Morgunblaðið - 19.08.1983, Síða 6
38
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 1983
„Það er búið að
pípa á þig
heillengi“
„Ætlarðu að
biðja röntgen
að koma?“
„Skemma geisl-
arnir ekki
filmurnar?66
„Þú getur lifað
góðu lífi
án gallblöðru“
„Maður má bara
ekki gæða sér á
Hólsíjalla-
hangikjöti“
„Þess vegna
verður
manneskjan gul“
„Þetta var góð
mynd hjá þér.
Hvernig ferðu
eiginlega að
þessu?“
„En ekki svona
blóðugar
aðgerðir!“
„Of lítill
kontrast“
viö Ásgeir, sem haföi beðiö Kjart-
an fyrir sjúklinginn. „Skipulag
læknastarfsins er í heild mjög
frábrugöið því, sem tíökast á öör-
um sjúkrahúsum landsins.
Þaö eru nokkur ár frá því aö
ríkiö keypti Landakot af systrun-
um. Spítalinn er þó sjálfseignar-
stofnun og læknarnir vinna hér
sem e.k. atvinnurekendur, en ekki
opinberir starfsmenn. Þetta er
hliöstætt fyrirkomulaginu á banda-
rískum einkasjúkrahúsum. Syst-
urnar voru í miklum fjárhagserfiö-
leikum og daggjöldin, sem þá tíök-
uöust, dugöu engan veginn til
rekstrarins. Nú er Landakotsspítali
hins vegar á fjárlögum, en þaö
gengur ávallt illa aö fá fjárveit-
ingar. Enda þótt ríkiö hafi keypt
spítalann fyrir nokkrum árum, var
ákveöið aö starfsfyrirkomulag
lækna yröi óbreytt. Viö vildum
halda starfinu áfram eins og viö
höföum gert.“
En hvernig er starfi lækna spít-
alans háttaö?
„Viö erum ekki fastráönir. Viö
fáum greitt samkvæmt kauptaxta
fyrir hvern sjúkling okkar. Sórhver
sjúklingur er skrifaöur á ákveöinn
lækni og hann og aöeins hann ber
ábyrgö á sjúklingnum. Þetta þýöir
m.a. aö sjúklingar geta valiö sér
lækna. Þeir skrá sig á biölista
læknisins. Fari hann í leyfi, tekur
enginn annar læknir viö sjúkling-
um af biölista hans. Þá erum viö
einnig kauplausir þegar viö förum í
frí.
Viö fáum okkar sjúklinga og sjá-
um um þá þar til þeir yfirgefa spít-
alann. Þú sérð aö eölileg afleiöing
þessa er sú, aö viö höldum sjúkl-
ingum okkar ekki lengur á sjúkra-
húsinu en þeir þurfa. Viö fáum
greitt fyrir hvern sjúkling og því er
þaö ekki hagkvæmt fyrir okkur aö
láta þá dvelja lengur en nauösyn-
legt er. Hagsmunlr ríkis og okkar
fara því saman að þessu leyti.
Sjúkrahúsiö er ódýrara í rekstri en
önnur sjúkrahús landsins fyrir vik-
iö.“
Siguröur Björnsson krabba-
meinssérfræöingur kom. nú aö
okkur og þurfti aö ræöa viö Kjart-
an um sjúkling, sem haföi fengiö
fjarlægt æxli úr ristli fyrir tveimur
árum. Kjartan hafði nú tekiö bút úr
þarmi, en horfur sjúklingsins voru
góöar miðað viö aöstæöur. „Það
skemmtilega viö þaö aö vera
skurðlæknir er það, að svo oft er
mögulegt að lagfæra kvillann.
Sjúklingurinn fer heim heill heilsu.
Horfur t.d. krabbameinssjúklinga
eru einnig orönar gjörbreyttar frá
því maöur var aö byrja. Nú er unnt
aö gera góöa hluti í þeim efnum
meö skuröaögerö og lyfjagjöf.“
Ég spuröi Kjartan nánar um
vinnutilhögun lækna spítalans.
„Já, við reynum aö hraöa sjúkl- j
ingum í gegn eins og ég nefndi
áöan. En þaö er mikilvægara, aö
viö erum hvattir til aö vinna vel.
Ástæöan er einfaldlega sú, aö
vegna þess, aö sjúklingurinn getur
valiö sér lækni hér, þá fæ ég enga
sjúklinga nema ég leysi starf mitt
vel af hendi. Þá sendi ég einnig þá
sjúklinga mína, sem ekki þarf aö
skera upp, til þeirra sérfræöinga,
sem óg treysti best. Þessu fyrir-
komulagi vildi ríkiö aö viö héldum
viö kaup sjúkrahússins og viö vor-
um einlæglega samþykkir því.“
En hvernig er þessum málum
háttaö á öörum sjúkrahúsum á
landinu?
