Morgunblaðið - 25.08.1983, Side 2

Morgunblaðið - 25.08.1983, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 1983 Atli Steinarsson ráðinn á fréttastofu Hljóðvarps; „Mjög ánægður yfír að þessu máli skuli lokiðu — segir Atli Steinarsson „ÉG ER MJÖG ánægður yfir að þossu máli skuli lokið, ég hef sótt þrívegis um stöðu á fréttastofu Hljóðvarps," sagði Atli Steinarsson, blaðamaður, í samtali við Morgun- blaðið í gærkveldi, en Atli hefur nú verið ráðinn að fréttastofu Hljóð- varpsins eftir að Útvarpsráð mælti með ráðningu hans, með 5 atkvæð- um af 7, á fundi sínum í fyrradag. 23 þúsund gestir NÚ HAFA um 23 þúsund manns séð iðnsýninguna í Laugardalshöll frá opnun sýningarinnar sl. föstu- dagskvöld. Fjölmennast var á sunnudaginn, en þá komu yfir 6 þúsund gestir. Að sögn aðstand- enda sýningarinnar virðist ekkert lát vera á aðsókninni. »Ég var fyrst og fremst að sækja um starf vegna þess að ég var atvinnulaus blaðamaður og hafði hug á þessu starfi. Það er óneitanlega dálítið leiðinlegt að ég skuli vera ráðinn í trássi við viss öfl á fréttastofunni, en ég vona bara að þetta gangi allt saman vel. Ég hugsa gott til þessa tíma, en ég er ekki ráðinn nema til fjögurra mánaða. Ég vona að það sem á hefur gengið, sé liðin tíð með þeirri ákvörðun að ráða mig á fréttastofuna og vona að menn hugsi ekki meira um liðna tímann. Ég vil þakka stjórn Blaða- mannafélagsins og ekki síst fréttamönnum Morgunblaðsins fyrir mjög dyggan siðferðilegan stuðning í þessari baráttu minni að fá atvinnu á fréttastofunni," sagði Atli að lokum. Atli kvaðst aðspurður um hve- nær hann myndi hefja störf, hafa verið beðinn um að mæta til vinnu á mánudagsmorgun. Útvarpsauglýsingar sf.: Stofnað til ad gera auglýsingar í rás 2 Lögreglumaður með fargjaldastaukinn, sem fannst á Landsbokasafnslóðinni. Fargjaldabauk stolið meðan vagnstjórinn brá sér frá FARGJALDABAUKUR frá Stræt- isvögnum Reykjavfkur fannst síð- degis í gær í ruslatunnu á Lands- bókasafnslóðinni. Það var vegfar- andi sem fann baukinn og lét lög- regluna vita af fundi sínum. Bauk- urinn hafði verið brotinn upp og reyndist tómur. Um var að ræða sama far- gjaldabauk og stolið var í Lækj- argötu í fyrrakvöld. Strætis- vagni var lagt fyrir framan benzínafgreiðslu Esso og brá vagnstjórinn sér frá skamma stund. En á meðan fóru óprúttn- ir inn í vagninn, brutu upp lás, sem notaður er til þess að festa fargjaldabaukinn og höfðu bauk- inn á brott. Óljóst er hve mikið fé var í bauknum. Allt fé sem farþegar höfðu greitt á mánudaginn var í bauknum, svo um allháa fjárhæð getur verið að ræða. Fargjalda- baukum hefur áður verið stolið úr strætisvögnum. Hækka landbúnaðarvör- ur um 8-15% 1. október? HAGSTOFA íslands hefur reiknað út verðhækkanir gjaldaliðs verðlags- grundvallar landbúnaðarvara vegna næstu hækkunar sem verður þann 1. október næstkomandi. Að sögn Guðmundar Sigþórssonar ritara sex- mannanefndar hækka gjaldaliðirnir um tæp 8% en inni í þeirri hækkun er hækkun launa bóndans sem verður 4%. Sagði Guðmundur að þessi 8% hækkun gæti haft í för með sér 8 til 15% hækkun útsöluverðs landbúnaðarvara vegna hækkunar á vinnslu- og sláturkostnaði sem bættist við miðað við að niðurgreiðslur yrðu óbreyttar að krónutölu. ÁRNI Gunnarsson, fyrrver- andi alþingismaður, og Magnús Einarsson, hafa stofnað auglýsingafyrirtæki, Útvarpsauglýsingar sf., til að framleiða auglýsingar fyrir Stjórnar- andstaðan; Vill að þing- hald hefjist 10. september FORMENN þingfiokka stjórnar- andstöóunnar sendu Steingrími Hermannssyni, forsætisráóherra, bréf í gær þar sem þeir ítreka þá kröfu þingflokkanna að Alþingi verði kvatt saman fyrr í haust en venja hefur verið og leggja til að þinghald hefjist eigi síðar en 10. september næstkomandi. Undir bréfið skrifa: Svavar Gestsson fyrir hönd þingflokks Alþýðubandalagsins, Eiður Guðnason fyrir hönd þingflokks Alþýðuflokksins, Guðmundur Einarsson fyrir hönd þingflokks Bandalags jafnaðarmanna og Sigríður Dúna Kristmundsdóttir fyrir hönd þingflokks Samtaka um kvennalista. NATO-skip SEX SKIP fastaflota Atlantshafs- bandalagsins koma í heimsókn til Reykjavikur dagana 25.