Morgunblaðið - 25.08.1983, Blaðsíða 33
líf nema í andvanafæddum skáld-
verkum. Og árangur þess arna er
nánast dapurlegur. Sú trú er að
verða býsna útbreidd, að íslenskir
gagnrýnendur geti aldrei öðlast
líf, — nema í afglöpum sinum.
Annar ekki síður ókræsilegur
ávöxtur þessara undarlegu bók-
menntaskrifa er sá, að aldrei hafa
hinir tómlátu mörlandar samein-
ast af öðrum eins áhuga i neinu og
áhugaleysinu fyrir skáldskapnum
í landi sinu.
Frú Ragnhildur Helgadóttir,
menntamálaráðherra: Það eru
þessar óbjörgulegu staðreyndir, og
örfáar til viðbótar, sem réðu þvi
að ég dirfðist að snúa mér til yðar
beint. Það er svo komið að það er
að verða botnlaust djúp á milli
þeirra sem eru að bögglast við að
yrkja í þessu landi og hinna sem
eiga að skilja og njóta. Hvað stoð-
ar það einn höfund að hljóta öll
skáldalaun og starfsstyrki ef hann
öðlast ekki rúm i neinu mannlegu
hjarta? Eða er það til nokkurs
fyrir einn höfund að kveða sig svo
rækilega innf minnishólfið hjá
gagnrýnendum og úthlutunar-
mönnum að hann kemst þaðan
ekki út aftur, hvernig sem hann
reynir, verði þar innlyksa uppa
lífstíð?
Sannleikurinn er svo grátlega
oft sá, að þegar ungur höfundur
birtir óburðugt skáldverk á prenti,
þá vofir sá háski yfir honum að
hann öðlist veruiega skáldfrægð,
— á síðum dagbiaðanna. Sú frægð
flýgur aldrei lengra. Hún lognast
útaf á síðum blaðanna. Og dauð-
inn fer að henni með hávaðalausri
hægð. Og vitið þér bara nokkuð,
ráðherra. Þegar ég hugsa um þessi
sorglegu ósköp vill sá kuidalegi
grunur flögra að mér, að fslenskir
bókagagnrýnendur séu sérstakir
fulltrúar þess valds sem voldugast
er í öllu lífi, iíka bókmenntalífinu.
— En það er nefnilega dauðinn. —
Það er ekki einieikinn andskoti
hvað aumingja mennirnir eru
hjartanlega handgegnir öllu því
sem vesælast er og vanburðugast,
ef það er þá með lífsmarki.
Jæja, menntamálaráðherra, nú
geri ég ráð fyrir að þér viljið að ég
fari að slá botninn í þetta bréf
mitt. Og þá er þar síðast til að
taka, að þótt ýmislegt skilji á milli
hinna ýmsu skoðana okkar
tveggja, þá erum við áreiðanlega
sammála um það að skáldskapur
og aðrar listgreinar á íslandi lifa
fyrst og síðast á þeim styrk sem
býr innra með þeim, sem fást við
listsköpun, en aldrei á þeim
styrkjum sem fást úr opinberum
sjóðum. Og þær skáldnefnur eru
ekki í hópi þeirra skálda sem
hjálpar eiga von af andanum
mikla, sem einbeita sér að því einu
að ríghalda sem stífast við þau
merg- og blóðsjúgandi kvikindi,
hórkonurnar miklu, systurnar al-
ræmdu ægilegu, hverra atlot öll-
um eru til reiðu, aðeins að þeir
hafi geð að þiggja, þær ungfrú
Vanhelga, Vanviska og ungfrú ó.
