Morgunblaðið - 25.08.1983, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 25.08.1983, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTÚDAGUR 25. ÁGÚST 1983 Bréf til menntamálaráðherra - eftirMá Kristjónsson Undarlegir eru mennirnir, kvað hin verðlaunaða skáldkona, hér um árið. Undarlegri eru þó menn- irnir sem úthluta skáldalaunum og styrkjum á íslandi, segi ég. Undarlegastir allra eru þó þeir sem taka við umræddum styrkjum og launum og kvarta svo sáran yf- ir að smátt sé skammtað. Með því að ég hallast að þeirri skoðun sem yður, menntamála- ráðherra, er áreiðanlega gamal- kunn úr lögfræðinámi yðar, að all- ir séu góðir þar til það gagnstæða sannast, að því við bættu, að það sem ég hef séð eftir yður haft, hef- ur gefið mér ástæðu til að álíta, að þér séuð ekki aðeins ákveðnar í að láta halda yður góða fyrir yðar háa stól, heldur líka séuð þér stað- ráðnar í að láta verulega gott af yður leiða í yðar volduga embætti: þá dirfist ég að trúa yður fyrir fáeinum hugleiðingum um upp- haflega áminnst efni, skáldastyrki og laun, og hef líka löngun til að reyna á langlundargeð yðar með sundurlausum þönkum um skáld- skapinn sjálfan, skáldin og gagn- rýnendurna. I lok þessa bréfs langar mig svo til að leggja fyrir yður tillögu. Þér verðið að afsaka, ráðherra, hvað hinum ýmsu efnis- atriðum er grautað saman. Nú er það auðvitað allt í lagi þótt flu^élag auglýsi: Flogið strax, fargjaldið greitt síðar. En í heimi andans er það berlega útí hött að hrópa: Frægðina strax, af- rekin unnin síðar. En það er ein- mitt þetta sem skáldlega sinnað fólk, á andlegu gelgjuskeiði, stundum síbernskt, þó á ýmsum aldri, gerir hópum saman. Það hlýtur að kosta þrotlausa vinnu, andvökur og stífustu yfirlegur, og þrotlausa leit í allar áttir, ekki síst þarf að skyggnast vel um í eigin sálardjúpum. Ég geri ráð fyrir að allir, — nema kannski þeir sem kenna bókmenntir við Háskóla íslands svo og þeir sem lesa umrædda sártleikna fræðigrein við téða stofnun, — hljóti að játa, að við finnum aldrei hin dýpstu sannindi nema við köfum eftir þeim. Hin dýpstu sannindi fljóta aldrei ofaná. Því þá væri íslensk tunga komin í mótsögn við sjálfa sig. Einnig vita víst flestir, að svo sem allir hlutir eru gerðir af nokkru efni, þá er allur skáldskapur gerð- ur af nokkrum hæfileikum. Og hæfileikar skálds þurfa að vera margvíslegir og svo vel samstillir að helst aldrei skeiki, rétt einsog í klukkuverki þegar tannhjólin grípa inní hvert annað á nákvæm- lega réttu andartaki. En til að stilla sjálfan sig til þeirrar fullkomnunnar þarf linnu- lausa vinnu, mikla sjálfsyfirveg- un, sjálfstamningu og sjálfsrækt- un. En ungir menn eru bráðlátir og verk þeirra líða fyrir það. Þeir verða aldrei eins og gott úrverk. Þeir verða frekar eins og sú barn- unga stúlka, sem sakir æsku sinn- ar er ófær um að geta af sér heil- brigt afkvæmi. Hinum ungu skáldum leysist höfn í skáldlegum skilningi, afkvæmin koma fyrir tímann, og þessir fyrirmálsburðir eru þá ekki aðeins vanburða, held- ur líka lífvana. Um góðan skáldskap er það að segja að hann er tiðum i andstöðu við umhverfi sitt, hversu þolanlegt sem það er, en skáldin þá bæði hrifnæm og gagnrýnin og búa líka yfir því hugarflugi sem