Morgunblaðið - 01.07.1983, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ 1983
47
Tryggir góð sala
góða aðsókn?
Blöndungurinn var ekki oröinn nema þriggja
klukkustunda gamall, þegar fyrsta athugasemd-
in barst til hans. Viö áttum von á að hann myndi
hrista upp í einhverjum, en svona fljótt bjuggumst viö
ekki viö. Þaö var ungur heiðursmaður, sem haföi
samband. Síöan var að hans mati ekki svo slæm, en
eitt var hann ósáttur viö. í greininni um listahátíö var
kveðið þannig: „Af þeim hljómsveitum sem nefndar
hafa veriö er t.d. Kiss ofarlega á blaöi. Aö ókönnuöu
máli viröist hún ekki raunhæf. AC/DC hefur einnig
komiö til tals og er hún miklu raunhæfara dæmi, þar
sem plötur hennar hafa selst allvel hér.“ j þessari
klausu fannst piltinum vera fariö meö rangt mál og
illa vegiö aö hljómsveitinni Kiss. Hann hélt því fram
aö síðasta plata Kiss heföi selst mun betur en síöasta
plata frá AC/DC og þar af leiöandi væri Kiss raun-
hæfara dæmi. Viö þökkuöum fyrir ábendinguna og
lögöum upp til aö kynna okkur máliö betur. í Ijós kom
aö stráksi haföi rétt fyrir sér. „For those about to
rock, we salute you“, síóasta plata sem AC/DC sendi
frá sér, seldist í eitthvaö um 500—1000 eintökum en
„Creature of the Night“, síöasta plata, Kiss hefur
selst í yfir 2000 eintökum og aö sögn er hún aö
seljast. Þá er einungis eftir aö geta um fyrri piötur
hljómsveitanna. AC/DC-plöturnar hafa veriö fluttar in
nokkrum sinnum og selst vel og svo er einnig meö
Kiss-plöturnar.
Af þessu má ráöa aö í dag er Kiss mjög vinsæl
hérlendis og ef hún kæmi hingaö og aösókn yröi í
samræmi viö plötusöluna þá ættu aöstandendur ekki
aö veröa brókarlausir, þegar upp væri staöiö.
Þá er ekkert eftir nema aö hvetja lesendur Blönd-
ungsins til aö iáta í sér heyra.
FM/AM.
eöa
næstum
því
Tappi týnist
"si
Miövikudag, fyrir réttri viku,
byrjaöi skemmtistaöurinn
Safarí starfsemi sína undir stjórn
nýs eiganda. Drengurinn sá mun
eitthvaö hafa veriö viö Borgina
kenndur áöur en hann tók viö
Safari og frá Borginni tók hann
ýmislegt gott meö sér. Eitt af því
er aö í framtíöinni veröur tvisvar
í viku boðið upp á lifandi tónlist í
Safarí. Til þess hafa valist
fimmtudagar og sunnudagar.
Segjast veröur aö hér er um
stórbrotna virðingu að ræöa
gagnvart hljómsveitum klakans.
Þrefalt húrra. Hvernig þetta kem-
ur til meö að heppnast kemur í
Ijós en í dag viröist Skúla-
götuborgin ekki til þess fallin aö
taka viö af Borginni heitinni.
Riöiö var á vaöið eins og fyrr
segir á mióvikudaginn og satt
best aö segja var flugtakiö glæsi-
legt, þrátt fyrir aö farþegarnir
væru í færra lagi. Þaö var
hljómsveitin Tappi tíkarrass sem
setti í gang og samkvæmt heim-
ildum voru þetta einu tónleikar
Ijúflinganna í Reykjavík i sumar.
Tappinn er nýkominn frá London
þar sem breiöskífa var sett á
master (síöar veröur fjallaö betur
um þaö allt saman). En aftur aö
Safarí og tónleikunum þar. Tík-
arrassinn var í hreinu banastuöi
og minnti hlustendur á aö þar fór
eitthver besta „live“-hljómsveit
allra tíma og ein sú besta sem
sett hefur veriö á laggirnar i
seinni tíö. Krafturinn í spila-
mennskunni er hreint meö ólík-
indum og þrátt fyrir ungan aldur
eru þau frábærir hljómlistar-
menn. Hljómurinn var mjög góö-
ur og var reyndar meö ólikindum
hvaö allt kom vel út þrátt fyrir aö
áhorfendur fylltu aðeins horniö
fjærst sviöinu. Enginn sá sér fært
aö koma smá hreyfingu á búkinn,
fyrir utan Human Death foringj-
ann ...
Ekki er aö efa aó framhald
verður á, þrátt fyrir brostnar von-
ir um aósókn. Aö minnsta kosti
væri þaó hart ef fólk ætlar aó
láta staðinn lognast útaf, þegar
veriö er aö gera gott úr ná-
kvæmlega engu, þvi satt best aö
segja er staöurinn ekki upp á
marga fiska til aö koma upp al-
mennilegri stemmningu.