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 1983
Hjáipaðu mér. — I desember taka
vissir aðiljar til við að pira til
verðugra úr sjóði sem bókasöfnin
standa undir. Nú er það ekkert
leyndarmál að upphæð til hvers og
eins fer ekkert eftir því hvað bæk-
ur hans hafa verið mikið lesnar,
heldur hinu hvað Borgarbóka-
safninu hefur þóknast að kaupa
mörg eintök af bókum hvers höf-
undar. Og það vita jú allir, að þau
innkaup taka ekki nokkurt
minnsta mið af vinsældum höf-
unda hjá lesendum. Og væri gott
ef þetta dularfulla fyrirbæri
yrði rannsakað til hlítar. (Með
miðilshjálp ef botn fæst ekki öðru
vísi.)
í bókafulltrúatíð Guðmundar G.
Hagalín, var árlega birtur listi
yfir mest lesnu höfundana. Nú er
því löngu hætt. Ástæðan er af
þeim sem best til þekkja, sögð
verða sú, að einmitt þeir höfundar
sem enginn fæst til að lesa, þeir
þiggja árlega drýgstu fúlgurnar úr
téðum sjóði. — Og það eru einmitt
þessir sömu ólesnu, ógæfusömu
höfundar sem einlægt, já, ár eftir
ár, hreppa líka hæstu fjárhæðirn-
ar úr öllum öðrum opinberum
sjóðum sem rithöfundar geta sótt
í.
Á sínum tíma gerði einn ágætur
maður, hr. Eiías Snæland Jónsson,
könnun á þvi hvaða höfundar
hefðu ausið drýgst úr þessum
opinberu uppsprettum. Þjóðvilj-
inn, blað lifandi þjóðfélagsum-
ræðu, rak þá upp slíkt hljóð, ískr-
andi rámt og ýlfrandi sársauka-
fullt, að freisting var að kalla það
óhljóð. Vísast hefur blaðið heim-
fært þessa könnun undir dauða
þjóðfélagsumræðu og þar með
draugagang og reimleika.
Eftir áramót, ef engar breyt-
ingar verða gerðar hér á, hefjast
nýjar úthlutanir úr margum-
ræddum vandræðasjóðum. Já, þá
upphefjast þessi glæfralegu
skrípalæti rétt einu sinni. — Og
sömu duiúðugu kynjamannaöflin
munu sem fyrr, ráða feng hvers og
eins.
Nú er það tillaga mín til yðar,
hæstvirtur menntamálaráðherra,
að með því að aðrir aðiljar eru
miklu dómbærari á raungildi rit-
höfunda en sá söfnuður sem til
þessa hefur stjórnað úthlutunum
til þeirra, þá verði þeim dómbæru
aðilum falið að sjá um úthlutun að
þessu sinni. Og hverjir eru það
sem ég treysti svo vel? Það eru
einmitt þeir aðiljar sem oftast
alira, já, og tíðum einir allra
handleika bækur þessara sí-
styrktu höfunda okkar og gæta
þess að bækurnar bókstaflega týn-
ist ekki í þeim mjúka vef, sem er
fíngerðastur allra vefa, og heitir
kóngulóarvefur. — Hér á ég nátt-
úrlega við afþurrkunarkonur
bókasafnanna. — Svo verði tíminn
notaður til að færa könnun hr. E.
Sn. J. til dagsins í dag. — En á
meðan afþurrkunarkonur verða
önnum kafnar við úthlutunar-
störfin, verða þeir sem til þessa
hafa stjórnað úthlutunum, hafðir
til að þurrka ryk, flugnaskít og
önnur utanáliggjandi óþrif af bók-
um þeirra höfunda, sem þeir hafa
verið að dæla í fjármunum og
ausa lofi fjöllum hærra á undan-
förnum árum.
Að lokum vona ég, Ragnhildur
Helgadóttir, menntamálaráð-
herra, að þér í krafti valda yðar,
manndóms og göfugs hjartalags,
viljið fyrir fullt og fast bægja
þessum sálardrepandi úthlutun-
ar-óskemmtilegheitum frá oss
langpíndum skattborgurum og
unnendum íslenskra bókmennta.
