Morgunblaðið - 25.08.1983, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 25.08.1983, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 1983 Grænlandssýning í Norræna húsinu Myndlist Bragi Ásgeirsson „Norrænt landnám og búseta á Grænlandi til forna" nefnist sýning er opnuð var í kjallara- sölum Norræna hússins sunnu- daginn 14. ágúst. Sýningin mun hafa verið opnuð með mikilli viðhöfn og ávörpum þriggja merkismanna, þeirra Hjálmars ólafssonar formanns Norræna félagsins, Hans Lynge fulltrúa grænlenzku landsstjórnarinnar og Steingríms Hermannssonar forsætisráðherra. Undirritaður gat því miður ekki verið við- staddur enda bundinn annars staðar, en mikið hef ég hlakkað til að koma og skoða þessa sýn- ingu. Ég hef alla tíð frá því að ég á unglingsárum las bækur Vilhjálms Stefánssonar haft mikinn áhuga á nyrztu þekkj- anlegu byggðum og því fólki er þær byggir. Ég bjóst við mikilli og glæsi- legri sýningu er ég gat komið því við að skoða sýninguna næsta þriðjudag og hafði loks úr rúmum tíma að moða við skoðanir sýninga. En trútt um talað varð ég fyrir nokkrum vonbrigðum því að sýningin rís varla mikið upp fyrir almenna skólasýningu af betra taginu. Að sjálfsögðu er gnægð grein- argóðra upplýsinga í kringum sýninguna um landnám, bú- setu, trúarbrögð og siðvenjur hinna norrænu aðkomumanna í landi Inúíta. Margt af því sem fram kemur eiga flestir að vita frá barnaskólaárum sínum og vilji menn bæta við þekkingu sína þá tekur það fulllangan tíma miðað við umfang sýn- ingarinnar. Sýningunni fylgja tvær sýningarskrár „Kirkjan við hafið" og „Höfðingjasetur og BiskupsstóH", — báðar eru þær óheftar og letrið smátt. Frágangur er hér því hinn frumstæðasti. Með nútíma- tækni hefði verið mögulegt að stækka letrið til muna og setja upp á veggina, — nóg ef af auðu rými í kringum sýninguna. Grænlendingar munu sjálfir hafa sett upp sýninguna en teikningarnar af víkingunum eru undir sterkum áhrifum af dönskum gálgahúmor. Slíkur á vel við er slegið er á létta strengi og í skólabókum fyrir lítil börn til að laða þau að text- unum, en sýning sem þessi krefst rismeiri átaka og list- rænni umbúða. Sýning sem þessi á og ekki að vera sem heimsókn í eina deild forn- minjasafns, heldur á stöðugt eitthvað óvænt að gerast í hvert skipti sem komið er inn í nýjan bás. Hér er ég að styðjast við all- margar sýningar svipaðs eðlis er ég hef séð og heimsóknir í þjóðfræðisöfn erlendis. Með nútímatækni er þessi þáttur stöðugt að verða þróaðri og að- gengilegri fyrir allan almenn- ing og um leið hefur aðsókn aukist og margfaldast. Það er ekki lengur svo, að menn geti gengið einir um sali fornminja- og þjóðháttasafna klukkutím- um saman líkt og áður fyrir — þvert á móti þurfa menn nú að velja sér virku dagana til heim- sókna ef menn vilja skoða vel — slíkt er aðstreymið um helg- ar og á almennum frídögum. Miðað við glæsilegar upp- setningar slíkra sýninga virkar sýningin í Norræna húsinu full þung. Máski má hér kenna um fjárskorti en því er til að svara, að þeim glæsilegri sem slíkar sýningar eru þeim fleiri koma á þær og því meiri verða tekjurn- ar. Víst er þessi sýning merkileg og ég naut hennar margfalt betur við aðra heimsókn sl. sunnudag og telst það sýning- unni til tekna — en þá ber að athuga, að 90% allra gesta kemur aðeins einu sinni og fer á mis við þá upplifun sem felst í endurteknum heimsóknum. Það sem meginmáli skiptir varðandi uppsetningu slíkra sýninga er að gera þær sem að- gengi- og forvitnilegastar fyrir almenning svo að fólk komi af áhuga en ekki skyidurækni. Lítum aðeins á gífurlega að- sókn á léttfengnar sýningar í Laugardalshöllinni en svo aftur á móti sáralitla aðsókn á hina ágætustu menningarauka. Hvað skyldi nú eiginlega valda því, að við fslendingar er- um svo seinir að taka við okkur á þessu sviði, sem annars hlaupum á eftir öllu, sem markvert telst í útlandinu. Hvar eru biðraðirnar fyrir framan stórmerka menning- arviðburði, svo sem t.v. um- rædda sýningu? Á