Morgunblaðið - 25.08.1983, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 1983
45
\ ? j [ M 5
■ VELVAKANDI
í SVARAR í SÍMA
10100 KL. 11—12
FRÁ MÁNUDEGI
^ TIL FÖSTUDAGS
sem þarna voru sögðu að betra
væri þá að hafa stríð en frið án
réttlætis". Hann segir síðan eða
hefur eftir: „Friðartréð vex af rót-
um réttlætis. Réttlæti og friður
hljóta þannig ávallt að fara saman
og geta ekki án hvors annars ver-
ið. — Það er öllum mönnum ljóst
að það verður enginn friður f
heiminum á meðan menn deyja úr
hungri í suðri á sama tíma og
menn deyja úr ofáti í norðri."
Þess má geta til samanburðar,
að rómversk-kaþólska kirkjan
mun ekki viðurkenna að stríð sé
nokkru sinni réttlætanlegt, nema
til varnar gegn óréttlátri árás (Pi-
us XII, 1956), og frá dögum Jó-
hannesar XXIII: Hefur hún gengið
öllu lengra í því að mæla gegn
réttlætingu styrjalda. Hún er auð-
vitað ekki ein um þetta. Sumir
telja varnarleysi betra en stríð.
Sbr. McBrien, R.P.: Catholicism,
Vol. 2, London <5 1980.
Ég hef ekki lesið ályktanir né
umræður þings Alkirkjuráðsins,
en hef ekki ástæðu til að vefengja
framansagðar heimildir. Þó mun
ég varast ályktanir að sinni. Mál-
efni þessi virðast mér vera um-
hugsunarverð fyrir kristna menn;
hver sé stefna Alkirkjuráðsins,
árangur, hennar, trúverðugleiki
og hverjar afleiðingar? Getur
stríð verið jarðvegurinn fyrir ræt-
ur réttlætisins, sem olívutréð vex
af? Faðir Yakunin er nú í fanga-
búðum í Úral. Hvaða stuðning
fékk átta ára gamalt bænarákall
hans um réttlæti? Ég veit ekki,
hvort er líklegra til að valda
„hræðilegum erfiðleikum", að
spyrja eða þegja.
Þessir hringdu . . .
Það besta sem
sjónvarpið
hefur sýnt
Ásta Hulda Guðjónsdóttir
hringdi.
Ég hef ekki nógu sterk lýs-
ingarorð til að þakka fyrir að
sýna óperuna Lucia di Lamm-
ermoor á sunnudagskvöldið sl.
Flutningurinn var stórkostleg-
ur og allt fór saman, söngur,
leikur, svið og búningar voru
eins og best verður gert. Katia
Ricciarelli er ein glæsilegasta
söngkona, sem ég hef séð, og
sama má segja uin Spánverjann
José Carreras, söngur hans var
stórkostlegur. Þetta er með því
besta sem sjónvarpið hefur
nokkru sinni sýnt.
Vantar um-
sögn alkó-
hólista
8665-0363 hringdi og vildi
koma þeirri fyrirspurn og til-
lögu á framfæri við alkóhólista
að þeir létu til sín heyra og
skrifuðu um sjúkdóm sinn
Fannst 8665-0363 vanta sorg-
lega umsögn þeirra sem við
vandamálið eiga að stríða eftir
öll skrif bindindismanna og
hófdrykkjumanna um málið.
Umgengnin er heilbrigðu
fólki til skammar
Bladburóarfólk
óskast!
Úthverfi
Hjallavegur
Kleifarvegur
SÓLÍ
SUMARLEYFINU
Lignano-Sabbiadoro
SÍÐASTTA BROTTFÖR SUMARSINS 30. ÁGÚST
Verð frá aðeins kr.
14.900
í 2 vikur.
Góðir
greiðsluskilmálar.
Reykjavík: Austurstræti 17,
Stella skrifaði:
Ég var að lesa Velvakandabréf
um ketti og kattaóþrifnað. Þar er
skorað á kattaeigendur að hugsa
betur um dýrin, sem eru jú mál-
leysingjar og geta ekki svarað
fyrir sig. En hvernig getum við
mennirnir kvartað undan óþrifn-
aði í dýrum þegar við erum engu
betri sjálfir og oft á tíðum verri.
Ég bý í miðbænum, einu elsta
íbúðarhverfi borgarinnar. Um-
gengni vegfarenda hér er með öllu
afleit og heilbrigðu fólki til
skammar. Hér kemur fólk út af
skemmtistöðunum, oft búið að
drekka frá sér vit og rænu. Ef svo
ber undir hafa þessir vesalingar
ekki snefil af virðingu, hvorki
fyrir öðrum né sjálfum sér og gera
þarfir sínar á tröppur og í bak-
görðum okkar sem búum í mið-
bænum. Það er slæmt þegar við,
eldri borgarbúar, þurfum að eyða
okkar þreki í að þrífa úrganginn
úr þessu unga fólki, sem ekki virð-
ist hafa í sér neina siðsemd.
Svo eru það glerbrotin. Flöskur
eru brotnar á öllum gangstéttum
og götum og glerbrotin dreifast út
um allt. Hefur það jafnvel komið
fyrir að fullorðin kona sem hras-
aði á gangstéttinni, skar sig mikið
á höndunum vegna glerbrota.
Þá vildi ég benda unglingunum
okkar, sem hópast hingað niður í
bæ um hverja helgi, syngjandi og
hrópandi svo að enginn svefnfrið-
ur er, á að slík læti og drykkju-
skap geta þau viðhaft í sínum eig-
in hverfum.
Ég hef lengi þurft að lifa við
þetta og hef gert það án þess að
kvarta, þó stundum hafi ástandið
verið það slæmt að ég hef hringt á
lögregluna. En nú get ég ekki
lengur orða bundist. Hvers eigum
við ellilífeyrisþegar, við sem vilj-
um byggja gamla bæinn okkar, við
sem höfum gefið hluta af okkar
ævi í þágu komandi kynslóða,
hvers eigum við að gjalda.
GÆTUM TUNGUNNAR
Sagt var: Þeir dönsuðu við konu hvors ann-
ars.
Rétt væri: Þeir dönsuðu hvor við annars konu.
02P SIG&A V/QGA g ÁHVEftAH
MetsöluHad á hverjum degi!
É6 Sflófll flLLTRF
RÐ VtÐ YROUM ffi)
VflRfl OKKUR fl
HENNI PE55RRI A
^ dk'yNKIÍ