knýr þau til að betrumbæta alla hluti og lagfæra allar kringumstæður, lika þær þolanlegu. Og skáldin vinna fleira til hags- bóta. Sá serh bindur snjalla hugs- un í þau fögru orð að þau verða oss minnisstæð: hann vinnur oss mik- ið verk og gott. En sá skáldskapur sem eflir oss til sjálfstæðrar hugs- unar og glæðir líka með oss hug- rekki til að standa ótrauðir við þá hugsun: hann vinnur oss áreiðan- lega meira verk og betra verk. — En enginn verður skáld og vel- gerðarmaður af því einu að ganga til fara eins og útskrippi af fávita- hæli og efla með sér þann afkára- hátt í hátterni, sem orkar þannig á mann, að manni finnst ábyrgð- arhluti að láta viðkomandi spranga um göturnar án eftirlits. Stór hluti þeirra sem fást við skáldskap á íslandi i dag eru ein- hverjir hinir ósnorralegustu penn- ar sem þjóð vor hefur alið. Þar vantar sjálfsræktunina. Enginn lærir mannganginn í dag og mætir á skákmót á morgun, ákveðinn i að vinna til verðlauna. Enginn lærir kúluvarp í dag, keppir svo til verðlauna á móti eftir viku. — En einn dag raðar kotroskinn ungl- ingur sundurlausum orðum á blað, viku seinna skundar hann svo kampakátur með óskapnaðinn í prentsmiðju. Síðan leggst hann uppí rúm og bíður eftir því að starfsstyrkjum og heiðurslaunum taki að drífa yfir hann. Sé hinn vanræktaði bráðhugi rétt stefndur gagnvart klíkuskapnum má hann alveg eins búast við þeirri sáru yfirþyrmingu, sem engir hafa bein að þola, að gagnrýnandahjörðin taki að jarma yfir hans lífvana óskapnaði heitri hrifningarlof- gjörð og tiundi af einhverslags lúsaleitar-nákvæmni hinar fjöl- mörgu leifurskæru gáfur sem fyrrgreind sauðahjörð telur aug- ljóst að búi með hinum unga, bráðláta, dálítið vankaða manni, — svo þau skrif mættu hiklaust flokkast undir skáldlegustu eftir- mæli tungunnar. Og myndu ekki síst þjóna skínandi vel sem úrval úr líkræðum drukkinna sóknar- presta. Á hinn bóginn verður að segjast eins og er, að þessi máttlausi, eig- inlega lamaði orðasamtíningur beggja ofangreindra froðusnakka, þeirra smurðu og þeirra er smyrja þá, einkennist allur af einhverjum hinum óbrennunjálssögulegasta- frásagnarhætti sem hugsast get- ur. Nú er það auðvitað aðalatriðið í öllum skáldskap að höfundurinn hafi ofanaf fyrir sjálfum sér. Hitt hlýtur þó líka að teljast æskilegt að höfundinum heppnist sömuleið- is að hafa ofanaf fyrir þeim sem eru að baxa við að lesa það sem hann hefur skrifað. En það er ein- mitt í þessu mikilsverða atriði sem höfundunum bregst bogalist- in. Og ástæðan er ekki sú að þeir hafi svo mikið af einhverju. Ástæðan er sú að þá vantar svo mikið af hinu og þessu. Mikils- verður skáldsagnahöfundur er það frumlegasta, einlægasta og per- sónulegasta sem finnst í honum sjálfum: líka verður hann að hafa sogað í sig það dýrasta og ósvikn- asta sem finnst í samtíð hans. Og síðast en ekki síst verður hann að hafa dregið til sín og tileiknað sér úr fortíðinni fleirri verðmæti og stærri en svo að ég reyni að telja þau upp. Það mun vera sárasta harms- efni höfunda í dag hvað lítið þeir eru þekktir útí frá. Ósköp er það ástæðulaus harmagrátur. Hitt mættu þeir flestir skæla og það opinberlega hve sáralítið þeir þekkja sjálfa sig. Því hefðu þeir flestir haft til