-29. ágúst nk., segir í fréttatilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Skipin eru: USS Dewey (banda- rískt), HNLMS Piet Heyn (hol- lenskt), HMS Glasgow (breskt), HMCS Skeena (kanadískt), HMCS Preserver (kanadískt) og FGS Schlesvig Holstein (þýskt). Yfirmaður skipanna er Captain G.F. Streetar, skipherra í banda- ríska flotanum. rás 2 í útvarpinu sem vænt- anlega mun hefja útsend- ingar 1. nóvember nk. Árni sagði í samtali við Mbl. að framleiðsla leikinna aug- lýsinga í tali og tónum fyrir væntanlega rás 2 í útvarpinu væri eini tilgangur fyrirtækis- ins og væru þeir búnir að viða að sér starfskröftum til að vinna fyrir fyrirtækið, svo sem textahöfundum, tónskáld- um, íslenskumönnum, leikur- um og einnig hefði verið samið um upptökuaðstöðu og gengið frá tæknihlið mála. Sagði Árni að starfsemin myndi hefjast af fullum krafti í byrjun sept- ember, en þá myndi fyrirtækið opna skrifstofu. Guðmundur sagði að sex- mannanefnd væri að byrja að vinna að verðlagningunni og gæti margt breyst vegna þess að nú eru lausir samningar á milli bænda og neytenda um búvöru- verðið og færu því fram sam- ningar um ýmsar magntölur í verðlagsgrundvellinum. Sagði hann að stefnt væri að því að nefndin ákvæði bráðabirgða- haustverð á kartöflum og sauðfjárafurðum í byrjun sept- ember þar sem sala á þeim af- urðum færi þá að hefjast en endanlegrar niðurstöðu væri ekki að vænta fyrr en uppúr miðjum mánuði. Það skal tekið fram að á veg- um landbúnaðarráðherra hafa verið í undirbúningi ráðstafanir til að draga úr búvöruhækkun 1. október og verða þær aðgerðir meðal annars ræddar á aðal- fundi Stéttarsambands bænda í byrjun september en ekki liggur fyrir í hverju þær aðgerðir muni felast né hve mikið verður dreg- ið úr hækkuninni. Er því of snemmt að spá fyrir um hver hækkunin til neytenda verður þó hækkunin til bænda verði um 8% samkvæmt ofangreindu. Rokið í fyrrinótt í rokinu í fyrrinótt sökk skúta í Hafnarfjarðarhöfn. Þór Ólafsson tók myndina er verió var að huga að skútunni. Ekki mikið af hrygningarloðnu á Kögurgrunni — segir Hjálmar Vilhjálmsson, fiskifræðingur LOÐNUSÝNI það, sem skipverjar á togaranum Dagrúnu tóku á Kögurgrunni og sendu Hafrannsóknastofnun fyrir helgina, hefur nú verið greint. Reyndist hér um að ræða tveggja ára loðnu, en loðnan hrygnir venjulega þriggja eða fjögurra ára. Mikil áta var í loðnunni en hún hefur ekki verið fitumæld enn. Að sögn Hjálmars Vilhjálmsson- mikið magn af tilvonandi hrygn- ar, leiðangursstjóra á Bjarna Sæ- mundssyni, sem nýlega hefur kann- að þetta svæði, er það fremur óvenjulegt að loðna á þessum aldri haldi sig á þessum slóðum á þessum árstíma. Sagði hann, að eldri loðn- an hefði tilhneigingu til að halda sig á meira dýpi en yngri loðnan. Teldi hann fullvíst, að aðallóðn- ingar togara á þessum slóðum stöf- uðu af loðnu á fyrsta og öðru ári, en eldri og stærri loðnan ánetjaðist frekar. Hann bæri ekki brigður á það sýni, sem stofnuninni hefði bor- izt, en teldi, að þarna væri ekki ingarloðnu á ferðinni. Leiðang- ursmenn hefðu kannað þetta svæði nýlega og aðallega orðið varir við smáloðnu. Sagði Hjálmar, að ekki væri hægt að draga neinar af ályktanir þessu hvað varðaði stofnstærð eða loðnu- göngur. Vísbendingar lægju ekki fyrir fyrr en að lokinni úrvinnslu gagna úr leiðangri skipanna þriggja, Bjarna Sæmundssonar, Árna Friðrikssonar og Hafþórs. Jafnvel ekki fyrr en að loknum haustleiðangri Islendinga og Norð- manna í október.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.