Að vér langmæddir þurfum eigi
oftar, þegar margumræddar háð-
ungar, smánar og skrípa-úthlut-
anir fara fram, að hlusta á þau
almennu háværu hiátrasköll, sem
hafa neytt margan af oss til að
spyrja sjálft almættið. — Guð
minn, hve lengi ætlar þú að leyfa
íslendingum að gefa út bækur eft-
ir sína eigin höfunda?
Yðar einlægur.
Már Kristjónsson.
Mír Kristjónsson er Reykvíkingur
og heíur geiið út tvær skildsögur.
íslandsrallið
„Finnst gaman að
ævintýrum en ber fulla
virðingu fyrir náttúrunni“
„Komum til að kynnast landinu, fjöllunum og jöklunum,“ segja ítalirnir
Enrico de Lucchi og Dani Allegroni, sem standa hér við Lada-keppnisbfl sinn
ásamt mótorhjólakeppanda í íslandsrallinu. MorgunblaAM/Gunniaugur r.
„Við komum hingað af þvf okkur
flnnst gaman að ævintýrum og fal-
legu og stórbrotnu landslagi," sagði
ftalinn Enrico de Lucchi, einn kepp-
enda í íslandsrallinu er Morgun-
blaðið ræddi við hann á Þingvöllum,
en hann ekur ásamt landa sínum,
Dani Allegrone, f rallinu.
„Það er stórkostlegt að blanda
saman jeppakeppni og fallegu
landslagi. Island er frábær staður
til að aka um og náttúran er mjög
falleg," sagði de Lucchi. „Við kom-
um ekki aðeins til að keppa, held-
ur til að kynnast landinu, fjöllun-
um ykkar og jöklunum. Að sjálf-
sögðu er full virðing borin fyrir
landslaginu í þessari keppni, fólk-
ið hérna í rallinu kemur líka mikið
til vegna hins óvenjulega lands-
lags. En það er geysilega dýrt að
taka þátt í svona keppni, við erum
líklega búnir að eyða milli 5 og 6
milljónum ftalskra líra í þetta
ævintýri. Við ökum velbúnum
Lada-bíl, sem við höfum ekið f
ýmsum röllum, m.a. ralli sem
svipar til hinnar frægu Camel
Trophy þolraunar. Við náðum
fjórða sæti af 70 keppendum,"
sagði de Lucchi. „Ég vona að Is-
lendingar verði skiiningsríkari í
okkar garð þegar íslandsraliinu er
lokið,“ sagði de Lucchi að lokum.
G.R.
Flugleiðasamningurinn markaði
tímamót fyrir íþróttahreyfinguna
*
- athugasemd frá framkvæmdastjórn ISI vegna skrifa Arnarflugs
Vegna skrifa markaðs- og sölu-
stjóra Arnarflugs, Halldórs Sig-
urðssonar, í Mbl. í gær, um samn-
ing ÍSÍ og Flugleiða, vill fram-
kvæmdastjórn ISÍ taka eftirfar-
andi fram:
Það er gersamlega út í hött að
tala um, að íþróttahreyfingin
hafi gengið að einhverjum afar-
kostum með undirskrift ferða-
samnings við Flugleiðir. Þvert á
móti er hér um tímamótasamn-
ing að ræða til hagsbóta fyrir
íþróttahreyfinguna. í því sam-
bandi er rétt að fram komi, að
ÍSÍ hafði sjálft frumkvæði að
viðræðum við Flugleiðir um af-
slátt af ferðum íþróttafólks eftir
að íþróttaþing, sem fer með
æðsta vald um málefni ISl, hafði
gert samþykkt þar að lútandi.
Þessi samningur hefur þegar
sparað íþróttahreyfingunni
verulegar upphæðir á skömmum
tíma.