að bera nokkum verulegan kunnugleika á sjálfum sér, — þá hefðu þeir aldrei lagt útá þessa braut, — en hinir þá skilað mun betri verkum. Þegar ungur maður í dag leggur útá títt- nefnda braut fær hann fljótlega hugboð um að hann hefur ekki burði til að lötra hana, naumast heldur að skríða hana á fjórum fótum. Og þá er ráðið að beygja af henni, brjóta nýja leið léttfærari. Það heitir að gerast formbylt- ingarskáld: afneita hefðinni. Og lengur hefur hann þá engan jarð- veg. Og þá er ekki lengur til nema ein hugsanleg tilraun. Og hún er einfaldlega sú að láta skald- blómstrin skjóta rótum uppí loft- ið. Og nú er bara að hugsa um stíl- inn. Eina keppikeflið erað stíllinn sé sem skrautlegastur. 0, sei, sei, jú. — Útkoman verður glæsilegur umbúðapappír utan um tóman pappakassa. — Það er hrúgað saman orðum, ýmist drungalegum eða gleiðgosalegum, aðallega þó lítt skiljanlegum. Og nógu mörg- um orðum utan um nákvæmlega ekkert efni. Sannleikurinn er á hinn bóginn sá, að hverjum höf- undi ríður lífið á að sársjá eftir hverju orði sem hann missir á pappírinn. Hjá ungu skáldunum er fram- leiðslan tíðum lapþunn orðasúpa. Leggi þau sig sérstaklega fram verður framleiðslan stórkekkjótt orðaglundur. Og þegar þau sjálf telja sig hafa klifið hæstu tinda andans verður útkoman ískrandi blendingur af jökulruðningi og grjóthruni. Og stíllinn, frásögnin, já, text- inn sem þeir skrifa. — Afsakið mig nú, Ragnhildur menntamála- ráðherra. — Textinn þeirra er svo slitróttur, gisinn og glompóttur að mér kemur helst í hug sá undar- legi sokkbolur sem hangir saman á lykkjuföllunum einum. — Og andríki skáldanna af því tagi þeg- ar grauturinn sýður yfir barmana á pottinum. Ég þarf ekki að gera því skóna að ráðherrann þekkir þetta þráa- fulla eymdarkvak skáldanna um að það þurfi að yngja upp skáld- söguna. Og það hefur þeim svo sannarlega tekist, bölvuðum. ís- lenska skáldsagan er bersýnilega stödd í miðri afturför seinni bernskunnar, já, hún er gengin í barndóm: íslenska skáldsagan er farin að slefa. — Á hinn bóginn láta skáldin tíðum uppi sáran ugg vegna væntanlegs dauða skáldsög- unnar. (Þó varla vegna ofyng- ingar?) En það mega skáldin þó vita, að það er enginn fær um að drepa skáldsöguna, — nema jú þeir sem af fullkomnu getuleysi eru að bögglast við að setja saman skáldsögur. Og þessum sömu skáldum sýnist ekki nægja að drepa sjálfa skáldsöguna. Ég sé ekki betur en fjölmörg skáld stefni að því í framhjáhlaupi að stein- drepa alla skáldsögulesendur líka. Og vopnin sem þeir nota eru ýmist bráð- eða seigdrepandi níðang- ursleg hrútleiðindi, og fýludremb- in stórmennska, leiðindi sem eng- inn þolir nema takmarkaða stund, því þau ráðast á sjálfa sálina, og þá er stutt í að sjálft andlátið taki hús á varnarlausu sálartötrinu. Það er ekki úti bláinn mælt að segja, virðulegi menntamálaráðh- erra, að íslenskur skáldskapur birtist oss í dag, með örfáum und- antekningum, annað hvort sem nötrandi, skjálfandi, örvasa gam- almenni, bleikt af elli, eða sem barn í reifum, einlægt hlandblautt og síslefandi. Skoðanir gagnrýnanda skipta hef engu máli. I hlálegum tilburð- um sínum þeytast þeir öfgana á milli. Stundum ganga þeir ber- serksgang og höggva þá sem óðir væru ótt