Morgunblaðið - 19.08.1983, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 1983
49
Nágrannarnir
+ Fyrir 22 árum voru þau ná-
grannar, áttu heima í sama húsi í
Austur-Berlín, tvenn ung ham-
ingjusöm og nýgift hjón. Þau eru
enn nágrannar, en nú er þaö
Múrinn, sem er á milli þeirra.
Samt sem áöur halda þau áfram
aö hittast. Alla sunnudags-
morgna klukkan 11 má sjá miö-
aldra hjón í útsýnisturni í Vest-
ur-Berlín og austan Múrsins, i
götu sem enginn býr nú við, eru
önnur hjón með hundinn sinn.
Þau veifa hvert til annars og
hrópa í von um aö vindurinn beri
vinarorö á milli en stundum
verða þau aö kveöjast í skynd-
ingu. Þaö er þegar austur-þýska
lögreglan kemur á vettvang en
svona vinskapur er litinn óhýru
auga í því landi, sem ber heitiö
„lýðræöislega alþýðulýöveldið".
Þannig hefur þetta gengiö í 22
ár. Allt frá þeim degi í ágúst áriö
1961 þegar hermenn lokuðu
Austur-Berlín meö gaddavír og
rússneskum skriðdrekum. Hjónin
í Vestur-Berlín komust undan.
Þau stukku út í frelsiö út á Bern-
auer Strasse, en húsiö þeirra var
í Austur-Berlín en gatan sjálf í
Vestur-Berlín. Næsta sunnudag
klukkan 11 árdegis munu þau
hittast á ný.
fclk í
fréttum
rSr
„Ég hataði 007“
— segir George Lazenby, þriðji maðurinn
sem hefur leikið James Bond
+ Fyrir 14 árum vaknaöi ástralski
leikarinn George Lazenby upp viö
þaö einn góöan veöurdag, aö
hann var orðinn frægur maöur.
Hann, sem áöur varö aö láta sér
nægja aö auglýsa súkkulaöi í
sjónvarpinu, var nú allt í einu orö-
inn maöurinn, sem allir vildu
bjóöa til sín.
George Lazenby haföi nefni-
lega þekkst þaö góöa boö aö
leika James Bond, þegar hinn
„rétti 007“, Sean Connery, forfall-
aöist.
Myndin, sem hér um ræöir, „f
þjónustu hennar hátignar", þótti
hins vegar vægast sagt mis-
heppnuö.
„Ég hataöi hlutverkiö og eftir
aöeins þriggja daga töku vissi ég,
aö þetta væri síöasta Bond-
myndin, sem ég lóki í. Þaö fór líka
þannig,“ segir Lazenby hlæjandi,
en þaö er þó ekki alveg rétt hjá
honum, því aö nú á dögunum
kom hann einmitt fram í gervi
James Bond á nýjan leik.
Þaö geröist í sjónvarpinu og
var tilefniö nýja Bond-myndin,
„Octopussy“, sem Lazenby dró
sundur og saman í háöi og geröi
stólpagrín aö. Þótt Lazenby sé nú
búinn aö jafna sig á ævintýrinu
með James Bond viöurkennir
hann þó, aö hann hafi átt veru-
lega erfitt fyrst eftir aö myndin
var sýnd.
George Lazenby — gleymdist
jafn fljótt og hann varö frægur.
„Ég fékk ömurlega dóma og
þaö er ekki hægt aö segja, aö
tilboöin hafi hellst yfir mig á eftir.
Áður en myndin var sýnd og viö
frumsýninguna var óg stórt nafn,
en svo vildi enginn viö mig kann-
ast. Þaö var skelfilegt og þaö
munaöi minnstu aö óg drykki mig
frá húsi og heimili. Mór tókst þó
aö komast á réttan kjöl aftur,“
segir George Lazenby.
George Lazenby hefur meira
en nóg aö gera nú. Hann hefur
leikið í mörgum sjónvarpskvik-
myndum og í þremur kvikmynd-
um bara á þessu ári. Hann á tvö
hús, eitt í Kaliforníu, þar sem
hann býr meö konu sinni og
þremur börnum, og annað í
Sydney í Ástralíu, en þar eyöir
hann sumarfríinu hjá foreldrum
sínum.
+ Bobby Ewing í Dallas, eöa
öllu heldur Patrick Duffy, eins
og hann heitir réttu nafni er
nú byrjaöur á aö leika í nýrri
mynd. Heitir myndin „Wamp-
ing“ og fer Patrick þar meö
hlutverk jazzleikara sem læt-
ur hverjum degi nægja sína
þjáningu.
„Ég er ákaflega ánægöur
meö aö leika hlutverk, sem ei
jafn ólíkt og þaö, sem ég fer
meö í Dallas," segir Patrick.
Sterk útimálning
Eigum ódýra hvíta útimálningu í 19,4 lítra dósum.
Verö kr. 58 lítrinn.
Sala Varnarliðseigna
Uppeldismálaþing Kl og HÍK
Hið íslenska kennarafélag hvetur félagsmenn sína
til aö sækja uppeldismálaþing KÍ og HÍK sem
haldiö veröur aö Borgartúni 6 dagana 26. og 27.
ágúst nk. Þingsetning veröur kl. 13.00 hinn 26.
ágúst. Yfirskrift þingsins er: Grunnskóli/fram-
haldsskóli: Samræmd heild eöa sundurleitir
heimar?
Skráning fer fram á skrifstofu HÍK (sími 31117) eöa
skrifstofu KÍ ( sími 24070).
Bladburöarfólk
óskast!
*
Uthverfi Sogavegur 101—212