„Ja, á ríkis- og borgarspítala er
lítiö sem hvetur þig til aö hraöa
sjúklingi í gegnum meðferð. Þar er
í raun ekki svo veigamikiö hvort
sjúklingur dvelst nokkrum dögum
lengur eöa ekki. Þá er sjúklingur
ekki skráöur á ákveðinn lækni,
sem leiöir til þess, aö hann er
skoöaöur af þeim lækni, sem
gengur stofugang í þaö og þaö
skiptið. Því er hætt viö, aö enginn
ákveöinn læknir fylgist meö þér frá
því þú kemur og þar til þú ferö.
Ábyrgðin hvílir ekki á einum lækni.
Þá er einnig hætt viö því, aö
ákvaröanataka vefjist dálítiö meira
fyrir þessum læknum þar sem þeir
hafa e.t.v. ekki nægjanlega góöa
yfirsýn yfir stööu þína.
Annars má geta þess hér, aö
aöalvandamál okkar er sjúkra-
húsvist gamals fólks. Sjúkrahúsin
þurfa aö annast roskna sjúklinga,
sem í raun þurfa ekki aö dveljast á
sjúkrahúsi. í tengslum viö Landa-
kot er engin langlegudeild eins og
hin sjúkrahúsin í Reykjavik hafa og
skapar þaö mikiö vandamál fyrir
okkur. Þaö gefur auga leiö hversu
óheyrilega dýrt og misráöiö þaö er
aö halda rándýru sjúkrarúmi fyrir
hjúkrunarsjúklinga vegna skorts á
vist- og hjúkrunarheimilum, 'sem
yröu margfalt ódýrari í rekstri fyrir
þjóðfólagiö.“
En hvernig er sjúklingum skipt
milli Borgarspítalans, Landspítal-
ans og Landakotsspítala?
„Stóru sjúkrahúsin þrjú í
Reykjavík skipta á milli sín bráöa-
vöktum nokkurn veginn jafnt, en
þar fyrir utan koma sjúklingar af
biölistum hvers sjúkrahúss fyrir
sig.
Hér eru fimm skuröstofur. Ein
skuröstofan er aöeins fyrir
augnskuröi, en á Landakoti er í
raun eina augndeiid landsins. Þó
er vísir aö augndeild á Akureyri.
Tvær skurðstofanna eru fyrir al-
mennar skurölækningar, þá er sú
fjóröa fyrir þvagfæraaögeröir og
hin fimmta fyrir minniháttar að-
geröir. Auk mín eru tveir almennir
skurölæknar. Auk þess eru hér
tveir þvagfæraskurölæknar og
tveir beinaskurölæknar. Nú er ég
einn því hinir almennu skurölækn-
arnir eru í sumarleyfi, svo þaö er
mikiö álag á mann um þessar
mundir. Skurðstofurnar eru í notk-
un alla daga vikunnar. Yfirleitt er
skoriö upp á morgnana, svona frá
hálfníu og fram yfir hádegi. Sumir
skurölæknanna vinna auk þessa á
stofu. Sjálfur hef ég ekki tíma til
þess.“
Kjartan sagöi 15—20 mínútur
líöa á milli aögeröa. Þaö færi eftir
því, hversu hreinlegar aögeröirnar
væru. „Ef þær eru miöur hreinleg-
ar kann aö líöa lengri tími á milli
þeirra. Og þá skreppur maöur
gjarnan til sjúklinganna. Hver
læknir hér hefur sinn lit, en litaöir
pappírsstrimlar eru settir fyrir utan
stofurnar og gefa til kynna að í
ákveönu rúmi á þeirri stofu liggi
sjúklingur, sem „tilheyrir“ ákveön-
um lækni. Annars kemur maöur til
sjúklinganna jafnt á virkum dögum
sem helgum og veröa persónuleg
tengsl milli sjúklings og læknis því
mjög sterk og náin hér á spítalan-
um.“ Ég hjó raunar eftir því, aö
Kjartan nefndi þaö viö samstarfs-
menn sína, aö hann heföi þurft aö
skoöa sjúkling klukkan fjögur nótt-
ina áöur, en grunur lék á því, aö
hann væri meö sprunginn maga.
Svo reyndist þó ekki vera.
Nú var hringt og sagt aö
skuröstofan væri tilbúin fyrir
næsta uppskurö Kjartans, sem var
viö gallsteinum. „Þaö er búið aö
pípa á þig heillengi," sagöi einhver.
Kjartan tók þá eftir því, aö hann
hafði gleymt kalltæki sínu niöri á
skurödeild.
Viö fórum niöur á ný og aftur
biöum viö Rax eftir því, aö kallaö
yröi á okkur þar sem viö biöum í
sótthreinsunarherberginu.