og títt á báða vegu, og þá með breiðöxi, eða þeir laumast með veggjum á blátánum, bjúgir í baki, lotlegir bæði og sárfættir, og beita þá títuprjónum af lymsku- þrunginni vígfimi. Með sárafáum undantekningum birtast þeir í skrifum sinum ýmist sem skrautl- egir páfuglar með litrikar stélfj- arðrirnar sem gleiðastar og fuglbrjóstin útþanin af imyndaðri mannrænu, eða sem magnlaus ræfilsslytta, forarblaut af helvítis aumingjaskap. Og svo að ekkert týnist nú á milli lína með álit mitt á íslensk- um gagnrýnendum. Og yfirhöfuð öllum vorum listpáfum og þeirri sundurtætta, kolruglaða abba- dísa- og kardínálastóði, þá er það einlæg skoðun mín, og afsakið nú orðbragðið, ráðherra, að þeir séu, þó ekki alveg upp til hópa, slíkir yfirgengilegir, blygðunarlausir vændismenn, að þeir geti lagst Már Kristjónsson „Stór hluti þeirra sem fást við skáldskap á ís- landi í dag eru einhverj- ir hinir ósnorralegustu pennar sem þjóð vor hefur alið. Þar vantar sjálfsræktunina. Enginn lærir mannganginn í dag og mætir á skákmót á morgun, ákveðinn í að vinna til verðlauna. Enginn lærir kúiuvarp í dag, keppir svo til verð- launa á móti eftir viku.“ með hvaða skoðun sem er, sama hvað ólyktina leggur í þéttu skýi frá henni. Ferð íslenskra styrkja- og verð- launaskálda inní ódauðleikann hefst yfirleitt á síðum Þjóðviljans. Og það sárgrætilega er, að hún endar þar raunar líka. Skáldið lyftir sér til flugs, stendur stíft í annan spóafótinn, blakar vængj- um, þenur út bringuna: Svo er allt búið. — Þegar einhverjum heppn- ast að skrifa skáldverk sem er svo yfirmáta lágkurulegt, sviplaust og flatt, að það er flatara en flatn- eskjan í krinum það: Þá er viðbúið að hinn sperrti fluglausi skáldfugl sé óðar hafinn í guðsskáldfugla- tölu á síðum Þjóðviljans. (Þessi pappír sem blaðið er prentað á hlýtur að vera styrktur sérstak- lega að þola öll þessi reiðinnar býsn sem á hann eru lögð.) Gagn- rýnendum Þjóðviljans fer ekki ósvipað og þeim læknanema sem viðutan, ef ekki alvarlega rænu- skertur, gaufar við að kryfja lík við afleita birtu. Og sem krumlur hans læsast um einhverja fyrir- stöðu hrópar hann sigri hrósandi: Þetta er vöðvi, þetta er bein, þetta er sin, þetta er blóð, gæti líka ver- ið þvag. En læknanemakvölin hef- ur enga minnstu hugmynd um hvernig þessi líffæri ynnu saman væri líkaminn með lífsmarki. — Aðalatriðið hjá gagnrýnendunum og þá auðvitað líka hjá formbylt- ingarskáldunum, eiginlega eina eftirsóknarverða stefnumark beggja: það er náttúrlega sjálft formið, já, umgjörðin: steypumót- ið. Hvort þeir hella í það gulli eða troða það út með leir: skiptir engu máli. Og þessi skoðun fyrrgreindra aðilja byggir á þeirri grunnmúr- uðu sannfæringu þeirra, að það sé í sjálfu sér enginn eðlismunur á skáldskap, leikaraskap og svo hreinum og beinum fíflaskap. Og ekki síst eru þeir viðkvæmir og næmir fyrir því síðasttalda. Þeir þekkja það best. Nú langar mig að þreyta ráð- herrann með átakanlegu dæmi uppá nýnefnd hugtakabrengl. Margverðlaunað ljóðskáld hugðist víkka út leiksvið anda síns og ákvað að takast á við ljóðaþýð- ingar. Og hann réðst til atlögu við sjálfan García Lorca. Og svo glæsilega tókst skáldinu atlagan að þeir sem þekktu frumljóðið voru ekki búnir