Sérstök samstarfsnefnd ISÍ og
Flugleiða starfar að framkvæmd
samningsins. Hjá þeirri nefnd
hefur aldrei verið amazt við því,
þótt íþróttafólk ferðaðist með
öðrum flugfélögum, hafi Flug-
leiðir ekki getað boðið upp á
jafnagkvæm fargjöld eða ferða-
möguleika. Það er alrangt, sem
markaðs- og sölustjóri Arnar-
flugs heldur fram, að íslenzku
íþróttafólki sé bannað að ferðast
með öðrum flugfélögum en
Flugleiðum. Áhyggjur hans af
Frjáisíþróttasambandi Islands
eru því ástæðulausar. Það hefur
enga samninga brotið. En varð-
andi Knattspyrnusamband ís-
lands er rétt að taka fram, að
það er ekki aðili að ferðasamn-
ingi ISÍ og Flugleiða. Knatt-.
spyrnusambandið metur sjálft
hvernig hagsmunum þess er bezt
borgið hverju sinni, án afskipta
ÍSÍ.
ÍSÍ óskaði eftir því, að ákvæði
um hótelgistingu væri tekið inn í
samning ÍSl og Flugleiða, enda
við það miðað, að Flugleiðir
kæmu á móts við óskir íþrótta-
fólks um nýja möguleika á ódýr-
ari gistingu. Markaðs- og sölu-
stjóra Arnarflugs láðist að birta
það ákvæði til fulls í grein sinni
af einhverjum ástæðum. Að
sjálfsögðu er óþarfi að taka það
fram, að íþróttafólki er frjálst
að skipta við hvaða hótel, sem er,
þar sem kjör bjóðast bezt, hér
eftir sem hingað til.
Það skal að lokum tekið fram,
að framkvæmdastjórn ÍSÍ er
einhuga um, að ferðasamningur-
inn við Flugleiðir sé til mikilla
hagsbóta fyrir íþróttahreyfing-
una og hafi stuðlað að auknum
samskiptum íþróttafólks innan-
lands og erlendis. Eiga Fiug-
leiðamenn þakkir skildar fyrir
skilning og velvilja á þörfum
íþróttafólks á ódýrum og hag-
kvæmum fargjöldum.
Framkvæmdastjórn ÍSÍ
33
STILL-LONGS
ULLARNÆRFÖT
NÆLONSTYRKT
DÖKKBLÁ FYRIR
BÖRN OG FULLORÐNA
SOKKAR
MEÐ TVÖFÖLDUM BOTNI
Regnfatnaöur
Kuldafatnaöur
Vinnufatnaöur
Vinnuhanskar
Garöhanskar
Klossar
Gúmmístígvél
ULLARLEIST AR
Jf&tddiru
OLÍUOFNAR
BORÐLAMPAR
HENGILAMPAR
VEGGLAMPAR
GASLUKTIR
OLÍUHANDLUKTIR
OLÍULAMPAR
10“, 15“, 20“
VASALJÓS
Fjölbreytt úrval
Útigrill
GRILLTENGUR — GAFFLAR
VIÐARKOL — KVEIKJULÖGUR
Gas-ferðatæki
OLÍUPRÍMUSAR
STEINOLÍA, 2 TEG.
PLASTBRÚSAR
Björgunarvesti
ÁRAR — ÁRAKEFAR
Handfæravindur
MEÐ STÖNG
Sjóveiðistengur
MEÐ HJÓLI
SILUNGANET
ÖNGLAR, PILKAR, SÖKKUR
íslensk flögg
FLAGGSTENGUR
FLAGGST ANGARHÚNAR
FLAGGLÍNUR, FESTLAR
YALE KRAFT-
BLAKKIR
% tonn
Vh tonn
3 tonn
e
TIL SÍLDAR-
SÖLTUNAR:
SÍLDARHÁFAR
SLILDARGAFFLAR
SIXLAR — DRIFHOLT
HLEÐSLUKRÓKAR
LYFTIKRÓKAR
BOTNAJÁRN
PÆKILMÆLAR
MERKIBLEK
TUNNUHNOÐ
VÍRKÖRFUR
PLASTKÖRFUR
SÍLDARHNÍFAR
STÁLBRÝNI
OPID TIL 7 FÖSTUDAGA
SÍMI 28855