Sjúklingurinn var roskin kona.
Hún haföi komiö á bráöavaktina
þremur dögum áöur og þjáöist af
verkjum og hita. Sónartæki hafði
gefiö til kynna, að hún væri meö
galisteina, en Landakot er eina
sjúkrahúsiö, sem hefur þaö rann-
sóknartæki til almennra rann-
sókna, en á fæöingardeild Land-
spitalans er einnig slíkt tækl. Kjart-
an skar stóran skurö rétt fyrir neö-
an rifbeinin. Nú var honum til aö-
stoöar Helgi Jóhannsson læknir,
en annars voru hjúkrunarfræö-
ingarnir þeir sömu og viö fyrri aö-
geröina, nema hvaö þeir höföu
skipt dálítiö um hlutverk. Stúlkan,
sem aðstoöaöi Kjartan viö móöur-
lífsskuröinn, sá nú um aö aöstoöa
starfssystur sína, sem haföi tekiö
viö fyrra hlutverki hennar.
Á skurðstofunni stóð nú fyrir-
feröarmikiö tæki á hjólum og kom
í Ijós, aö þaö var röntgentæki.
Taka átti röntgenmynd er komist
haföi veriö aö djúpu gallgöngun-
um. Þegar komið var að þeim,
sagöi Kjartan viö einn hjúkrunar-
fræöinginn: „Ætlaröu aö biöja
röntgen aö koma.“ Síöan sneri
hann sér aö okkur og sagöi: „Þá er
aö fá mynd. Bíöið þiö nú bara í
horninu á meðan viö komum
röntgentækinu fyrir. Síöan fara
flestir út, er myndin er tekin, vegna
geislanna. Skemma geislarnir ekki
filmurnar? Þaö er öruggara að fara
meö þær fram.“ Viö Rax smeygö-
um okkur út, en Kjartan, svæf-
ingarhjúkrunarfræðingurinn og
Hilma Magnúsdóttir röntgenhjúkr-
unarfræðingur uröu eftir hjá sjúkl-
ingnum. Þaö hjúkrunarfólk, sem
var grænklætt fékk sótthreinsaða
klúta yfir hendurnar á meöan þaö
beiö. „Þaö er nú venjulegra á
sjúkrahúsunum, aö maöur þurfi
ekki aö fara fram á meöan á
myndatöku stendur,“ sagöi Soffía
deildarstjóri. „Þá er skermur til
varnar geislum inni á sjálfri
skuröstofunni, sem hægt er aö
bregöa sér á bak viö. En svona
veröum við aö gera þetta hór.“
Aö lítilli stundu liðinni var okkur
hleypt aftur inn. Röntgenmyndin
var framkölluö annars staöar í
húsinu og send upp á skuröstof-
una. Á henni mátti glöggt sjá
steina í lifrargöngunum. Skugga-
efni (kontrast) haföi veriö sprautaö
þangaö niöur og komu steinarnir
fram sem skuggar á myndinni.
Kjartan geröi grein fyrir henni og
verö ég aö segja þaö, aö þetta var
í fyrsta sinn, sem ég sá eitthvaö út
úr röntgenmynd.
Soffía deildarstjóri aöstoöaöi
viö þennan uppskurð og spuröi
mig eitthvað á þá leið, hvort gall-
blaöran heföi verið tekin. Ég tók
þessu sem hálfgeröu gríni og kom
þannig hrapallega upp um þekk-
ingarskort minn. Ég kvaö Kjartan
ætla aö skilja eitthvaö eftir af
henni, en þá svaraöi Soffía því til,
aö þaö mundi hann ekki gera. Mér
varö hverft viö og beiö eftir nánari
útskýringum. „Þú getur lifað góöu
lífi án gallblöörunnar. Þaö er nú
líklegast. Maöur má bara ekki
gæöa sér á feitum mat eins og t.d.
Hólsfjallahangikjöti." Mér varð
hugsaö til móöur minnar, sem
fædd er þar og uppalin. Einhvern
veginn gat ég ekki ímyndaö mér
hana án gallblööru!
„Komdu og fylgstu meö,“ sagöi
Kjartan og ég þokaöi mér eins
nærri honum og ég þoröi. „Þetta
er lifrargangurinn og nú séröu
hvaö gerist." Kjartan fór meö
nokkurs konar sköfu niöur í lifrar-
ganginn og brátt kom gallsteinn í
Ijós. „Kolsvartir gallsteinar," bætti
Kjartan viö. „Sjáiö þiö þarna hin-
um megin,“ sagöi hann og benti á
röntgenmyndina, sem hengd haföi
veriö á skerm í stofunni. „Þetta
hvíta er galltréö og þarna fyrir neö-
an eru stórir svartir blettir, gall-
steinarnir. Þá sjást einnig tangirn-