að jafna sig eftir lesturinn síðast þegar ég hafði fréttir af heilsufari þeirra. Hið hugreifa ljóðskáld og þýðari gerði sér lítið fyrir og sneri ljóðaþýð- ingu sinni úppí ljóðakynbætur: þannig að svartur hestur í kvæði Lorca varð að skjöldóttri belju í hinni íslensku þýðingu. Og honum varð ekki meint af. (Sko þýðand- ann. Guð einn veit hvernig klárn- um reiddi af.) Ekki veit sá er hér heldur á penna hver slægur menningunni er í afreksverkum af þessum tagi, og öðrum svipuðum. Hann veit heldur ekki hvort andleg afrek af þessum toga heyri beint undir menninguna. Á hinn bóginn þætti mér í sannleika ekki nema sann- gjarnt að kynbótasérfræðingar Búnaðarfélagsins væru fengnir til að segja álit sitt á þýðingarafreki þessa ofsafulla byltingarseggs í ljóðaþýðingum. Og ef ætlunin er að styrkja frekar úr opinberum sjóðum þetta ljóðskáld, og fram- sækna þýðanda, gætu þá ekki kynbótasérfræðingar Búnaðarfé- lagsins séð sér fært að hvetja þetta skáld til að efla með sér sauðarlega tortryggni og varúð gagnvart sjálfu sér og viðfangs- efnum sínum í framtíðinni. Þegar ég les gagnrýni um ís- lensk skáldrit sækir sá grunur ótrúlega oft að mér að gagnrýn- andinn hafi alls ekki lesið bókina sem hann er að skrifa um. Og æ þéttar og fastar sest sá grunur að mér að þessir pennagleiðu menn séu alls ekki gagnrýnendur, heldur einhverskonar bókmenntalegir háðfuglar, mislukkaðir, sem megni það helst að koma lesend- um sínum í afleitt skap. En það er ekki nýtt í sögunniað menn hasli ser þar helst völl þar sem fyrir- fram er vitað að þeir geta ekki orðið að nokkru minnsta liði. Og það getur verið hrein tilviljun hvar þeir troða sér fram, stundum í stjórnmálum, mjög oft í listum, líka kannski náttúrulækningafé- laginu, hvítasunnusöfnuðinum eða sáluhjálparhernum: yfirleitt öllu félagslífi. Þess finnast jafnvel dæmi að þeir hafi sunkað alla leið ofaní góðtemplararegluna. Þá eru þess líka sorglega mörg dæmi að þeir hafi tekið hús á sjálfri skáldagyðjunni. Og heimt- að að mega deila með henni sjálfu hvílurúminu. En ég legg það ekki á fannhvítan pappírinn að geyma hrakfallasögur af svo ógæfusam- legu tagi. Bók sem þessir menn þykjast vera að dæma og höfundur henn- ar: hvorugt skiptir þá neinu. Að- eins að þeir sjálfir taki sig sem íyrirmannlegast út í skrifunum. Greinin á að sína altæka þekkingu þeirra, brattsækni i hlíðum and- ans, leiftrandi yfirburðavitsmuni, og svo flugbeittar gáfur að það ætti að vera hægt að tálga með þeim spýtur. Þegar gagnrýnanda tekst virkilega vel upp, og það kemur oft fyrir, er engu líkara en maðurinn sé að skrifa um sjálfan sig dauðan. Það væri þarfur mað- ur sem safnaði svona greinum saman í bók. Hún gæti heitið: Hvílíkur var ég ekki. Náttúrlega gæfi Iðunn bókina út og tryggði þar með að hún yrði skyldulestur í skólum. En grínlaust. Ef til eru menn sem frekar eiga skilið samúð vora en þeir, sem ár eftir ár og án verð- leika hirða skáldalaun og styrki, þá eru það, þrátt fyrir allt, þeir sem skrifa hástemmt lof um styrkþegana í blöðin. Margir þeirra hafa, með mikilli fyrirhöfn, orðið sér úti um gríðarlegan þekk- ingarskort á bókmenntun vestur á Melum. Aldrei finna slíkir menn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.