Morgunblaðið - 19.08.1983, Síða 7

Morgunblaðið - 19.08.1983, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 1983 39 ar á myndinni.“ Á myndinni sást upp undir lifrina, en lifrargangurinn greindist í margar greinar upp í hana. Neðar var gallblaöran og síöan gallgangurinn, sem opnast ásamt brisgangi út í skeifugörnina. „Þessir steinar hafa lokaö fyrir gallrennsliö frá lifrinni og þess vegna verður manneskjan gul.“ Kjartan náöi fjölda gallsteina úr lifrarganginum meö sköfunni og kvaö þetta vera eins og að ganga á fjöru. Hann sagöi aöra röntg- enmynd þurfa til þess aö ákveöa hvort hann heföi náö öllu. Hann nam gallblöðruna á brott, en hún var full af steinum. Þegar Kjartan haföi gengiö frá öllu í skuröinum, tók Hilma aöra mynd. „Þetta var mjög góö mynd hjá þér áðan,“ sagöi læknirinn. „Hvernig feröu eiginlega aö þessu?“ Niöurstööur myndarinnar voru sendar simleiöis upp á skuröstof- una. Þá kom myndin litlu síöar. „Of lítill kontrast," var niðurstaðan. Skuggaefniö haföi ekki náö aö renna niöur öll lifrargöngin og því sáust þau ekki öll. Bætt var kontr- ast niður í þau og önnur mynd tek- in. Hún sýndi göngin öll, en dræmt rennsli niður í skeifugörn. „Þetta er krampi í vööva, en ekki steinn,“ ályktaði Kjartan. „Oft er erfitt aö greina milli gallsteins og vööva- samdráttar á röntgenmynd,. En þaö er ekkert í göngunum í þetta sinn.“ Á meðan verið var aö kanna lifr- argöngin ræddi ég stuttlega viö svæfingarhjúkrunarfræðinginn. Ég spuröi hana m.a. hvernig sjúkl- ingarnir væru svæföir og tjáöi hún mér þaö, að þeim væri gefið lyf, er nefndist pentothal í æö. Annars nefndist svæfingin „leftanol og pavulon svæfing". Leftanol væri verkjalyf, en pavulon vöövaslak- andi. Lyfin heföu einnig letjandi áhrif á hjartað. Glaöloft (N20) væri gefið í súrefninu til aö viöhalda svæfingu, en einnig væri unnt aö nota innöndunarlyfin fluothane og efrane. Sjúklingarnir væru vaktir af “leftanol og pavulon svæfingu” meö því aö gefa þeim lyfið neo- stigmin í æö, en þaö upphæfi áhrif pavulons. Annars vöknuöu þeir sjálfir, væri þeim ekki gefiö neo- stigmin. „Stundum anda þeir einn- ig sjálfir, ef ekki er slakaö á vööv- um.“ Sjúklingarnir voru meö eyrnahlífar. Hjúkrunarfræöingurinn fylgdist reglulega meö hjartslætti þeirra á hjartalínuriti, en slög hjart- ans voru sýnd á skermi tækisins auk þeirra rafbylgna, sem tækiö mælir. Rafboö í hjartanu, sem fara um ummyndaðan vöövavef frá gáttum og niöur í hvolf, er unnt aö nema meö rafskautum. Þaö má til gamans geta þess, aö hjartað slær sjálfstætt og væri fræðilega séö unnt aö hafa þaö utan líkamans. Svæfingarhjúkrunarfræöingurinn fylgdist einnig meö andardrætti sjúklingsins og kannaöi m.a. hvort hann andaöi ekki frá sér. Þá tók hún blóöþrýsting og sá um blóö- gjöfina, auk annarrar gjafar í æö. „Er þetta ekki í fyrsta skipti sem þiö hafiö verið inni á skuröstofu?" spuröi Kjartan, er hann sem snöggvast leit upp frá sjúklingi sín- um. Jú, þaö var rétt. Ég haföi þó kíkt ofan í maga á sjúklingi. „En ekki svona blóöugar aögeröir," sagöi þá Kjartan og kímdi. Um tveimur klukkustundum frá upphafi aögerðarinnar var henni lokiö. Sett haföi veriö slanga niður í lifrarganginn, sem lá út á kviöinn. „Eftir fjóra daga tökum við aöra röntgenmynd til þess aö ganga úr skugga um, aö enginn steinn hafi veriö skilinn eftir. Og þá er kontr- ast sprautaö um slönguna þangaö niöur. Þetta er e.k. öryggisventill," sagöi Kjartan. Þá var tengdur poki viö lifrargöngin. „I þennan poka kemur svolítiö gall og blóö,“ sagöi læknirinn. Skuröurinn var saumaö- ur saman meö tvelmur þráöum. Búiö var aö binda lykkju á enda hvors þeirra. Kjartan saumaöi helming skurðarins meö öörum þeirra þannig aö lykkjan var utan á kviö sjúklingsins. Síðan saumaði hann þaö sem á vantaöi meö hin- um þræöinum. „Álagiö veröur of mikiö, ef einn spotti er notaður. Hann getur einfaldlega slitnaö, er viö reynum aö draga hann úr skuröinum síðar.“ Viö Rax fórum fram og Rax setti sig í stellingar til aö ná mynd af lækninum án skurðbúnings. Við tókum í hönd hans og þökkuðum fyrir okkur. Hvorki hann né annaö starfsfólk skurödeildarinnar mátti vera aö þvi aö standa í sérstakri þakkar- og kveöjuathöfn og fyrr en varöi vorum viö því komnir upp í búningsherbergi Landakotsspít- ala. Viö höföum dvalist fimm klukkustundir á sjúkrahúsinu þennan morgun, þar af um fjórar á skurðstofunni. Þaö er undarlegt aö sitja viö tölvu og skrifa frásögn af heim- sókn okkar á Landakotsspítala og hlusta á segulbandsupptöku af stórum uppskurðum, sem maður hefur sjálfur verið vitni aö. Og sú hugsun leitar á mann, aö ábyrgö hinna ýmsu stétta þjóöfélagsins sé mismikil. Sérhvern dag er skurö- stofan orrustuvöllur, þar sem bar- ist er viö þaö, aö bjarga mannslíf- um eöa auðvelda líf sjúklinga. Sér- hvern dag er ábyrgö starfsfólk hennar jafnmikil. Smávægileg mis- tök gætu oröiö dýrkeypt. En sú hlýja og sá skilningur, sem okkur frá Morgunblaöinu var sýnd á skurödeild Landakotsspítala, er til vitnis um þaö, aö sú ábyrgö er þar, eins og á öörum sjúkrahúsum landsins, öxluö meö glöðum huga. — ing. joh. Sjálfboðaliða vantar i byggingarvinnu og málningarvinnu. Hringiö í síma 21240. Samtök um kvennaathvarf Heildsölubirgöir: Agnar Ludvigsson hf. Nýlendugötu 21, sími 12134. VÉIADEILD SAMBAHDSINS BIFREIÐAR Ármúla 3 Reykjavík S. 38 900 ISUZU TROOPER Þægindi og búnaður vönduðustu fólksbifreiða. Seigla og aksturs- eiginleikar sterkustu jeppa Allra óskir uppfylltar og engu þarf við að bæta hvort heldur á þjóðvegi eða í þéttbýli. □ Verð frá kr. 583.000,- (Gengi 02.08.’83)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.