Morgunblaðið - 19.08.1983, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 1983
55
„Inntökupróf að haustiu
Guðrún nýstúdent skrifar:
„Ástæðan fyrir skrifum mínum
hér og nú, er sú að ég tel fyllstu
ástæðu til að samsinna orðum
námskonu í Mbl. 16. ágúst, þar
sem hún talar um inntökupróf í
Háskóla íslands. Það er kunn
staðreynd að stúdentsprófið gefur
nú á dögum engin forréttindi i
þjóðfélaginu, og ekki er nokkur
maður í dag þekktur undir nafn-
inu „Jón stúdent". Stúdentsprófið
er því einungis grundvöllur fyrir
áframhaldandi námi í sérgreinum.
Framhaldsskólar landsins eru
nú orðnir svo margir, að fólk er
löngu búið að tapa tölunni á þeim
og svo virðist sem fjölbrautaskóla-
tískan ætli að tröllríða þessari
smávöxnu og fámennu þjóð. Nú er
ekki það krummaskuð né útsker á
landinu talið kortleggjandi nema
til staðar sé a.m.k. einn, ef ekki
fleiri, fjölbrautaskólar á svæðinu.
Skólana gista svo ráðvilltir og
óráðnir unglingar, sem sifellt
skipta um „svið og brautir", því
alltaf virðast þeir lenda á „rangri
hillu“.
Gömlu, góðu menntastofnanirn-
ar, sem ávallt hafa skilað afburða-
námsmönnum, eiga í erfiðleikum
með að koma sínum nemendum
inn í almennilegar deildir i Há-
skólanum, sem eru löngu orðnar
yfirfullar af örvingluðum ung-
mennum, sem slysuðust inn i
tískufyrirbrigðin, fjölbrautaskól-
ana.
Háskóla íslands, þessum eina og
yfirfulla, ber hiklaust að taka upp
inntökupróf í öllum fögum, og
skulu prófin vera samræmd og
miðuð við meira en lágmarks-
kunnáttu og meðalmennsku.
Þannig gæfist öllum, sem á annað
borð eiga erindi í háskóla, sama
tækifæri á að sýna að þeir væru
framtíðarnámi og -starfi vaxnir,
og öðrum sleppt út í atvinnulífið.
Þessi tilhögun kæmi bæði í veg
fyrir skattsvik háskólanema og að
þjóðfélagið yrði ofmenntað. Jafn-
framt yrði hæfum námsmönnum
tryggð atvinna i samræmi við
kunnáttu, að námi loknu.
Einhver kann að telja þetta
ómannúðlegar ráðstafanir og
jafnvel skref aftur á bak i jafn-
réttismálum, en þetta er eina
haldbæra lausnin á þeim vanda-
málum sem blasa við bæði Há-
skóla íslands og atvinnulifi þjóð-
arinnar.
Inntökupróf að hausti nú þeg-
ar.“
þetta blessaða hundahaldsmál. Ég
hef búið í Svíþjóð í þrjú ár, en eins
og kunnugt er, eru hundar orðnir
mikið vandamál þar. Þegar ég
kom þangað var ég í fyrstu mjög
hlynnt því að hundar væru leyfðir
og taldi gott fyrir börnin að alast
upp í návist þeirra. Verður ekki
annað sagt en að sú skoðun hafi
fljótlega breyst til hins gagn-
stæða.
í Svíþjóð, sem annars staðar þar
sem hundahald er leyft, er hunda-
eigendum gert að hafa hunda sína
í bandi. En mikill misbrestur er
þar á og getur lögreglan á engan
hátt annað öllum þeim hundum
sem ganga lausir. Gengur það
jafnvel svo langt að hundar gera
þarfir sínar í sandkassa barna og
annars staðar á leiksvæðum fyrir
börn. Það er ekki gott þegar barn-
ið manns leikur sér úti í sand-
kassa, mokar upp hundaskít og
leikur sér í sandi sem er hland-
blautur eftir hunda. Því eigend-
urnir gættu þess lftið hvar hundar
þeirra gerðu þarfir sínar.
Þetta er vandamál sem við ís-
lendingar megum allt eins búast
við, ef hundahald verður leyft i
meira mæli en nú er. Hafa verið
margir umræðuþættir í sænska
sjónvarpinu um hundavandamálið
og eiga menn við því enga lausn.
Hitt er svo aftur á móti staðreynd
að hægt er að rekja margar kveis-
ur sem börn fá og öndunarfæra-
sjúkdóma, sem eru mjög algengir
þar i landi, til heimilishunda.
Væri því ráðlegt fyrir íslendinga
að hugsa sig tvisvar um, áður en
þeir biðja um aukið hundahald í
þéttbýli.
GÆTUM TUNGUNNAR
Sagt var: Siðaðir menn bera virðingu fyrir skoðunum
hvers annars.
Rétt væri: ... bera virðingu hver fyrir skoðunum
annars.
Fróöleikur og
skemmtun
fyrirháa semlága!
„Herra Trausti,
mér er kalt!“
Lesandi sendi Velvakanda eftirfarandi línur:
Fyrir nokkrum dögum skrapp ég í smáferð inn í óbyggðir
með Hinriki ívarssyni í Merkinesi í Höfnum. Stanslaus rign-
ing skyggði á þá ánægju, sem vænst hafði verið af ferðinni,
en hana bar upp á áttugasta og fjórða afmælisdag Hinriks.
Skeyttu ferðalangar skapi sínu á Veðurstofunni og ekki hvað
síst Trausta veðurfræðingi, sem einmitt hafði verið við völd
í veðurfréttum sjónvarpsins næstu kvöld á undan. En allt
var þetta í góðu. Hinrik í Merkinesi hefur löngum getað
kastað fram stöku og eftirfarandi þremur vísum gaukaði
hann að samferðamönnum sínum í tilefni veðurfarsins:
Rigningin er að ríða á slig
rekka landsins og kvenfólk allt.
Hástöfum því ég hrópa á þig:
Herra Trausti, mér er kalt.
Regnfötum klæddur rölti ég um,
raunar líka þegar ég sef
í vaðstígvélum og vettlingum.
Verri tíð aldrei lifað hef.
Á þig set ég allt mitt traust
óðum líður að hausti.
Hrópa ég til þín hárri raust:
Hættu að pissa Trausti.
Hress
á morgnana
Þreyttur
á kvöldin
Eigum geysilega gott úrval af góö
um, sterkum og fallegum furu
rúmum.
Greiösluskilmálar í 6—8 mánuði.
HAGSÝNN VELUR ÞAÐ BESTA
HDS6AGNAHÖLLIN
1 BfLDSHÖFÐA 20-110 REYKJAVÍK « 91-81199 og 81410
ALLTAF Á LAUGARDÖGUM
Ógnir undirdjúpanna
Kafbátar risaveldanna meö samtals 6.700
kjarnaodda sveima um undirdjúpin og feröir
þeirra eru svo leynilegar, aö þeir svara ekki
skeytum. Fræðandi grein um hrikalegar
staöreyndir.
Flóabardagi 1244
Hér segir frá því í greinaflokknum um Þórö
kakala, þegar þeir mætast Sturla og Þóröur
í einu sjóorrustu íslandssögunnar.
Komnir af Keltum
ekki síður en norskum skerkóngum, segir
Þorvaldur Friöriksson fornleifafræöingur,
en hann hefur rannsakaö sérstaklega keltn-
esk áhrif á islandi.
Vönduð og menningarleg helgarlesning
AUGlÝSJNGASTOfA KRISTINAR HF