að 80 börnum. Fannst félags- málaráði eðlilegt miðað við núver- Gæsluvblhirinn Nofðurfaerf Hver var ástæöan fyr- andi ástand að breyta Norður- bergi til að reyna að jafna aðsókn að völlunum. Ákvörðun um hvað verði í fram- tíðinni við Norðurberg ræðst af þeirri reynslu sem fæst. Vanga- veltum Þ.M.G. um að málefni barna séu smámál eða ómerkilegri en önnur mál vísar félagsmálaráð til föðurhúsanna." Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur les- endur til að skrifa þætt- inum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 11 og 12, mánudaga til föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskipti, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrit- uð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þátt- arins, þó að höfundar óski nafnleyndar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.