máski að einangra allan skilmerkilegan fréttaflutning og peningaað- streymi við Listahátíð á tveggja ára fresti og láta allt annað mæta afgangi og furðu- legum duttlungum fjölmiðla, sem annars rækta fáfengileg atriði með glæsibrag á heims- mælikvarða? — Svari hér hver fyrir sig ... Að öllu samanlögðu er hér um mjög merkilega sýningu að ræða, þótt hnökralaus sé hún ekki, sem menn eru hvattir til að heimsækja og gefa sér góðan tíma til að skoða. Bragi Asgeirsson Kristinn Sigmundsson Tónlist Egill Friðleifsson Gerðubergi 21. ágúst 1983. Flytjendur: Kristinn Sigmundsson, songur. Jónas Ingimundarson, píanó. KfnLsskrá: Viðfangsefni eftir Karl Ó. Run- ólfsson, Árna Thorsteinsson Ives, Wagner, Gounod, Moz- art, Giordano, Verdi, og ísl. og ensk þjóðlög í úLsetningu Raut- ers og Brittens. Þá er Reykjavíkurvikan liðin með kynningum sínum, sýning- um og konsertum. Eitt síðasta atriðið á þessari afmælishátið voru einsöngstónleikar Kristins Sigmundssonar við undirleik Jónasar Ingimundarsonar, sem fram fóru í menningarmiðstöð þeirra Breiðhyltinga við Gerðu- berg sl. sunnudagskvöld. Þessi staður virðist ágætlega fallinn til kammertónleika og vonandi þrífst þar öflugt tónleikalíf við hliðina á bókasafni og annarri starfsemi. Kristinn Sigmunds- son hefur vakið töluverða at- hygli nú allra síðustu árin fyrir óvenju fagra og mikla rödd. Margir minnast ágætrar frammistöðu hans í Sígaunabar- óninum og þá ekki síður er hann söng bassaaríurnar i Mattheus- arpassíu J.S. Bachs, svo að dæmi séu nefnd, og er greinilegt að hann eflist við hverja raun. Kristinn á fremur stuttan námsferil að baki. Hann naut tilsagnar Guðmundar Jónssonar hér heima, en hefur dvalist er- lendis við nám nú síðastliðinn vetur og er skemmst frá því að segja, að sjaldan hef ég orðið vitni að jafn mikilli framför á jafn stuttum tíma. Vinur vor, Guðmundur Jónsson, getur verið ánægður með afleggjarann sinn, því hér er greinilega á ferðinni efni í stóreik á akri listarinnar. Glæsileg frammistaða hans f Gerðubergi um síðustu helgi sannfærði okkur um að hann hefur til að bera flest það, sem prýða má stórsöngvara. Feikn- arlega mikil og tjáningarrik röddin, karlmannlegir líkams- burðir, svipbrigðaríkt andlitið og frjálslegt fas heillaði áheyr- endur, sem troðfylltu húsið og komust færri að en vildu. Þó get- ur Kristinn enn bætt sig með frekari þjálfun og aga. Þannig á hann á stundum greinilega í erf- iðleikum á efsta sviði raddarinn- ar, auk þess sem meðferð hans a sumum lagana er umdeilanleg. Það verður þó ekki farið út í sparðatíning í þessum pistli, heldur þakkað fyrir stórgóða skemmtun. Hann bókstaflega geislaði af sönggleði, krafti og ákefð. Efnisskráin var samsett úr ýmsum áttum og væri of langt má að gera grein fyrir því öllu hér. En ekki get ég stillt mig um að nefna nokkur lög, þar sem hann beitti þrumuraust sinni til fulls, svo söng og hvein f rjáfri og röftum t.d. The Circus band eftir æringjann C. Ives, Nemico della patri úr óperunni Andrea Chenier eftir Giordano, og þá ekki síst Credo in un Dio úr Othello Verdis, sem kallaði fram fagnaðarlæti og húrrahróp hrif- inna áheyrenda, sem er fátftt hérlendis. Sem fyrr segir komust færri að en vildu á sunnudaginn. Konsertinn var því endurtekinn kvöldið eftir, en þá fyrst fór gamanið að kárna. Margfalt fleiri áheyrendur mættu én gert var ráð fyrir. Varð því brugðið á það ráð að færa tónleikana í 700 ferm. óinnréttaðan sal, svo list- unnendur þyrftu ekki frá að hverfa. Og þrátt fyrir erfiðar að- stæður og steinryk í lofti, skeið- aði Kristinn í gegnum pró- grammið með glans, við ágætan undirleik Jónasar Ingimundar- sonar. Nú bíðum við bara eftir því að stóru K-in tvö, þeir Kristján og Kristinn, stilli saman strengi sína og syngi Sólsetursljóð og önnur ljúflingslög, þó ekki væri til annars en færa mönnum heim sanninn um að ekki fer nú öllu aftur í þessu landi rigningar og verðbólgu. Kgill FriAleifsMon.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.