Aldurstakmark er 18 ár á
þessum kvöldum, en vonandi
verður hægt aö lækka þaö, viö
viss tækifæri aö minnsta kosti.
FM/AM
Fyrir þá
með ferða-
bakteríuna...
að er nú sjaldan sem hefur verið
svona einstaklega gott veöur í
Reykjavík og það svona lengi. Það
hefur ekki veriö rigning upp á hvern
dag, en svona næstum því. En í al-
vöru, margir ætla sér í feröalag og
fara hvort sem rignir eður ei, þó aðr-
ar gungur sitji heima og væli. Það er
nefnilega líka hægt að ferðast í rign-
ingu, ef maður er almennilega undir-
búinn fyrir ferðina.
Fyrst af öllu þarf að ákveða þá leiö
sem á að fara og síöan að kynna sér
hana vel. Krakkar undir tvítugu eiga
fæstir bíl enda er þaö meira en ágætt
að ferðast um gangandi á íslandi ef
maöur hefur vit á hvernig á að fara
að því. Þaö er hægt að ná í upplýs-
ingar um flestar þær gönguleiöir,
sem eru til á islandi, hjá feröafólög-
unum, eða í bókum, m.a. túrhesta-
bæklingum. Ef fáir fara saman og
enginn hefur farið leiðina áöur er þá
lífsnauðsynlegt að fara meö kort og
áttavita. Þaö er um aö gera aö æfa
sig bara heima í garöi svo aö þessir
hlutir séu á hreinu þegar komið er út
í auðnina.
Að fara í svona gönguferö er ekki
eins og aö lalla sér niöur Laugaveg-
inn, jafnvel þó þú eigir rándýra, rosa-
fína gönguskó. Þaö eru nefnilega
fæturnir sem stíga skrefin en ekki
skórnir. Nauösynlegt er aö æfa sig til
að ná upp þoli til þess aö geta gengiö
20—25 km á dag meö 12—14 kíló á
bakinu. Að hoppa upp af skólabekkj-
unum og rjúka í göngu er ruglun á
hæsta stigi. Það er um að gera aö
fara í nokkrar stuttar feröir til aö hita
sig upp, eða að koma sjálfum sór
einhvernveginn í góöa þjálfun.
Viðlegubúnaður þarf ekki að vera
þyngri en 12—14 kíló. Það er um að
gera aö velja sér búnaö sem hæfir
ferðinni og getu ferðalangsins. Hér
kemur svo upptalningin:
1. Bakpoki, sem er vatnsheldur.
2. Tjald, hæfilega stórt. Það er
nauðsynlegt að þaö sé tvöfalt,
þá er maður viss um aö þurfa
ekki að sofa í sundfötunum.
3. Svefnpoki.
4. Þunn dýna til þess aö leggja
undir svefnpokann. Hún er tll
þess aö einangra mann frá kuld-
anum frá jöröinni.
5. Eldunargræjur hvers konar.
Potta, disk, hníf, gaffal, skeið,
vasahníf, dósaupptakara og
eldspýtur. Passaðu þig bara aö
velja hluti úr léttum málmi.
6. Hreinlætisvörur, klósettpappír,
tannbursta og handklæöi.
Hreinlæti er alveg jafn mikilvægt
á svona ferðalögum sem annars
staöar. Þaö tekur á aö ganga
mikið og að finna súrlyktina af
sjálfum sér herðir ekki gönguna.
7. Vatnsflaska. Hana er hægt aö fá
úr áli eöa plasti.
8. Sjúkrakassi.
9. Einangrunarlímband, tll þess að
gera viö göt sem gætu komiö á
tjald eöa eitthvað annaö.
10. Plastpokar. Það er mjög sniöugt
að setja hvern hlut fyrir sig í
plastpoka. Segjum svo aö bak-
pokinn detti í ána og þú meö, þá
er nú ósköp þægilegt aö geta
skriðið í þurr föt úr blautum
bakpoka. Svo getur líka alltaf
eitthvaö matarkyns lekiö.
11. Föt. Þaö er nú betra að hafa of
mikiö af þeim en of lítið, en það
má samt ekki ofgera. Ullarnær-
föt eru grundvallaratriöi og
eitthvaö vatns- og vindhelt
ásamt stígvélum. Svo er hægt aö
hafa T-skyrtu og þykkari peysu
(lopapeysa er meira en upplögö).
Aukabuxur og tvenn pör af
sökkum, annaö þykkt og hitt
þunnt, koma líka í góðar þarfir,
sérstaklega sokkarnir. Þegar
minnst er á sokka dettur mór eitt
i hug. Þaö er mjög góð regla að
fara úr skóm og sokkum þegar
áö er og leyfa loftinu aö leika um
blöðrurnar og kartnöglina.
12. Matur. Til þess að þurfa að hafa
með sem minnst af honum, á
hann aö vera ríkur af eggjahvítu
og hitaeiningum. (Þetta er áreiö-
anlega í eina skiptiö í sögu hita-
eininganna þar sem fólki er ráö-
lagt að boröa nóg af þeim. En
vertu viss, þú brennir þeim öllum
og meira til.)
