Morgunblaðið - 25.08.1983, Side 25

Morgunblaðið - 25.08.1983, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 1983 25 Fiindarsalurinn í Sigtúni var þéttsetinn og urdu fjölmargir að standa eins og sést á þessari mynd. óbilgjörn. Ekki er verið að fara fram á gjafafé til stórbygginga heldur einungis það að þjóðfélagið sjái svo um að venjuleg starfsævi dugi til að greiða fyrir húsnæði af þeirri stærð sem hentar efnahag og fjölskyldu hvers og eins,“ sagði Gunnar. Hann sagði að ekki væri verið að fara fram á að allir erfið- leikar hverfi. „Enginn er að fara fram á annað en að fá lánsfé á raunvöxtum eins og verðtryggingin er nú. Aðstaða sú sem okkur er núna búin er einfaldlega fáránieg og mér þætti gaman að sjá framan í þann stjórnmálamann sem þyrði að viðurkenna að hann bæri sökina á gífurlegum erfiðleikum þúsunda húsbyggjenda og húskaupenda nú,“ sagði Gunnar Haraldsson ennfrem- ur. Hann tók dæmi af lánskjaravísi- tölunni, sem notuð er til að reikna út hversu mikið lánsupphæð þarf að hækka til að halda verðgildi í verð- bólgunni. Hún er sett saman að % hlutum úr framfærsluvísitölu og að 'A úr byggingavísitölu. „Það sem af er þessu ári hefur hún hækkað um 41% og heyrst hefur af verulegri hækkun nú um næstu mánaðamót, allt að 9%, þótt forsætisráðherra telji hækkunina verða nær 5% (frá júlílokum). Mér er spurn hvor er betri brúnn eða rauður? Forsætis- ráðherra, ríkisstjórn og Alþingi öllu get ég kurteislega bent á að hinn almenni borgari þessarar þjóðar er ekki svo mikill fáviti að honum sé Sigtryggur Jónsson viðskiptafræðingur. ekki ljóst að meðan allar venjulegar skuldir hækka um allt að 75% eins og nú er útlit fyrir á þessu ári og vísitala launa einungis um 30% fær fólk mikið minna en ekki neitt upp í vaxandi skuldir, hvað þá að því sé gert kleift að mæta almennum hækkunum vöru og þjónustu," sagði Gunnar Haraldsson. Að ræðum framsögumanna lokn- um voru almennar umræður leyfð- ar, en í upphafi var tilkynnt að fundartíminn væri takmarkaður við eina klukkustund og væri því ræðu- tíminn mjög takmarkaður. Fjöl- margir tóku til máls og má í þeirra hópi nefna Karl Kristjánsson, Bjarna Ólafsson, Jón Baldvin Hannibalsson, Jóhannes Kolbeins- son, Jóhönnu Thorsteinsson, Björn Arnórsson og Pétur Blöndal. Ekki eru tök á að rekja allt það sem fram kom í máli þessara ræðumanna, að- eins skal drepið á ummæli tveggja dýr,“ voru lokaorð Sigtryggs Jóns- sonar. Þriðji frummælandi var Gunnar Haraldsson, hagfræðingur. Hann sagði staðreyndir málsins einfaldar, stjórnmálamenn hefðu árum saman smokrað sér undan ábyrgð, lofað öllu fögru fyrir hverjar kosningar en svikið það jafnharðan með bros á vör. „Og hér er enginn flokkur und- anskilinn," sagði Gunnar. Hann sagði ástæður þess, að stjórnmálamönnum hefði liðist þessi framkoma, vera þær, að þeir hefðu ekki tekið höndum saman og myndað með sér samtök, sem legðu líf sitt og heilsu, andlega og líkam- lega, undir í því veðmáli, hvort þeim takist að eignast eigið húsnæði. „Ekki verður með nokkurri sann- girni sagt að sú ósk að eignast heimili á viðráðanlegum kjörum sé þeirra, eins og þau lifa eftir í brigð- ulu minni fremur pasturslítils blaðamanns. Einn ræðumanna sagði frá lífs- reynslu vinnufélaga síns. Það væri gift kona með þrjú börn. Hún hefði að undanförnu verið að reyna að selja húsgrunn sem hún ætti og Pétur J. Eiríksson hagfræðingur. lum þorra atkvæða. í hópi fundarmanna má greina Alexander Stefánsson, félagsmálaráðherra, hann situr á milli Jóhanns lauks Ingibergssonar, framkvæmdastjóra Framsóknarflokksins. Ljósm. Kristján Einarsson. ivndu aftur morgun“ hefði haft í hyggju að kaupa íbúð hjá verkamannabústðöum. Stjórn verkamannabústaða hefði gefið síð- asta frest til að greiða inn á íbúðina nú í dag og undanfarnar vikur hefði hún gengið á milli lánastofnana til að slá lán, en gengið erfiðlega. Ræðumaður sagðist þá um daginn hafa heyrt samtal sem konan hefði átt við bankastjóra vegna þessa. Sá hefði spurt hvers vegna faðir við- komandi hefði flutt launareikning sinn úr sínum banka og svarað fyrirspurn um fyrirgreiðslu fyrir morgundaginn (þ.e. í dag) með þess- um orðum: „Reyndu aftur á morg- un!“ Annar ræðumanna lagði á það áherslu að það væru ekki vísitalan sem væri vandinn heldur skortur á fé. Sá skortur stafaði í fyrsta lagi af afurðalánakerfinu, þar sem lánað væri með 38% vöxtum og óverð- tryggt. Hann benti einnig á að hags- munir húsbyggjenda og sparifjár- eigenda færu saman og varaði við hugmyndum um skerðingu láns- kjaravísitölu. Menn yrðu að krefjast þess að mismunurinn í lánakerfinu yrði afnuminn, helst þannig að af- urðalán yrðu á sömu kjörum og þau verðtryggðu. H.L. Gunnar Haraldsson hagfræðingur. Ályktun fundarins í Sigtúni í gær HÉR FER á eftir ályktun sú sem samþykkt var með öllum þorra atkvæða á fundinum í Sigtúni í gær: „Alvarlegt ástand hefur skap- ast hjá því fólki, sem lagt hefur í að kaupa eða byggja húsnæði. Fari fram sem horfir blasir við nauðungarsala og gjaldþrot hjá fjölmörgum fjölskyldum. Allt of stór hluti húsnæðiskostnaðar er fjármagnaður með skammtíma- lánum. Endurteknar kjaraskerð- ingar á undanförnum árum, samhliða óðaverðbólgu valda því að skuldirnar vaxa en kaupið ekki. Stöðugt stærri hluti af ráð- stöfunarfé fer til afborgana lána en minna verður eftir til nauð- synja. Víða er ástand orðið svo erfitt að ekki verður komist hjá því að grípa til skjótra aðgerða. Einu raunhæfu úrbæturnar eru þær: • að lán verði veitt til lengri tíma, • að lán verði mun hærra hlut- fall af húsnæðiskostnaði en nú er, • að þessar aðgerðir séu aft- urvirkar þannig að þeir sem keypt hafa eða byggt húsnæði sl. þrjú ár njóti þeirra. Það er krafa þessa fundar að þegar í stað verði gripið til þess- ara aðgerða. Fundurinn skorar á ríkis- stjórnina að setja lög um að vísi- töluverðbætur á lán úr lífeyr- issjóðum og Húsnæðismála- stofnun til íbúðabygginga og kaupa, verði ekki meiri en nemur greiddum vísitölubótum á laun.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.