Feröalag út i náttúruna er ekki það
sama og aö fara á öskuhaugana.
Skildu hvergi eftir þig drasl. Fyrlr
utan þaö aö vera í hæsta máta dóna-
legt gagnvart þeim sem á eftir koma
þá getur það líka verið stórhættulegt.
Ef hreindýr eða fé uppi á afrótt ótur
plastumbúöir þá getur þaö drepist á
ansi óskemmtilegan hátt. Þegar þú
feröast, mundu þá bara aö þú ert
ekki einn í heiminum og skildu viö
áningarstaði eins og þú vilt koma aö
þeim.
GÓOA FERO. AM/FM
... og hina
sem vilja
smitast
r
Iframhaldi af því sem fjallaö hef-
ur veriö um hér aö ofan þá er
vert aö athuga aö þaö eru ekki allir
sem hafa aöstööu til aö komast út
í náttúruna. Til aö mynda geta 13,
14, 15 og 16 ára unglingar ekki
skrapaö saman pening og fengiö
bíl lánaöan til aö hoppa út í um-
hverfiö. Þrátt fyrir aö svo sé þurfa
þau ekki aö örvænta. Til er nokkuö
sem heitir BSÍ (Bifreiöastöö ú-
lands) og þaðan er hægt aö ko n-
ast næstum hvert sem veröa vill
gegn vægu gjaldi. Ekki þarf aö tara
langt til aö skrensiö veröi til ein-
hverrar ánægju og sem dæmi þá
kosta rútuferð til Þingvalla aöeins
80 kr. aöra leiðina. Af þessu má
sjá að hægt er aö fara í skemmti-
lega helgarferö fyrir um 500 kr.
Landi er ekki reiknaður meö i
þessari tölu enda margsannaö mál
aö hann og skemmtilegt feröalag
fara ekki saman. Nú, Þingvellir eru
ekki eini staöurinn sem um er aö
ræöa. Laugarvatn og Þjórsárdalur-
inn eru ofarlega á vinsældarlistan-
um og kostar rútuferö á Laugar-
vatn 145 kr. aöra leiö og 180 kr. í
Þjórsárdalinn. Þrátt fyrir aö þetta
séu þeir staöir sem hvaö mestrar
hylli njóta þá hefur skeriö upp á
margt fleira aö bjóöa. Þaö er auö-
velt að leita upplýsinga og má þá
til dæmis benda á Feröafélag is-
lands. Þar vinnur Ijúft starfsliö sem
er tilbúiö aö veita allar upplýsingar
og svo er nú bara hægt aö skella
sér í ferð meö þeim. Þeir eru ekki
svo fáir sem fúlsa viö þeim feröum
allt þar til hann hefur látiö undan.
Eftir þaö er oftast erfitt aö halda
þeim hinum sömu heima nokkra
stund.
En þrátt fyrir aö Feröafélagiö og
BSÍ séu fyrirtaksstökkpallur út í
náttúruna, þá er samt enn til sá
hópur sem ekki getur nýtt sér
þessa möguleika. Þar kemur
margt inn í og þaö helst peningar
eöa aldur. En jjaö er allt hægt ef
viljinn er fyrir hendi. Þaö eru nefni-
lega til feröaklúbbar í hverri fó-
lagsmiðstöö hér í bæ. Gallinn viö
þessa klúbba er aö þeim er oftast
ýtt af staö af einhverjum vinahóp
og því kann þaó aö vera erfitt aö
komast seinna meir inn í hópinn,
hafi viðkomandi ekki veriö meö í
klíkunni. Samt er nú algjör óþarfi
aö mála skrattann á vegginn. Þaö
er um aö gera aö kynna sér bara
máliö. En ekki er allt upptaliö enn.
Ef ekki er áhugi á aö festa sig í
einhverjum félagsskap eins og
feróaklúbb, þá bjóöa félagsmiö-
stöövarnar (en ekki hverjar) upp á
ferðakvöld einu sinni í viku. Þannig
er þaö a.m.k. í Fellahelli, Bústöö-
um, Þróttheimum og Arseli. Oftast
er lagt af staö um kvöldmatarleytiö
og komiö aftur um klukkan ellefu.
Sjaldnast er fariö langt enda það
ekki nauösynlegt til aö komast í
sveitasæluna. Kostnaöurinn viö
ferð sem þessa er fargjald meö
rútu og er þaö oftast frá 30 til 50
krónur. Þeir sem ekki hafa vitað af
þessum kostaferöum ættu aö leita
upplýsinga. Þær er hægt aö fá í
félagsmiðstöðvunum sjálfum og
eru símanúmer þeirra þessi: Bú-
staðir 35119, Þróttheimar 39640,
Arsel 78944, Fellahellir 73550.
Þaö skaöar ekki aö komast aö
því hvaö er á seyði.
Góöa ferö!
FM/AM